Morgunblaðið - 10.01.1978, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978
Jón I>. Árnason:
„Ég harma að vera fæddur og þurfa að Hfa á þeirri
öld, sem ég fæddist á. Ég hefði miklu heldur viljað
vera uppi einni eða tveimur öldum fyrr, eða á
Nýsteinöld, en þetta er nú einu sinni líffræðileg
ti/vi/jun. "
— Claude Léví-Strauss.
Lífríki og lífshættir II
Eftir u.þ.b. 10 ár mun mannkyninu hafa fjölgað um 1.000.000.000 Afleiðingar: Þrengsli, hungur og
blóðsúthellingar.
Framtíðin
er spásögn
Sérhver einstaklingúr er sinn
eiginn spámaður. Ekki af
ásetningi, ekki af hugsýn, held-
ur af eðlisávísun, náttúruþving-
un, sjálfsbjargarhvöt. Hann
verður stöðugt að hafa augun á
framtíðinni. Ef hann gerir það
ekki, er hæpið að hann fái lifað
daginn til kvölds.
Maur, sem fer yfir götu. án
þess að hafa gætur á um-
ferðinni, hvort bíll nálgast frá
hægri eða vinstri, reynir ekki
að gera sér grpin fyrir, hvort
hann kemst hindrunarlaust yf-
ir götuna eða hversu hratt hann
þarf að ganga eða hlaupa,
h-lýtur í flestum tilfellum að
gjalda fyrirhyggjuleysi sitt með
limlestingum eða jafnvel lífi
sínu. Aðgæzlan, sem til þess
þarf, að forðast slysið er vissu-
lega ekkert andlegt afrek, hún
er svipuð viðbrögðum fugla,
sem fljúga á burt, eða annarra
dýrategunda, er leita felustaðar
og skjóls, þegar hætta nálgast.
Eðlishvötin ein sér nægir þó í
fæstum tilbrigðum lífsins. Það
sanna hinar tíðu slysfarir og
önnur hrakföll, bæði einstakl-
inga og hópa. Frá óláni verður
sjaldan unnt að forða, nema
íhygli og umhugsun komi
einnig til.
Löngunin til þess að víkja
tjaldi því, er hylur framtíðina,
til hliðar og öðlast þannig
vitneskju um örlögin, sem á
bak við það dyljast, er jafngöm-
ul mannkyninu. Sú þrá byggist
ekki eingöngu á meðvitaðri
nauðsyn þess að komast hjá
ófarnaói, heldur ekki síður á
ósk um að geta notið lífsins við
öruggar aðstæður og áhyggju-
leysi. Nú á dögum, ekki síður
en frá upphafi vega, leitar
fjöldi fólks á fund atvinnuspá-
trúða (í Earís einni eru t.d.
taldar vera yfir 20.000 spákon-
ur í fullu starf) og sérfræðinga
í ýmsum greinum í þeim til-
gangi að afla frétta úr framtíð-
inni. Frumstæðustu veiðiþjóðir
urðu að huga að morgundegin-
um til þess að auka möguleika
sína á að lifa hann af. Nútíma-
maðurinn er síður en svo
óháðari þörfinni fyrir að
hyggja að komandi tíma. Hann
hefir e.t.v. ennþá brýnni þörf
fyrir að hugsa um framtíðina,
reyna að skyggnast inn í fram-
tíðina, gera framtiðaráætlanir,
hyggja að varúðarráðstöfunum,
í stuttu máli: spá, langt eða
skammt fram í tímann, um
óorðna atburði.
ÓRADÝPI
Hæfileikinn til þess að sjá
fram í tímann er mjög verulega
undir því kominn að geta dreg-
ið rökréttar ályktanir af at-
burðarás fortíðarinnar, og verð-
ur sjálfsagt seint lögð of rík
áherzla á mikilvægi þess. Þess-
um hæfileikum, eins og öllum
öðrum hæfileikum og gjöfum
náttúrunnar, er afar misjafn-
lega skipt á milli jarðarbarna.
Sumir, langsamlega flestir, láta
hverjum degi nægja sína
þjáningu. Það er hinn sofandi
meirihluti. Aðrir og þeir eru
hverfandi fáir, leggja sig í líma
við að gera sér og öórum rök-1
studda grein fyrir stöðu manns
og heims í sköpunarverkinu
eftir ár, áratugi og aldir. Það er
hinn hugsandi minnihluti. Á
milli þessara hópa er óradýpi
staðfest allt frá fæðingu.
