Morgunblaðið - 10.01.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978
15
Prófkjör framsóknar í Rvík:
Raða frambjóðendum
á lista með útdrætti
ið Dropa, sem út kom 1927—’29.
Um allar þessar útgáfur sáu úr-
valsmenn, svo sem Sigurður Nor-
dal, Ásgeir Ásgeirsson, Tómas
Guðmundsson og Freysteinn
Gunnarsson — nema hvað Dropa
var hún að mestu ein um. Þetta
kostaði auðvitað mikil umsvif, þó
að vel væri að verki staðið, og
sjálf sá hún um að bókunum væri
dreift til bóksala og régla væri á
innheimtu.
Með öllu þessu kom hún börn-
um sínum til manndóms og þeirr-
ar menntunar, sem hún og þau
töldu þeim við hæfi. Brynjólfi
varð hún að sjá á bak yfir landa-
mærin miklu, en Svanhildar og
Erlings naut hún sinnar hinztu
stundar, og frá þeirra hendi hlaut
hún ástúð og umhyggju í fyllsta
mæli — sem og þeirrar aðstoðar,
sem þau fengu veitt og hún taldi
sér sæma að þiggja, enda höfðu
þau mikið að launa.
Hér er áíður en svo allt talib,
sem hún fann sér ljúft og skylt að
sinna. Til hennar kom fjöldi gesta
á ýmsum aldri og af öllum stétt-
um, og hverjum og einum tók hún
af reisn og alúð. Hún ræddi við
gesti sina um bókmenntir og önn-
ur menningarmál, og það var síð-
ur en svo að hún talaði eins og
hver vildi heyra. Hún lofaði ekki
neitt, sem henni þótti ljótt eða lítt
mannsæmandi, og hún gat orðið
ærið hvessyrt, þegar svo bar und-
ir. Svo var hugsun hennar skýr og
marghæft, að hún lék sér að þvi
að rjúka allt i einu til og svara í
síma, var ekki langorð, en svo
gagnorð, að ekki þurfti sá, er
hringdi, að vera í vafa um, að hjá
henni væru tiltæk ljós rök. Svo
kvaddi hún hann og tók upp á ný
viðræður við gest eða gesti ná-
kvæmlega þar, sem þær höfðu
rofnað. Skáld og listamenn eldri
og yngri, jafnt konur sem karlar,
voru löngum velkomnir gestir, og
margt ungskáldið örvaði hún og
hressti, ef hún fann þar eitthvað
vænlegt til æskilegs vaxtar og við-
gangs. Mjög var hún fastheldin á
fornar erfðir í kveðskap og sönnu
siðgæði — og berorð var hún við
hin ungu skáld, ef henni þótti þau
vikja i verulegum atriðum í skáld-
skap sínum frá þeim skáldskapar-
og lífsformum, sem hún taldi sig
hafa sannreynt sem skilyrði fyrir
æskilegri þróun í bókmenntum og
öðrum menningarmálum. Eitt af
því, sem oft bar á góma á heimili
hennar voru eilífðarmálin. Ýmsir
af beztu og tryggustu vinum Þor-
steins Erlingssonar flg voru
fremstir í flokki um leit sannana,
sem gætu tekið af allan vafa um
framhald lifsins, þar eð þeir voru
sannfærðir um að mennirnir
væru ekki spilltari en svo velflest-
ir, að mannlifið yrði með öðrum
og betri hætti, ef framhaldslíf
fengist visindalega viðurkennt.
Hún brá og hart við, ef viðleitni
sálarrannsóknarmanna var talin
hindurvitni og jafnvel höfð að
háði og spotti.
Þess hefur þegar verið hér get-
ið, að til Guðrúnar Erlings komu
fleiri en skáld og menningarleið-
togar, enda hefði það mátt heita
næsta undarlegt, ef kona af henn-
ar gerð og með hennar lifsreynslu
og lífsviðhorf hefði ekki, þrátt
fyrir stranga baráttu fyrir heimili
sínu, átt sér viðtækari hjartans-
mál en þegar hefur verið á
minnzt. Vissulega gleymdi hún
ekki frekar högum smælingjanna
en sá hjartaheiti snillingur, sem
fann hjá henni þá ástúð og það
lífsöryggi, sem var honum upp-
fylling trúar hans á hið göfgasta
og jákvæðasta í mannlegu eðli.
