Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 12
é MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 12 —Deila um auða stóla Framhald af bls. 1 að að setjast til borðs með PLO — sem þeir líta á sem hryðjuverka- samtök — og skiptir þá ekki máli þó að þeir hinir sömu muni ekki koma til fundarins. Búizt var við að málið yrði leyst i kvöld án þess að til neinna tíðinda drægi. Egypskir og ísraelskir embætt- ismenn héldu fyrsta fund sinn í dag til undirbúnings ráðstefn- unni á morgun og stóð sá fundur í einn og hálfan klukkutima og var mjög vinsamlegur. Borið var fram kaffi og kökur. Snérust viðræður einkum um framkvæmd formsat- riða og dagskrár ráðstefnunnar. Þessi undirbúningsfundur var haldinn i bækistöðvum egypsku sendinefndarinnar i Mena-hóteli þar sem ráðstefnan sjálf verður einnig. Blaðafulltrúi Israela sagði að þessar viðræður hefðu verið eðli- legar og nauðsynlegar til undir- búnings svo óformlegum fundi sem Kairófundinum væri ætlað að vera, þar sem ekki væri fyrir- fram fastákveðin dagskrá. Þá sagði blaðafulltrúinn að ísraelska sendinefndin hefði einnig átt við- ræður við forsvarsmenn banda- rísku sendinefndarinnar á ráð- stefnunni. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna sagði í kvöld að Kurt W.ald- heim framkvæmdastjóri S.Þ. hefði hafnað tillögu frá Egyptum um að fulltrúi Waldheims á ráð- stefnunni, Finninn Enio Siilasvuo hershöfðingi, yrði í forsæti. Sagði í tilkynningunni að Siilasvuo myndi fylgjast með fundunum og gefa Waldheim siðan skýrslu um þá. Talsmaðurinn neitaði frétt sem birt var i New York Times þar sem sagði að S.þ. myndu vera hinn opinberi forsvarsmaður fundarins og sagði hana ekki á rökum byggða. Hann staðfesti þó að þetta hefði komið til tals en slíkt væri ekki í samræmi við starfsvettvang Siilasvuo og kæmi því ekki til mála. Hann staðfesti einnig að Egyptar hefðu sett þessa hugmynd fram þegar sendi- herra Egypta hjá S.þ. hefði rætt við Waldheim á mánudag, en þeir hefðu siðan orðið ásáttir um að slíkt væri ekki við hæfi nú. Talið er að Waldheim hafi tekið þessa ákvörðun til að forðast að óþörfu aukna reiði Sýrlendinga og annarra Arabaríkja sem eru andsnúin fundinum og hefðu túlkað þetta sem fjandsemi sam- takanna við sig. Sendinefnd ísraela og tugir blaðamanna komu með sérstakri flugvél til Kairó í dag og fengu hlýjar viðtökur. Vélin var af gerð- inni Boing 707 og málað á hana orðið friður, á arabisku og he- bresku. Athöfnin á flugvellinum var ekki löng en vakti hina mestu athygli. Skammt frá vellinum voru arabiskir verkamenn að störfum. Þyrptust þeir að og hróp- uðu „ísraelarnir eru komnir" og „vonandi fara þeir með friði nú“, Mikil og öflug öryggisvarzla var á vellinum við komu Israelanna. Engin flögg voru uppi við og þjóð- söngvar Iandanna voru ekki leiknir og sagt að það ætti ekki við vegna ráðstefnu af slíkum toga. A hinn bóginn var greinileg mikil eftirvænting meðal ísra- elsku gestanna og þegar ýmsir blaðamannanna gengu niður landgang þotunnar voru egypskir starfsbræður þeirra sem þeir höfðu kynnzt í Jerúsalem komnir til að taka á móti þeim og urðu hinir mestu fagnaðarfundir. Vélinni til Kairó stjórnuðu þrír ísraelskir flugmenn sem allir hafa verið skotnir niður yfir Egyptalandi í þeim styrjöldum sem háðar hafa verið milli land- anna tveggja. Sendinefndin og blaðamenn frá Israel munu flest- ir búa á Mena House Hotel, svo og ýmsir erlendir blaðamenn sem eru komnir til að fylgjast með fundinum. Hótelið er skammt frá pýramídunum og hefur verið unnið þar nótt og dag upp á síð- kastið til að allt væri tilbúið þegar gestirnir tækju að streyma að. Var haft fyrir satt að málningin nýja á veggjunum væri sums stað- ar varla þornuð enn. Vance þurrlega tekið í Sýrlandi Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandarikjanna fékk kurteislegar en heldur þurrlegar móttökur þegar hann kom til Sýrlands i kvöld að sögn fréttastofa. Aður en Vance kom höfðu sýrlenzkir ráða- menn gefið yfirlýsingu þar sem þeir sögðust ekki vera í neinu skapi til að láta af andstöðu við Kairófundinn sem hefst á morg- un. Blað stjórnarinnar sagði að með því að halda stefnu sinni til streitu væru Bandaríkjamenn að reyna að þvinga Arabaþjóðir til undansláttar. Þeir kæmu með olifugrein i annarri hendi en væru til þess albúnir að reka Araba hnífi í bakið. Bandariskur embættismaður sem var við at- höfnina þegar Vance koma sagð- ist aldrei hafa orðið vitni að jafn kuldalegum móttökum sem bandarískur utanríkisráðherra hefði fengið. Athöfnin var stutt og aðeins fylgt nauðsynlegustu formsatrið- um. Eftir að utanríkisráðherra Sýrlands, Abdel