Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 Alþingi kýs endur- skoðendur og stjórnir Á FUNDI sameinaðs Alþingi.s sl. þriðjudag fóru fram kosningar í nokkrar stjórnir og jafnframt voru kosnir endurskoðendur nokkurra sjóða Qg reikninga. Áð- ur hefur verið greint frá úrslitum kosninga til Norðurlandaráðs. Kosnir voru þrír yfirskoðunar- menn ríkisreikninga 1977 og kom einn listi fram. Kjörnir voru Hall- dór Blöndal, Halldór Kristjáns- son og Haraldur Pétursson. Kosin var þriggja manna stjórn Þjóðhátíðarsjóðs til fjögurra ára og jafnmargir til vara. Af A-lista voru kjörnir Gísli Jónsson, menntaskólakennari, og Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, og til vara Erna Ragnarsdóttir, innan- húsarkitekt, og Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs Alþingis. Af B- lista. var kjörinn Gils Guðmunds- FORSETI Islands hefur að tillögu nefndar heiðursmerkis Rauða kross íslands veitt þeim Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra og Helgu M. Níelsdóttir ljósmóður heiðursmerki RKÍ, og afhenti Ólafur Mixa formaður nefndar heiðursmerkis RKl merkin við at- höfn á skrifstofu Rauða krossins. Ölafur gat þess að Helga Niels- dóttir væri brautryðjandi á ts- landi í ljösmóðurfræðum, hefðí stofnað fæðingarheimili í Reykja- vík og unnið að heimilishjálp son, alþingismaður, og til vara Árni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur. Þorfinnur Bjarnason, fyrrv. sveitarstjóri, og Jón Kristjánsson, verzlunarmaður, Egilsstöðum, voru kjörnir endurskoðendur reikninga Framkvæmdastofnun- ar ríkisins, svo og þeirra sjóða, sem eru í umsjá hennar. Fimm menn og jafnmargir til vara voru kjörnir í stjórn Fiski- málasjóðs til þriggja ára. Af A- lista voru kjörnir Sverrir Júlíus- son, forstjóri, Jón Skaftason, al- þingismaður, Hjálmar Vilhjálms- son, fiskifræðingur, og Már Elís- son, fiskimálastjóri, og til vara Pétur Sigurðsson, Bogi Þórðar- son, Sigurður Egilsson og Jón Sig- urðsson. Af B-lista var kjörinn fyrir aldraða og sjúka um margra ára skeið. GIsli Sigurbjörnsson hefur á fimmta tug ára verið for- ystumaður í málefnum aldraðra, unnið merkilegt hlutverk sem al- þjóð er kunnugt og þekkt er viða um lönd, sagði Ólafur. Hann hefði ekki unað kyrrstöðu á sviði öldrunarmála og látið miklar at- hafnir fylgja orðum. Að lokum gat Ólafur Mixa þess að það væri Rauða krossinum mikill heiður að fá tækifæri til að veita mikilhæfu fólki þennan heiður. Karl Sigurbergsson og til vara Skúli Alexandersson. Þrir menn voru kjörnir í stjórn Landshafnar í Keflavíkurkaup- stað til fjögurra ára frá n.k. ára- mótum. Af A-lista voru kjörnir Halldór Ibsen og Páll Jónsson og af B-lista Oddbergur Eiriksson. Jafnframt voru kosnir tveir end- urskoðendur reikninga Lands- hafnarinnar en það voru Alexand- er Magnússon og Valtýr Guðjóns- son. Kosnir voru sjö menn í stjórn Landshafnar i Þorlákshöfn til fjögurra ára frá 6. júni 1978. Af A-lista voru kjörnir Gísli Bjarna- son, umboðsmaður, Benedikt Thorarensen, forstjóri. Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, og Jón Guðmundsson. Af B-lista var kjör- inn Ásgeir Benediktsson, fiski- matsmaður, og af C-lista voru kjörnir Erlingur Ævar Jónsson, skipstjóri, og Sighvatur Bjarna- son, skipstjóri. Þrír menn voru kjörnir í verð- launanefnd Gjafar Jóns Sigurðs- sonar til næstu tveggja ára, og voru þeir Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari, og Magnús Már Lárusson, prófessor, kjörnir af A-lista en Gils Guðmundsson, alþingismaður af B-lista. Sólóplata ÚT ER komin ný hljómplata með íslenskum einsöngslögum sungn- um af Garðari Cortes. Garðar hefur ekki sent frá sér plötu áður, en hann er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur. Eft- ir að hann kom heim frá tónlistar- námi í Englandi, þar sem hann lauk prófum frá Royal Academy of Music (L.R.A.M.) og Trinity College of Music (A.T.C.L.) hefur hann sungið ýmis einsöngshlut- verk bæði í Þjóðleikhúsinu, með Sinfóníuhljómsveit lslands og I sjónvarpinu. Þá hefur Garðar einnig sungið sem gestur á nor- rænni hátíð í Bandaríkjunum og sungið sem gestur á norrænni há- tíð í Bandaríkjunum og á tónleik- um sinfóníuhljómsveitarinnar Harmonien í Bergen í Noregi. Garðar stofnaði Söngskólann í Reykjavík árið 1973 og hefur