Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, EIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 r Bókaútgáfa Arnastofnunar: Fjórar bækur Á ÁRINU komu út fjögur rit hjá Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík eins og forstöðumaður stofnunarinnar, Jónas Kristjáns- son, skýrði blaðamönnum frá á fundi síðastliðinn þriðjudag. Var fyrsta ritið Hallfreðar saga í búningi Bjarna Einarssonar og reynir hann að komast sem næst upphaflegum texta sögunnar, en textum hefur verið brenglað sam- an í mörgum útgáfum hennar. í rækilegum inngangi að Hallfreð- ar sögu gerir útgefandi grein fyr- ir varðveizlu sögunnar í handrit- um og flokkar mismunandi texta- gerðir eftir skyldleika. Þá var á árinu gefin út Snorra—Edda, Ijósprentun fyrstu útgáfu sem út kom i Kaupmanna- höfn 1665 og heitir á latinu Edda Islandorum. Það var danskur fræðimaður, P.H. Resen, sem ann- aðist útgáfuna og skrifaði inn- gang að henni og er hún oft nefnd Resens — Edda. Mun texti Resens styðjast við Eddu séra Magnúsar Ólafssonar i Laufási eða Laufás—Eddu en sú var byggð á Eddu Snorra Sturlusonar. Ljós- prentinu fylgir iangur inngangur eftir enska fræðimanninn Anthony Faulkes. Ut kom á árinu ársrit Árna- stofnunar, annað bindi, en það ber heitið Gripla og flytur ýmsar greinar um islenzk fræði, einkum bókmenntir og málfræði. I bind- inu eru flest framlögin eftir FRÁ LEIDBEININGASTÖÐ HÚSNIÆÐRA Sjálflímandi miðar Það er ekki ætíð auðvelt að fjarlgæja verðmiða og aðra vörumiða sem fyrirtæki festa á framleiðslu sína. Sumir hafa hringt í Leiðbeiningastöð húsmæðra til þess að fá ráð- leggingar um hvernig best sé að framkvæma það verk. Nýlega birti Statens Hus- holdningsrád í Danmörku i málgangi sinu „Rád og Resultater" grein um sjálf- límandi miða og verður hér sagt frá helstu atriðum greinar- innar. Límið á slíkum miðum getur verið samsett á mismunandi vegu. I lími á flestum' verð- miðum er aðaluppistaðan gúmmi. Best er að fjarlægja þá með því að draga fyrst pappírs- miðann af vörunni og nudda síðan gúmmílagið af með klút sem vættur hefur verið í bensíni, terpentínu eða aeentóni. Að vísu eru til sjáiflímandi miðar þar sem límið er þannig samsett að ekkert far verður eftir á vörunni þótt miðinn sé numinn burt. En slíkir miðar eru sjaldan notaðir til að verð- merkja vörur vegna þess að þeir losna auðveldlega og týnast. En svo eru líka til límmiðar af mjög varanlegri gerð. Slíkir miðar eru t.d. notaðir, þegar framleiðandinn setur vöru- merki sitt á framleiðsluna. Þess konar miðum getur verið erfitt að ná burt. Ef sú vara sem miðinn er festur á þolir það má bleyta hann vel með vatni og er þá oftast nær unnt að draga miðann af og fjarlægja límaf- gangana með bensíni. Ef miðinn skyldi vera svo harður að ekki er unnt að mýkja hann með vatni verður að nota rak- vélablað. En oft má fjarlægja slika miða með þvi að bera á þá eitthvert feitt krem t.d. júgur- smyrsl. Með þvi að láta það liggja á í nokkurn tíma getur fitan leyst upp límið smám saman. Það verður að leysa upp miðann en ekki vöruna Alla miða sem nema á burt áður en varan er tekin í notkun verður að vera unnt að fjar- lægja án þess að skemma vöruna. Ef það er ekki hægt er um gallaða vöru að ræða og því ástæða til að kvarta við fram- leiðanda eða seljanda. En það getur stundum verið erfitt fyrir neytandann að átta sig á hvað varan þolír og hvað hún þolir ekki. Gler, postulín og málmar þola þau leysiefni sem hér er um að ræða. Ef ef yfirborðið á slíkum hlutum hefur sætt sérstakri meðferð er ástæða til að gæta varúðar. Sem dæmi má nefna að á lakkaða málmhluti má ekki nota aeetón þar sem aeetón leysir upp lakk. Gúmmítæki og áhöld þola ekki bensín eða terpentínu. Plastvörur eru þó erfiðastar viðfangs þar sem þær geta verið mjög viðkvæmar fyrir líf- rænum leysiefnum. Ef menn vita ekki úr hvers konar plasti varan er gerð, verða þeir að gera smá tilraun á henni ein- hvers staðar þar sem lítið ber á. Eftirfarandi yfirlit má hafa til híiðsjónar: Plastefni sem ekki þola acetón: Acrylplast