Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 Haukur Guðmundsson: Krafa um að fá að taka við starfi á ný og fá uppgerð vangreidd laun LÖGMAÐUR Hauks Guðmunds- sonar hefur gert kröfu um að Haukur fái að taka aftur við starfi sínu sem rannsóknarlögreglu- maður og að gerð verði upp van- greidd laun hans, en Haukur hef- ur verið á hálfum launum í rúmt ár meðan rannsókn í málum hans fór fram. „Ég er búinn að senda mlna umsögn til dómsmálaráðu- neytisins, sem er úrskurðaraðili um málið. Meira segi ég ekki að svo stöddu," sagði Jón Eysteins- son, bæjarfógeti í Keflavík. Bald- ur Möller, ráðuneytisst jóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í gær, að ráðuneytinu hefði ekki borizt úrskurður saksóknara né forsendur hans, en væntanlega Framhald á bls. 14 Iðnrekendur bíða enn svars frá ríkisstjórn „VIÐ HÖFUM ekki fengið nein formleg svör frá stjórnvöldum við málaleitun okkar og þau svör sem fengizt hafa, þykja mér hafa ver- ið heldur véfréttarleg," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, þegar hann var spurður að þvf hvort félagið hefði fengið einhver viðbrögð frá stjórnvöldum við beiðni iðnrekenda um einhliða frestun á því að næstsfðasti áfangi verndartollsins-gagnvart frfverzlunarbandalögunum evrópsku taki gildi. „Mér sýnist á þeim svörum sem hingað til hafa fengizt að ráðherr- ar séu mótfallnir því að taka þessa ákvörðun einhiiða, heldur vilji hafa leyfi í höndunum til að fá þessu framgengt, og þá er að Framhald á bls. 14 Eldur kom upp í vb. Voninni II., þar sem hún lá við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn á níunda tímanum í gærkvöldi. Þegar slökkviliðið kom að bátnum reyndist eldurinn var í vélarrúmi skipsins, en fljótlega tókst að slökkva hann. Þó nokkrar skemmdir urðu f vélarrúminu. Báturinn var mannlaus. Ljósm.: kax Matthías Á Mathiesen, um lánsfjáráætlun 1978: o Erlendar lántökur vegna opin— berra framkvæmda og f járfestingar lánasjóða helmingur þess sem var í ár Lán til einkaaðila hækka rnn 43% en lánveiting- ar til opinberra aðila þriðjungur þess sem nú er INNLENT Borgarlög- maður biðst lausnar PÁLL Lindal, borgarlögmaður, baðst í gærlausnar frá storfum og' var lausnarbeiðni hans samþykkl á fundi borgarráðs í gærdag. Matthfas A. Matthiesen MATTHIAS A. Mathiesen fjár- málaráðherra gerði Alþingi í gær grein fyrir lánsfjáráætlun rfkis- stjórnarinnar fyrir árið 1978 og sagði, að samkvæmt henni mundu erlendar lántökur vegna opin- berra framkvæmda og fjárfest- ingarlánasjóða aðeins verða um helmingur af sambærilegum lán- tökum á þessu ári. Sagði fjár- málaráðherra, að erlendar lántök- ur yrðu takmarkaðar við 20 millj* arða króna á næsta ári og miðast við að mæta afborgunum erlendra lána og áætluðum við- skiptahalla svo að ekki þurfi að koma til rýrnandi gjaldeyrisstöðu af þeim sökum. Sagði ráðherrann, að með þessu væri erlendum lán- tökum settar mjög þröngar skorð- ur enda brýnt að stöðva skulda- aukningu út á við um sinn og væri ætlunin að ná þessu markmiði m.a. með þvf að taka ekki lán erlendis vegna fjárfestingarlána- sjóða og draga úr erlendum lán- um vegna opinberra fram- kvæmda. Þá sagði fjármálaráð- herra, að gert væri ráð fyrir rýmri mörkum útlána bankakerf- isins en viðurkennd voru í fyrri iánsfjáráætlunum vegna rekstr- arfjárþarfar atvinnuveganna. Er gert ráð fyrir, að nokkuð dragi úr fjármunamyndun og að innlend- ur sparnaður