Enda mátti meðal annars um
hana segja það, sem stórskáldið
Bjarni Thorarensen segir i sínu
mikla ljóði um Odd lækni Hjalta-
lin: „Á líkn við fátæka fátækt
sina ól.“ Hef ég einkum fyrir
þessu tvær merkiskonur, sem að-
stoðuðu hana við að koma á fram-
færi góðum gjöfum til snauðra,
gamalmenna, og sárfátækra
mæðra. Þá hef ég og sönnur fyrir
því, að í viðtölum veitti hún hrjáð-
um og harmþrungnum konum
sem til hennar leituðu ómetanleg-
an styrk og þá ekki sizt með því að
styrkja veikar vonir þeirra með
hollum ráðum og þeim fyrir-
greiðslum, sem í hennar valdi
stóðu, sakir þeirrar virðingar,
sem hún hvarvetna naut. Svo
voru það dýrin. Ég hef áður
minnzt á Sólskrikjusjóðinn, en
lifstrú og líkn Guðrúnar Erlings
tók ekki aðeins til fugla og fer-
fætlinga. Hún unni blómum og
trúi þvi fastlega, að þau nytu ekki
aðeins þess að vera vökvuð og að
eiga kost þeirra jarðefna, sem eru
þeim lifsskilyrði, heldur skynj-
uðu þau veitta ástúð og jafnvel
fengju notið þess, að við þau væri
gælt í orði.
Ég hef í upphafi þessa greinar-
korns sagt frá þvi, að það var
Dýraverndarinn í bókaskáp min-
um, sem minnti mig á aldaraf-
mæli þessarar miklu konu. En þó
að ég hefði miklar mætur á henni
og ætti henni gott að launa, er ég
ekki viss um, að ég hefði tekið
mig til og minnzt aldarafmælis
hennar, þar eð ég hafði minnzt
hennar allrækilega í Dýra-
verndaranum, ef það, sem hér
segir, hefði ekki komið til: í næst-
síðustu viku vetrar 1960 fékk ég
bréf frá henni, skrifað óstyrkri
hendi. Hún kvaðst hafa legið
lengi í sjúkrahúsi og þar væri
bréfið skrifað. Allt í einu hefði
hún minnzt þess, að hún þyrfti
áður en yfir lyki að segja mér að
hún hefði kunnað að meta, hve
vel og röggsamlega ég tæki mál-
stað „málleysingjanna". Hún
hefði hresstst svo við þessa hugs-
un að hún hefði ráðizt í að skrifa
mér nokkrar línur. Eg tæki að
verðugu hart á jafnt, háum sem
lágum, er virtu að vettugi liðan
hinna mállausu smælingja eða
lékju þá grátt. Fyrir þetta þakk-
aði hún mér heilhuga og óskaði
mér og minum blessunar þess,
sem allt gott og fagurt væri
þóknanlegt.
Undrandi, hrifinn og hrærður
varð ég, og ekki dró úr þessum
tilfinningum, þegar ég svo á
ferðalagi um Snæfellsnes frétti
það hinn 2. mai, að Guðrún Jóns-
dóttir Erlings hefði látizt daginn
áður. .. Ég gekk þegjandi út og
stóð um stund þögull undir heið-
um himni sólríks vordags. Svo
hvíslaði ég allt í einu: „Um ríki (
sitt allt átti vorið sin völd . ..“ Og
þegar ég svo minntist þessa þar
sem ég fyrir skemmstu stóð með
Dýraverndarann i höndum og
virti fyrir mér ljósmyndir af þeim
Þorsteini og Guðrúnu, birtust
mér sem á kvikmyndatjaldi minn-
ingar sælla stunda i stofunni í
Þingholststræti 33, þar sem allt
minnti enn á snillinginn og kon-
una þá, sem varð þjóðkunnur
skörungur, gerði heimili sitt að
vermireit vorblómanna i hugum
verðandi skálda, mætti stórskáld-
um og menningarfrömuðum með
þeirri reisn og slíkri þekkingu á
bókmenntalegum verðmætum, að
þeir þóttust fara rikari af fundi
hennar — og síðast en ekki sízt:
varpaði ljóma yfir minningu vin-
ar allra hrjáðra og varnarlausra
með því að taka málstað þeirra og
miðla þeim gneistum frá arni síns
heita hjarta .. .
Þegar ég svo kom næst til
Reykjavikur, hitti ég að máli
Eriing Þorsteinsson, sem hefur
um langt skeið reynzt mér vinur í
raun. Ég vissi, að hann unni
minningu móður sinnar af frá-
bærri ræktarsemi, og svo leiddi
ég þá í tal við hann aldarafmælið
og spurði hann, hvort hann reysti
mér til að minnast móður sinnar
eitthvað i áttina við það, sem vert
væri. Hann svaraði af því lítið eitt
hjrúfa hispursleysi, sem hann
hefur tamið sér til verndar
óvenju mildum og viðkvæmum
innra manni:
„Ég treysti þér mjög vel til þess
að gera það ágætlega, sem manst
hana vel í blóma lífsins, enda ertu
snjall rithöfundur og frábærlega
minnugur.”
Hér er svo minningargreinin,
góðir fslendingar, ritsmíð, sem
mér sjálfum finnst ósköp fátæk-
leg með tilliti til allra þeirra
ógleymanlegu minninga, sem ég á
um hina miklu konu, Guðrúnu
Jónsdóttur Erlings.
Lokið á Eyrarbakka um dagmál
á nýársdag 1978.
Guðmundur Gfslason Hagalfn.
