Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 32
Demantur m
æðstur eðalsteina -
(fuill Sc é>ilfur
Laugavegi 35
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
Fjármálaráðherra á Alþingi i gær:
Niðurskurður 3,7 milljarðar
—tekjuöflun 3,7 milljarðar
Sjúkratryggingagjald hækkar í 2%
— 10% skyldusparnaður á hátekjur
— Bensíngjald hækkar um kr. 7.50
MATTHlAS A. Matthiesen fjármálaráðherra skýrði frá því við 2.
umræðu fjárlaga í gær, að sá fjárhagsvandi sem við væri að glfma við
afgreiðslu fjárlaga nú, næmi um 7.6 milljörðum króna og h.vgðist
rfkisstjórnin leysa hann bæði með lækkun gjalda og nýrri tekjuöflun.
Fjármálaráðherra sagði, að launaliður fjárlaga mundi hækka um 13.1
milljarð króna frá fjáriagafrumvarpi og útgjöld almannatrygginga um
3.9 milljarða en samtals nemur útgjaldaaukning frá því, sem ráðgert
var í fjárlagafrv. í haust, um 18.3 milljörðum króna. Hækkun áætlaðra
tekna frá fjárlagafrumvarpi nemur um 10.7 milljörðum króna.
Til þess að afla þeirra 7.6 milljarða, sem þarf til þess að afgreiða
fjárlög greiðaluhallalaus hyggst ríkisstjórnin gera eftirfarandi tillög-
ur um niðurskurð og nýja tekjuöflun:
Lagt er til að útgjöld ríkissjóðs
á næsta ári verði skorin niður um
rúmlega 3.7 milljaðra króna.
Þessi niðurskurður skiptist þann-
ig:
0 Launaáætlun er lækkuð um
1720 milljónir með því að draga
úr yfirvinnu og öðrum auka-
greiðslum.
• Útgjöld vegna lyfja og sér-
fræðisþjónustu sjúkratrygginga
verða lækkuð um 500 milljónir
króna með hækkun gjaldskrár um
hlut kaupenda i þeim kostnaði.
0 Frestað verður hluta
áformaðrar skuldagreiðslu til líf-
eyrissjóðs ríkisstarfsmanna
vegna verðtryggingar um 200
milljónir króna.
0 Framlag til Þjóðarbókhlöðu er
lækkað um 85 milljónir en lán-
taka aukin um 35 milljónir þann-
ig að framkvæmdafé lækkar um
50 milljónir.
0 Framlag til ríkisfangelsa er
lækkað um 25 mílljónir króna.
0 Útgjöld vegna Landhelgis-
gæzlu eru lækkuð um 150 milljón-
ir með því að hætta rekstri varð-
skipsins Alberts og selja skipið.
0 Útgjöld skv. sérstökum lögum
eru lækkuð um 50 millj.
0 Framlag til Byggðasjóðs er
lækkað um 300 milljónir.
0 Liðurinn óviss útgjöld er
lækkaður um 300 milljónir.
0 Fyrri niðurgreiðsluáætlun er
lækkuð um 200 milljónir.
0 Framlag til framræslu er
lækkað um 25 milljönir og til jarð-
Framhald á bls. 20
akuggamynd í skammdeginu.
dagar til jóla
Viktor Korchnoj í samtali við Mbl. eftir hinar óvæntu lyktir 8. einvígisskákarinnar:
„Spassky er baráttumaður og
einvígíð einkennist af baráttu”
„YFIRLEGA yfir skákinni heima
hafði leitt í Ijós að ég átti að ná
jafntefli, en Spassky taldi aug-
sýnilega að hann gæti unnið.
Spassky hefur greinilega orðið
fyrir vonbrigðum með spilin sem
hann taldi sig hafa i höndunum,
því að sfðan urðu honum á mikil
mistök og hann tapaði," sagði
Korehnoj í samtali við Morgun-
blaðið í gær, þar sem hann var
beðinn um að lýsa áttundu ein-
vígisskák sinni við Spassky sem
lauk svo óvænt með sigri
Korchnojs. Vonbrigði hafa
greinilega ríkt í herbúðum
Spasskys i gærkvöldi, þvi að hann
vildi ekki taka símann, eins og
oftast hefur þó verið venja hans.
Korchnoj var spurður að því
hvort þróun þessa einvígis hefði
orðið öðru vísi en hann hefði átt
von á fyrirfram. „Einvíginu er
ekki lokið ennþá," svaraði hann.
