Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 32
Pels er jólagjöfin
- Pelsinn vermir
Pelsinn, Njálsgötu 14,
simi 201 60.
AUGLÝSDJGASÍMINN ER:
22480
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
r
Isbjörninn fær ad
leigja Norglobal
SJÁVARÚTVEGSRÁÐU-
NEYTIÐ hefur nú veitt ís-
birninum h.f. í Reykjavík
leyfi til að taka norska
bræðsluskipið Norglobal á
leigu á komandi vetrar-
loðnuvertíð. Breiðni Is-
bjarnarins um að taka
bræsðluskipið á leigu var
tekin fyrir á síðasta ríkis-
stjórnarfundi og í samtali
við Morgunblaðið í gær-
kvöldi sagði Matthías
Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra að leigubeiðni ís-
bjarnarins hefði verið sam-
þykkt.
Stjórnir Sjómannasam-
bands Islands, Landssam-
bands ísl. útvegsmanna og
Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands höfðu
þegar leigubeiðnin var tek-
in fyrir á ríkisstjórnar-
fundinum, lýst yfir stuðn-
ingi sínum við að bræðslu-
skipið yrði fengið hingað
til lands í vetur.
Það verður ugglaust mikill
fengur fyrir loðnuflotann að Nor-
giobal verði hér við land í vetur,
því að vitað er að burðaraukning
flotans nemur um 8000 lestum frá
sl. loðnuvertíð, en aftur á móti
hefur afkastageta loðnubræðsln-
anna aðeins aukist lítillega frá
síðustu vertíð.
Norglobai hefur tvisvar áður
verið á tslandsmiðum að vetri til
og brætt loðnu. Var það veturna
1975 og 1976 og í bæði skiptin var
skipið leigt Isbirninum h.f. og
Hafsíld h.f. Fyrri veturinn tók
Norglobal á móti 74.319 lestum,
en þá var heildarloðnuveiðin
455.885 lestir. Seinni veturinn tók
Norglobal á móti 60.253 lestum af
332.112 lesta veiði.
Nú eru aðeins tveir dagar til jóla og í vikunni voru „litlu jólin“ haldin hátíðleg víða í
skólum borgarinnar. Myndin hér að ofan var tekin á „litlu jólurn" nemenda
Laugarnesskóla. Ljósm. Mbl.: RAX
Scanhouse með 6 milljarða kr.
byggingaframkvæmdir í Nígeríu
ÍSLENZKA byggingar- ingarframkvæmdir
fyrirtækið Sacnhouse Ltd.
er nú að hefja miklar bygg-
Þorskveiðibannið:
Minni togarar og
bátaflotinn í höfn
Stóru togararnir að veiðum um jól
Svo til allir skuttogarar af
minni gerð liggja nú bundnir við
bruggju sökum þorskveiði-
bannsins sem tðk gildi á miðnætti
20. desember og stendur fram yf-
ir áramðt og sömu sögu er að
segja af bátaflotanum. Hins vegar
eru allflestir stærri skuttogar-
anna á veiðum, en þeir hættu
flestir þorskveiðum f byrjun des-
ember og sðttu þá f karfa og ufsa.
Verða þvf flestir stðru togaranna
á veiðum um jöl og áramðt.
Vilhelm Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri (Jtgerðarfélags
Akureyringa, sagði þegar Morg-
unblaðið hafði samband við hann,
að allir Akureyrartogararnir að
undanskildum Sólbaki, sem væri
af minni gerð, yrðu við veiðar um
jól og væru farnir til veiða. Akur-
eyrartogarar hefðu verið frá
þorskveiðum i 12 daga i byrjun
mánaðarins.
Um aðra togara á Norðurlandi
sagðist Vilhelm ekki vita gjörla,
en sagði að togararnir á Dalvik og
Ölafsfirði, sem allir væru að
minni gerð hefðu hætt veiðum og
yrðu í höfn fram yfir áramót.
Jóhann K. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Sildarvinnslunnar i
Neskaupstað, sagði að Austfjarð-
artogarar hefðu allir komið til
hafnar að morgni 20. des og færu
ekki út á ný fyrr en eftir nýár.
Framhald á bls. 19.
Nígeríu, bæði fyrir stjórn-
völd þar í landi og eins
einkafyrirtæki t.d. stór
olíufélög. Sacanhouse hef-
ur nú gert bindandi samn-
inga um húsbyggingar í
Nígeríu sem hljóða upp á 6
milljarða fsl. króna og hef-
ur fyrirtækið þegar aug-
lýst eftir íslendingum til
starfa í Nígeríu.
