Morgunblaðið - 10.01.1978, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978
Aldarminning:
Gróa Jónsdóttir
Kœrnested og Óli
Ólason Kœrnested
Fædd 10. janúar 1878.
Dáin 27. des. 1963.
Fæddur 11. marz 1881.
Dáinn 28. febr. 1944.
1 tilefni þess, að hún amma mín
blessunin hefði orðið hundrað ára
í dag, en einnig og ekki síður, að
þegar hún dó fyrir 14 árum, var
ekkert um hana skrifað þá sest ég
nú niður og minnist hennar, það
er að segja, fyrir opnum tjöldum.
Það fór nú samt svo við upplýs-
ingaöflun í þessa grein, að í ljós
kom, að við andlát afa míns, lýð-
veldisárið, var heldur engin grein
rituð. Ég nota því tækifærið og
tileinka þeim báðum þessar hug-
leiðingar, þó að ég muni ekki svo
langt, að hann var og hét.
Gróa Jónsdóttir var fædd í Há-
koti í Flóa, en sá bær er nú horf-
inn sjónum, fyrir réttum 100 ár-
um, yngst 4 systra. Foreldrar
hennar voru þau Jón Helgason, f.
1834, d. 1892, og Gróa Helgadóttir,
f. 1842, d. 1879. Systur hennar
voru þær, Guðlaug er giftist Hans
Gíslasyni í Fitjakoti á Kjalarnesi,
Jóhanna sem giftist Júlíusi Helga-
synidrá Helgastöðum á Skeiðum,
en þau bjuggu alian sinn búskap
á Rútsstöðum í Flóa og næstyngst
þeirra sytra var Sigrún sem ólst
upp á Hurðarbaki 1 Flóa oggiftist
Halldóri Magnúsi Ölafssyni en
þau bjuggu í Reykjavik og síðar í
Hafnarfirði.
Gróa ólst upp á Gneistastöðum
til 14 ára aldurs, er hún fluttist til
Reykjavikur. Þar var hún m.a. í
vist hjá Samúel söðlasmiði Ölafs-
syni og Matthíasi í Holti. Á þess-
um árum virðist hún ekki hafa
stundað mikið „útstáelsi" svo ég
noti orð sem var henni tamt, þvi í
bréfi sem hún skrfaði Sigrúnu
systur sinni árið 1898, er eftirfar-
andi frásögn af henni sjálfri og
bæjarlifinu i Reykjavík. „Lítið
hef ég skemmt mér i sumar, nema
þennan eina útreiðartúr, sem þú
ert víst búin að frétta af. Svo hef
ég hvergi getað komið hér í bæn-
um og enga haft með mér úti, svo
vanalegast hef ég ekkert farið út
á sunnudögum, nema ef ég hef
farið að hlusta á Herinn þegar
hann hefur verið úti. Það hefur
aldrei verið spilað á Austurvelli
nema svolitið á sunnudagskvöldið
var, svo ekki hefur maður
skemmt sér við það“. En dvöl
hennar í Holti hefur sjálfsagt ver-
ið henni talsverð lífsfylling út af
fyrir sig, því þessi timi mun hafa
mótað fas hennar og viðmót meira
en flest annað, enda heimilið vel
þekkt menningarheimili. Ásgeir
Ásgeirsson forseti, lýsti æsku-
heimili móður sinnar, Jensínu
Bjargar Matthíasdóttur, en hún
var dóttir þeirra Matthíasar
Markússonar er kenndur var við
Holt, og konu hans Sólveigar Páls-
dóttur.
„Þau reistu sér býli á Skóla-
vörðuholtinu, miðja vegu milli
Skólavörðunnar og" Tugthússins.
Það var kallað í Holti. Gerðu þau
þar reisulegan bæ, úr timbri, með
tveim burstum og ræktuðu all-
mikið tún í kring. — Húsakynni
voru mikil og gestkvæmt af
frændum og vinum af Suður- og
Vesturlandi. Jón Sigurðsson var
þar heimagangur, en þeir Jón og
Matthlas voru þremenningar. Þar
gisti og Eíríkur á Brúnum þegar
hann lagði í sína Ameríkuför. —
Þóttu þau Holtshjónin umfram
allt vanda uppeldi barna sinna.
