Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 Guðmundur Emilsson lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík tvítugur að aldri, og kenndi síðan tónlist tvo vetur aðallega við Hliðaskólann í Reykjavík og Laugarvatns- skóla. Undanfarin fjögur og hálft ár hefur hann stundað háskólanám í tónlist við East- man skólann, í borginni Rochester í New York riki, og Myndin er tekin við flutning Auschwitz Oratorio í musteri Gyðinga i Rochester s.l. vor. Stjórnandinn, Guðmundur Emilsson, sést á miðri mynd. Guðmundur Emilsson stjórnar við einn frægasta tónlistarskóla í Bandaríkjunum ágætiseinkunn fyrir tveimur árum og lýkur M.M. prófi, eða meistaraprófi, næsta vor. Guðmundur hefur lagt sig eftir ýmsum greinum tón- mennta, bæði fræðilegum pg praktískum, en mun þó hafa hlotið mesta viðurkenningu kennara sinna og gagnrýn- Guðmundur Emilsson. í síðasta mánuði kaus stúdentaráð hins kunna East- man-tónlistarháskóla í Bandaríkjunum 26 ára gaml- an íslending, Guðmund Emilsson, til að stjórna hin- um árlegu jólatónleikum skólans 16. þ.m. með úrvals- tónlistarfólki, 50 manna hljómsveit og kór, sem flytja munu Kantötu nr. 140 eftir J.S. Bach (Wachet auf, ruft Uns die Stimme). Var Guðmundur valinn úr hópi 10 ungra stjórnenda, sem höfðu óskað eftir að stjórna þessum tónleikum. Valið var einróma. hlotið ótvírætt lof fyrir árang- ur í námi og starfi eins og þessi frétt ber meðal annars með sér. Hann lauk B M. háskólaprófi með fyrstu Upprennandi íslenzk- ur hljómsveitarstjóri enda sem kór- og hljóm- sveitarstjóri. Hann hefur stjórnað opinberum hljóm- leikum i Rochester að stað- aldri með náminu undanfarin ár, bæði flutt sígild tónverk eins og Messías Hándels og nútima stórverk, svo sem Auschwitz Oratorio eftir pólska tónskáldið Penderecki. Meðfylgjandi mynd er frá flutningi þessa verks í musteri Gyðinga i Rochester fyrir skömmu. Eins og nafnið ber með sér er verkið tengt harmsögu kyn- stofns gyðinga í seinustu heimsstyrjöld. Guðmundur Emilsson var formaður Nemendafélags Tónlistarskólans i Reykjavík og tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um skeið áður en hann sigldi til fram- haldsnáms og munu margir tónlistarmenn þvi kannast við hann. Ennfremur hefur hann að tilhlutan skólarann- sóknardeildar menntamála- ráðuneytisins skrifað tón- menntakennslubók fyrir gagnfræðaskóla Guðmundur hefur nýlega verið samþykktur doktors- próf kandidat í kór- og hljóm- sveitarstjórn við tónlistarhá- skólann í Bloomington í Indi- anariki i Bandaríkjunum, og jafnframt ráðinn aðstoðar- kennari við skólann frá og með næsta hausti. Tónlistar- háskólinn í Bloomington mun vera stærsti tónlistarhá- skóli Bandaríkjanna Parhús — Langholtsvegur Var að fá í einkasölu parhús við Langholtsveg, sem er jarðhæð, hæð og rishæð. Húsið er með 2 samþykktum íbúðum, en einnig er hægt að nota það sem eina stóra íbúð. Á jarðhæðinni er rúmgóð 3ja herbergja íbúð. Á 1. hæð er stór stofa, eldhús, skáli, snyrting og forstofa. Þessu fylgir í rishæðinni 3 herbergi, bað, þvottahús ofl., á jarðhæðinni fylgir stór geymsla og loks bílskúr. Húsið afhendist fokhelt í maí 1 9 78. Beðið eftir Húsnæðismálastjórnarlánum. Teikning til sýnis á skrifstofunni. Árni Stefánsson, hrl., Suðurgötu 4. Sími: 14314. 