Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 16
16
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir G unnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 80.00 kr. eintakið.
Ríkið og atvinnu-
rekstur þess
Nefnd sú, sem Matthías
Á. Mathiesen fjármála-
ráðherra skipaði fyrr á
þessu ári til þess að gera
tillögur um hvort og hvern-
ig unnt væri að draga úr
umsvifum ríkisins í at-
vinnurekstri, hefur skilað
fyrstu tillögum til ráðherr-
ans. Þær eru á þann veg, að
hætt skuli rekstri Lands-
smiðjunnar og verksmiðj-
an Siglósíld skuli seld.
Áherzlu ber að leggja á, að
hér er einvörðungu um til-
lögur að ræða en ekki
ákvörðun. Ríkisstjórnin á
eftir að fjalla um þessar
tillögur og taka ákvörðun
um, hvort á þær verður
fallizt. Jafnframt hefur
verið frá því skýrt, að
nefndin vinni að athugun á
starfsemi tveggja annarra
ríkisfyrirtækja, Ferða-
skrifstofu ríkisins og Bif-
reiðaeftirlits ríkisins.
Frumkvæði fjármálaráð-
herra í þessu efni er lofs-
vert. Tímarnir breytast.
Þótt einhver rök kunni á
sínum tíma að hafa legið til
aðildar ríkisins að þessum
atvinnurekstri og öðrum er
ekki þar með sagt, að þau
rök kunní aldrei að breyt-
ast.
Eðlilegt er að draga úr
umsvifum ríkisins m.a. á
sviði atvinnurekstrar eins
og kostur er. Að því er
stefnt með störfum þeirrar
nefndar, sem fjármálaráð-
herra hefur skipað. Fyrstu
tillögur nefndarinnar
benda til þess, að starf
hennar verði árangursríkt.
Það er vandi að leggja
niður atvinnufyrirtæki í
eigu ríkisins. Gera verður
ráðstafanir til þess að
tryggja því fólki, sem at-
vinnu hefur af rekstri þess-
ara fyrirtækja, jafn góða
vinnu. Að þessu verki má
ekki gana án þess að taka
tillit til hagsmuna og til-
finninga þeirra starfs-
manna, sem unnið hafa við
þau fyrirtæki, sem kunna
að verða lögð niður. En það
er í þágu almannaheilla að
hagtta þeim ríkisrekstri,
sem engin augljós rök
liggja til, að haldið verði
áfram. ^
Engin ástæða er til, að
ríkið standi í atvinnu-
rekstri í samkeppni við
önnur rekstrarform, þar
sem fullnægjandi þjónusta
er til staðar og nægileg
samkeppni ríkjandi á milli
annarra fyrirtækja. Hins
vegar hafa opinberir aðilar
komið til sögunnar, þar
sem önnur rekstrarform
hafa ekki haft bolmagn til
að standa í atvinnurekstri.
Þar má nefna stórfyrirtæki
á borð við Sementsverk-
smiðju og Áburðarverk-
smiðju. Bæjarútgerð
Reykjavíkur var stofnuð á
sínum tíma vegna þess, að
á annan veg var ekki unnt
að tryggja nægilega tog-
araútgerð frá Reykjavík.
Störf þessarar nefndar
eru einnig dæmi um það,
hvernig stöðugt þarf að
halda uppi aðhaldi með
umsvifum ríkisins. Með
stöðugri endurskoðun á af-
skiptum ríkisins er unnt að
halda þeim í skefjum. Að
því þarf að vinna á fleiri
sviðum en í atvinnurekstri.
Það er ekkert nýtt, að at-
vinnufyrirtæki í eigu ríkis-
ins séu lögó niður. Á und-
angengnum áratugum hafa
verið starfrækt ýmis ríkis-
fyrirtæki, sem í tímans.rás
hafa reynzt óþörf. Þá hafa
þau verið lögð niður. Þann-
ig á það að vera. Væntan-
lega verður áfram haldið á
þessari braut.
Samstaða
gegn þjóðarböli
Morgunblaðió hefur
síðustu daga gert verð-
bólguvandann að umtals-
efni og líkt honum við öl-
æði. Nú sé tími til kominn
að fara í bindindi. Verö-
bólguvandinn verður ekki
leystur nema með þjóðar-
samstöðu. Þar þurfa fleiri
til að koma en ríkisstjórn
ogAlþingi.