Iðni, ástundun og góðir siðir voru
1 heiðri hafðir".
Þessi lýsing frá Jensínu á
heimilinu á Holti, mun einnig
hafa átt við þann tíma er Gróa
dvaldi þar, þó að húsráðendur
væru þá ekki þeir sömu nema að
einhverju leyti, því lengi býr af
fyrstu gerð.
En af þessu góða heimili fór
hún svo til Bernhöftsfjölskyld-
unnar og upp úr því í Bernhöfts-
bakarí, þess er nú er á umdeild-
um stað við Bankastræti og þar
afgreiddi hún m.a. sykursnúða og
kringlur. Þaðan lá leiðín svo vest-
ur á Breiðabólstað á Skógar-
strönd, til vistar hjá prests-
hjónunum Lilju og Jósef Hjör-
leifssyni (Jósef og Einar H. Kvar-
an voru bræður). Þarna stundaði
hún sína kaupavinnu, við kyrrð
og fegurð Breiðarfjarðar, og þar
kynntist hún Óla Kærnested. Á
ferðalagi fyrir stuttu á þessum
slóðum, tjölduðum við í fallegu
skógarkjarri skammt frá Breiðar-
bólstað. Þá tók hugmyndaflugið
völdin og amma og afi hlupu
þarna um og það var gaman að
fylgjast með þeim.
Óli Ólason Kærnested fæddist
að Bakkafit í Hellnasókn á
Snæfellsnesi 11. mars árið 1881.
Foreldrar hans voru Óli Einars-
son Kærnested f. 1840, d. 1905 og
Herdfs Jónsdóttir f. 1841, d. 1887,
þau eignuðust 7 börn, en aðeins 3
þeirra komust á legg. Það voru
auk afa míns Óla, þær Elín senl
giftist Ólafi Jóhannessyni og
bjuggu þau i Stykkishólmi, og
Steinunn sem giftist ekki, en var
heitbundin Magnúsi Dalhoff.
Óli Ó. Kærnested ólst upp á
bænum Gjarðey i Breiðaból-
staðarsókn á Snæfellsnesi og þar
mun hafa verið þegar kaupakon-
an úr Reykjavík vistaðist til prest-
hjónanna á Breiðabólstað. Ekki
veit ég, en mig grunar, að Reykja-
víkurstúlkan hún Gróa Jónsdóttir
hafi á þessum árum verið föngu-
leg og vel til höfð og hafi búið að
dvölinni á Skólavörðuholti hjá
Matthíasi, en pilturinn frá Gjarð-
ey var lika eftir myndum að
dæma fríður sýnum og svipgóður
og ég er ekkert undrandi á því, að
með þeim tókust kærleikar.
Árið 1903 lést sr. Jósef á Breiða-
bólstað og þá flutti Gróa til
Reykjavíkur og sama ár flutti Óli
til Bildudals við Arnarfjörð.
Amma flutti svo vestur til hans og
þau giftu sig þar 21. október 1905.
Allt byrjaði þetta vel á Bildudal
og þar fæddist fyrsta barn þeirra,
Gísli Friðrik árið 1906. Afi vann
þarna tilfallandi vinnu eins og
gengur, en svo tók hann að sér að
smíða bát og það fór svo, að þegar
kaupandinn átti að greiða and-
virði hans, þá stóðst ekki það sem
um var talað og afi tapaði þarna
öllu sínu. Fluttust þau nú til
Reykjavikur og bjuggu um tíma
hjá Sigrúnu systur ömmu á Ný-
lendugötunni. Var eftir því tekið,
hvað dvölin á Bíldudal hafði
breytt ungu konunni mikið.