Af eðli málsins leiðir, að sér-
hver tiiraun til þess að lýsa
framtíðinni verður háð ófáum
óvissuþáttum, og er auk þess
talsvert vogunarspil. Ef
spádómurinn reynist rangur,
verður spámaðurinn að at-
hlægi, og má teljast vel sloppið.
Ef hann hefir hins vegar haft
rétt fyrir sér, verður hann fyrir
enn meiri óþægindum, a.m.k.
öfund, jafnvel aðkasti, allt eftir
því, hvort góðspá eða illspá hef-
ir rætzt. Þetta á alveg sérstak-
lega við, þegar spáin hefir haft
í sér fólgna aðvörun eða
varúðarkröfu. Þá verður hún
með öllu ófyrirgefanleg, því að
bjartsýnin er svo dásamlega
huggunarrík — og ábyrgðar-
laus. Vægustu viðbrögð bjart-
sýnisbjálfáns, þegar reynt er að
töfra hann niður úr skýjunum,
eru venjulega þau, að skella
skollaeyrum og vísa öllum rök-
semdum út í vindinn. Með
aðhrópi eins og „svartsýnis-
seggur", „heimsendaspá-
maður“, „afturhaldskurfur"
o.s.frv. er málið afgreitt.
Slíkar undirtektir hafa marg-
ir víðkunnir framsýnismenn
orðið að Iáta sér lynda. Þannig
segir t.d. hinn heimskunni,
enski liffræðingur og snjalli rit-
höfundur, Gordon Rattray
Taylor, í formála bókar sinnar,
„How to Avoid the Future",:
„Margar hinna líffræðilegu
athugana minna, sem á sín-
um tíma voru taldar alltof
langsóttar, staðfestir raun-
veruleikinn frá ári til árs.
Matvælaskorturinn, sem ég
sá ‘að var yfirvofandi fyrir
fimm árum, er þegar orðinn
staðreynd, og allir, er þá
staðhæfðu svart á hvítu, að
við myndum framleiða um-
framgnægtir matvæla, geta
varla verið mjög upp með
sér af hinni spásagnarlegu
magalendingu sinni núna.
„Jú, víst ríkir nú hungurs-
neyð“, er mér reyndar
snúðuglega samsinnt, „en
með nokkrum metsölubók-
um verður henni ekki bægt
frá dyrum.““
Einmitt!
Nærtækara dæmi um fárán-
leika bjálfabjartsýninnar skal
hér og nefnt.
í júní 1977 urðu aðilar ís-
lenzka vinnumarkaðarins á eitt
sáttir um, að 60% kauphækkun
til handa nálega öllu verka- og
starfsfólki í landinu á næstu
mánuðum væri hreint engin
óhæfa. Þegar fáeinir hugsandi
menn tóku í sig kjark og bentu
þeim á, að slíkur hagvaxtar-
draumur hlyti að ofbjóða kjara-
bótaþoli íslenzkra atvinnuvega,
voru þeir hrópaðir niður og sak-
aðir um „svartagallsraus".
En nú rösku hálfu ári síðar?
Hvaðan berast nú kvein úr
krókum?
Og að síðustu er ekki úrvegis
að minna á atlögurnar að
kenningum brezka hag-
fræðingsins prestlærða,
A útrýmingarskrá:
LEÐURBLAKA
Sofandi
meirihluti,
hugsandi
minnihluti
Malthus og
Carson
í leit að
vanfundn-
um svörum
Thomas R. Malthus
(1766—1834) um vandamál
fólksfjölgunar, sem Ricardo
reisti á kenningu sína um Járn-
harða launalögmálið. Kenningu
Malthusar hefir verið úthúðað
af leikum og lærðum í nær 150
ár; þær hafa verið kallaðar
„svartagallsraus“ og þaðan af
verra. En nú? Nú eru þær að
sannast. Sums staðar þegar
sannaðar. Með ógnvænlegri
þunga en líklegt er að Malthus
hafi nokkru sinni órað fyrir.
