Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
29
Sjötugur:
Þorlákur Jónsson
r afvirk j ameis tari
í dag, 23. desember, er sjötugur
Þorlákur Jónsson, rafvirkjameist-
ari hér i borg. A þessu ári eru
jafnframt liðin 40 ár frá því að
hann hóf starf sem meistari i iðn-
grein sinni og enn gengur Þorlák-
ur hress til fullra starfa á sinu
sviði, eins og hann hefur gert með
prýði öll þessi ár. Þorlákur hefur
átt því láni að fagna að vera
heilsuhraustur alla tíð og aldur-
inn ber hann sérstaklega vel, eins
og þeir vita sem til þekkja. Má
Þorlákur vafalaust m.a. þakka
þetta sinni léttu lund og reglu-
semi í hvívetna, en bindindismað-
ur á áfengi og tóbak hefur hann
verið alla ævi. Og þess má geta að
Þorlákur hefur um langt skeið
verið einn dyggasti liðsmaður
IOGT, og gegnt þar mörgum
trúnaðarstörfum um dagana og
gerir enn með sóma. Og sá, er
þessar línur ritar, þekkir vel til
hans mikla fórnfósa starfs i þágu
þess málefnis.
Þorlákur Jón, eins og hann heit-
ir fullu nafni, er Vestfirðingur að
ætt og uppruna, fæddur á Suður-
eyri við Sigandafjörð á Þorláks-
messu árið 1907. Foreldrar hans
voru hjónin Kristín Kristjánsdótt-
ir, útvegsbónda á Suðureyri, og
Jón Einarsson, skipstjóri og siðar
íshússtjóri þar í bæ. Þorlákur ólst
upp í systkinahópi: bræður eru
þrír og systur tvær. Hann gerðist
ungur sjómaður, eins og venja
hefur verið um unga menn á þess-
um slóðum. Var hann ýmist á
bátum þar vestra eða hér syðra og
réri m.a. á vertið frá Sandgerði og
var á sildveiðum.
Árið 1928 fluttist Þorlákur til
Reykjavíkur og hefur átt heima
hér siðan. Ári eftir að hann kom
til borgarinnar, hóf hann nám í
rafvirkjun hjá þeim landskunna
manni Eiríki Hjartarsyni, raf-
virkjameistara. Og meistari varð
Þorlákur árið 1937 með lofsverð-
um vitnisburði meistara sins.
Varð Þorlákur síðar meistari
fyrirtækisins Eirikur Hjartarson
h.f. og hóf sjálfur að útskrifa raf-
virkja. Munu þeir vera um hálfur
annar tugur rafvirkja, sem hlotið
Hafa sveinsbréf hjá Þorláki. Þor-
lákur hlaut viðurkenningu hjá
opinberum aðilum sem rafverk-
taki á orkuveitusvæði Rafmagns-
veitu Reykjavíkur árið 1944. Þá
má geta þess að Þorlákur hefur
átt sæti í prófnefnd rafvirkja og
verið fulltrúi meistarafélagsins í
ákvæðisvinnunefnd rafvirkja og
er varamaður í stjórn landssam-
bands rafverktaka.
Árið 1933 kvæntist Þorlákur
Kristjönu örnólfsdóttur frá
— Minning
Jóhannes
Framhald af bls. 25.
Það er þá líka sannast að segja, að
ég hefði kosið að minnast
Jóhannesar betur en hér er gert.
Að leiðarlokum er margra góðra
stunda að minnast og þakka og
sakna, bæði við orgelið og utan
þess. Lengi munum við og með
mikilli ánægju minnast þess er
þeir bræður Jóhannes ög sr. Sig-
urður voru staddir hér á
heimilinu, ásamt Gunnari bróður-
syni sínum. Þá lék Jóhannes á
orgelið en þeir frændurnir sungu
af fjöri og list. Þetta var hin
mesta ánægjustund. Og ég trúi
því, að éins og Drottinn dæmdi
þessu barni sinu mildan dauða, þá
hafi þau vistaskipti, sem hann að
vísu kveið og óttaðist, fært honum
ylgeisla þeirrar sólar, er ljómaði
yfir hans síðasta beði svo þeir
vermi hann um eilífa tið.
Guðjón Jósefsson,
Ásbjarnarstöðum.
Suðureyri, hinni mætustu konu.
Kristjana lést árið 1969 og varð
þeim Þorláki þriggja sona auðið
og auk þess ólu þau upp dóttur,
systurdóttur Kristjönu. — Þeim
Kristjönu og Þorláki tókst á sín-
um tima með dugnaði og reglu-
semi að verða vel efnum búin þó
einkenni nýríkra hafi aldrei sett
svip sinn á þau. Þau byggðu húsið
Grettisgötu 6, eitt stærsta hús við
þá götu.
Þorlákur hefur verið áhuga-
samur um málefni brottfluttra
Súgfirðinga og tengsl þeirra við
æskustöðvarnar vestra. Hann var
einn af stofnendum Súgfirðinga-
félagsins og formaður þess um 5
ára skeið. Hann er nú heiðurs-
félagi. Þá er Þorlákur gjaldkeri
Vestfirðingafélagsins.