„En ég hefði átt von á að róðurinn
yrði þyngri."
— Hefur Spassky teflt veikar
en þú reiknaðir með eða ert þú
einfaldlega f'betra formi en áður?
„Þarna kemur hvort tveggja til,
held ég. Spassky sigraði að vísu í
nokkrum einvigjum, en tafl-
mennska hans var ekki sérlega
sannfærandi — hann gerði mörg
jafntefli og sigrar hans virkuðu
stundum tilviljanakenndir, og
mér féll til dæmis ekki hvernig
hann innbyrti vinningana í ein-
víginu á móti Portisch og einnig
Framhald á bls. 18
Skattayfirvöldum verði
heimilt að veita gjald-
eyriseftirliti upplýsingar
Kostnaður við þorskastríðið:
Tjónagreiðslur vegna
varðskipa '/4 milljarður
NÆRRI lætur að tjónagreiðslur I
vegna varðskipanna eftir sfðustu
landhelgisdeilu við Breta nemi
um fjórðungi milljarðs króna —
sagði Páll Sigurðsson, forstjóri
Samábyrgðar Islands á fiskiskip-
um, en það fyrirtæki er með öll
varðskip Landhelgisgæzlunnar í
tryggingu og endurtryggir þau í
London. Hins vegar er Samábyrgð
ekki með togarana Baldur og Ver
í tryggingu, en það er Trygginga-
miðstöðin h.f.
Páll Sigurðsson kvað uppgerð
tjón verða 466.152 sterlingspund,
sem er jafnvirði um 180 milljóna
króna. Hafa brezkir endurtryggj-
endur þegar greitt þessi tjón, en
útistandandi er enn tjónið á várð-
skipinu Tý, sem enn er í viðgerð i
Álaborg í Danmörku. Páll kvaðst
telja að enn hefði ekki verið upp-
gert tjónið á togurunum tveimur,
en þar sem endurtryggjendurnir
hefðu þegar viðurkennt tjóna-
greiðslur á varðskipunum, myndi
það einnig fást viðurkennt. Sam-
tals kvað Páll Sigurðsson heildar-
tjónagreiðslur, þegar allt yrði upp
talið, mundu verða á bilinu 250 til
260 milljónir króna.
Ekkert hefur verið uppgefið í
London, hvert tjónið varð á
freigátum brezka flotans, en búizt
er við að það hafi ekki verið
minna en tjónið á varðskipunum,
enda sigldu freigátur oftar en
einu sinni af Islandsmiðum með
sundurtætt stefni.
FJARHAGS- og viðskiptanefnd
efri deildar hefur flutt breyting-
artillögu við lög um tekju- og
eignaskatt, sem mun veita skatta-
yfirvöldum heimild til þess að
veita gjaldeyriseftirliti upplýs-
ingar um gjaldeyrismál, sem
skattyfirvöld hafa undir höndum,
verði tillagan samþykkt. Eins og
kunnugt er hafa skattayfirvöld
ekki talið sig hafa heimild til
þess að veita gjaldeyriseftirliti
Seðlabanka tslands aðgang að
upplýsingum, sem skattayfirvöld-
um hafa borizt frá Danmörku um
bankainneignir ísienzkra ríkis-
borgara þar.
Breytingartillagan er svohljóð-
andi:
„Við 44. gr. laganna bætist ný
málsgrein, er verði önnur máls-
grein og orðist svo: „Skattayfir-
völdum er þrátt fyrir ákvæði 49.
gr. laga þessara heimilt að veita
gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Is-
lands upplýsingar er nauðsynleg-
ar eru til eftirlits með gjaldeyris-
málum, enda standi ákvæði milli-
rikjasamninga ekki í vegi fyrir
því.“
1429 millj.
í afborganir
og vexti
„VEGNA Kröfluvirkjunar eru
1429 milljónir króna á fjár-
lagafrumvarpinu og sú upp-
hæð er tekin upp í lánsfjár-
áætlun,“ sagði Gísli Blöndal
hagsýslustjóri, er Mbl. spurði
hann í gær, hver yrði kostnað-
ur af Kröfluvirkjun á næsta
ári.
„Þessar 1429 milljónir skipt-
ast i 1151 milljón í afborganir
og vexti vegna stöðvarhússins
Framhald á bls. 14