Morgunblaðið - 10.01.1978, Page 39

Morgunblaðið - 10.01.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1978 39 Ósamkomulag milli Gromy- kos og Sonoda Moskvu 9. janúar AP. — Reuter. UTANRÍKISRAÐHERRA Jap- ans, Sunao Sonoda, hóf í dag við- ræður sfnar við utanrfkisráðherra Sovétrfkjanna, A. Gromyko, og japanskar heimildir hermdu, að þeir hefðu fljótlega orðið ósáttir um nokkur atriði I sambandi við friðarsamning milli landanna. Japanir og Sovétmenn hafa aldrei samið formiega frið frá því heimstyrjöldinni siðari lauk, en í felum í 30 ár Belgrad AP. „ÉG GERÐI aldrei neitt af viti öll þessi ár, og fór aldrei út úr húsi. í gegn- um gluggana sá ég niður á þorpið en vegfarendur sá ég sjaldan, því hús okkar eru fjarri þorp- inu. Þegar ég heyrði fólk hlæja í þorpinu grét ég.“ Svo segir Janez Rus, 64 ára, frá þeim 30 árum er hann lifði í felum i húsi systur sinnar. Rus var hermaður í heims- styrjöldinni siðari, og þegar henni lauk þorði hann ekkí að gefa sig fram af ótta við að verða dæmdur fyrir stríðs- glæpi. Hann hélt sig því í húsi systur sinnar þang- að til í siðasta mánuði að lögregla gerði húsleit hjá henni og fann Rus. Grunsemdir þorpsbúa vöknuðu þegar systir Rus fór að kaupa rak- vélarblöð og óvenjumikl- ar matarbirgðir. Þeir gerðu lögreglu viðvart og það varð til þess að hún lét til skarar skríða. viðræður þeirra á milli fóru sfðast fram fyrir tveimur árum. Fregnir herma að Sonoda hafi hafið viðræðurnar á því að ítreka fyrri kröfu Japana um að Sovét- ríkin skiluðu aftur fjórum syðstu Kúrileyjunum, sem þeir hertóku í lok stríðsins. Eyjarnar eru tæpir 5.000 ferkilómetrar á stærð, en hingað til hafa allar samningavið- ræður strandað á þeim. Sovétríkin vildu eins og áður gera samning um gagnkvæma samvinnu landanna en það telja þeir skref f átt að fullgildum friðarsamningi. Þjóðirnar munu halda áfram samningaumleitunum, en ekki er búizt við neinni breytingu á af- stöðu ráðherranna. Þá ræddu ráðherrarnir einnig um gerð fiskveiðisamnings milli Framhald á bls. 24. SOVÉZKA fimleikakonan heimsfræga, Olga Korbut, gekk í dag í heilagt hjóna- band í Minsk í Sovétríkjunum og er eiginmaður hennar aðalsöngvari popphljóm- sveitarinnar Pesniary, Leonid Bortkevich að nafni. Sjást hjónakornin hér og er Olga í kjólnum fræga, sem hún keypti í Bandaríkjunum um árið. Úlfaþytur í N-írlandi vegna rædu Jack Lynch Belfast, 8.-9. jan. AP. — Reuter. UPPI VARÐ fótur og fft f hópi sambandssinna f Ulster á mánu- dag, er sá rymtur barst þeim til eyrna að rfkisstjórnir Breta og Irska lýðveldisins hefðu komist að leynilegu samkomulagi f Dubl- in um framtfð þessa blóði drifna landshluta. Brugðust talsmenn þeirra harkalega við og kváðust mundu draga sig til baka úr samningaviðræðum, er hafa verið á um nokkurt skeið milli Roy Mason, ráðherra N-lrlandsmála f Bretlandi, og stjórnmálaflokka f Ulster um nýtt stórnarform f N- Irlandi. Þá munu sex þingmenn Sambandsflokksins f Westminst- er koma saman á þriðjudag til að ákveða hvort þeir skuli halda áfram yfirlýstum stuðningi sfn- um við rfkisstjórn James Callagh- ans, er þarf á öllu sfnu að halda til að halda meirihluta sfnum f þinginu. Ókyrrð þessi mun vera tagi sem væri, myndi kveða á um þátttöku