Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 X1 Kórsöngur Kirkjukór Akraness hélt tón- leika sl. sunnudag í sal Mennta- skólans vió Hamrahlíð. Undir- ritaður gat aðeins hlýtt á fyrri hluta tónleikanna vegna tón- leika Kammersveitar Reykja- víkur. Svona árekstra í hljóm- leikahaldi er auðvelt að lagfæra og auglýsing á breyttum hljóm- leikatíma engin goðgá. Tónleik- arnir hófust á lagi eftir Praetorius, Hin fegursta rósin er fundin. Hljómurinn i kórn- um var góður en söngmátinn eilítið hikandi. Tvö næstu lög eru meðal fallegustu trúar- söngva okkar íslendinga. Radd- setning Róberts A. Ottóssonar á Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Kom þú, ó Immanuel var mjög fallega sungin, en flutningur kórsins á Heyr himna smiður, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, var i áherzlum og blæ ekki í samræmi við fyrri kynni af lag- inu. Fyrsta hluta tónleikanna lauk með Helgisöng eftir Mendelssohn. Einsöngvarinn Ágústa Ágústsdóttir hefur mjög fallega rödd og fór þokka- lega með erfitt sólóhlutverk., I Helgisöng Mendelssohns var hljóðfallskrafturinn áberandi linur, svo kórinn náði aldri að reisa mynd tónverksins í fulla hæð. Við lestur efnisskrár verð- ur það ljóst, að samsetning hennar er vægast sagt furðuleg. Þarna ægir saman alls konar tónlist, dægurlögum. þjóðlög- um í amerískum „sing along"- stíl, brúðarkórum og sálmalög- um. Að frádregnum fyrsta Ágústa Ágústsdóttir hluta efnisskrár, tveimur ætt- jarðarlögum eftir Emil Thor- oddsen og Þórarin Guðmunds- son, Ave Maríu eftir Kaldalóns og lokaþættinum úr Skálholts- kantötu Páls ísólfssonar, er varla hægt að segja ð annað en að efnisskráin er fuðrulegasti samsetningur og að hluta til hálf hæpin kynning á íslenskri tónmennt. Það er auðvitað allt i lagi að syngja dægurlög og þjóðlög í amerískum sjoppustil, þar sem það á við og auk þess með meiri hrynsveiflu en hér átti sér stað. Dægurlögin voru svo linkulega flutt að raun var á að hlýða. Síðasta lagið, sem undirritaður hlustaði á, Hver á sér fegra föðurland, var þróttlaust en bliðlegt í meðferð kórsins. Það má vel vera að, seinni hluti tónleikanna hafi tekið þeim fyrri fram. Samt sem áður breytir það ekki því, að fyrri hlutinn er kyndug samsetning og hæpin kynning á íslenzkri tónmennt. 195T SKÁTAMERKI 19T7 ISLAND Jólamerki skáta KOMIÐ er út í 21. sinn jólamerki skáta, sem Bandalag islenzkra skáta gefur út. 1957 komu fyrstu merkin út, þá með mynd af Baden Powell. 1 ár ber skátamerkið yfir- skriftina „Skátalíf er útilíf", en það er yfirskrift starfsárs skáta i ár, en myndin á merkinu er frá Skátaskálanum á Úlfljótsvatni og er kirkjuklukka úr Kristskirkju í forgrunni, en klukkuna fengu skátar að gjöf og komu henni fyrir á Úlfljótsvatni. Enn eru til öll jólamerki skát- anna og er hægt að fá þau á skrifstofu Bandalagsins, segir í fréttatilkynningu frá Bandalagi íslenzkra skáta. r „Orabelgur — dagbók” komin út hjá Prenthúsinu BARNABÓKIN „Orabelgur — dagbök" er komin út hjá Prent- húsinu. Söguhetjan er átta ára drengur, Pétur Haekett, og segir hann sjálfur frá. Sagan gerist í þorpi einu í Bandaríkjunum fyrir aldamót. Drengnum virðist full- orðna fólkið skilningsvana, en hann er, eins og bókartitillinn bendir til, örabelgur, og hags- munir þeirrar manntegundar og fullorðinna falla ekki alltaf jafn- vel saman. Sagna birtist fyrst á islenzku sem framhaldssaga í blaðinu Norðra árið 1911. I nýju útgáf- unni er stuðst við þá þýðingu, sem þar birtist, en í fréttatilkynningu bókaforlagsins segir m.a. að is- lenzkufræðingur hafi fært text- ann til nútímamáls. Baltasar hefur myndskreytt bókina, sem er 232 blaðsiður og kostar 1.980 krónur. I'rábærar, ódýrar hljómplötur frá Karnabæ. 2 RECORD SET Chad Allan * The Ouass Who Dol Shannon Bobby Lewlt Roy Orblton Jlmmy Jonot Duane Eddy New Sookort Paul Anka Chlffons / Dion /A Nell Sodaka Llttle Rlchard Jan &Dean Oone Pltney Huey Smlth The Sllhouettes Johnny& The Hurricanet L Curtlt Lee \ Freddy Vk Cannon Jerry Lee 5»^ Lewlt 2ALBUM SET <^> O ORIGINAL HITS 20 ORIGINA^TflRS ^BESTof o britaiiv KARNABÆR Hljómdeild Austurstræti 22 Laugavegi 66. sími 28155 og Glæsibæ sími 81*91 5. Öll lögin eru flutt af upphaflegum flytjendum, ekki eftirlikingar. Þetta er bara brot af úrvalinu. Verið velkomin í eina eða allar af þremur verslunum okkar við Laugaveg, Austurstræti eða i Glæsibæ Hver um sig af þessum plotum inniheldur a.m.k. 20 lög, sérstak- lega samvalin, þannig að líki þér eitt, likar þér öll. Engu að síður eru þær 30%—40% ódýrari en aðrar plötur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.