t.d. öskjur, snyrti- tæki, burstar, gluggar, rafbúnaður. Polyeargonat t.d. leikföng, handföng, gluggagler. PVC (polyvinylchlorid) t.d. töskur, skór, belti, flöskur. Stífur PVC t.d. byggingavörur, flöskur, bakkar. Styrenplast t.d. dósir, leikföng, hrærivélar og aðrar vélar í eld- húsi, simtól, lítil ferðaútvörp. Plastefni sem ekki þola bensfn: Polyethylen t.d. fötur, balar, matarkassar, leikföng, flöskur. Polypropylen t.d. eldhúsáhöld, stólsetur. Styrenplast Plastefni sem ekki þola terpentínu Polyethylen (nokkrar gerðir) Polypropylen PVC St.vrenplast Tekið skal fram að nokkrar plastvörur þola Ieysiefnin í mjög stuttan tíma en tærast ef þau eru látin liggja á þeim í lengri tíma. Einnig skal á það bent að acetón, bensín og terpentína eru eldfimir vökvar og einnig heilsuspillandi ef notað er mikið magn af þeim. Það verður þvíað viðra vel á meðan unnið er með slíkum vökvum. Að lokum skal einnig á það bent úr því að talað er hér um sjálflímandi miða að láta aldrei slíka miða á rúskinn t.d. á mokkajakka. Það verður oft lím eftir í skinninu. Ekki er unnt að fjarlægja það án þess að eftir verði stór blettur. — S.H. • °; A f EF ÞAÐ ER FRÉTT- / NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í 7 MORGUNBLAÐINU á árinu starfsmenn Árnastofnunar en einnig eru þar birt nokkur gömul rit og brot og er hið stærsta þeirra áður óprentuð saga og rímur af Calliniusi sýslumanni, sem Davið Erlingsson hefur búið til prentun- ar. Fyrir nokkru kom loks út rit- gerðasafn heigað Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977. Þetta er fyrri hluti og ber heitið Sjötíu ritgerðir. Er seinna bindisins vænzt snemma á næsta ári og verður ritið alls á 9. hundrað síðna. Af ritgerðunum i fyrra bindinu eru 30 á íslenzku og 40 á Norðurlandamálum, ensku og þýzku. Jónas Kristjánsson skýrði frá því að fyrirhugað væri að gefa út fimm bækur á næsta ári. Auk seinna bindis afmælisrits Jakobs Benediktssonar eru það fyrra bindi Eddu með ýtarlegum inn- gangi, safn Biblíutilvitnana í fornislenzkum og norskum trúar- bókmenntum í gerð I.J.Kirbys, doktorsrit Álfrúnar Gunnlaug- dóttur um Tristramsögu og loks þriðja bindi ársritsins Griplu. Roman Polanski fyrir utan geðveikrahælið í Chino í Kaliforníu, en hann var dæmdur til að sæta þar 90 daga geðrannsókn, fyrir að hafa átt mök við þréttán ára gamla telpu. Dr. Bragi Jósepsson endurkosinn formaður Islenzkrar réttarverndar AÐALFUNDUR ‘ Islenzkrar réttarverndar var haldinn að Hótel Loftleiðum um síðustu helgi. t skýrslu formanns, Braga Jósepssonar, kom m.a. fram að rúmlega 200 einstaklingar höfðu leitað til félagsins um aðstoð á árinu 1977, en tslenzk réttar- vernd starfrækir lögfræðilega upplýsinga- og þjónustuskrif- stofu fvrir almenning. Þorsteinn Sveinsson hefur um nokkurt skeið verið lögfræðingur félagsins, en lætur nú af störfum og við tekur Björn Baldursson. Miklar umræður urðu á fundin- um um ýmis mál tengd réttar- vernd og var m.a. samþykkt álykt- un aðalfundarins. t henni kom m.a. fram, að bent er á að hið mikla misrétti sem viðgengst í þjóðfélaginu, sé að miklu leyti því um að kenna að mikill seinagang- ur er í öllu dómskerfinu. „Félags- leg og réttarfarsleg röskun á lífs- háttum þeirra, sem árum saman þurfa að bíða eftir afgreiðslu mála sinna fyrir dómsstólum, hlýtur að vera áhyggjuefni allra þeirra, sem trúa á frjáls og heil- brigt réttarfar á íslandi," segir að lokum í ályktun aðalfundarins. Dr. Bragi Jósepsson var endur- kjörinn formaður félagsins, en auk hans voru kosin í stjórn, Gísli G. ísleifsson, Gunnlaugur Stefánsson, Valborg Böðvarsdótt- ir, Jörmundur Ingi, Guðný Bergs- dóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Sigurður Þóroddsson og Jónína Jónsdóttir. — Hryðju- verkakona Framhald af bls. 1 setningarnúmerum bifreiða. Hún var látin laus í marz 1975 ásamt fjórum öðrum vestur- þýzkum hryðjuverkamönnum í skiptum fyrir Peter Lorenz, leiðtoga kristilegra demókrata í Vestur-Berlín sem var rænt. Níu mánuðum síðar tók hún þátt í árásinni á aðalastöðvar OPEC og myndir birtust í blöð- um af konu