Okkur íslendingum er
gjarnt að deila. Sundrung
og úlfúð hefur lengi ein-
kennt okkar þjóðfélag. En
stundum verður að slíðra
sverðin, ef ekki á illa að
fara. Nú er sú stund upp
runnin. Við erum komin
fram á yztu nöf vegna verð-
bólguölæði§. Við þurfum
að slíðra sverðin og standa
saman um að vísa á bug
þessu þjóðarböli. Vonandi
ber þjóðin gæfu til þess á
næsta ári. Ríkisstjórnin
hefur vísað veginn.
Matthías A. Mathiesen
við íok fjáriagaumræðu:
Ríkisf jármálin
og þjóðarhagur
Við lok þingmeðferðar á frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1978 er ástæða til að huga
nokkuð að þróun íslenzkra efnahagsmála á
þessu ári og á undanförnum árum og sérstak-
lega að framvindu ríkisfjármálanna og hlut-
verki þeirra I hagstjórn.
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum síðla árs
1974 horfði fremur þunglega um þjóðarhag
vegna stórfelldrar og vaxandi verðbólgu og
geigvænlegs viðskiptahalla við útlönd. Við
þessar aðstæður setti ríkisstjórnin sér þau
meginmarkmið að draga úr verðbólgu og
minnka viðskiptahallann. Þessum markmið-
um skyldi náð án þess að atvinnuöryggi yrði
stefnt í hættu. Ekki verður með sanngirni um
það deilt, að þessi stefna hefur skilað veru-
legum árangri, þótt ekki hafi alls staðar
jafnvel til tekizt. Hér ber að sjálfsögðu hæst
þau umskipti, sem orðið hafa á stöðu þjóðar-
búsins út á við, þar sem I stað viðskiptahalla
áranna 1974 og 1975, er nam 11 —12% af
þjóðarframleiðslu, hefur nú undangengin tvö
ár tekizt að koma hallanum niður í 1—2% af
þjóðarframleiðslu. - Við afgreiðslu fjárlaga
líðandi árs, var lögð á það rík áherzla, að
ríkisfjármálunum yrði markvisst beitt til
þess að tryggja framgang efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar. Þróun ríkisfjármála und-
anfarin misseri hefur ótvirætt stuðlað að
framgangi þessarar stefnu og þar með að
bættum þjóðarhag. I stað halla á fjárlögum,
er nam 3% af þjóðarframleiðslunni 1974 og
1975, hefur tekizt að koma þeim í nær halla-
laust horf á siðasta ári og því ári, sem nú er
að ljúka. Þessi árangur er vissulega mikils-
verður en við verðum einnig að kappkosta að
hann verði varanlegur. Raunar eru fá dæmi í
nágrannalöndum okkar um svo gagngerð um-
skipti á sviði ríkisfjármála og í viðskiptum
við útlönd frá miklum hallabúskap í átt til
jafnvægis á þessum árum. Þetta á ekki hvað
sízt við þegar þess er gætt, að atvinna hefur
verið hér yfrið nóg og fremur örlað á vinnu-
aflsskorti og mikilli yfirvinnu en atvinnu-
leysi á sama tíma og aðrar þjóðir hafa búið
við verulegar þrengingar af völdum atvinnu-
leysis. Verðbólgan er hins vegar það vanda-
mál sem erfiðast hefur reynst úrlausnar.
A þessu ári hefur batinn í efnahagsmálum
greiðsluhalla á árinu 1977 og að staða rikis-
sjóðs gagnvart Iánastofnunum versni ekki.
Hér er um mikilsverðan árangur að ræða,
sem fjárlög næsta árs verða að staðfesta og
treysta enn betur, ef beita á rikisfjármálum
hyggilega upp i strauminn, þegar eftirspurn
fer vaxandi.