Björn Emilsson, einn af eigend-
um Scanhouse, sagði f viðtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, að
gerðir hefðu verið samningar við
hermálaráðuneyti Nlgeríu um
byggingu á 1200 smáfbúðum. Þá
hefði Scanhouse tekið að sér að
byggja stórt hús fyrir stærsta dag-
blað Nígeríu, Daily Mail, og sfðan
hefði fyrirtækið tekið að sér að
byggja 170 einbýlishús meðal
annars fyrir olfufélögin Gulf Oil,
Shell og BP, en sem kunnugt
1 væri, færi fram mikil olfuvinnsla vantaði t.d. verkfræðingar, tækni-
undan strönd Nfgerfu.
Þá sagði Björn að Scanhouse
hefði þegar auglýst eftir Is-
lendingum til starfa í Nígeríu, en
reiknað væri með að þær fram-
kvæmdir, sem nú væri verið að
byrja á, tækju l'h ár. Það væru
helzt stjórnendur, sem fyrirtækið
fræðingar og húsasmiðir. Kvað
Björn Scanhouse nota sömu bygg-
ingartækni og Breiðholt h.f. hefði
notað við byggingarframkvæmdir
í Breiðholtshverfi; tæknin væri
flutt frá Islandi til Nígeríu. Sagði
Björn að þeir Scanhouse-menn
Framhald á bls. 19.
Dalborg seldi 63 tonn
af rækju fyrir 30 m. kr.
RÆKJUTOGARINN Dalborg frá
Dalvfk seldi 63 tonn af rækju og 7
tonn af fiski f Mallaig f Skotlandi
f byrjun vikunnar fyrir 30 millj.
kr., en alls tðk það Dalborgu um
tvo mánuði að fá þennan afla.
Jðhann Antonsson fram-
kvæmdastjðri Söltunarfélags Dal-
vfkur sagði f samtali við Morgun-
blaðið í gær, að rækjan sem Dai-
borg seldi væri soðin og ðpilluð,
Góður mark-
aður fyrir
mjöl og lýsi
LlTIÐ hefur verið selt af mjöli
og lýsi að undanförnu, en alls
er búið að selja yfir 20 þús.
lestir af loðnumjöli fyrirfram
af komandi vertíðarfram-
leiðslu, og eitthvert magn hef-
ur verið selt af lýsi.
Morgunblaðið aflaði sér
Framhald á bls. 19.
U tflutnings ver ðmæti
loðnuafurða í sumar og
haust 6 milljarðar kr.
og væru menn nokkuð ánægðir
með verðið, sem fékkst í Skot-
landi. Þá sagði Jðhann, að rækja
úr Dalborgu hefði Ifkað mjög vel.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Jóhann sagði hann, að Dalborg
hefði orðið fyrir miklum frátöfum
við rækjuveiðarnar í haust vegna
veðurs og ennfremur hefðu verið
gerðar nokkrar breytingar á skip-
inu. I upphafi hefði skipið verið
að veiðum á Kolbeinseyjarsvæð-
inu, en þar hefði ekki verið vært
lengi vel vegna sífelldrar ótfðar
og þvf hefði mikið verið veitt f
kringum Grfmsey, þar sem rækj-
an er mun smærri en við Kol-
beinsey.
Gert er ráð fyrir að Dalborg
haldi til rækjuveiða strax eftir
áramót.
SUMAR- og haustloónuvertíð er
nú lokið, en síðustu bátarnir, sem
þessar veiðar stunduðu, hættu
veiðum í fyrrakvöld. Alls bárust á
land í sumar og haust 260 þús.
lestir af loðnu og er áætlað út-
flutningsverðmæti afurðanna
tæpir 6 milljarðar króna. t fyrra
nam útflutningsverðmæti loðnu-
afurða frá sumar- og haustverífð
2700 m. kr. Milli 30 og 40 skip
stunduðu loðnuveiðar í sumar og
haust þegar mest var og fékkst
svo til allur aflinn undan vestan-
verðu Norðurlandi eða á svipuð-
um slóðum og í fyrra, en þá öfluð-
ust 110 þús. lestir af loðnu, þann-
ig að aflinn nú er 150 þúsund
lestum meiri.
Eins og fyrr segir er talið að
útflutningsverðmæti loðnuafurð-
anna sé nú tæpir 6 milljarðar kr.
Ef gert er ráð fyrir að mjölnýting-
in í sumar og haust hafi verið um
15%, þá hafa fengist 39 þús. lestir
af loðnumjöli út úr aflanum í
sumar og haust, og ef gert er ráð
fyrir að lýsisnýtingin hafi verið
13%, hafa fengist um 34. þús.
lestir af lýsi úr þessum 26o þús.
lesta heildarafla. Morgunblaðinu
var tjáð í gær, að hvert tonn af
mjöli hefði selzt á um 86 þús. kr. í
sumar og er því útflutningsverð-
mæti mjölsins 3400 milljónir
króna, og lýsistonnið hefur að
meðaltali selzt á um 73 þús. krón-
ur og er því útflutningsverðmæti
lýsis um 2500 millj. kr. Samtals er
því útflutningsverðmæti loðnuaf-
urða á þessari sumar- og haust-
loðnuvertíð um 5800 millj. kr.