ver- ið skólastjóri hans síðan. Á þessari plötu syngur Garðar lög eftir Árna Thorsteinsson, Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og Helga Níelsdóttir Ijósmóðir. Tvö sæmd heiðursmerki / Rauða kross Islands Kór Söngskólans í Reykjavík. Fjölbreytt hljómplata Söngskólans í Reykjavík KOMIN er á markaðinn hljómplata með Kór Söngskólans í Reykjavík Kórinn var stofnaður haustið 1973 og hefur síðan flutt ýmis verk, svo sem Nelson messu eftír Haydn, fjóra helgi- söngva eftir Verdi, Óratóríuna Elía eftir Mendelssohn og óperuna Mál fyrir dómi, sem kórinn flutti í sjónvarpinu nú í haust Platan var tekm upp hjá Trygg Recordins í Englandi er kórinn var þar á söngferðalagi s I. sumar Á plötunni flytur kórinn Islensk þjóð- lög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, þekkt íslensk ættjarðarlög eftir Emil Thoroddsen, IngaT. Lárusson, Jóhann Ó Haraldsson, Sigfús Einarsson, Sig- valda Kaldalóns og Þórarin Guðmundsson Þá er einnig nýtt lag eftir Garðar Cortes og nýstárlegt lag eftir Jórunni Viðar, við texta eftir Stein Steinarr Einsöngvarar með kórnum eru Krist- inn Hallsson og Magnús Jónsson, en undurleik annast Krystyna Cortes Plötuumslag er mjög vandað og eru allir textar áprentaðir Stjórnandi kórsins er Garðar Cortes skólastjóri Söngskólans Platan fæst i hljómplötuverslunum, en dreifingu annast Söngskólinn í Reykjavík, sími 2 1 942 Lögin sem kórinn syngur eru m a Ljósíð kemu, Krummi svaf i klettagjá, Sófðu unga ástin mín, Á Sprengisandi, ísland, Til minningar um misheppnað- an tónsnílling, Undir bláum sólarsali, Sumar er i sveitinni, Sefur sól hjá Ægi, Land mins föður, Hver á ser fegra föðurland, Vfir voru ættarlandi, Island ögrum skorið Hrunid í Heimakletti MYNDIN mcð skipinu á sýnir Heimaklett áður en hrunið varð í suðurbrún Klettsins fyrir nokkrum dögum, en hin myndin sýnir þann stað fyrir austan Dönskutó þar sem 12—15 þús. tonn af grjóti hrundu úr bergbrúninni og í sjó niður. Pílurnar sýna stað- inn þar sem hrunið átti sér stað. Ljósmyndir Mbl. Sigur- geir I Eyjum. med Garðari Cortes allir textar prentaðir á það. Á plötuumslagi segir Guðmundur Jónsson um söng Garðars: „Sú er trú mín að Garðar Cortes muni veita söngunnendum „göfgandi gleði“ með söng sínum á þessari hljómplötu, eins og hann hefur svo oft gert áður.“ Platan fæst í hljómplötuversl- unum en dreifingu annast Söng- skólinn í Reykjavik sími 21942. Meðal laganna eru: Rósin, Vor- gyðjan, Heimir, Kata litla í koti, Sofðu sofðu góði, Eg lít í anda liðna tíð, Lindin, Bikarinn, I dag, fslenskt vögguljóð á hörpu, Hrísl- an og lækurinn, Draumalandið, Sofnar Lóa og Gígjan. Eyþór Stefánsson, Inga T. Lárus- son, Jón Þórarinsson, Karl O. Runólfsson, Sigfús Einarsson, Sigfús Halidórsson og Sigvalda Kaldalóns, og má þar nefna þekkt lög eins og Rósina. Bikarinn, I fjarlægð, Gígjuna, I dag, Ég lít í anda liðna tíð, o.fl. Undirleik annast Krystyna Cortes píanó- leikari. Platan er gefin úl af Trygg Recordins, Norwich, Englandi og var hljóðrituð þar sl. sumar. Plötuumslag er mjög vandað og Baniaverndarráð ályktar: Hlífum börnum við tóbaksreyk I FRAMHALDI af auglýsingaherferð ýmissa aðila f fjölmiðlum f byrjun þessa mánaðar hefur Barnaverndar ráð gert eftirfarandi ályktun: Barnaverndarráð íslands fagnar stóraukinni fræðslu í skólum og áhrif og afleiðíngar tóbaksneyslu og væntir mikils af þeirri hreyfingu gegn reykingum sem fram er komin meðal barna og unglinga. Heitir ráðið á landsmenn að styðja þessa hreyfingu I hvívetna og bendir i því sambandi á hve mikil áhrif fordæmi hinna fullorðnu getur haft á þessu sviði sem öðrum. Jafnframt minnir Barnaverndarráð á að börn eru sérlega næm fyrir skaðlegum efnum i tóbaksreyk og leggur áherslu á nauðsyn þess að tryggja börnunum semviðast reyk- laust umhverfi. Ráðið telur fráleítt að selja börn- um tóbak og bendir á lagasetningu i Noregi og Finnlandi þar sem kveðið er á um bann við tóbakssölu til barna. Speglun, ljóð eftir Elías Mar Elías Mar. Út er komin ný ljóðabók eftir Elías Mar, sem hann nefnir Speglun. I bókinni er Ijóðunum skipt í tvo meginkafla og er það elzta ort árið 1946 og þau yngstu á árinu 1977. Bókin .er 43 blaðsíður að lengd og gefin út af bókaútgáfunni Helga- felli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.