Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 3 „Ég er bæði þakklát og ánægð með þennan heiður” - segir María Markan óperusöngkona, fyrsta íslenzka konan í heiðurslaunafl. listamanna ÉG ER bæði þakklát og ánægð með þann heiður, sem mér hefur verið sýndur, en þetta kom mér algerlega á óvart þegar gamall vinur minn hringdi til mín í fyrradag og óskaði mér til ham- ingju. Ég vissi auðvitað ekkert með hvað hann var að óska mér til ham- ingju, sagði María Mark- an óperusöngkona, sem nú hefur fyrst íslenzkra kvenna komist í hóp þeirra sem fá heiðurs- laun listamanna, í sam- tali við Mbl. í gær. Ég byrjaði að syngja sem unglingur, því söngur var mjög ríkur á mínu heimili, foreldrar mínir og systkin höfðu allgóðar raddir. Pabbi lét okkur syngja saman alla fjölskylduna i kór, á sunnudögum, þegar ekki varð komist í kirkju. En siðan er mikið vatn runnið til sjávar. Ég fór fyrst utan 22 ára gömul til Berlínar og var þar við nám í nokkur ár. Síðan var ég stutta stund í Svíþjóð, áður en ég fór til Glundeborne-óperunnar, sem ég söng við í nokkurn tíma. Þá mátti ég gjöra svo vel að „læra“ itölsku á sex vikum, til að geta tekið við mínu fyrsta hlutverki þar, en það var i Greifanum af Figaró. Það hjálpaði þó nokkuð að ég hefði bæði sungið það á þýzku og dönsku áður. Það var síðan í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar að ég fór til Ástralíu; sú ferð tók mig þrjá mánuði með skipi frá Nor- Marfa Markan, óperusöngkona egi. T fyrstu ætlaði ég einungis að ver þar skamma stund, en áður en sá timi var útrunninn bauðst mér mjög góður samn- ingur við Australian brodeast- ing Company". Það leiddi til þess að ég var þar í um hálft ár. Frá Ástralíu lá leið mín til Kanada og síðan til New York þar sem ég söng í nokkurn tima. En allan þennan tíma var ég meira og minna á þeytingi um Evrópu þar sem ég söng í ýmsum óperum, sérstaklega þó mikið í Þýzkalandi. Árið 1961 lá leið mín loks heim til ísiands fyrir fullt og allt. Hér á íslandi var ég auðvit- að við söng, en mest af tíma mínum fór þó i kennslu, þar sem m.a. voru hjá mér í námi margir þeirra sem síðan hafa náð hvað mestum frama á söng- sviðinu og er ég auðvitað mjög hreykin af því, sagði María Markan óperusöngkona i sam- tali við Mbl. í gær. / Jón L. Arnason missti af fyrstu skákinni í EM JÓN L. Árnason. heimsmeistari unglinga i skák, byrjaði heldur illa i Evrópumeistaramótinu, sem hófst í Groningen í Hollandi í gær. Jón komst ekki utan á þriðjudag- inn eins og ráðgert var og því missti hann af fyrstu skákinni og var henni frestað. Jón komst utan síðdegis i gær og mun hann tefla fyrstu skákina í dag. Með Jóni er bróðir hans Ásgeir og mun hann senda Mbl. fréttir af mótinu. Starfsmannastjórar ríkisbankanna: Starfsmannafjöld- inn i lágmarki FORSVARSMENN starfsmanna- halds ríkisbankanna telja að gætt sé fyllsta aðhalds við að halda fjölda starfsmanna niðri svo sem kostur er og starfsmenn séu ekki fleiri en nauðsynlegt er til að halda uppi viðunandi þjónustu. Sem kunnugt er liggur nú fyrir alþingi þingsályktunartillaga tveggja þingmanna, Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Péturs Sigurðssonar sem m.a. leggur til fækkun starfsmanna Fram- kvæmdastofnunar og rfkisbanka