Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 5 r Irsku kaup- endurnir ekki ánægð- ir með fisk- inn úr Mánatindi MANATINDUR frá Djúpavogi kom til New Ross á S-lrlandi í gærmorgun með tæplega 50 lestir af fiski, sem seldar voru á föstu verði til kaupenda þar. Löndun úr bátnum hófst I gær, og sam- kvæmt því sem Morgunblaðið frétti frá New Ross slðdegis í gær, voru kaupendurnir ekki fyllilega ánægðir með gæði fisksins. Lönd- un úr Mánatindi lýkur f dag, en þetta er í fyrsta sinn, sem íslenzt skip seiur fisk í írska lýðveldinu. Þá á skuttogarinn Stálvik frá Siglufirði að landa fiski í Scheveningen í Hollandi í dag, en fiskurinn úr Stálvík hefur þegar verið seldur á föstu verði til kaup- enda í Englandi. Verður fiskinum skipað jafnóðum inn í kælivagna, sem fara síðan rakleiðis með ferj- um til Hull og Grimsby, þar sem fiskinum verður strax komið i dreifingu, en gífurleg eftirspurn er nú eftir fiski i Englandi. Fulltrúaráð sjálfstæð- isfél. í Hafnarfirði: Jón Kr. Jóhannsson kjörinn formaður AÐALFUNDUR sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði var haldinn fyrir nokkru og kom m.a. fram í skýrslu formanns fulltrúaráðs og formanna Stefnis, Vorboðans, Fram og Þórs, að félagslíf hefði verið blómlegt á nýloknu starfs- ári og að sjálfstæðismenn væru þess albúnir að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra í vænt- anlegum bæjarst jórnar- og al- þingiskosningum, segir í frétt frá fulitrúaráðinu. Jón Kr. Jóhannesson. , Jón Kr. Jóhannsson var ein- róma endurkjörinn formaður en með honum í stjórn eru Sólveig Eyjólfsdóttir, Trausti Ö. Lárus- son, Haraldur Sigurðsson, Einar Einarsson, Erna Mathiesen, Hörð- ur Hallbergsson, Sverrir Kaaber og Þórður Guðjónsson. annað eins úrval, maður minn lifandi... sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.