Þjóðhagsforsendur
og tekjuáætlun
ríkissjóös 1978
Eins og ég nefndi áðan, er líklegt, að rfkis-
tekjur I ár verði i heild nálægt þeirri áætlun,
sem fjárlagafrumvarpið var reist á, þó senni-
lega frekar undir en yfir. Nokkrar breyting-
ar varð hins vegar á einstökum liðum til
hækkunar eða lækkunar. Þannig verður inn-
heimta aðflutningsgjalda talsvert meiri en
áætlað var, bæði vegna meiri innflutnings og
hærri tollhlutfalls, m.a. vegna mikils bílainn-
flutnings. A móti þessu verða tekjur af sölu-
skatti, sérstöku vörugjaldi og Á.T.V.R. minni
en áður var ætlað.
Forsendur um vöxt þjóðarframleiðslu og
-tekna á næsta ári eru óbreyttar frá fjárlaga-
frumvarpi. Með kjarasamningunum í haust,
fyrst og fremst kjarasamningum opinberra
starfsmanna, var stefnt í meiri aukningu
einkaneyzlu á næsta ári en miðaó var við i
fjárlagafrumvarpi, sem felur í sér hættu á
vaxandi viðskiptahalla. Með þeim ráðstöfn-
unum, sem gerðar eru i tengslum við af-
greiðslu fjárlaga, aðallega hækkun sjúkra-
tryggingagjalds og álagning skyldusparnað-
ar, má ætla aó aukning einkaneyzlu á næsta
ári verði nálægt 6% eða svipað og við var
miðað i fjárlagafrumvarpi. Opinberar fram-
kvæmdir dragast saman um nær 9% eða
nokkru meira en samkvæmt fjárlagafrum-
varpi. Aukning þjóðarútgjalda og þjóðar-
framleiðslu yrði eftir sem áður svipuð og lagt
var til grundvallar við gerð fjárlagafrum-
varps eða 3—4% og viðskiptahalli ekki meiri
en í ár. Þessari aukningu þjóðarútgjalda gæti
fylgt 6—7% aukning almenns vöruinnflutn-
ings. Endurskoðun tekjuáætlunar 1978 er
miðuð við þessar forsendur, sem mestu ráða
um magnbreytingu helztu stofna óbeinna
skatta. Meiri aukningu þjóðarútgjalda en hér
er miðað vió fylgdi óhjákvæmilega hætta á
Síðustu vikur hefur meginþungi fjárlagagerðarinnar hvílt á herðum þeirra
Matthíasar Á. Mathiesens fjármálaráðherra og Steinþórs Gestssonar, for-
manns fjárveitingarnefndar Alþingis. Myndina tók ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. er
þingfundum var frestað í gær en þingið hafði þá skömmu afgreitt fjárlög
ársins 1978.
lega vegna meiri hækkunar fasteignamats en
reiknað var með þar.
Nú er útlit fyrir, að hækkun á tekjum
einstaklinga I ár verði meiri en reiknað var
með i tekjuskattsáætlun frumvarps, e.t.v.
42—43% i stað 40. Tekjuskattur einstaklinga
gæti því orðið nær 300 m.kr. meiri en reiknað
var með í fjárlagafrumvarpi að öðru óbreyttu
eða samtals 11.950 m.kr.
Innheimta aðalflutningsgjalda I ár verður
að líkindum nokkru meiri en reiknað var
með við gerð áætlunar fjárlagafrumvarps í
september sl. Er nú búizt við, að heildargjöld
af innflutningi 1977 nemi 22.400 m.kr. eða
800 m.kr. umfram áætlun frumvarps. Er hér
annars vegar um að ræða um 500 m.kr. meiri
innheimtu almennra tolltekna en áður var
talið, en auk þess er sýnt, að bilainnflutning-
ur verði enn meiri en áður var reiknað með
eða sem gæfi rikissjóði 300 m.kr. tekjuauka I
innflutningsgjöldum af bilum. í áætlun fyrir
árið 1978 er nú gert ráð fyrir, að almennur
vöruinnflutningur aukist um 37—38% i
krónum en í frumvarpi er gert ráð fyrir
rösklega 20% aukningu. Samkvæmt þessu er
innheimta almennra aðflutningsgjaida áætl-
uð 21.2 milljarður króna eða 3.4 milljarðar
umfram frumvarpsáætlun og hefur þá verið
gert ráð fyrir tollalækkun skv. gildandi toll-
skrá, sem nemur 1.800 m.kr. á verðlagi
áætlunarinnar. Innheimta benzíngjalds og
gúmmigjalds er nú áætluð í samræmi við
sérstaka hækkun benzíngjalds um kr. 7.50
auk hækkunar skv. gildandi heimildum.