Annað barn þeirra Aðalsteinn
fæddist svo í Reykjavík árið 1908
en 1909 flytjast þau út í Viðey og
fara að vinna þar. Hún í fiski, en
hann hjá „Milljónafélaginu“. Ár-
+
Faðir okkar. tengdafaðir og afi
BJÖRN BJÓRNSSON
fyrrum kaupmaður
i NeskaupsstaS
er látinn Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna
Björn Björnsson
Ari Björnsson
Þorsteinn Björnsson
Jóhanna Björnsdóttir
Ágúst Björnsson
og barnaborn
GuSlaug Ingvarsdóttir
S igriSur Jónsdóttir
Emy Björnsson
Jónas Jónasson
Elín Magnúsdóttir
Vigdis SigurSardóttir
+
Sonur minn
SIGURÐUR KÓLBEINSSON.
stýrimaSur,
varð bráðkvaddur að heimili sinu þann 8 þ m
Ingileif Gisladóttir.
+
Eiginmaður minn
GÍSLI JÓHANNSSON
sem lézt á Borgarspítalanum fimmtudaginn 5. janúar verðúr jarðsung-
inn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 1 2. janúar kl. 13.30
Grímheiður Pálsdóttir
+
Útför ástkærs sonar okkar og bróður,
JÓNS HALLS,
fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 1 1 janúar kl. 1 3.30.
Ólöf Stefánsdóttir, Stefán Karlsson,
Karl Ómar Jónsson, Kristin Karlsdóttir,
Björn Karlsson.,
+
Útför bróður míns,
JÓNS OTTÓS JÓNSSONAR
frá Litla-Bæ.
fer fram frá Fossvogskrikju, miðvikudaginn 1 1 janúar kl 1 5
Elísabet Jónsdóttir Dungal.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR BJARGMUNDSSON,
trésmiður,
Bústaðavegi 95,
sem andaðist 28 desember, verður jarðsunginn frá Dómkrikjunni
fimmtudaginn 1 2 janúar kl 1 3 30
Bjöm J. Sigurðsson,
Eybjörg Sigurðardóttir,
Dagþjört Sigurðardóttir,
Erna J. Sigurðardóttir,
Geir J. Geirsson,
Kjartan Guðmundsson,
Pétur Kjartansson,
barnaborn og barnabarnabórn.
+ Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
SÖLVI ÞORSTEINSSON,
Hafnarfirði,
lézt af slysförum 5. janúar
Lilja Sipos Joe Sipos,
Ásgeir Sölvason. Edda Larsen.
Þórdls Sölvadóttir. SigurðurG. Baldursson,
Erla Sölvadóttir. Birgir Ólafsson.
Kristin Sölvadóttir, Benedikt Kröyer.
Steinunn Sölvadóttir, Stefán Simonarson,
Guðrún Ásgeirsdóttir og barnabörn.
+
Maðurinn minn,
ÓLAFURBENÓNÝSSON,
frá Háafelli, Skorradal, ,
lézt í Borgarspítalanum 8 janúar
Sigríður S igurðardóttir
+
Eiginmaður minn og faðir okkar.
JÓN ÞÓR ÞÓRHALLSSON,
Giljaseli 7,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 1. janúar kl
13 30
Sigurlaug Ólöf GuSmundsdóttir,
GuSmundur Þór Jónsson,
Ingvar Páll Jónsson.
Þökkum af alhug auðsýnda okkar og systur Guð blessi ykkur öll + samúð við andlát og jarðarför litlu dóttur
Friðdís Björnsdóttir, Benedikt Guðmundsson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, fósturmóður og ömmu,
MARÍU JÓNSDÓTTUR,
Álfaskeiði 46,
Hafnarfirði.
Sigrún Rósa Steinsdóttir, Einar Ólafsson,
Þordís Steinsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson,
Þorbjörg Halldórsdóttir, Sigmar Guðmundsson
______________og barnabörn.__________________________________
+
Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar og
tengdamóður,
GUÐBJARGAR SNORRADÓTTUR,
Bjarnalandi, Dalasýslu
Snorri Einarsson, Eina Guðjónsdóttir,
Hólmfriður Einarsdóttir, Magnús Kristinsson,
Þorsteinn Einarsson.