Morgunblaðið - 10.01.1978, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10, JANUAR 1978
Rætt
við
Oliver
Guðmunds-
son
prentara
og
tónlistar-
mann
sjötugan
Gengur bezt að
semja í hávaða
1 DAG er sjötugur Oliver
Guðmundsson prentari í Reykja-
vík, en hann var m.a. um árabil
setjari í Prentsmiðju Isafoldar og
vann t.d. við setningu Morgun-
blaðsins í fjölda ára. Blm. heim-
sótti Oliver á heimili hans og
konu hans, Láru Einarsdóttur.
Oliver Guðmundsson hefur
einnig fengizt við ýmislegt annað
en prentverk, er hann ma.a sjálf-
menntaður tónlistarmaður og hef-
ur samið allmörg lög um ævina.
En fyrst er talinu vikið að því
hvar hann er fæddur og hverjir
foreldrar hans voru:
— Ég er fæddur í Ólfasvík 10.
jan, 1908 segir Oliver, en faðir
minn var skósmiður þar og organ-
isti, og hét Guðmundur Guðjóns-
son. Móðir mín hét Sigríóur OIi-
versdóttir. Eg hef alla tíð verið
mikið fyrir tónlist og hef ég e.t.v.
lært mest af því er ég fór með
föður minum i kirkju ,og lærði
sálmalög og nótur.
*— Þegar ég var 14 ára flutt-
umst við til Reykjavikur og lærði
ég í fyrstunni skósmiðina, en
vann einnig ýmislegt annað, var á
sjó og vann fiskvinnu o.fl. en þeg-
ar ég var 17 ára var auglýst eftir 4
nemurn til að læra prentverk. Það
var Isafold, sem auglýsti og ég var
einn af mörgum sem sótti um og
var ráðinn.
Þótti prentnámið ekki merki-
legt nám í þá daga?
— Jú, það þótti nokkuð merki-
legt i þá daga, þetta var allflókið
til að byrja með, en það var
spennandi að læra þetta. Námið
tók fjögur og hálft ár og var Her-
bert Sigmundsson aðalleiðbein-
andi minn við námið og Gunnar
Einarsson verkstjóri, en hann tók
við stjórn í tsaföld þegar Herbert
fór þaðan. Þá var Isafold til húsa í
Austurstræti 8 þar sem bókabúð-
in var lengst af.
Ekki var tsafold eina prent-
smiðjan?
— Nei, Gutenberg var einnig
starfandi þá, en þessar tvær voru
þær stærstu á þessum tíma, í
kringum 1920. Ég var við prent-
námið i fjögur ár, slapp við þetta
hálfa ár því Herbert hvarf þá frá
tsafold og setti á stofn sína eigin
prentsmiðju og tók þá Gunnar
Einarsson við eins og ég gat um
áðan. Hjá Gunnari var ég síðan
vélset jari i 49 ár, fyrst í Ísafold og
siðar í Leiftri eftir að Gunnar
keypti þá prentsmiðju með okkur
Kristjáni Sæmundssyni. Gunnar
Einarsson var mjög duglegúr
maður og kom isafoldarprent-
smiðju á traustan grundvöll og er
óhætt að segja að honum féll
aldrei verk úr hendi. Hann var
mikill skapmaður en alltaf fljótur
að sættast og við vorum alla tið
miklir vinir.
I sambandi við það dettur mér i
hug saga af því er hann sagði mér
upp fimm vikur í röð, i hverri
viku, en réð mig alltaf aftur. A
þfeim árum vann ég um tíma hjá
Víkingsprenti og fór síðan til
Vestmannaeyja til að hjálpa
kunningja mínum að koma upp
smiðju og dvaldi þar i einn eða
tvo mánuði. Þegar ég kom til baka
hitti ég Gunnar á götu og spurði
hann mig hvað ég væri að gera.
Ég sagði honum það og hann
spurði hvort ég vildi ekki koma til
sín og vinna og gerði ég það og
eftir það var ekki um neina
„árekstra" að ræða á milli okkar.
