Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22, DESEMBER 1977 31 „Ef þið verðið ekki bún- ir að fá ofhæmi fyrir hand- knattieik um miðjan janúar hef ur eitthvað brugðist7' „VIÐ ERUM í miðju erfiðu æf- ingaprógrammi og það fer ekki hjá því að það komi fram f leikj- unum," sagði Jón H. Karisson fyr- irliði fslenzka landsliðsins eftir leikinn í gærkvöldi. „Æfinga áætlunin sem Janus landsliðsþjálfari hefur lagt fyrir okkur er svo ströng að hann sagði áður en hann fór að ef við værum ekki búnir að fá ofnæmi fyrir handknattleik um miðjan janúar hefði eitthvað brugðist,“ sagði Jón ennfremur. „Það er keyrt á fullu hvern einasta dag og svo bætast leikirnir við og mannskap- urinn er því ekki f sem beztu formi. En um miðjan janúar verð- ur farið að hægja ferðina og þeg- ar heimsmeistarakeppnin byrjar á að vera komið jafnvægi á þetta,“ sagði Jón. Margir góðir einstaklingar „Það er svo langt síðan ég lék með landsliðinu siðast að ég get ekki almennilega dæmt íslenzka liðið en þó sýnist mér að í þvi séu margir mjög góðir einstaklingar," sagði Gunnar Einarsson eftir leik- inn. „Við, sem erum nýbyrjaðir í þessu, eigum eftir að læra kerfin og þess vegna er ekkert að marka þennan leik í kvöld. Ég hef þá trú að þetta eigi eftir að smella sam- an. Um sjálfan mig má segja að ég var ekki ánægður með sjálfan mig í leiknum, ég féll í sömu gryfju og aðrir í iiðinu að skjóta vitlaust á markvörðinn. Dómararnir voru samkvæmir sjálfum sér og mér fannst þeir dæma vel,“ sagði Gunnar. Ekki alltaf jólin „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Geir Hallsteinsson. Við vor- um einfaldlega orðnir þreyttir. Þegar svo er fer hausinn fyrst úr sambandi og þá er skotið í vit- leysu, t.d. alltaf niðri á markvörð- inn í þessum leik í stað þess að skjóta uppi. Það hafði lika sitt að segja að menn eru ekki almenni- lega komnir inn í kerfin og þegar þau ganga ekki upp er hætta á að leiktöf verði dæmd og þá er kannski skotið í tómri vitleysu." Ánægður að vera kominn í færin „Það er alltaf erfitt að spila blómaleiki," sagði Björgvin Björgvinsson, sem lék sinn 100. landsleik. „Ég er að sumu leyti ánægður með minn þátt og að sumu leyti óánægður. Ég var ánægður með það að komast í þessi góðu færi, því það sýnir að ég er að komast í góða æfingu en ég er óánægður með að ég skyldi ekki nýta þau betur. En það kemur ekki fyrir aftur.“ Björgvin sagði að lokum að hann væri mjög ánægður með að komast i hinn fræga 100 lands- leikja klúbb, en fyrir i honum eru þeir Geir Hallsteinsson, Viðar Símonarson og Ólafur H. Jónsson. Breytingarnar nauðsynlegar „Ég var alltaf hræddur við það að liðið þyldi ekki annan svona leik,“ sagði Birgir Björnsson landsliðseinvaldur. „Það er alltaf hætta á ferðum þegar gera þarf svona miklar breytingar á liðum en það er nauðsynlegt í því undirbúnings- starfi, sem nú er unnið að. Það sem brást fyrst og fremst var að ekki var skotið upp á markmann- inn eins og gera átti. En það er ekki ástæða til að æðrast þrátt fyrir þessi úrslit," sagði Birgir að lokum. — SS. I fír V r Björgvin Björgvinsson lék sinn 100. landsleik og sýndi að hann er óðum að ná sér eim meiðslin. „Lét hafa sérstak- ar gætur á Geir" „ÉG lét hafa sérstakar gætur á Geir Hallsteinssyni f seinni leiknum," sagði Mihály Faludi, landsliðsþjálfari Ungverja, þegar Mbl. ræddi við hann að leik loknum f gærvköldi. Um leikinn sagði Faludi: „Ég lagði sérstaka áherslu á það að gæta helstu sóknarmanna fs- lenzka liðsins og það tókst hæri- lega. 1 heild fannst mér þetta þó ekki sérstaklega góður leikur en leikirnir tveir við Islendinga hafa þó verið ákaflega mikilvægir fyr- ir okkur og jafnframt mjög ánægjulegir. Faludi var beðinn að bera sam- an fslenzka liðið og það danska en hann kvaðst ekki vilja gera það, sagði að blaðatnaðurinn hefði vafalaust séð fleiri leiki hjá þess- um tveimur þjóðum en hann. Ilann vildi heldur ekki ræða fs- ienzka liðið, galla þess og styrk- leika. Hins vegar kvaðst hann fyrir- fram hafa þekkt til tveggja fs- lenzku leikmannanna, Geir Hall- steinssonar og Björgvins Björg- vinssonar og sagðist hafa vitað að þeir voru mjög góðir. Ennfremur kvað hann Viggó Sigurðsson hafa vakið sérstaka athygli sfna f leikn- um f gærkvöldi. — SS. Italir unnu Belga BELGIA og Italfa léku vináttu- lansleik f knattspyrnu