um 10%. S:mkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Stefáni Þórarins- syni, starfsmannastjóra Seðla- bankans, eru stöðugildin þar alls 114 en starfsmenn bankans eru 121, þar af 13 í hálfs dags starfi. Stefán kvað þessa tölu hafa verið óbreytta töluvert lengi og t.d. hefði starfsmannafjöldinn verið hinn sami 1. janúar 1975. Samkvæmt upplýsingum Ara Guðmundssonar, starfsmanna- stjóra Landsbankans, var starfs- fólk þar á árinu 1976 alls 657 og er þá einungis miðað við fólk sem vann við bankastörf en ekki við ræstingu eða húsvörslu en heildartalan þá hefði verið milli 760—800. Um þessar mundir er hins vegar heildarfjöldi banka- starfsfólks hjá Landsbankanum 686 og hefur þannig fjölgað um 29. I Reykjavík einni var starfslið 478 árið 1976 en fjölgaði um 15 á árinu og er nú 493 en úti á landi var starfsfólkið 179 árið 1976 en fjölgaði um 14 og er nú 193. Ari kvaðst þó i þessu sambandi vilja láta koma fram, að á vegum bankans hefði farið fram talning á beinum viðskiptavinum er kom- ið höfðu i afgreiðslu bæði aðal- Ásgeir væntanleg- ur í dag Hinn nýji skuttogari Isbjarnar- ins, Ásgeir RE 60, er væntanlegur til Reykjavíkur síðdegis í dag. As- geir er smíðaður í Flekkefjord í Noregi og svipar mjög til Guð- bjargar IS að allri gerð. Á heim- leið kom Asgeir við í Bodö í Nor- egi og tók þar fiskikassa. Síðari togarinn sem Isbjörninn á í smið- um í Flekkefjord, Ásbjörn RE 50, er væntanlegur til landsins i febr- úar n.k. bankaris og útibúanna í Reykja- vik vikuna 5.—9. desember sl. I aðalbankann komu þá alls 14.191 viðskiptavinir en í útibúin alls 28.114 viðskiptavinir. Samtals væru þetta 42.305 viðskiptamenn og léti því nærri að annar hver Reykvikingur hefði komið í af- greiðslur bankans í höfuðborg- inni á einni viku og hver einasti Islendingur kæmi í þessar af- greiðslur á einum mánuði. Einnig mætti segja að hjá Landsbankan- um í Reykjavfk væri 1 banka- starfsmaður um 80 viðskiptavini og gæti það naumast talizt slæmt hlutfall. Hjá Búnaðarbankanum fékk Mbl. þær upplýsingar að þar væri starfandi alls 251 starfsmaður á öllu landinu, sem skiptist á aðal- bankann, 5 útibú i Reykjavík og 12 útibú úti á landi auk 5 afgreiðslustaða. Starfsmannatal- an væri í algjöru lágmarki og hefði frá sl. ári aðeins aukizt um 8 starfsmenn. Mætti rekja það til nýs útibús sem tekið var í notkun í Garðabæ og rýmri opnunartíma útibúanna. Framhald a bls. 20 í lögreglu- fylgd til landsins MENNIRNIR tveir, sem fóru til Kaupmannahafnar í lok síðustu viku mað hálfa milljón króna og eitthvað af gjaldeyri, sem þeir höfðu stolið frá manni einum í borginni, komu til landsins í gærmorgun. Eins og fram kom í Mbl. á laugardaginn hafði Rann- sóknarlögregla ríkisins snör handtök og lét dönsku lögregluna handsama kumpánana tvo við komuna til Kastrupflugvallar og geymdi hún þá þar til ferð fékkst. heim til íslands. Þótti vissara að láta tvo danska lögreglumenn fylgja mönnunum til lands- ins, þar sem millilenda átti í Glasgow á heimleiðinni. Á Þorláksmessu bjóðum við þennan glæsilega kalda „kabarett bakka”, 'Jk með ýmislegu Jjm U Vinsamlega góðgæti. ^ Pwu, pantið — 1 dag Pantanasímar 25640 — 28470 — 20490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.