A útrýmingarskrá:
BIFUR
NÁTTÚRU-
rAnsskapur —
LÍFSRÝMIS-
EYÐING
Þar sem tvær manneskjur
bjuggu árið 1950, munu búa
fjórar árið 1990 og átta i kring-
um árið 2020. Að líkindum
heldur færri í Mið-Evrópu, en
þeim mun fleiri í Austur- og
Suðaustur-Asiu, Mið- og Suður-
Ameríku, þar sem þær munu
e.t.v. verða 16—20. ítalski efna-
hagssagnfræðingurinn, Carlo
Cipolla, talaði fyrir ekki löngu
um ,,Malthusar-gildru“ í sam-
bandi við þessa þróun, er ógn-
aði allri tilveru okkar. Fólks-
fjölgunarþensla, er fer fram úr
aukningu matvælaframleiðslu,
á víðfeðmum svæðum jarðar, er
þess vegna ekkert línurit, sem
auðvelt er að þurrka út, heldur
hrollvekjandi staðreynd. Þegar
er þannig komið, að rösklega
þriðjungur mannkyns þjáist
stöðugt af fæðuskorti.
Samtímis þessum ósköpum á
sér stað dagvaxandi náttúru-
ránsskapur og lífsrýmiseyðing.
Orku- og hráefnaforða jarðar er
eytt án minnstu fyrirhyggju.
Andrúmsloftið forpestast af
eiturefnum úr verksmiðjum og
samgöngutækjum; sömuleiðis
jarðvegur, ár, fljót, stöðuvötn,
og inn- og úthöf. Tún, akrar,
skógar og annað gróðurlendi
hverfur fyrir steinsteypu- og
stálmannvirkjum — og bíla-
brautum. Bókstaflega átakan-
leg er tortiming dýrarikisins. Á
fyrstu átján öldum frá upphafi
A ýtrýmingarskrá:
SKOGARFROSKUR
tímatals okkar varð að meðal-
tali ein spendýrategund útdauð
á hverjum 55 árum. Á 20. öld-
inni hefir einni verið útrýmt að
meðaltali árlega. Fyrir nær
tveim áratugum spáði Rachel
Carson „þöglu vori“, þegar eng-
inn fugl myndi syngja framar.
Fréttir, sem borizt hafa hin
siðustu ár frá ítalíu og
Þýzkalandi, staðfesta með
raunalegum hætti, hversu rök-
réttar áhyggjur hennar voru.
Að athuguðu máli verður
Ijósara með degi hverjum, að
ekki verður sigrazt á ógnum
þeim, er steðja að og þjá líf-
ríkið, með káki utan í hvim-
leiðar afleiðingar, sem þá og þá
stundina gera lífið leitt. Naum-
ast er heldur við því að búast,
að hefðbundnar tækniframfar-
ir geri róttæka stoð. Málið snýst
ekki um afmörkuð viðfangsefni
eins og það, hvernig hagkvæm-
ast dæmist vera að losna við eða
eyða sorpi og skarni, ellegar
hvort eða hvernig beri að friða
tiltekna landsskika, enda þótt
hvort tveggja sé í sjálfu sér gott
og blessað svo langt sem
nemur.
Um vandamálin í einstökum
atriðum og hugsanlegar úr-
lausnir hefir heilmargt nýtilegt
verið birt. Engan veit ég þó
hafa dirfzt að nefna heildar-
eða frambúðarlausn. A hinn
bóginn hafa viss umsvif komizt
í tízku á þessu sviði, sem þjóna
ákaflega vafasömum sérhags-
munatilgangi, svo og hlálegur
boðskapur um, að ekki sé
áhorfsmál að fórna beri
náttúruríkinu á altari
Mammons, og eru iðulega
blásnar út hinar fávíslegustu
afsakanir þeirri speki til dýrðar
(Sbr. Harald Sioli: „Ökologie
und Lebensschutz in
internationaler Sicht“, Frei-
burg im Breisgau 1973).
Þessi spurning er því fyrir
löngu orðin knýjandi:
Hefir nokkur gert sér fulla
grein fyrir, hversu örlaga-
þrungin verkefnin eru og
komizt að raun um þær duldu
og djúpstæðu orsakir, er valda
þvi, að tilvera mannkynsins á
jörðinni verður æ vafasamari?
Tilgangur þessa greinaflokks
er m.a. að leitast við að komast
að því.