Þannig er í áætlun gert ráð fyrir, að benzín-
gjaldið verði kr. 36.50 frá áramótum, en síðan
er ekki gert ráð fyrir frekari hækkun fyrr en
síðari hluta næsta árs. Innflutningsgjald af
bílum hefur við endurskoðun tekjuáætlunar
verið hækkað um 700 m.kr. ... Að hluta er hér
um verðlagsuppfærslu að ræða, en auk þess
er nú gert ráð fyrir nokkru meiri bílainn-
flutningi en áður eða innflutningi um 7500
bíla samanborið við 6500 bila áður.
Heildarinnheimta gjalda af innflutningi er
nú áætluð 29.4 milljarðar samanborið við
25.4 miiljarða I frumvarpi og nemur hækkun-
in 4 milljörðum.
Tekjur af sérstöku vörugjaldi verða að
iíkindum heldur minni á þessu ári en talið
var í september si. og er hækkunin frá fjár-
lagafrumvarpi til endurskoðaðrar áætlunar
þvi minni en ella. Nú er sem fyrr gert ráð
fyrir, að gjaldið verði framlengt óbreytt út
næsta ár, og að það geti skilað ríkissjóði 7.8
þjóðarinnar haldið áfram að þvl leyti að
þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur hafa vaxið
verulega, þjóðarframleiðslan um4—4V4%, en
þjóðartekjur um 7—7lA%, vegna batnandi
viðskiptakjara. Hallinn í viðskiptum við út-
lönd verður væntanlega nálægt 2%, eða held-
ur meiri en ætlað var i haust, þegar fjárlaga-
frumvarpið var kynnt. Þessi breyting stafar
þó fyrst og fremst af birgðasöfnun útflutn-
ingsvöru, en ekki af auknum halla í eiginleg-
um skilningi. Ríkisfjármálin hafa á árinu
þróast með viðunandi hætti, þar til kostn-
aðarhækkanir f kjölfar kjarasamninga við
opinbera starfsmenn og truflun á innheimtu
ríkistekna raskaði fyrri áætlun.
Fyrstu ellefu mánuði þessa árs námu inn-
heimtar tekjur ríkisjóðs 84,7 milljörðum
króna en útgjöldin 87,2 milljörðum króna og
voru þvi um 2,5 milljörðum um fram tekjur.
Jöfnuður lánahreyfinga var jákvæður um 0,8
milljarða, og var þvl um 1,7 milljarða
greiðsluhalli hjá rfkissjóði fyrstu ellefu mán-
uði ársins. (Á sama tíma i fyrra voru útgjöld
ríkissjóðs um 1 milljarði umfram tekjur, um
0,4 milljarða halli var á lánahreyfingum og
nam greiðsluhallinn því um 1,4 milljörðum
króna).
Ég tel likur á, að tekjuáætlun sú fyrir árið
1977, sem fylgdi fjárlagafrumvarpinu stand-
ist, þ.e. að tekjur rikissjóðs verði 96,5
milljarðar króna. Gjöldin verða sennilega
97,5 milljarða króna. Mér virðist þvi, að fjár-
hagur ríkissjóðs verði án umtalsverðs
vaxandi viðskiptahalla, sem ekki getur orðið
undirstaða varanlegrar tekjuaukningar rikis-
sjóðs.