renni f auknum mæli til lánakerfisins. Er stefnt að samdrætti í lánum til opin- berra aðila og greiðari aðgangi atvinnuveganna að innlendu láns- fé. Er áætlað, að hækkun lána til einkaaðila muni nema um 43% en opinberir aðilar fái einungis þriðjung þess lánsfjár sem þeir fengu á þessu ári. Nettóaukning lána er áætluð um 64 milljarðar á næsta ári sem er 11% hærra en spáð var fyrir yfirstandandi ár og þar af er áætiað, að einkaaðilar fái 59 milljarða en opinberir aðil- ar 5 milljarða. Loks sagði f jármálaráðherra, að gert væri ráð fyrir, að útlán mundu aukast um 22%, þegar á heildina væri litið. lltlánaaukn- ing atvinnuvegasjóða mundi nema um 19% en íbúðalánasjóða um 27%, Steinþór Gestsson, formaður fjáryeitinganefndar: Ríkisútgjöld hækki ekki í hlutfalliviðþjóðarframleiðslu Hallalaus ríkisbúskapur, lækkun vidskipta- halla og viðnám gegn erlendri skuldasöfnun SAMKVÆMT sfðustu áætlun- um þarf útgjaldahlið fjárlaga fyrir komandi ár að hækka um 17.000 milljónir króna sem tengjast gerðum kjarasamning- um á yfirstandandi ári: um- sömdum kauphækkunum, kauphækkunum samkvæmt kjaradómi, vísitöluhækkunum launa, Iffeyrisgreiðslum og sjúkratryggingum, auk þess sem launahækkanir hafa áhrif á ýmis rekstrargjöid og við- haldsliði fjárlagafrumvarpsins. Þetta kom fram í máli Stein- þórs Gestssonar, formanns fjár- veitinganefndar Alþingis, í sameinuðu þingi í gær, er hann mælti fyrir breytingartillögum, er fjárveitinganefnd varð sam- mála um, en þær hljóða upp á rúmlega 125. mkr. hækkun á útgjöldum ríkissjóðs. Verður að því stefnt, sagði formaður fjárveitinganefndar, „aö þjóðarútgjöld aukist ekki á næsta ári miðað við þjóðar- framleiðslu og þjóðartekjur" á árinu 1978 sem og að viðskipta- hallinn við útlönd verði ekki meiri en á árinu 1977. Eftirfarandi atriði komu m.a. fram í ræðu Steinþórs Gests- sonar: 0 1) Heildarútgjöld ríkisins á árinu 1975 urðu 31.4% af þjóðarframleiðslu en á yfir- standandi ári var þetta hlutfall komið niður í 27.3% 0 2) Fjölgun starfsmanna við opinber störf varð 0.76%, eða 90 manns, á sama tíma og aukn- ing á vinnumakaði í heild varð 1.9% eða 1800 manns. Þetta hlutfall ríkisútgjalda af þjóðar- framleiðslu og fjölgun ríkis- starfsmanna miðað við aukn- ingu á vinnumarkaði verður svipað á árinu 1977 og 1976. 0 3) Jákvæð þróun varð í verðlagsmálum á árinu 1976 og fram á mitt ár 1977 en þá var verðbólga mæld 26% á síðustu 12 mánuðum þar á undan. Hafði hún minnkað um helm- ing frá því hún var mest. Ahrif launasamninga á árinu hafa hins vegar leitt til um 17 mfll- jarða króna útgjaldaaukningar launatengdra gjaldaliða fjár- laga 1978. 0 4) Við 3ju umræðu fjárlaga mun fjárveitinganefnd fella saman við fjárlagafrumvarpið áhrif lánsfjáráætlunar ríkis- Framhald á bls. 14 Steinþór Gestsson, formaður fjárveitinganefndar. Asbjörn Olafsson stórkaup- maður látinn ASBJÖRN Ölafsson stórkaup- maður lézt ( gærkvöldi f Reykja- vík. Hann var 74 ára að aldri. Asbjörn fæddist í Keflavik 23. ágúst 1903, sonur hjónanna Ólafs Asbjörnssonar, kaupmanns í Njarðvíkum og Vigdisar Ketils- dóttur frá Höfnum. Hann stund- aði siðan nám í Samvinnuskólan- um og útskrifaðist þaðan, en hélt nokkru eftir það til Kanada þar sem hann dvaldist um tíma og fékkst við ýmis störf. Ásbjörn stofnaði heildverzlun sína í Reykjavík stuttu fyrir heimsstyrjöldina og rak hana til Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.