Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
23
Stundum lét hann fjölrita þessi
ljóð og gaf vinum sínum, en
seinna langaði hann til að kosta
prentun á þeim, og það varð úr.
Þau ljóð voru ekki til þess gerð að
standa af sér strauma bókmennta-
sögunnar, en þau voru vitnisburð-
ur um barnslegan hug og einlæga
ást þessa gamla, góða iðnaðar-
manns, til bernskustöðva sinna,
jafnframt því að vera einskonar
tákn kynslóðar sem nú er að
hverfa.
Enok var heimilisvinur okkar
hjónakornanna á efri árum sínum
og gaukaði þá jafnan einhverju
smálegu að lítilli dóttur okkar,
þegar hann kom í heimsókn,
kvaöst þá hafa rekist á einhverja
álfkonu eða einhvern huldumann
á leiðinni og verið beðinn fyrir
þetta til lítillar stúlku. Margt
handtakið gerði hann einnig fyrir
okkur án endurgjalds, og munum
við öll þrjú geyma minningu um
góðan vin sem trúði meira á mátt
kærleika og göfgi en ofsa og
hörku. Síðustu árin var Enok á
elliheimili á Akranesi, þar sem
hann hafði þráð að verja ellidög-
um sínum. Blessunaróskir okkar
fylgja honum yfir landamærin.
Jón Óskar.
Foreldrar voru Helgi Jörgens-
son síðasti bóndi Elínarhöfða af
Klingenbergsætt og Guðríður
Guðmundsdóttir frá Ölvaldsstöð-
um Ingimundarsonar.
Þreyttur maður fær hvíld eftir
langan starfsdag, kynni mín af
honum voru ekki löng, samt lang-
ar mig að senda honum kveðju-
orð. Hann ólst upp í Elínarhöfða á
ættaróðali sínu og var síðasti ábú-
andi þar, fór þaðan 1914 en það
býli sem hann var á hét Höfðavík.
Hann by'rjaði búskap i Höfn á
Akranesi 1916 með unnustu sinni
Guðrúnu S. Jónsdóttur, en þeirra
sambúð varð stutt, hún lést :f
slysförum 14. jan 1917. Hana mun
hann hafa tregað alla ævi.
Hann tók vélstjórapróf hér á
Akranesi 1917 og um sinn var
hann við þau störf en hóf síðan
nám 1 rafvirkjun 1920 og vann svo
við þau störf fyrst hér á Akranesi
m.a. þegar Bjarni Ölafsson skip-
stjóri gaf rafmagn I kirkjuna hér,
lagði Enok í hana, siðan flutti
hann til Hafnarfjarðar og átti þar
heima í áratugi, kvæntist þar
Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur
og átti með henni þrjú börn. En
alltaf þráði hann æskustöðvarnar
og 1970 flutti hann aftur á Akra-
nes, og lifði þar í minningu lið-
inna starfa og gladdist innilega
yfir þegar hann var 1972 heiðrað-
ur fyrir langt og gott starf að
raflögnum.
Enok var tryggur maður, hann
Framhald á bls. 21.
+
Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir og afi okkar,
RAGNAR BJARNASON,
trésmíður,
Eikjuvogi 26,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag miðvikudaginn 14 desem-
ber kl 10.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
GuSrún Guðjónsdóttir,
Guðrún Björg Ragnarsdóttir,
Kristín Lára Ragnarsdóttir,
Guðjón Þór Ragnarsson,
Áslaug Harðardóttir, og barnabörn.
+
ÞÓRHALLUR ÞORKELSSON,
húsgagnasmiður,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 16 desember og
hefst athöfnin kl 1 5, kl 3 síðdegis
Halldóra Ólafsdóttir,
Ásbjörg Þórhallsdóttir,
Dóra Þórhallsdóttir, Heimir Steinsson.
+
Útför systur minnar
ÞÓREYJAR KOLBEINS,
Túngötu 31,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1 5 desember kl 1 3 30
Þeir sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlga bent á Skálatúnsheim-
ilið.
Páll Kolbeins.
+
JÓN BJARNASON,
Hliðavegi 20, Kópavogi,
fyrrverandi bóndi að Mosum á Siðu,
verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju laugardaginn 17 des n k
Athöfnin hefst kl 1 3 30 Minningarathöfn verður i Fossvögskapellu
föstudaginn 1 6 desember kl 10 30
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Minningarathöfn um konu mína, móður, fósturmóður og tengdamóð-
ur,
JÓNÍNU BJÖRNSDÓTTUR,
Glaðheimum 18,
fer fram i Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. þ m kl 3 e h Jarðað
verður að M unkaþverá föstudaginn 1 6 þ.m kl 1 3 30
Benjamin Kristjánsson,
Björn I ngvarsson, Margrét Þorsteinsdóttir,
Þóra Björk Kristinsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson
Það er árið 1932. Kreppan leggur dauða hönd sína á
atvinnulíf um land allt. í Reykjavík er fimmti hver maður
atvinnulaus. Það á að lækka kaupió um þriðjung. Verka-
menn úr öllum flokkum sameinast. Það slær í blóóugan
bardaga. Yfir 20 lögregluþjónar særast og eru óvígir.
Verkamennirnir hafa Reykjavík á valdi sínu. Verka-
mannauppþot? Byltingartilraun?
Þetta er 9. nóvember 1932. Þetta er Gúttóslagurinn.
Om&Oriygur
Vesturgötu 42 sími:25722
Ólafur R. Einarsson Einar Karl Haraldsson
nóvember
baráttuárið mikla
í miðri
heimskreppunni.
ÓGLEYMAJSTLEGIR
eftir Gylfa Gröndal
hefur að geyma svip-
myndir af 18 íslending-
um. Brugðið er upp
myndum af ógleyman-
legum mönnum úr
öllum stéttum.
SETBERG
SVIPMYNDIR AF ATJAN ISLENDINGUM
Gvlfí GiötKkil
ÓGLEYMANLEGIR
MENN
SVIPMYNDIR AF ATJÁN ÍSLENDINGUM