Kauplagsforsendur fjárlagafrumvarpsins
voru í aðalatriðum reistar á kjarasamningum
ASl og vinnuveitenda að því er tekur til
grunnkaupshækkana, en ekki var reiknað
með verðbótum á laun eftir 1. september. Hið
sama átti við um verðlagsforsendur, sem í
aðalatriðum voru miðaðar við verðlag f októ-
ber, en þó var reiknað með þeim verðbreyt-
ingum, sem telja mátti að fylgt gætu grunn-
kaupshækkun samninga auk þess sem einnig
var ætlað fyrir hækkun innflutningsverðs i
erlendri mynt. Við endurskoðun tekju- og
gjaldahliða fjárlagafrumvarpsins er miðað
við sömu verðlagsforsendur og við gerð láns-
fjáráætlunar, þ.e. nálægt 30% meðalverð-
hækkun milli áranna 1977 og 1978, en for-
senda fjárlagafrumvarps fól f sér 18—20%
meðalverðhækkun. yerðbólgan er erfiðasta
viðfangsefnið á sviði efnahagsmálanna um
þessar mundir. Forsenda árangurs I viður-
eigninni við hana er jafnvægi í ríkisfjármál-
um. Þess vegna hefur reynzt nauðsynlegt að
gera þær sérstöku ráðstafanir I rfkisfjármál-
um og lánamálum, sem þingið hefur fjallað
um að undanförnu.
Við val leiða hefur það ekki sízt verið haft
að leiðarljósi, að ráðstafanirnar hefðu ekki
bein og almenn verðhækkunaráhrif.
Fjárlögum fyrir næsta ár er ætlað að vera
Iiður í þeirri heildaráætlun um þjóðarhag
sem lýsa má í sex greinum:
Að vænta megi um 4% aukningar þjóðar-
framleiðslu á næsta ári og óbreyttra við-
skiptakjara, þannig að þjóðartekjur aukist
einnig um nálægt 4% að raungildi.
Að þjóðarútgjöldin aukist um 3—4%,
þannig að einkaneyzla vaxi um 6%, sam-
neyzla um l'A% en fjárfesting dragist saman
um 3%.
Að viðskiptahalli við útlönd aukist ekki.
Að hamlað verði gegn eftirspurnarþenslu
og verðhækkunum.
Að skuldir þjóðarinnar útá við til lengri
tíma aukist ekki umfram bætta gjaldeyris-
stöðu.
Að þessum markmiðum sé náð samhliða
fullri atvinnu um allt land.
Tekjuáætlun 1978
Niðurstaða endurskoðunar tekjuhliðar
frumvarpsins á framangreindum forsendum
og að teknu tilliti til nýrrar tekjuöflunar,
sem sérstakar ákvarðanir hafa verið teknar
um, felur f sér 14.650 m.kr. hækkun tekna
rfkissjóðs frá fjárlagafrumvarpi. Þar af
nemur hækkun markaðra tekna 2.650 m.kr.
en almennra tekna 12.000 m.kr. Samkvæmt
þessari áætlun verða heildartekjur ríkissjóðs
á árinu 1978 139,5 milljarðar króna, sem bera
má saman við 96,5 milljarða króna áætlaðar
tekjur 1977 og þó frekar 97,8 milljarða, ef 1 %
sjúkragjaldi er bætt við rtkistekjur 1977 þar
sem sjúkragjaldið verður færf með ríkistekj-
um á næsta ári. Sem hlutfall af áætlaðri
þjóðarframleiðslu nema tekjurnar 1978
28—28!4% samanborið við rúmlega 27% á
þessu ári. Ástæðan til þess að hlutfallið
hækkar nokkuð á næsta ári er fyrst og fremst
sú, að stefnt er aó því að grynna á skuldum
rikissjóðs við Seðlabankann frá fyrri árum
þrátt fyrir þá útgjaldaaukningu, sem kjara-
samningar við opinbera starfsmenn hafa f för
með sér.
I framsöguræðu háttyirts formanns fjár-
veitinganefndar fyrir áliti meirihluta nefnd-
arinnar hafa komið fram nákvæmar upplýs-
ingar um breytingar á eihstökum þáttum
frumvarpsins, en ég ætla þó að fara nokkrum
orðum um helztu tekjustofna:
Eins og áður sagði verður sjúkratrygginga-
gjald fært með rfkistekjum á næsta ári. í
fjárlagafrumvarpi voru tekjur af gjaldinu
áætlaðar 1.900 m.kr. en með hækkun þess úr
1 % f 2% verða tekjurnar 3.800 m.kr.