Oliver gat þess einnig að Gunn-
ar Einarsson hefði verið honum
eins og annar faðir og nefndi sem
dæmi er hann bauð sér með til
Þingvalla þegar hnn átti viku
sumarfrí í Isafold en það var
fyrsta árið hans þar. Dvöldu þeir
fyrst á Þingvöllum og fóru siðan í
Borgarfjörð og minntist Oliver
þessarar ferðar með mikilli
ánægju.
Þú vannst við að setja Morgun-
blaðið í nokkur ár?
— Já, það var í ein 12—15 ár
sem ég vann við setningu á
Morgunblaðinu og kynntist ég þá
mörgum góðum mönnum. Bezt
kynntist ég e.t.v. Valtý Stefáns-
syni ritstjóra svo og Jóni
Kjartanssyni, sem var ritstjóri um
tima og við Valtýr vorum þeir
einu í smiðjunni sem urðum dús
en annars þéraði hann alla.
— En það að við Valtýr urðum
dús gerðist þannig að við vorum
báðir eitthvað örlítið í því, hvern-
ig sem á þvi stóð við vinnuna og
kom hann einu sinni niður frá
skrifstofu sinni á efri hæðinni og
rabbaði við mig. Þá sagði hann:
Heyrðu Oliver við erum nú orðnir
svo góðir vinir, eigum við ekki að
verða dús? Jú, ég þakkaði honum
fyrir og við urðum síðan dús á
formlegan máta, drukkum og
kysstumst og vorum við alltaf góð-
ir vinir eftir þetta.
Manstu aðrar sögur af samstarfi
ykkar Valtys?
— Ég man t.d. á þjóðhátiðinni á
Þingvöllum árið 1930, þá var
Morgunblaðlð með fréttir og
greinar um þjóðhátiðina og fór ég
austur eins og margir aðrir. Val-
týr var þar einnig og er leið á
daginn sagði hann við mig að nú
þyrfti ég að fara heim og setja
MorgUnblaðið og fengum við far
með einhverjum pallbíl i bæinn.
Valtýr rak svo á eftir bilstjóran-
um að við héldum að við myndum
lenda út af veginum í hverri
beygjunni, en til þess kom þó ekki
og um nóttina var Morgunblaðið
prentað og kom út daginn eftir og
var sent austur til Þingvalla.
— Mér likaði ákaflega vel við
allt starfsfólk hjá Morgunblaðinu.
Það var nú ekki mjög margt i þá
daga, árin kringum 1930—1940 og
enn man ég m.a. að Axel Thor-
steinsson og Ivar Guðmundsson
voru við erlendar fréttir og Arni
Óla var með innlendar fréttir og
Lesbók um tima a.m.k. og ýmsir
fleiri.
Var ekki vinnutími óreglulegur
á þessum árum?
Jú, það var mest unnið að
kvöld- og næturlagi, við byrjuðum
kl. fimm og vorum að til þrjú,
fjögur og fimm á morgnana. Fór
mestur tíminn í að biða eftir er-
lendu fréttaskeytunum.
Þú hefur sett ýmislegt fleira en
Morgunblaðið um ævina?
Já, ég var mikið i orðabókum,
setti m.a. ensk-íslenzka orðabók
eftir Boga Ólafsson og islenzk-
enska eftir Arngrim Sigurðsson
og líka danskar orðabækur og líka
var ég mikið í alls konar skýrsl-
um, veðurfarsskýrslum og þess
konar. Minnst hef ég verið við að
setja bækur. Þó setti ég einhvern
hluta Heimsljóss eftir Laxness og
man ég það að handrit hans var
mjög vel unnið og þurfti engu að
breyta þar ncma að einn punkt
vantaði á einum stað og þá bað
hann mikiliega afsökunar á þvi og
var hann mjög kurteis og þægi-
legt að vinna fyrir hann. Einnig
man ég eftir annarri bók, bókinni
um manninn.
Þú hefur þá kynnst ýmsum mál-
um í gegnum starfið?
- Oliver Guðmunds-
son heima við orgel-
ið. Hann er einnig
með nótnahefti sem
út hafa verið gefin
eftir hann.