83000 Okkur vantar einbýlishús eða raðhús, helzt miðsvæðis » borginni. Þarf að hafa möguleika á tveim íbúðum. Öruggir kaupendur. Öruggir kaupendur. Til sölu Við Kleppsveg Góð 4ra herb. ibúð og herb. í risi. Við Hraunteig 5 herb. risibúð um 1 40 ferm. Við Kirkjuteig Góð 4ra herb. risíbúð. Við Laugarás Vandað og fallegt einbýlishús og bilskúr. Við Öldugötu 190 ferm. sérhæð og 90 ferm. kjallari. Við Fellsmúla Góð 4ra herb. íbúð á 4. hæð i blokk. I Smíðum Parhús og bilskúr á einurh bezta stað i Mos. Eingarland. Við Langholtsveg Góð 3ja herb ibúð i kjallara. Sér inngangur. Laus strax. Einbýlishús í Garðinum Einbýlishús (timbur) nýtt, um 1 25 ferm. Frágengin lóð. í Njarðvik Góð sérhæð um 120 ferm. ásamt 50 ferm. bilskúr. Við Asparfell Sem ný 3ja herb. ibúð á 4. hæð. Verð 6.5 millj. Útb. 4.5 millj Opið alla daga til kl. 10 e.h. Geymið auglýsinguna FASTEICNAÚRVALIÐ SÍMI83000 SilfurteigM Sölustjóri. Auðunn Hermannsson Benedikt Björnsson lgf. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGN AVIÐSKIPTI MIÐBÆR -HÁALEITISBRAUT58 60 SÍMAR-35300&35301 Við Ásbraut einstaklingsíbúð á 2. hæð. Laus fljótlega. Við Asparfell einstaklingsíbúð á 4. hæð. Við Æsufell 3ja herb. íbúð á 7. hæð. Mikil og góð sameign. Við Hraunbæ 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Laus nú þegar. Við Seljaveg 4ra herb. nýstandsett risíbúð. Við Kleppsveg 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Við Framnesveg Einbýlishús, hæð og kjallari. 7 5 ferm. að grunnfleti. Húsið er 3 herb. og eldhús. Þvottahús og geymsla í kjallara. Við Lindarbraut Glæsilegt einbýlishús, ein hæð og bílskúr. Húsið skiptist i 4 svefnherb., húsbóndaherb., tvær stofur, skála, eldhús með borð- krók, búr, þvottahús o.fl. Lóð frágengin og ræktuð. Falleg eign. í smíðum við Hæðarbyggð, glæsilegt ein- býlishús á tveim hæðum. Mögu- leikar á sér ibúð á neðri hæð. Húsið selst fokhelt með járni á þaki og gleri í gluggum. Frábært úrsýni. Við Brekkutanga endaraðhús tilbúið undir tréverk, með innbyggðum bílskúr. Við Orrahóla eigum eina 3ja herb. íbúð á 3. hæð, tilb. undir tréverk til af- hendingar í október á næsta ári. Fast verð. Góð greiðslukjör. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar stærðir fast- eigna á söluskrá. Fasteignaviðskipti Agnar Ólafsson Arnar Sigurðsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl Heimasími sölumanns Agnars 71714. Kjötmiðstöðin stækkar við sig HUSNÆÐI Kjötmiðstöðvarinnar við Laugalæk hefur verið stækk- að að mun. Verzlunin var áður aðeins kjötbúð, en nú er þar á boðstólnum öll matvara, og að sögn eigandans, Hrafns Bach- manns, er öli þjónusta í verzlun- inni nú meiri. Þar eru starfandi 17 manns og þar af 4 faglærðir kjötiðnaðar- menn. Að sögn Hrafns hefur undan- farið orðið geysileg aukning í kjötsölu, en hann sagðist vanda vel val á öllu hráefni. I sumum tilfellum væri fylgzt með slátur- fénu allt frá fæðingu til slátrun- ar. Verzlunin leggur að sögn hans áherzlu á að greiða fyrir þeim neytendum sem vilja fylla frysti- Aðventu- kvöld í Krists- kirkju FÉLAG kaþólskra leikmanna gengst fyrir aðventukvöldi í Dóm- kirkju Krists konungs, Landakoti, næstkomandi fimmtudagskvöld, 15, desember, kl. 8.30. A dagskrá verða tónleikar, söngur og lestur. öllum er velkomið að taka þátt í þessu aðventukvöldi. kistur sínar kjöti eða öðrum mat, enda fælust í því mikil þægindi fyrir fólkið og það yki jafnframt neyzlu almennings á þessum vör- um. í sumar var i verzlununni gerð tilraun með sölu á hamborgar- reyktum unghænum og kjúkling- um sem gafst mjög vel og er áætl- unin að taka upp þá nýjung fyrir alvöru á næsta ári. A myndinni er Hrafn Bach- mann, eigandi og verzlunarstjóri Kjötmiðstöðvarinnar, fyrir innan kjötborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.