Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22, DESEMBER 1977 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Kanadískur ritari með reynslu erlendis. vön hraðritun og telexþjónustu, óskar eftir hálfs- eða heils- dagsstarfi. Einnig kemur til greina að taka verkefni heim. Upplýsingar sendist auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 30. des. Merkt: ,.K — 4167”. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, S. 31330. Nýjar ryjamottur Teppasalan Hverfisgötu 49, sími 19692. Elvis Forever, Christmas Album og margar aðrar pltöur með Elvis Presley, Einnig á kassettum. Úrval af islenzk- um og erlendum hljómplöt- um, músikkassettum og átta- rásaspólum. F. Björnsson, radióverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. Óskum að taka á leigu 3ja herb. ibúð í Reykjavik. Reglusemi, góð umgengni og fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist blaðinu merkt: ,.í — 4051”. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Æskufólk talar og syng'ur. Samkomustjóri Sam Glad. Nýtt lif Vakningarsamkoma i kvöld kl. 20.30 i Hamraborg. Beð- ið fyrir sjúkum Allir vel- komnir. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Sýslumanni og sýslunefnd A.-Skaft, Kar/akórnum Jökli, sveitungum, frænd- fólki og vinum fjær og nær, þökkum við af a/hug fyrir okkur auðsýndan heiður, stórgjafir, heimsóknir og heillaóskir 7. og 10. desember s/. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum, að komandi ár megi færa ykkur blessun, Valgerður og Benedikt, Hvalnesi. Skrifstofa okkar og vöruafgreiðsla verða lokuð ISS Lóðaúthlutun — Reykjavík | Reykjavíkurborg mun á næsta ári, 1978, úthluta lóðum aðallega á eftirgreindum stöðum: a. Fjölbýlis- og raðhús á Eiðsgranda. b. Einbýlishúsí Breiðholti III, Hólahverfi. c. Einbýlis- og raðhús í Breiðholti II, Seljahverfi. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo og skipulags- og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20—16.15. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeg- inum 10. janúar 1978. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Borgarstjórinn í Reykjavík. þriðjudaginn 27. desember. Málning h / f. Hluthafar Sandfells h.f. ísafirði Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins 1977, verður núverandi hluta- fé félagsins tvöfaldað. Forkaupsréttur hluthafa til kaupa á jafnvirði, núverandi hlutafjár eignar sinnar, rennur út 3 1 . des. 1 977. Nánari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri í síma 3500 ísafirði Stjórn Sandfells h.f. Isafirði. Sölumannadeild V.R. Aðalfundur Aðalfundur Sölumannadeildar V.R. verður haldinn þann 28 des. n k kl. 20.30 í Leifsbúð, Hótel Loftleiða. Venjuleg aðalfundarstörf. Sölumenn mætið vel og stundvíslega. Stjórn Sölumannadeildar V.R. Aðalfundur Félags Loftleiðaflugmanna verður haldinn fimmtudaginn 29 desember kl. 20.30 að Hótel Loftleiðum, Kristalsal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kjaramál. Stjórnin. Útboð Óskað er eftir tilboðum í: a) Stálpípur 20 — 200 mm. b) Einangrun fyrir dreifikerfi. c) Einangrun fyrir aðveitu. d) Þana fyrir hitaveitu Þorlákshafnar. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar, Skipholti 1 .Reykjavík. Skilafrestur er til 1 febrúar '78 Útgerðarmenn Hef til sölu netaútbúnað 1 2 trossur með öllu tilheyrandi á hagstæðu verði. Upplýs- ingar í síma 93-8651 . Skoðanakönnun í Vestur-Skaftafellssýslu Sjálfstæðisfélagið i Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir fram- bjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi við næstu alþingiskosningar Framboðum skal skilað til for- manns yfirkjörstjórnar. Ara Þorgilssonar, Vikurbraut 3, Vik i Mýrdal, fyrir miðnætti 7. janúar 1 978. Vík i Mýrdal 20.1 2. 1977 Kjörstjórnin. Sjötugur: Ingimundur Stefáns son kennari Ingimundur kennari Stefáns- son er 70 ára í dag. Sem einn af mörgum vinum hans langar mig að biðja Morgunblaðið að birta stutta kveðju og árnaðarósk til Ingimundar, svona rétt til að láta hann vita að hann er hvorki gleymdur né tröllum gefinn, þótt vík hafi um stund verið stór á milli vina. Ekki leið löng stund frá því ég fluttist vestur í Bolungarvik með fjölskyldu ‘minni fyrir einum 25 árum að við Ingimundur urðum perluvinir. Hirði ég ekki nú um að segja frá þessum perluvinskap, en gleymi honum ekki, og vafa- laust á ég eftir að skrifa um það á sínum tíma. Raunar gat ekki hjá því farið í fámennu byggðarlagi, að Ingi- mundur og hans finnska kona, Ulrikka Amonoff, yrðu okkar vin- ir eða við þeirra, þvi að saman dragast venjulega líkir tveir. Bæði voru þau hjónin á þann veg gerð að draga að sér vini, og okkur Dóru hlotnaðist sú gæfa að verða vinir þeirra. Man ég vel eftir kvöldunum i músíkklúbbnum, þegar slökkt voru ljós, til þess enn betur að njóta Beethovens og Bachs, og raunar varð til þess, að inn- byggjarar plássins héldu, að þarna færi eitthvert voðalegt fram, en því fór víðsfjarri, við vorum aðeins að hlusta á músík. Ég hirði ekki um aó rekja ættir Ingimundar í þessu stutta ávarpi, en nægir þó að segja, að hann er náfrændi herra Sigurbjörns biskups, og þarna frá bökkum Kúðafijóts var Kjarval hans ná- inn frændi. Ingimundur er hávaxinn maður, og máski það þyki skrýtið, að honum féllu bezt lítil skordýr á sínum menntaskólaárum á Akureyri, en sú varð raunin á, þegar hann ferðaðist um Island með Lindroth hinum sænska, en þeir félagar urðu saman um þá einu bók, sem skrifuð hefur verið á íslandi um skordýr, þar til Fjölvaútgáfan tók upp illa nýttan hanzkann, og gaf út bók um skor- dýr. Ingimundur varð frægur fyrir þessar skordýrarannsóknir með Lindroth, en seinni tíma náttúru- fræðingar hafa máski gleymt Ingimundi, og er það slæmt, þót*t skordýr séu smá, má aldrei þeim gleyma, og án þess endilega að likja Ingimundi við skordýrin sin austan frá Skaftafellssýslu, leyf- ist mér máski að segja að lokum til þín, vinur, að feginn vildi ég eiga þig að, og þú sjálfsagt skilur mig, eftir allar þínar gönguferðir í þínu skólastarfi þar vestra, og ég vét, að hinir mörgu nemendur þínir eru sífellt að spyrja um þig, þennan góða kennara. I seinni tíð hefirðu kennt vangefnum á Sól- heimum, og við þessir vinir þínir erum vissir um, að þau, þessi Sól- heimabörn, kunna vel að meta þann hlýja anda, sem frá þér streymir. Ég er raunar ekki viss um, að við hinir, vinir þínir, gætum rækt starf sem þú nú um árabil hefur stundað með árangri, og ættum við að þakka þér fyrir. Hafðu þá að síðustu kveðjur mínar og Dóru. samt Þorvalds. Friðriks ög Unnar Ástu, og berðu sjálfur kveðjur okkar til Ulrikku. Blönku, Helgu og Jans. Svo að siðustu, kæri vinur. beztu hamingjuóskir. Friðrik Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.