Já, maður gerði það svo sem, en
það hefur nú lekið út aftur að
mestum hluta. Helzt er ég vel
heima í enskunni, enda var ég í
Englandi um tíma til að kynria
mér prentverk.
Hefur aðferðin við setningu
breytzt mikið á þfnum starfsferli?
— Nei, það er ekki hægt að
segja það, vélarnar sem notaðar
eru við setningu eru svo til alveg
eins og þegar ég hóf námið, en
framfarirnar hafa að sjálfsögðu
orðið miklar i prentinu almennt
og nú er mjög mikið farið að
prenta i offset.
Svo við snúum okkur að tónlist-
inni, leikurðu á mörg hljóðfæri?
Nei, aðallega á orgel sem ég
lærði af föður minum, eins og ég
sagði i upphafi, og reyndar af
sjálfum mér kannski meira, en ég
lærði margt þegar ég fór í kirkju
og faðir minn spilaði. Annars hef
ég líka spilað nokkuð á harmón-
ikku og lék mikið á böllum hér
áður fyrr, á hinum ýmsu veitinga-
húsum í Reykjavík, Hótel tslandi
og Hótel Borg og víðar. Þá lék ég
með mönnum eins og Carli Bill-
ich, Bjarna Böðvarssyni, Paul
Bernburg og fleirum og stundum
hringdi Paul í mig rétt áður en
hljómsveitin átti að leika á ein-
hverju ballinu og þá spurði hann
hvort ég gæti komið og „pilað"
með sér.
Sennilega hef ég lika verið
fyrsti maðurinn sem lék á harm-
onikku í útvarp, en það var hjá
Ottó Arnar.
Nú hefur þú einnig samið tals-
vert af lögum?
— Ég hef fengizt nokkuð við
það já, ég hef alltaf haft gaman af
tónlist og ég held ég hafi samið
mitt fyrsta lag þegar ég var 14 eða
15 ára gamall, og lagið Hvar ertu
vina? samdi ég t.d. 15 ára.
Nefna má einnig fleiri lög er
kunn eru eftir Oliver, Nætur-
kyrrð og Við mánans milda ljós og
fleiri sem mikið voru leikin hér
áður fyrr. Hafa mörg lög hans
verið gefin út á nótum og senn er
væntanlegt fyrsta lagahefti hans
en í því eru 30 lög, einsöngslög,
kórlög og danslög.
— Þeir Carl Billich og Páll
Halldórsson organisti hafa verið
mér hjálplegir við útsetningar á
þessum lögum, sagði óliver,og
hafa þeir farið yfir útsetningar
mínar á mörgum lögunum.
Hvenær hefurðu helzt samið
lögin?
— Bezt gengur það þegar ég er
í nógu miklum hávaða og ys, ég
vil ekkert frekar hafa kyrrð og ró
i kringum mig þegar ég er að
semja. Yfirleitt hef ég getað sam-
ið lög við hvers kyns aðstæður.
Einu sinni samdi ég lag er við
hjónin vorum á ferð austur á
landi, á Fljótsdalshéraði, en þá
varð til lagið Hrislan og lækurinn
við texta Páls Olafssonar. Lækur
þessi er rétt við Atlavík í Hall-
ormsstaðaskógi og er auðvelt að
skilja það að Páll skulí hafa hrif-
izt af þessum stað svo fallegur
sem hann er.
Leikurðu ennþá á hljóðfæri þér
til gamans?
— Það er nú orðið minna um
það, ég gríp þó í það. Eg er nú
löngu hættur að spila á böllum, en
að undanförnu hef ég verið að
vinna nokkuð að þessu nótnahefti
minu.
Að lokum er Lára Einarsdóttir
spurð að þvi hvort Oliver hafi
ekki lítið verið heima við ef hann
var mikið að vinna á nóttunni og
spila á böllum í og með. Kvað hún
það hafa komið fyrir að hann væri
ekki heima heilu dagana og næt-
urnar, en það hafi alltaf verið
stuttan tima í einu.
Að lokum má geta þess að Oli-
ver Guðmundsson verður heima i
dag.
% Hór er Oliver við
setjaravélina í ísa-
fold.