Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 15 Minni hluti fjárveitinganefndar: Skiléir ekki nefndaráliti um fj árlagafrumvarpið NEFNDARÁLIT minnihluta fjárveitinganefndar (stjórnar- andstöðu) um frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1978, lá ekki fyrir í gær, er frumvarpið kom til ann- arrar umræðu í Sameinuðu þingi. Þetta mun vera eindæmi I síðari tlma þingsögu. Það kom fram I ræðum talsmanna minnihlutans, Geirs Gunnarssonar (Abl), Sig- hvats Björgvinssonar (A) og Karvels Pálmasonar (SFV), að þeir töldu sig ekki hafa fengið umbeðnar upplýsingar frá full- trúum stjórnvalda, einkum um stærð útgjaldaauka ríkissjóðs vegna launahækkana, sem væru forsendur álitsgerðar um fjár- ■ lagadæmið. Sögðu þeir að stjórn- arandstöðu hefði verið synjað um þessar upplýsingar. Það kom hins vegar fram í nefndaráliti meirihluta fjárveit- inganefndar „að útgjaldahlið fjár- laga hækki um fulla 17 milljarða kröna vegna kauphækkana 1. desember, nýrra kjarasamninga og áætlaðra 9,8% verðbótahækk- ana á næsta ári. Eru þessar hækk- anir á laun, lifeyrisgreiðslur og sjúkratryggingar...“ Sömu upp- lýsingar komu fram í ræðu Stein- þórs Gestssonar, formanns fjár- veitinganefndar. Mbl. mun gera efnisatriðum úr máli þingmanna, er þátt tóku i 2. umr. fjárlaga í gær, nokkur skil á þingsíðu, væntanlega á morgun. . Leiðrétting I FRÉTT Morgunblaðinu í gær var sagt að Sigurður Finnsson i Siglufirði hefði fest kaup á skut- togara frá Frakklandi. Það er Togskip h.f. i Siglufirði, sem keypti togarann, en Sigurður er framkvæmdastjóri og einn hlut- hafa félagsins. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Þorgrímur S. Eyjólfs- son í Keflavík látinn ÞJÖÐKUNNUR Suðurnesjamað- ur Þorgrímur S. Eyjólfsson i Keflavík er látinn, 72ja ára að aldri. Hafði hann átt við van- heilsu að striða mánuðum saman. Þurfti hann þá oft að fara í sjúkrahús. Allt frá því að Þorgrímur kom heim að loknu verzlunarnámi i Kaupmannahöfn árið 1927 tók hann að hafa afskipti af verzlun og viðskiptum Suðurnesjamanna og haslaði sér völl á því sviði og kom víða við sögu. Geta má þess t.d. að hann var um áratuga skeið meðal framámanna Sparisjóðs Keflavikur. Hann Iét og til sín taka á sviði sveitastjórnarmála í Keflavík og var lengi bæjarfull- trúi og forseti bæjarstjórnar var hann. Kona Þorgríms Eiríka G. Arna- dóttir lifir mann sinn ásamt tveim börnum þeirra hjóna. Þorgrímur heitinn var 2ja ára er hann fluttist til fóstur foreldra sinna í Keflavík Þorgríms læknis Þórðarsonar og' konu hans Jóhönnu Ludvigsdóttur Knudsen. Fæddur var Þorgrimur að Borg- um í Nesjum 2. maí 1905. Aður ósögð saga af heimskauíaferð Vilhjálms Stefánssonar ( þessari bók er i fyrsta sinn rakin öii saga Kartuks, forystuskips f lelöangri Vllhjálms Stefánssonar til norðurhafa á árunum 1913—1918, en það brotnaði og sökk í ísnum, áður en letðangurinn var raunverulega haflnn. Tuttugu og fimm menn voru sklldlr eftir skiprelka á ísnum, meöan foringl þeirra fór i fimm ára landkönnunarferð noröur. Við þessar aðstæður gat ekki hjá þvf farið aö endlr sögunnar yröi hörmuleg- ur. Átta manns létust á leið yfir íslnn, einn skaut sig, tveir sveltu í hel og hinir drógu með naumindum fram líflð, uns hjálpin barst. Frásagnimar um þol- raunir þelrra eru átakanlegar, en bera vott um ótakmarkaðan iffsvilja. ( bókinnl eru einstakar ijósmyndir, teknar f lelðangrinum og hafa fiestar þeirra aldrel blrst áður. Hina næsta ótrúlegu sögu um örvænt- ingarfuiia lífsbaráttu fákunnandi og forystuiausra manna, segir segul- og veðurfræðlngur ielðangursins, William McKinlay, sem þá var hálfþrítugur kennari. • • • • Om&Orlygur Vesturgötu 42 símL25722 BANKASTRATI g-14275 LAUGAVEGUR ®-21599 RÚLLUKRAGAPEYSUR I ITIR. VERÐ KR. 3.750.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.