Morgunblaðið - 11.12.1977, Page 25

Morgunblaðið - 11.12.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 i \ 73~ félk f fréttum Drottning- unni er ýmislegt til lista lagt + Nýlega kom út i Kaupmanna- höfn ritverk i þremur bindum eftir prófessor Tolkiens. Þetta eru æv- intýri og néfnast bækurnar ,, R ing enes herre". í bókunum eru 75 teikningar eftir Margréti drottn- ingu. Þótt hún notaði ekki sitt eigið nafn. heldur listamannsnafn- ið Ingahild Grathmer, fréttist fljótt hver höfundur myndanna var og upplagið seldist upp á einni viku. Bækurnar kostuðu 1200 kr. danskar eða tæpar 40 þús. ís- lenskar krónur. Teikningar þessar gerði drottningin fyrir nokkrum ár- um. þegar hún var rikisarfi en þá skrifaðist hún á við prófessor Tolkien. Hann er nú látinn. Drottningin hefur upplýst að laun- in sem hún fékk fyrir verk þetta muni renna til góðgerðarstarf- semi. Fyrir sjö árum teikntíði Margrét jólamerki sem seldist í 80 þúsund eintökum. Hún kallaði það „Jólaundirbúningur i Himnaborg- inni". Drottningin er mjög listræn og saumar t.d. mikið út. Á síðast- liðnu ári þegar haldið var hátiðlegt 250 ára afmæli hallarkirkjunnar í Fredensborg. bar presturinn hökul sem Margrét hafði bæði teiknað og saumað og gefið kirkjunni i tilefni afmælisins. Hún hefur einn- ig teiknað tvo aðra hökla sem móðir hennar. Ingrid drottning. og Benedikte prinsessa, systir henn- ar, eru að sauma Þegar Margrét gifti sig teiknaði hún sjálf fanga- mark sitt og á ferðalögum hefur hún alltaf með sér teikniblokk. + Þad var ást viö fyrstu sýn þegar dansarinn Rudolf Nurejev og Svínka litla hittust í Prúöu- leikaraþættinum.' Rudolf Nurejev var gestur þáttarins. Maður gæti hara haldið að þetta væri alvara, því Nurejev lýsti því yfir að hann gæti aldrei framar hugsaö sér að borða svínakótelettur. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.