Halin Khaddam, hafði heilsað Vance, ekki hlýlega að sögn, var Vance ekið inn í borgina og mikil öryggisvarzla var á vellinum og við leiðina sem hann ók. Vance virtist þó enn hafa von um að geta á einhvern hátt stuðl- að að því að draga úr biturð Sýr- lendinga og reiði vegna Kairó- fundarins og í stuttorðri yfirlýs- ingu sinni til fréttamanna lagði hann áherzlu á hve hann og Cart- er forseti teldu mikilvægt að halda viriáttu og vinnusambandi við Assad Sýrlandsforseta og Khaddam utanrikisráðherra. Hann ítrekaði síðan fyrri yfirlýs- ingar Bandarikjastjórnar um von um varanlegt og viðunandi sam- komulag í Miðausturlöndum. Að- ur en Vance hóf viðræður við sýrlenzka ráðamenn átti hann fund með sendiherra Bandaríkj- anna i Sýrlandi. Síðar í kvöld var svo ætlunin að hann hiíti Assad forseta en ekki er búizt við til- kynningu um fund þeirra að svo stöddu. Hussein til Saudi Arabíu um helgina Hussein Jórdaniukonungur sem hefur reynt eftir megni að jafna ágreininginn i röðum Arabaleiðtoga mun ekki sækja Kairófundinn að því er tilkynnt var í Amman í dag. Hafði raunar ekki verið búizt við þvi, en það þykir lofa góðu að Jórdaníukon- ungur fór til viðræðna við Sadat á dögunum og hann fer til Saudi Arábiu á laugardag að því er sagt var frá i Riyadh-útvarpinu í morg- un. Hussein hefur einnig átt við- ræður við Assad Sýrlandsforseta og í gær átti hann svo fund með utanríkisráðherra Bandarikj- anna, Cyrus Vance. Hussein mun að öllum líkindum fara í heim- sókn til furstadæmanna við Persaflóa, en þau ríki veita miklu fjármagni til Jórdaníu, Sýrlands og Egyptalands. Páfi sendir boðskap til fundarins Páfagarður sendir sérstök boð til Kairófundarins og mun Monsignor Francesco Monterisi bera boðin og hefur innihald þeirra ekki verið birt. Páfagarður hefur farið mjög lofsamlegum orðum um frumkvæði Egypta- landsforseta og talið hana „góðan fyrirboða um frið“. I gær birti málgagn Páfagarðs ræður þeirra Sadats og Begins sem þeir fluttu í Knesset í sl. mánuði i heild og er slík meðferð óvenjuleg i því blaði. „Arabar hafa farið fram á yztu nöf til að sanna friðarvilja" Útvarpið í Saudi Arabiu sagði í morgun að Arabar hefðu farið fram á yztu nöf til að sýna vilja til friðar og nú væri röðin komin að ísraelum að lýsa þvi skýrt og skor- inort yfir — og umfram allt með aðgerðum — að þeir vildu frið. Konungur Saudi Arabiu, Khaled, hefur forðast að taka undir gagn- rýni á Sadat Egyptalandsforseta vegna ísraelsfarar hans sem al- kunna er og mun Sadat hafa notið stuðnings hans, þótt ekki væri það opinbert þegar hann tók af skarið og ákvað að halda til Jerú- salem. — Portúgal Framhald af bls. 1 lega grein fyrir hinu bágborna efnahagsástandi í landinu. Frá Lissabon bárust þær fréttir í kvöld að fulltrúar stjórnmamála- flokkanna hefðu byrjað viðræður hver fyrir sig til að freista þess að Ieggja fram tillögur um lausn á stjórnarkreppunni. Eanes forseti hafði óskað eftir þvi að skriflegar tillögur þessa efnis yrðu tilbúnar frá hverjum flokki þegar hann kæmi aftur úr ferð sinni til Vest- ur-Þúzkalands. Talsmaður sósíalista, Antonio Reis, sagði að flokkurinn myndi reyna að leita samstöðu við hina flokkana um einhvers konar lausn á vandanum og hefðu kommúnistar og sósíaldemókrat- ar falHst á að eiga aðild að slikum viðræðum. Aftur á móti hefði Miðdemókrataflokkurinn — CDS — sem telst hægriflokkur í Portú- gal, ekki viljað taka þátt í þeim. — Stjórn Schmidts Framhald af bls. I kanslara fyrir þremur árum. En ihaldssamir leiðtogar I stjórnar- andstöðu hafa krafist þess að sökunautarnir í þessu njósnamáli verði skotnir. Varnarmálaráðherrann hefur lýst því yfir að hann muni ekki segja af sér, en hann sagði að þaö yrði rannsakað til grunna hver hefði veitt dagblaðinu Frankfurt- er Allgemeine upplýsingarnar um þetta mál sem það birti í grein í gær. Þær upplýsingar kvaðst hann telja vera fengnar úr leyni- skýrslu sem ráðuneyti hans útbjó fyrir saksóknaraembættið, þar sem metið var það tjón gegn öryggi landsins sem af þessu máli leiddi. Hanh sagði frásögn blaðs- ins ekki alveg rétta, en tilgreindi ekki hvað hefði verið rangt hermt. En þann sem hefði látið blaðinu í té þessar upplýsingar, sagði hann vera jafn sekan þre- menningunum um landráð, ekki síst þar sem starfsmenn ráðuneyt- isins væru bundnir þagnarskyldu. m i m S jji m I I i i S I m S I S S I I i i s i Ensku húsgögnin komin: Boröstofuskápar, hornskápar, innskotsborð, sófaborð og stakir skápar og m.fl. í eik, maghogny og hnotu. - LAUFAS S.F. Laufásvegi 1 7. Sími 1 2411. (ath. breytt símanúmer).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.