Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
31
Stjörnukvöld í Laugardalshöll
MIKIL íþróttahátið er áformuð
f Laugardalshöilinni annað
kvöid. Samtök íþróttafrétta-
manna hafa skipulegt þessa
hatfð og er tilgangurinn sá að
gefa fólki kost á tilbreytingu
núna í mesta skammdeginu.
Verður þarna fléttað saman
bæði gamni og alvöru.
„Alvarlegasti" liður hátíðar-
innar verður leikur milli lands-
liðs og liðs íþróttafréttamanna í
handknattleik. Landsliðið hef-
ur verið valið, og mun Janusz
Cerwinski að sjálfsögðu stjórna
því en Pétur Bjarnason mun
stjórna liði fréttamannanna, en
það verður valið i dag.
Landsliðið verður þannig
skipað:
Gunnar Einarsson, Haukum,
Kristján Sigmundsson Vikingi,
Janus Guðlaugsson FH, Geir
Hallsteinsson FH, Þorbjörn
Guðmundsson Val, Jón H.
Karlsson Val, Bjarni
Guðmundsson Val, Björgvin
Björgvinsson Vikingi, Arni
Indriðason Víkingi, Ölafur
Einarsson Víkingi, Páll
Björgvinsson Víkingi.
Auk þessa leiks mun íslenzkt
úrvalslið i körfuknattleik leika
gegn iiði Bandaríkjamannanna,
sem hér dvelja. Iþróttafrétta-
menn, sem eru ósigrandi í
handkn^ttleiknum, mæta
úrvalsliði lyftingamanna, Ómar
Ragnarsson „All star,„ en I því
liði eru Ómar, Halli og Laddi og
leiri góðir munu keppa við
úrval Alþingis í knattspyrnu,
þá Albert, Ellert, Karvel og
Bjarna Guðnason, sem kemur
inn sem lánsmaður, þar sem
vantaði mann á vinstri kantinn.
Fleira i þessum dúr er á dag-
skrá og verður skýrt nánar frá
því í blaðinu á morgun.
Æ'
Ovæntur
sigur
Fylkis^
gegn ÍR
TVEIR leikir fóru fram í Reykja-
víkurmótinu í handknattleik f
gærkvöldi og urðu þau óvæntu
úrslit að Fylkir vann ÍR 17:16,
eftir að staðan hafði verið 11:8 í
hálfleik og Ármann 'vann Þrótt
27:22. Ahugi á þessu móti er f
lágmarki eins og bezt sést á því að
6 áhorfendur borguðu sig inn í
gærkvöldi en því verður ekki mót-
mælt að þetta mót er mjög nauð-
synlegt fyrir félögin í 1. deild á
meðan deildarkeppnin liggur
niðri.
Það voru töluverðar sviptingar í
leik Armanns og Þróttar. Ar-
menningar náðu fljótt yfirburða-
stöðu en í seinni hálfleik tókst
Þrótti að komast eitt mark yfir en
Armann var betri á endasprettin-
um og vann örugglega.
Mörk Ármanns: Jón Viðar 10,
Þráinn 7 (6 v), Björn 3, Valur 2,
Smári 2, Einar, Óskar og Friðrik 1
mark hver.
Mörk Þróttar: Konráð 11 (6 v),
Trausti 4, Sveinlaugur 3, Halldór
2, Jóhann og Ari 1 mark hvor.
Fylkismenn höfðu lengst af
undirtökin í leiknum gegn 1.
deildarliði IR og um tíma var
munurinn orðinn 6 mörk í s.h. En
þá fór allt í baklás hjá Fylki eins
og gegn Fram í þessu sama móti,
IR tókst að jafna metin en Fylkir
átti siðasta orðið og vann 17:16.
Mörk Fylkis: Gunnar 6, Halldór
4, Einar Ag. 2, Jón 2, Kristinn,
Hilmar og Sölvi 1 mark hver.
Mörk IR: Brynjólfur 7, Asgeir
4, Sigurður 3, Vilhjálmur 2 (2 v).
—SS.
Öruggur sig-
ur Stenmarks
INGIMAR Stenmark sigraði með
miklum yfirburðum f stórsvigs-
keppni f ltalíu í gær. Ingimar
hefur þar með tekið örugga for-
ystu í keppninni um heimsbikar-
inn á skfðum, sem hann hefur
unnið til sl. tvö ár. Ingimar hefur
hlotið 50 stig samtals en næstur
er Austurrfkismaðurinn Klaus
Heidegger.
r
V
AEG
UPPÞVOTTA-
VÉLAR
Heimilishjálpin,
sem gerir uppþvottinn
aó leik einum
✓
NýttfráLEGO
LEGO tæknikubbar eru ætlaðir tæknilega
sinnuðu fólki frá 9 ára aldri, og upp úr.
í LEGO tækniöskjunni felast ótrúlegir
möguleikar, sem veita tæknifræðingum
framtíðarinnar verðug viðfangsefni að
glíma við.
Myndirnar gefa hugmynd um möguleikana
sem bjóðast.
REYKJALUNDUR
LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi