Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
t
Viggó Sigurðsson átti stórleik f byrjun.
Hann
^ % ...
var markhæstur
f fslenzka liðinu með þrjú mörk.
Ljósm. RAX.
ÍSLENZKA handknattleikslandsliðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum leik og jafntefli frá í
fyrrakvöld er aftur var leið á móti Ungverjum í gærkvöldi. Ungverjarnir sigruðu örugglega í
leiknum. skoruðu 18 mörk gegn 13 eftir að staðan hafði verið 10:6 í hálfleik. Það var
sérstaklega tvennt sem bjátaði á hjá landsliðinu ■ þessum leik í fyrsta lagi hve Ungverjarnir
skoruðu mörg mörk úr hraðaupphlaupum, en landanum virtist fyrirmunað að koma í veg
fyrir þau. í öðru lagi var sóknarleikurinn mjög einhæfur og ráðleysislegur í gærkvöldi. Var
Geirs Hallsteinssonar gætt sérlega vel í þessum leik og var enginn maður til að taka við
hlutverki hans i liðinu. Það er ekki hægt að treysta á það í hverjum leik að Geir eigi leik á
heimsmælikvarða það verða að vera aðrir til að taka við hlutverki hans.
Fleira mætti nefna neikvætt I leik
Islenzka liðsins i gærkvöldi. hinn há-
vaxni Peter Kovacs fékk of mikið
svigrúm og hefði verið full ástæða til
að setja sérstakan mann honum til
höfuðs — það hefði ekki sakað að
reyna þaS. Þá voru skiptingar of örar
I þessum leik. en það á sér e.t.v.
eðlilegar skýringar.
Ýmislegt jákvætt var vissulega i
leik islenzka liðsins i gærkvöldi.
Fyrst og fremst varnarleikurinn —
að undanskildum hraðaupphlaupun-
um og þvi hve Kovacs var laus. Þrátt
fyrir þessi atriði var góð barátta i
vörninni og í leiknum skoruðu Ung-
verjarnir aðeins niu mörk eftir spil
— hinn helmingur markanna kom úr
hraðaupphlaupum. Þá var mark-
varzla þeirra Gunnars Einarssonar og
Kristjáns Sigmundssonar ágæt i
leiknum. en það er ekki hægt að
krefjast þess af nokkrum markverði.
að hann verji betur eftir hraðaupp-
hlaup en þeir gerðu i gær.
Já það eru ekki alltaf jólin —
hvorki i handknattleik né annars
staðar. Eftir að handknattleiks-
mennirnir höfðu haldið sin „litlu jól"
i fyrri leiknum gegn Ungverjum bjóst
maður hálft i hvoru við að liðið.fengi
skell i leiknum i gærkvöldi — og sú
varð raunin á. Enn þá er þó mánuður
til stefnu fram að HM og á þeim tima
er hægt — og verður að gera margt.
Það býr mikið i islenzka landsliðinu
og sá timi. sem enn er til stefnu.
verður að nýtast eins og framast er
hægt.
Leikurinn í gærkvöldi byrjaði með
þvi að Viggó Sigurðsson kom Ung-
verjunum þrivegis i opna skjöldu og
skoraði þrjú af fyrstu mörkum is-
lenzka liðsins. Var landinn yfir 4:3
þegar 1 1 minútur voru af leik, en þá
var þjálfari Ungverjanna búinn að sjá
Viggó út og fékk hann ekki tækifæri
eftir það til að keyra meðfram vörn-
inni eins og i upphafi leiksins. Geirs
var sérstaklega gætt og nú fór að
halla uggvænlega undan fæti. Stað-
an breyttist úr 4:3 i 4:8 — fimm
ungversk mörk i röð. Staðan i hálf-
leik var 10:6.
í seinni hélfleiknum reyndi Geir
meira en i þeim fyrri og gerði þá tvö
mörk, Árni Indriðason gerði einnig 2
mörk, Jón Karlsson 2 úr vitum og
Gunnar Einarsson eitt mark. Lauk
seinni hálfleiknum með 8:7 sigri
Ungverjanna og leiknum 18:13 eins
og áður sagði. Úrslitin urðu þvi ekki
eins slæm og útlit var fyrir um tima.
Axel Axelsson hafði verið valinn til
þessa leiks. en hann komst ekki til
landsins i tæka tið og var Viggó
Sigurðsson valinn i hans stað, en
einnig var Þorbergi Aðalsteinssyni
bætt i hópinn. Gunnar Einarsson.
Göppingen. lék með landsliðinu að
þessu sinni eftir nokkurt hlé með
þvi. Fer tækni Gunnars ekki á milli
mála og stórkostlegt var að sjá sam-
vinnu hans og Geirs nokkrum sinn-
um i leiknum Þrátt fyrir þetta kom
ekki nógu mikið út úr Gunnari að
þessu sinni. skot hans voru ekki
nógu hnitmiðuð og Gunnar virtist
ekki nógu vandvirkur i leik sinum.
Beztu menn islenzka liðsins i þess-
um leik ásamt markvörðunum voru
þeir Geir Hallsteinsson og Viggó Sig-
urðsson i byrjun leiksins. Þeir Árni
Indriðason og Jón Karlsson komust
vel frá sinu i vörninni og Árni var sá
eini sem nýtti öll skot sin i leiknum
— tvö skot i lokin gáfu tvö mörk. í
heildina má segja að islenzka liðið
hafi leikið undir getu að þessu sinni,
þeir geta allir betur skrákarnir.
Af Ungverjunum var Bartalos
markvörður sá sterkasti og varði
hann grimmt frá islenzku leikmönn-
unum. Skutu þeir sýknt og heilagt i
gólfið. en í leiknum í fyrrakvöld skor-
aði Geir flest marka sinna með skot-
um uppi. Einnig átti Mihaly Suvoltos
góðan leik, stjórnaði sókninni og
gætti Geirs i vörninni. Kovacs er
góður fyrir sitt lið, þó hann sé hálf
stirðbusalegur. og ævinlega marka-
hæstur i ungverska liðinu. Ungverj-
unum er spáð velgengni i HM i
Oanmörku og það kæmi ekki á óvart
þó þeir færu langt með að sigra i
keppninni — en þrátt fyrir það á
islenzka liðið að gcta unnið þessa
kalla á góðum degi.
Dómarar i leiknum voru frá V-
Þýzkalandi og hafa ekki i langan
tíma sést eins furðulegir dómar og i
leiknum i gærkvöldi. T.d var ekkert
vitakast dæmt fyrstu 58 minútur
leiksins. en þá allt i einu fékk is-
lenzka liðið þrjú vítaköst og tvö
þeirra fyrir mun minni brot en sést
höfðu hjá Ungverjunum allan leik-
inn. Það er allt í lagi að leyfa mikið i
handknattleik. JR samræmi verður
að vera i hlutunum og halda verður
leiknum innan vissra marka.
í STUTTU MÁLI:
ísland — Ungverjaland 13:18
(6:10)
MÖRK ÍSLANDS: Viggó Sigurðs-
son 3, Geir Hallsteinsson 2. Árni
Indriðason 2. Jón Karlsson 2 (2v).
Gunnar Einarsson 2, Einar Magnús-
son 1, Björgvin Björgvinsson 1.
MÖRK UNGVERJA: Kovacs 5.
Kontra 3, Gubanyi 2, Koscis 2.
Suvoltos 2. Szabo 2. Kenyeres 1,
Janowsky 1.
MISHEPPNAÐ VÍTAKAST: Barto^
los varði vitakast frá Jóni Karlssyni.
BROTTVÍSANIR AF LEIKVELLI
Gunnari Einarssyni og Kenyers var
vikið af velli i 2 minútur hvorum.
— ÁIJ
ÚRVALS
KASSETTUR
...tóngæöi fyrirþá semgera kröfur
iT?
.V
Fást nú þcgar á yf ir 80 stödum
um land allt ___
Dreífingarsímí: 36347
Sóknarleikur íslenzka
liðsins of fálmkenndur