kaþólska minnihlutans, en Slíkri valddeilingu hafa leið- togar mótmælenda andmælt. Einnig talaði Lynch um hugan- lega uppgjöf saka fyrir byssu- menn og þá er kærðir hafa verið fyrir sprengjutilræði á vegum hins ólöglega írska lýðveldishers. Leiðtogar sambandssinna gerðu enga tilraun til að sekkja gremju sína yfir ummælum Lynch og kölluðu þau viðurstyggileg. Einn- ig mun Ian Paysley og Lýðræðis- legur sambandsflokkur hans hafa slitið þátttöku sinni f viðræðun- um við Mason og slegið sér saman með öðrum forgöngumönnum mótmælenda og þingmönnum brezka Ihaldsflokksins í stjórnar- andstöðu í þeirri afstöðu sinni að það, sem Lynch sagði í ræðu sinni, mætti túlka sem viðurkenningu fyrir hinn úthýsta lýðveldisher. Talsmaður brezka íhaldsflokks- ins í málefnum N-Irlands lét eftir sér hafa að yfirlýsingar Lynch sköpuðu „mjög alvarlegt ástand“. Gæti IRA (lýðveldisherinn) nú farið að hlakka til þess að fá upp- gjöf saka fyrir morð sín og hefðu Framhald á bls. 24. Finnland: Lítill áhugi á for- setakosningunum Helsinki, 9. jan. AP EFTIR að nýjustu skoðanakann- anir f Finnlandi leiddu f ljós að þátttaka f kosningum forseta á sunnudag og mánudag mundi verða minni en 65 að hundraði og lokaniðurstöður frá Svfþjóð sýndu að aðeins um 3 af hundraði 128.000 Finna, er þar búa hefðu Urho Kekkonen, Finnlandsfor- seti, hefur áhyggjur af því að áhugaleysi fólks um kosningarn- ar kunni að verða virt til verri vegar erlendis. greitt atkvæði, kom Urho Kekkonen fram á fjöldafundi og hvatti þær 3,5 milljónir manna, er kosningarétt hafa f landinu, til að fara á kjörstað. Hann sagði f ávarpi sínu að dræm kosninga- þátttaka kynni að verða mistúkuð utan Finnlands. Kekkonen, sem er núverandvi forseti landsins, kallaði kosning- arnar „eins konar þjóðaratkvæða- greiðslu“ þar sem þegnunum væri gefinn kostur á að segja til um hvort þeir vildu halda áfram stuðningi sínum við utanrikis- stefnu þá er hann hefur verið fylgjandi síðan 1956. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af sinu eigin gengi í kjörinu, en ef marka má nýlega skoðanakönnun mun Kekkonen hljóta um nitíu af hundraði atkvæða þeirra, er sögðust ætla að kjósa, en and- stæðingar hans fjórir mun þá væntanlega skipta með sér þeim 10 hundraðshlutum sem eftir eru. Samkvæmt skoðanakönnunum voru það yngstu kjósendurnir, sem minnstan áhuga höfðu á að greiða atkvæði, þeir sömu og ekki hafa séð neinn annan en Kekkon- en fara með embætti forseta. Viðhorf þeirra lýsir sér vel í þvi, sem tvítug stúka svaraði til er fréttamaður spurði hana á götu: „Mér finnst, að hann hljóti að verða endurkosinn án þess að ég greiði atkvæði." Jack Lynch, forsætisráðherra Irska lýðveldisins og formaður „Fianna Fail“, stærsta þingflokks landsins, er vann stórsigur f kosn- ingunum f júnf sl. sprottin af ræðu er forsætisráð- herra trska lýðveldisins, Jack Lynch, flutti f útvarpi um sfðustu helgi, en af henni réðu sambands- sinnar að um laumulegan sam- blástur rfkisstjórnanna hefði ver- ið að ræða. 1 ræðu sinni í frska útvarpinu fullyrti Lynch að tími væri nú til kominn að brezka ríkisstjórnin lýsti yfir þeim ásetningi sínum að hætta afskiptum á N-Irlandi „og auðsýna áhuga sinn á því að sam- eina írsku þjóðina“ með þvi að