Um áramótin á að ganga í gildi hækkun á
fasteignamati vegna framreiknings frá gild-
andi mati og verður hækkunin á bilinu
30—35% en misjöfn eftir stöðum. Við þetta
hækkar álagningarstofn eignarskatts veru-
lega en á móti þvi verður skattfrjáls eign
hækkuð úr 6 í 8 milljónir króna fyrir ein-
hleyping og úr 9 i 12 milljónir fyrir hjón.
Álagningarhlutfall verður óbreytt, 0.8%,
bæði hjá einstaklingum og félögum. Tekjur
af eignarskatti gætu orðið allt að 300 m.kr.
meiri en áætlað var f fjárlagafrumvarpi, aðal-
milljörðum króna samanborið við 7 milljarða
f frumvarpi.
Innheimta söluskatts í ár verður sennilega
heldur minni en búizt var við í september eða
34.5 milljarðar króna í stað 35.1 milljarðs í
septemberáætlun. Hér er þó einkum um það
að ræða, að nú er reiknað með, að sú veltu-
aukning sem ævinlega á sér stað sfðustu
mánuði ársins, komi í ár fram með nokkurri
töf, þannig að velta i desember 1977 og þar
með innheimta í janúar 1978 verði meiri en I
meðalári. Slakari innheimta í ár en áður var
talið hefur því ekki mikil áhrif á áætlun
ársins 1978. t heild er nú reiknað með, að
söluskattstekjur geti numið 48.4 milljörðum
króna 1978 samanborið við 44.8 milljarða f
fjárlagafrumvarpinu.
í fjárlögum ársins 1977 voru tekjur ríkis-
sjóðs af sölu áfengis og tóbaks áætlaður 8.6
milljarðar króna og var þá gert ráð fyrir
hækkun útsöluverðs. í áætlun í september
var rekstrarhagnaður ÁTVR talinn verða
nokkru minni en þetta eða 8 milljarðar, m.a.
vegna samdráttar í sölu á tóbaki. Samkvæmt
tekjuyfirliti fyrstu 11 mánuði ársins má nú
jafnvel enn búast við, að ÁTVR skili tæplega
þeim tekjum, sem reiknað var með í septem-
ber. í endurskoðaðri áætlun fyrir árið 1978
er rekstrarhagnaður ÁTVR nú talinn geta
orðið rúmlega 11 milljarðar króna sbr. við 9.8
milljarða í frumvarpi og stafar mismunurinn
af verðlagsuppfærslu. Er þvf gert ráð fyrir,
að útsöluverð verði hækkað þannig að það
fylgi almennri þróun verðlags og kaupgjalds.
Gjaldahlið og
greiðslujöfnuður
Aukning einkaneyzlu næsta ár 6%
Samdráttur opinberra framkvæmda 9%
Formaður fjárveitinganefndar hefur þegar
gert ftarlega grein fyrir einstökum breyting-
um á frumvarpinu milli umræðna. Ég ætla
mér þvf aóeins að fara fáum orðum um helztu
orsakir þeirra breytinga, sem orðið hafa á
útgjaldaáætlun frá þvf frumvarpið var lagt
fram.
Með sérstökum tillögum um útgjaldalækk-
anir er stefnt að því að lækka útgjöld ríkis-
sjóðs um 3,7 milljarða króna á næsta ári.
Meginatriði þeirra tillagna er lækkun launa-
áætlunar — með því að draga úr eftirvinnu
og öðrum aukagreiðslum — og aukin þátt-
taka einstaklinga í beinum greiðslum fyrir
lyf og sérfræðilega læknisþjónustu auk þess
sem framlag úr rfkissjóði til Byggðasjóðs
verður lækkað, en samt sem áður verður
ráðstöfunarfé sjóðsins, þ.e. framlag að við-
bættu eigin fjármagni, um 2% af heildarfjár-
hæð fjárlagafrumvarps.