KJÖRNEFND framsóknarfélag-
anna f Reykjavfk hefur gengið
frá reglum um framkvæmd próf-
kjörs framsóknarmanna í Reykja-
vfk vegna alþingis- og borgar-
stjórnarkosninga. Hver kjósandi
á að merkja við fjóra frambjóð-
endur og tölusetja þá, en sam-
kvæmt lögum Framsóknarflokks-
ins skal f prófkjöri kjósa um
helmingi fleiri sæti en nemur
tölu fulltrúa flokksins f viðkotn-
andi sveitarfélagi eða kjördæmi.
Þá var samþykkt að röðun fram-
bjóðenda á lista skyldi fara fram
með útdrætti, og samkvæmt hon-
um verður röðin þessi:
Prófkjör vegna aiþingiskosn-
inga: Guðmundur G. Þórarinsson,
verkfr. Sigrún Magnúsd. kaupm.
Brynjólfur Steingrímss. trésm.
Einar Agústsson ráðh. Geir V. Vil-
hjálmss. sálfr. Kristján Friðrikss.
forstj. Þórarinn Þórarinss. alþing-
ism. Jón Aðalsteinn Jónass.
kaupm. Sverrir Bergmann lækn-
ir.
Prófkjör vegna borgarstjórnar-
kosninga: Valdimar Kr. Jónss.
próf. Gerður Steinþórsd. kennari.
Páll R. Magnússon, húsasmiðam.
Kristinn Björnsson sálfr. Björk
Jónsd. húsmóðir. Alfreð Þ. Þor-|
steinss. borgarf.. Eiríkur Tóm-
VIÐ sérstaka könnun, sem
gerð var dagana 15.—25.
nóvember s.l. á almennum
sendingum póstlögðum í
Reykjavík kom í ljós, að
póstnúmer voru tilgreind á
54,3% sendinganna. Þetta
hlutfall má teljast mjög
viðunandi miðað við
reynslu annarra þjóða og
er ánægjulegt hve vel póst-
notendur hafa tekið þessu
nýmæli, segir í frétt frá
Póst- og símamálastjórn-
inni.
Póstnúmer voru sem kunnugt
er formlega tekin í notkun hér á
landi 30. marz 1977 og var þá
áætlað að 60—70% allra sendinga
þyrftu að vera með réttri póstárit-
un til þess að póstnúmerakerfið
asson lögfr. Kristján Benediktss.
borgarráðsm. Jónas Guðmundss.
rith.
kæmi að fullum notum. Þetta
mark er því ekki langt undan, en
þess má geta að póstnúmerakerfið
hefur nú þegar sannað ágæti sitt
og leitt til stóraukinnar hagræð-
ingar í flokkun pósts, segir enn-
fremur í fréttinni.
Jafnframt því að kanna notkun
póstnúmera fór fram athugun á
því með hvaða aðferð borgað væri
undir póstsendingar. 1 ljós kom
að frimerki voru notuð að 30,1%
sendinga, ástimplanir frímerk-
ingavéla á 68,7% og áprentanir
um greidd burðargjöld á 1,2%
sendinga. Samkvæmt hliðstæðri
könnun 1972 voru frimerki notuð
59,7% sendinga og ástimplanir
frímerkingavéla á 38,9%. Þá
leiddi könnunin ennfremur í ljós
að 33,2% sendinganna voru frá
opinberum aðilum, 62,6% frá fyr-
irtækjum, en aðeins 4,2% frá ein-
staklingum.
bygginga
CONSTRUCTA 78
HANN0VER
15.- 22. fsb.
vonisynuig
Framfarir þýða breytingar. beir sem vilja fylgjast með þrouninni
leggja leið sína á CONSTRUCTA.
Þar syna yfir 1000 aóilar frá 20 löndum framleiðslu sína
á 90.000 fermetra gólffleti.
Jj ^ Framfarir þýða þreytingar. þeir sem vilja fylgjast með þrouninni
leggja leið sína á CONSTRUCTA.
jÆ/Ta Þar syna yfir 1000 aðilar frá 20 löndum framleiðslu sina
á 90.000 fermetra gólffleti.
UNDIRSTOÐUR
BURÐARVEGGIR k,
ÆF A VERKSMIÐJUFRAMLEIDDAR EININGAR Bk
VEGGFOÐUR, GOLFKLÆÐNINGAR OG FLÍSAR a
gluggar og hurðir asamt tilheyrandi Jm ^HI
A VORUR TIL PIPULAGNA
Jm RAFMAGNSVÖRUR ÆFA
t Ay LOFTR/ESTINGAR . SkoV
wAKI iKN
.erstök dagskra fyrir islensku þátttakendurna
Sérstök dagskrá fyrir islensku þátttakendurna
Verð frá kr. 79.500-
Innifalió i verðier: FLUGFAR - GISTING - MORGUNVERÐUR - FEROIR A MILLI
FLUGVALLAR OG HOTELS - AÐGONGUMIÐI AÐ SYNINGUNNI —
SÝNINGARSKRÁ
Feröamiöstööin hf. Aóalstrætiá - Simar 11255 & 12940
Póstnúmerakerfið
reynist ágætlega
I
50 104