fjarlægja það lagalega „stálþil“ er hamlar einingu N-Irlands og Irska lýðveldisins. I sama ávarpi kom fram hjá Lynch að Callaghan hefði látið í ljós við hann að nýtt stjórnarform í N-írlandi, af hvaða Nordmenn banna notkun gerfilitar- efna í fiskiðnaði ALGJÖRT bann hefur verið lagt við notkun gervilitarefna f fisk- iðnaði f Noregi frá fyrsta janúar sfðastliðnum, og er Noregur þar með fyrsta landið sem stfgur þetta skref. A síðustu árum hefur leyfileg- um gerviefnum fækkað mjög verulega og þvi kom þetta bann engum á óvart. Aðeins náttúruleg litarefni munu nú verða leyfð, en þó munu viss takmörk gilda um notkun þeirra, til dæmis verður ekki leyfilegt að nota þau þar sem þau hafa ekki verið notuð áður. Bannið mun fyrst og fremst hafa áhrif á framleiðslu „reykts ufsa“ (sjólax) og styrjuhrogna (kavf- ars), þó svo leyfi hafi fengist til að nota gervilitarefni við fram- leiðslu þeirra þangað til náttúru- legt litarefni sem hentar hefur fundizt. Tilraunir með náttúruleg litarefni eru þegar hafnar, en erfiðlega gengur að finna efni sem hafa sömu endingu og þola ljós jafnvel. Þeir sem fást við vinnslu þorsk- hrogna, hafa verið heppnari. Tveir af stærstu framleiðendum Noregs hafa ákveðið að nota sömu litarefni og nú eru notuð í rjómaís og ávaxtasafa, og sænskur fram- leiðandi hefur nú i athugun að nota alls engin litarefni. Það virð- ist því sem spurningunni hvort „við borðum með augunum en ekki maganum" verði senn svar- að. Ást Townsends á Margréti kulnuð „ÉG ber ekki lengur neinar til- finningar til hennar. Það er svo langt slðan þetta gerðist." Með þessum orðum rauf Peter Townsend 22 ára þögn sem hann hefur haft um samband sitt við Margréti prinsessu, en vonlaus ást þeirra var aðal- fréttaefni dagblaða um allan heim 1955. Townsend var orrustuflug- maður í heimsstyrjöldinni sið- ari. Faðir Margrétar, Georg konungur VI. af Englandi, sem nú er látinn, gerði hann að yfir- hestaverði sinum og braut með þvi ævagamla hefð, aldrei fyrr hefði þekkzt að yfirhesta- vörðurinn væri ekki úr konungsfjölskyldunni. Seinna hækkaði konungur Townsend i tign og gerði hann að aðstoðar- yfirþjóni hirðarinnar. 31 Margrét Townsend Townsend hitti Margréti fyrst i salarkynnum konungs- hallarinnar og síðar kynnti konungur þau hvert fyrir öðru. Tonwsend var þá giftur maður, en þegar hann tók að dveljast langdvölum við hirðina, rofnaði samband þeirra hjóna, unz þau að lokum skildu. Þau Margret og Townsend urðu æ samrýmd- ari, en sakir andstöðu kirkjunn- ar og mótmæla konungsfjöl- skyldunnar og almennings gátu þau aldrei gifzt, og því fór svo að 31. október 1955 gaf Margrét út eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég hef ákveðið að kvænast ekki Peter Townsend, kafteini.“ Yfirlýsing hennar batt enda á ástarsamband þeirra, og leiðir þeirra skildu algjörlega. Nú er Townsend kvæntur í annað sinn, og býr ásamt konu sinni og börnum rétt utan við Paris. Hann hefur nýlokið við ævisögu sína og fjallar hann þar meðal annars um samband sitt og Margrétar. 1960 giftist Margrét ljós- myndaranum Anthony Arm- strong-Jones, en hjónaband þeirra endaði 1976 og búa þau nú sitt í hvoru lagi, en þau eiga tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.