f gær- kvöldi og var leikið f Liege f Belgfu. Leiknum lauk með sigri Itala 1:0. Mark Itala skor- aði Antonogni þegar mfnúta var til leiksloka. SKAGAMENN HAFAENDUR- RÁÐIÐ KIRBY „VIÐ fengum staðfest- ingarskeyti frá Kirby í dag um að hann verði þjálfari hjá okkur næsta sumar,“ sagði Gunnar Sigurðsson formaður knattspyrnuráðs ÍA í samtali við Mbl. í gær. Akurnesingar lögðu drögin að endurráðningu George Kir- by áður en hann fór heim til Englands í haust. Nýverið sendu þeir honum tilboð, sem hann staðfesti með skeytinu í gær. George Kirby hefur þajlfað Akurnesinga þrjú sumur á und- anförnum fjórum árum og náð þeim frábæra árangri að gera liðið að Islandsmeisturum öll árin. Hlýtur það að vera öllum Akurnesingum mikið ánægju- efni að lið þeirra fái að njóta starfskrafta þessa frábæra þjálfara enn eitt sumarið. — SS. GISLI MAGG TEKUR VIÐ ÍSFIRÐINGUM ÍSFIRÐINGAR hafa ráðið Gísla Magnússon úr Vestmanna eyjum sem þjálfara 2. deildar liðs ÍBÍ í knattspyrnu fyrir næsta keppnistímabil. Mun Gísli halda vestur um áramót og þá halda fundi og stjórna nokkrum æfingum með liðinu og ganga frá þjálfunaráætlun fyrir liðið fram að páskum. Þá fer hann á ný vestur, æfir liðið í nokkra daga og útdbýr „ þjálfunarprógramm" fram í maí, en þá lýkur hann kennslustörfum í Eyjum og heldur til ísafjarðar. Gísli er ísfirðingum að góðu stöðuleysi og eru knattspyrnumenn- kunnur, hann kom liðinu á sinum tima upp i 2 deild og hyggja ísfirð- ingar gott til glóðarinnar með Gisla við stjórnvöllinn i sumar Hefur Gisli undanfarin ár verið við þjálfunar- störf í Færeyjum á sumrin og gert góða hluti ísfirðingar verða með allan þann mannskap, sem skipaði lið þeirra i sumar og e.t.v bætast einhverjir við Starf knattspyrnumanna á ísafirði var mikið á siðastliðnu ári og upp- skera þeirra góð á flestum sviðum, þó þeir hafi verið óheppnir i nokkrum leikjanna i 2. deildinni Knattspyrnulega er lið ÍBÍ á uppleið. um það er ekki spurning, og á félagslega sviðinu var mikið starfað á siðastliðnu starfsári Það sem helzt háir iróttamönnum á ísafirði er að- irnir t d orðnir langeygir eftir úr- bætum á knattspyrnuvellinum en hann er einn sá lélegasti. sem lið í 2 deild býður upp á Það kostar mikið fé að reka knatt- spyrnulið i 2 deild og þurftu leik- menn ÍBÍ þvi að leggja mikið á sig til fjáröflunar á siðasta ári Var gripið til ýmissa ráða og af þeim hefðbundnu má nefna bingó. dansleiki og blaða- útgáfu En ísfirðingarnir létu ekki þar við sitja Þeir seldu blóm fyrir páskana og voru páskaliljurnar frá þeim eindæma vinsælar Leikmenn liðsms unnu við útskipun á freðfiski og fleira mætti nefna Útkoman varð sú að knattspyrnuráðinu tókst að4| stytta skuldahalann um 800 þús- und, úr 1 1 milljón i um 300 þús- und krónur — áij. Sóknarnýtingin var aöeins 29% SÓKNARNVTINGIN var miklu lélegri hjá fslenzka lió- inu í gærkvöldi en f fyrri leikn- um gegn Ungverjum. I gær- kvöldi fékk fslenzka liðió 44 upphlaup og 13 þeirra enduóu meö marki og er þaó 29% nýt- ing, sem er slakt. 35 sinnum enduðu sóknarloturnar með skoti og er skotnýtingin 37% en 9 sinnum tapaói islenzka liðið boltanum. Þegar litiö er á skotnýtingu einstakra leikmanna má sjá að Árni Indriðason er með 100% nýtingu, 2 skot og 2 mörk; Viggó Sigurðsson er með næst beztu nýtinguna, 5 skot að marki ög skoraði 2 mörk og er nýting hans þvi 50%; Geir Hall- steinsson átti 5 skot að marki og skoraði 2 mörk, nýtingin 40%; Einar Magnússon skoraði 1 mark i 3 skotum eða 33% nýt- ing; Björgvin Björgvinsson skoraði sömuleiðis 1 mark í 3 skotum og er það 33% nýting; Gunnar Einarsson átti 6 skot að marki og skoraði 2 mörk og er það 33% nýting; Jón Hjalmta- lín skaut 4 skotun*en skoraði ekki mark og Þorbergur Aðal- steinsson, Þorbjörn Guðmunds- son og Bjarni Guðmundsson áttu 1 skot að ntarki hvor en skoruðu ekk'i mark. Sem fyrr segir tapaði is- lenzka liðið boltanum 9 sinnum þar af Geir og Gunnar oftast eða tvisvar. Geir átti 2 línu- sendingar sem gáfu mark og Viggó eina. Geir, Þorbjötn og Bjarni kræktu í eitt víti hver. Kristján Sigmundsson stóð f markinu í tæpar 40 mínútur og varði 7 skot, 4 af linu óg 3 iangskot en fékk á sig 13 mörk. Gunnar Einarsson var inná í 20 mínútur og varði 4 skot, 2 af línu og 2 langskot en fékk á sig 5 mörk. — SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.