Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 13
••
Ommustelpa,
ný bók frá
Ármanni Kr.
Einarssyni
ÖMMUSTELPA heitir ný bók
Ármanns Kr. Einarssonar
barnabókarithöfundar, sem
Bókaforlag Odds Björnssonar
gefur út. Er Ömmustelpa 27.
bók höfundar. Skiptist bókin
í 12 kafla. Prentun annaðist
Prentverk Odds Björnssonar
á Akureyri.
Á kápusíðu Ömmustelpu segir m a
um bókina og söguna: ..Þessi athyglis-
verða barnasaga er að nokkru leyti
byggð á dagbók höfundar um tímabil á
þroskaferli ungrar dótturdóttur sinnar
Af næmum skilníngi er lesandinn
leiddur inn i heim barnsins þar sem allt
er nýtt, undur og ævintýri biða við
hvert fótmál og i myndun hugans eru
engin takmörk sett í sögunni er viða
brugðið upp litrikum myndum af
skrýtnum uppátækjum og skemmtileg-
um hugdettum."
Ömmustelpa er 131 bls Teikningar
i bókinni eru eftir Þórunni Sigurðar-
dóttur og gerði hún einnig bóka'rkápu
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 J3
Tvær frábærar skáldsögur
JOHN
CREASEY
BARÚNINN FfESTVIfl
Æsispennandi
sakamálasaga:
Sjómannabókin í ár:
Madur
fyrir
borð
eftir Hank Searls
Frábærar lýsingar á sjómannslífi, skipi, siglingum, úfnum
ólgandi sjó og hverskonar baráttu sjómanna við æst
náttúruöfl.
Bók sem engum er fært að semja, nema hafa sjálfur kynnst
viðfangsefninu. v
Sögurþráður: Velmetinn lögfræðingur selur allar eigur sínar,
hafnar vellaunuðu starfi, kaupir skútu og leggur á hafið með
konu sína eina skipverjann.
Hafið reynist honum ómótstæðilegt eins og fleirum. Ferð
Þeirra er ekki alfarið dans á rósum fyrsta kastið, en smám
saman lagast ástandið og lífið verður Paradís.
En veður eru válynd og þau lenda í mörgu sem reynist þeim
næstum ofraun. Óvæntir atburðir gerast og öll verður ferðin
ævintýraleg.
Þetta er bók sem allir sjómenn hljóta að hafa gaman af og yrði
þeim vafalaust kærkomin jólagjöf.
Baróninn fæst
við giæpahringinn
eftir John Creasey
sem talið er að hafi skrifað fleiri
bækur en nokkur annar höfundur
eða alls 5—600.
Baróninn er furðuleg persóna. Öðrum þræði fínn maður í
samkvæmissölum heldra fólks en bregður sér svo í dular-
gervi og fer út til rána.
Hann rænir eingöngu okrara og göróttan braskara lýð Lendir í
kasti við óðan glæpahring, sem einskis svífst en reynist þeim
kumpánum þungur í skauti og erfitt að ná taki á honum
Honum virðist fátt ómögulegt, engar læsingar standast og
hann er ósigrandi hverra ráða sem leitað er til að koma honum
fyrir kattarnef eða ná á honum taki
Slagsmálin eru hrikaleg og lesandinn stendur á öndinni, því
oft hangir líf Barónsins á bláþræði
Dýrlingurmn, Harðjaxlinn og slíkir fuglar eru eins og hvitvoð-
ungarvið hlið barónsins.
Efalaust mesta háspennubók sem nú er völ á.
Ægisútgáfan.