sem veifaði skamm- byssu og rak olxuráðherra út úr byggingunni. Nokkrir ráðherr- anna sögðu seinna að þessi kona hefði verið frú Köcher- Tidemann. Þeir sögðu að hún hefði hlaupið um ganga í bygg- ingunni og skotið út í loftið. Maðurinn sem var handtek- inn um leið og frú Köcher- Tidemann heitir Christian Möller og er grunaður um að hafa tekið þátt í nokkrum bankaránum. Vestur-þýzka lög- eglan handtók hann í aprfl vegna gruns um að hann hefði rænt tvo banka í Kassel 30. marz og 21. aprfl en sleppti honum vegna ónógra sönnunar- gagna. Norbert, eiginmaður frú Köcher-Tidemann, var hand- tekinn í Stokkhólmi í apríl, ákærður fyrir að hafa skipulagt rán á sænskum ráðherra og var framseldur Vestur-Þjóðverjum. Rebmann ríkissaksóknari sagði í dag að hann tæki alvar- lega hótun hryðjuverkamanna um að myrða sig um jólin á sama hátt og fyrirrennara sinn, Siegfried Buback. öryggis- ráðstafanir i skrifstofu hans hafa verið hertar. Dierk Hoff, málmverkamað- ur sem smíðaði sprengjur fyrir Baader-Meinhof-samtökin, var i dag dæmdur í fjögurra ára og átta mánaða fangelsi í Frank- furt. Hann játaði að hafa smfð- að sprengur sem voru notaðar í árás á bandarísk hernaðar- mannvirki i Heidelberg og Frankfurt 1972 þegar fjórir biðu bana og 18 særöust. — Samkomulag um Sinai Framhald af bls. 1 haldandi nærveru fsraelskra her- manna. Ferð Weizmans til Egyptalands átti að vera ley.nileg en hann sagði fréttamönnum að Egyptar hefðu lekið fréttinni. Hann sagði að við- ræðurnar hefðu fjallað um Sinai en ekki vesturbakkann. Hann vildi ekki segja frá viðræðunum í einstökum atriðum en kvaðst hafa fengið frábærar móttökur og sagði: „Þetta var einstaklega ánægjulegt fyrir mann sem hefur barizt við Egypta í 30 ár“. Weizman neitaði að svara þegar hann var að því spurður hvort hugsanlegt samkomulag um Siani mundi stofna öryggi Israels i hættu. Þegar hann var að því spurður hvort hann væri bjart- sýnni á friðarhorfur eftir ferðina sagði Weizman að hann væri „vonbetri". Frá þvi var skýrt í Egyptalandi í dag að Moshe Dayan utanríkis- ráðherra og Weizman yrðu í fylgd með Begin þegar hann kæmi á sunnudaginn. Auk Sadats taka þátt í viðræðunum af hálfu Egypta Mandouh Salem forsætis- ráðherra, Mohammed Abdel- Ghani Gamassi hermálaráðherra og Boutros Ghali settur utanríkis- ráðherra. Jafnframt lýsti Saudi-Arabía yfir stuðningi við Egypta í dag í fyrsta skipti siðan Sadat fór til Jerúsalem en gætilega. Fahd Bin Abdul Aziz rikisarfi sagði í blaða- viðtali að Saudi-Arabar væru bræður Egypta og Sadats og mundu aldrei slíta sambandi við þá. Rússar semja við Japani um fiskveiðar Moskvu, 21. dt»smeber. Reuter. RUSSAR og Japanir hafa ákveðið að framlengja i eitt ár bráða- birgðasamning um fiskveiðar í 200 mílna lögsögu hvort um sig og halda aflakvótum óbreyttum að sögn Tass í dag. Samkvæmt samningnum mega Rússar veiða 650.000 lestir í Iög- sögu Japana og Japanir 850.000 lestir í lögsögu Rússa á næsta ári eins og í fyrra. Viðræður fara jafnframt fram um langtíma fiskveiðisamning milli þjóðanna. Japanskar heim- ildir herma að Rússar hafi viljað minnka aflakvóta Japana í sovézku lögsögunni. — Olíuverð óbreytt Framhald af bls. 1 varð nánast óhjákvæmilegt að engin breyting yrði á olíuverðinu. Kuwait, Qatar og Arabíska fursta- sambandið lýstu yfir stuðningi við Saudi-Arabíu og íran. Á fundinum vísuðu ráðherrarn- ir á bug þeirri tillögu Carlos Andres Perez Venezúelaforseta að verðið yrði hækkað um 5—8% og hækkunin notuð til að greiða skuldir þróunarlanda. Olíuráð- herra Líbýu lét í ljós óánægju með fundinn þar sem hann taldi að efnahagsmál hefðu ekki setið í fyrirrúmi heldur stjórnmál. Framkvæmdastjóri OPEC sagði að ,,ákvörðunin“ um að halda olíuverðinu óbreyttu jafngilti fórn olíusöluríkja og sýndi þann vilja þeirra að hjálpa iðnaðarrikj- um að sigrast á efnahagserfiðleik- um sínum. En hann tók fram að OPEC vildi fá svör frá iðnríkjum við tillögum um sameiginlegan sjóð til að tryggja stöðugt verð á hráefnum frá þriója heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.