Eins og fyrr var greint frá, hef-
ur Þorlákur Jónsson lagt bind-
indismálinu lið mað starfi innan
vébanda góðtemplarareglunnar
og unnið bæði fyrir sina stúku,
Eininguna, þar sem hann er nú
heiðursfélagi, og Þingstúku
Reykjavikur, en þar er hann
gjaldkeri. Jafnframt á Þorlákur
sæti í húsráði Templarahallarinn-
ar og hefur verið formaður
Skemmtifélags góðtemplara um
10 ára skeið, en SGT stendur fyrir
starfsemi í húsinu. Þá hefur Þor-
lákur látið að sér kveða í upp-
byggingarstarfinu í Galtalækjar-
skógi á vegum sunnlenskra templ-
ara undir forystu Umdæmisstúk-
unnar. Á þessari upptalningu ætti
að vera ljóst að ekkert er ofsagt
hér að framan um hið mikla og
fórnfúsa starf, sem Þorlákur hef-
ur lagt af mörkum og gerir enn i
þágu góðtemplarareglunnar og
bindindismálsins.
Að sið hugsandi og velgerðra
manna, hefur Þorlákur heilbrigð
og skemmtileg áhugamál í frí-
stundum, en það eru ferðalög og
veiðiskapur í ám og vötnum, að
ógleymdum myndatökum. Oft
höfum við félagar hans í stúkunni
notið fróðlegra og skemmtilegra
stunda, þegar hann hefur sýnt
okkur litskyggnur frá ferðalögum
sínum um landið okkar fagra. Og
sem fyrr segir, hefur Þorlákur
sótt sér hvíld og hressingu í lax-
veiðar og silungadorg og býr lengi
að þeim veiðiferðum.
Að lokum vil ég fyrir hönd stúk-
unnar Einingarinnar og ég
persónulega færa Þorláki og fjöl-
skyldu hans bestu árnaðaróskir í
tilefni dagsins og þakkir fyrir
samstarf og góð kynni.
Einar Hannesson.
Þorlákur Jónsson mun taka á
móti gestum á heimili sínu að
Grettisgötu 6 í dag.
Gylfi
Gröndal
Gylfi Grímdal
Þegar bam fæðist
ICndurminningar
I k l«u M Nielsdóttur liosmoður
> p' \
Gísli J.
Ástþórsson
ÞEGAR BARN
FÆÐIST
endurminningar Helgu Níelsdóttur Ijósmóður. Helga
þorir aó standa á eigin fótum i þjöðfélagi þar sem
karlmenn ráóa ríkjum. Hún hefur meðal margs annars
tekið á móti 3800 börnum um dagana. Helga segir hér
hispurslaust frá því sem fyrir hana hefur borið.
FIFA
Skáldsagan Fífa er háðsk nútímasaga, ádeilusaga og ástar-
saga. Hún segir frá Fífu ráðherradóttur, sem neitar að
gerast þátttakandi í framakapphlaupi föður síns, og gerir
yfirleitt allt andstætt því sem faðirinn hefði kosið.
Sir Andrew
Gilechrist
Guðmundur
Daníelsson
OG HVERNIG Á AÐ TAPA ÞEIM
Hvers konar starfsemi fer fram innan veggja erlendra
sendiráða í Reykjavík og hvert er hlutverk sendiherr-
anna? Lesió berorða lýsingu Sir Andrews Gilchrists
fyrrum sendiherra Breta á íslandi á samskiptum hans
við forystumenn þjóðarinnar á dögum þorskastríðsins
mikla 1958—60.
VEST AN GULPUR
GARRÓ
Aðdáendum vel skrifaðra sakamálasagna býðst nú mikill
fengur. í skáldsögunni Vestangúlpur Garró skröltum
við eftir gamla Keflavíkurveginum að næturþeli í forn-
fálegum vörubíl. Á pallinum eru líkkistur. Um innihald
þeirra vitum við ekkert.
E.L. Doctorow u P* Jf Íwr Spennandi saga úr bandarisku þjóðlifi í byrjun þessarar aldar. Við kynnumst hetjum og úrhrökum, auðmönnum, sósíaliskum byltingarseggjum og kynþátta,hatri. Viður- kennd einhver merkasta skáldsaga síðustu ára. Þýðandi Jóhann S. Hannesson.
Gréta
Sigfúsdóttir
SOL RISIVESTRI
Norður er nú uppeftir, suður niðureftir, austur er til
hægri og vestur er til vinstri — eða öfugt. Svo er jafnvel
komið að sól rís í vestri. Þannig lýsir Gréta siðgæðisvit-
und okkar. Hún sýnir okkur stéttamismun, vafasama
viðskiptahætti, pólitískan loddaraleik og siðspillingu.
ík
Almenna bókafélagið
Auslurstræti 18, Bolholti 6,
slmi 19707 sfmi 32620