Gjöld færð á rekstrarreikning og fjárfest-
ingarútgjöld hjá A-hluta stofnunum hafa
hækkað úr 123.146 m. kr. i fjárlagafrumvarpi
í 138.493 m. kr. eða um 15.347 m. kr. Þessi
hækkun á sér ýmsar skýringar en langmest
munar um breyttar forsendur um verðlag og
laun á næsta ári. Fjárlaga- og hagsýslustofn-
un hefur áætlað að til þessarar breytingar
einnar megi rekja beinlínis 13,1 milljarða
króna hækkun á launalið en frá þvf dregst 1,7
milljarður við það að dregið verður úr eftir-
vinnu og öðrum aukagreiðslum, eins og áður
var getið. Útgjöld almannatrygginga hækka
um 3,9 milljarða frá frumvarpi, einnig vegna
breyttra launa- og verðlagsforsendna og
gengur hækkun sjúkratryggingagjaldsins til
þess að mæta þessari útgjaldaaukningu.
Þessir tveir Iiðir, laun og almannatryggingar,
hækka þannig samtals um 15,3 milljarða
króna eða jafnmikið og heildarútgjöldin.
Ymsar aðrar breytingar hafa einnig orðið á
gjaldahlið, þótt þær jafnist nokkurn veginn
út þegar á heildina er litið. Af helztu liðum
til hækkunar má nefna 500 m.kr. til niður-
greiðslu á ull, hækkun markaðra tekjustofna
annarra en sjúkratryggingagjalds, sem áðúr
var getið, um 770 m. kr. og hækkun við aðra
og þriðju umræðu um samtals 480 m.kr., sem
dreifist á mjög marga fjárlagaliði.
Eins og áður var getið eru tékjurnar nú
áætlaðar. 139,5 milljarðar eða 1 milljarði
hærri en gjöldin. Halli á lánahreyfingum er
hins vegar nú áætlaður 820 m.kr. samanborið
við 1.400 m.kr. í frumvarpinu. Þannig verður
heildarniðurstaðan sú að greiðslujöfnuður
ríkissjóðs stendur í járnum. Á það er þó að
lfta í þessu sambandi að f greiðslum ríkis-
sjóðs eru taldar rúmlega 3.200 m. kr. afborg-
anir af skuldum við Seðlabankann, sem raun-
verulega má lfta á sem greiðsluafgang gagn-
vart öðrum aðilum i hagkerfinu og er afar
mikilvægt fyrir alla stjórn efnahagsmála á
næstunni að það takist að grynna á skuldum
við Seðlabankann.
Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætiuð 138,5
milljarðar króna eða um 28% af áætlaðri
þjóðarframleiðslu samanborið við um 27V4%
í ár og tæp 28% árið 1976, ef reiknað er á
sambærilegan hátt öll árin. Hlutfallið er
þannig svipað öll þrjú árin og mun lægra en
árin 1974 og 1975. Hækkunin á hlutfallinu á
næsta ári er ekki vegna magnaukningar opin-
berra útgjalda heldur vegna þess að verð-
breytingar á ýmsum útgjaldaliðum ríkissjóðs
eru yfir meðalverðhækkun þjóðarframleiðsl-
unnar, fyrst og fremst vegna kauphækkana
opinberra starfsmanna umfram hækkun á
hinum almenna vinnumarkaði.
Lokaorð
Ég vildi að lokum nota þetta tækifæft til að
þakka fjárveitingarnefndarmönnum og sér-
staklega formanni nefndarinnar Steinþóri
Gestssyni fyrir mikið og gott starf við undir-
búning fjárlaganna. Við minnumst um leið
fyrirrennara hans í starfi, Jóns Árnasonar
alþingismanns, sem lézt fyrir aldur fram á
þessu ári, við njótum allir verka Jóns Arna-
sonar I fjárveitinganefnd, en þar vann hann
mikið og óeigingjarnt starf af festu og sann-
girni og var hann oftar kosinn form. fjárveit-
inganefndar en nokkur annar alþingismaður.
Vegna mikilla breytinga á meginforsend-
um fjárlagafrumvarpsins um verðlag og
kauplag á siðustu vikum hefur lokasprettur-
inn í fjárlagavinnunni verið harður og erfið
mál komið til kasta fjárveitinganefndar, sem
hún hefur ráðið farsællega fram úr undir
forystu formanns. Ég tel að með samþykkt
þessa frumvarps til fjárlaga hafi verið lagður
sá grunnur að fjármálastjórn næsta árs, sem
þörf var fyrir.