Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977
29
i) W A
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
!\f f/JÆrs^-U^'U 11
„Þarna voru ekki neinar dje-
skotans symfóniur á ferðinni.
Nei, þetta var sko ekta englasöng-
ur.“
Að lokum vil ég færa öllum
þeim, sem að þessari skemmtun
stóðu, beztu þakkir og er viss um
að ég mæli þá fyrir munn allra,
sem á hlýddu.
Vistmaður á Hrafnistu."
Það er gott að'fá stöku sinnum
að greina frá þvi sem vel er gert,
það er ekkert of mikið af þvi i
þessum dálkum, það er eins og
umkvörtunarefnin séu alltaf ofan
á í skrifum okkar, þó að þau séu
að sjálfsögðu einatt nauðsynleg;
0 Lærum af þeim
„Það gerist æ algengara að
Islendingar fari til útlanda og aki
þar um, annaðhvort á sínum eigin
bílum eða á bílaieigubilum. Ekki
er nema gott um þetta að segja, en
eitt mætti þó nefna, en það er að
þeir ökumenn, sem þannig gerast
þátttakendur í erlendri umferð,
ættu að gera sér far um að iæra af
þeirri reynslu og helzt að miðla
öðrum af henni. Fyrir stuttu
heyrði ég um að Félag ísl. bif-
reiðaeigenda hygðist hafa for-
göngu um ferð til útlanda, þar
sem menn tækju eigin bíla með og
notuðu þá erlendis i nokkrar vik-
ur. Finnst mér einmitt hér komið
tækifærið að FlB gangist fyrir
einhvers konar fræðslufundi eða
því líku er heim kemur úr þessari
ferð ef af verður, og fái þar öku-
menn til að greina frá þvi helzta
sem þeir telja að læra megi af
erlendri umferð. Gæti það vel orð-
ið smá lyftistöng í starfi félagsins
og jafnframt dettur mér i hug
hvort félagið þurfi hreinlega ekki
að halda smá námskeið i akstri á
hraðbrautum áður en út i svona
ferðerfarið.
Ahugamaður.
Þessir hríngdu . .
0 Góður spurn-
ingaþáttur
Utvarpshluslandi:
— Það er góður þátturinn i
útvarpinu á sunnudagsmorgnum,
Veiztu svarið, og þar hafa komið
fram margir ágætir menn og svar-
að erfiðum spurningum. Hefur
þessi þáttur því um margt verið
fróðlegur, en þó sakna ég spurn-
inga úr Islendingasögunum. Þær
mættu vel vera 2—3 í hverjum
þætti. Annað atriði mætti einnig
athuga I framtiðinni, þegar valdir
eru þátttakendur, en það er að
hafa konur þar, en ekki menn í
meirihluta. Ég leyfi mér að stinga
uppá konu eins og t.d. Guðrúnu P.
Helgadóttur, og ég held þvi fram
að margar konur gætu sómt sér
eins vel i þessum þáttum og karl-
menn.
Úr þvi ég er farin að ræða við
Velvakanda langar mig að minn-
ast i leiðinni á að i Mbl. nýlega
stóð um konu að hún hefði
kvænst. Slikt er ekki sagt um kon-
ur, þær giftast, en það eru menn
sem kvænast. Annað dæmi um
slæma meðferð á tungunni, ekki
úr Morgunblaðinu, heldur af
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
fundi, er ég sat nýlega, en þar var
verið að ræða um málefni barna
og talað i sifellu um að börnin
föttuðu ekki hitt eða þetta. Að
mínu viti er þetta slæm dönsku
sletta og ekkert annað, sá ég þetta
orð nýlega í Familie Journal og
það er hálfhlægilegt finnst mér
þegar háskólagengið fólk er að
tala yfir okkur ómenntuðu fólki
að það skuli ekki geta talað góða
íslenzku.
0 Hvf ekki tvö
sjónvörp?
Hulda:
— Ég hef verið að velta þvi
fyrir mér með fólk, sem kaupir
litasjónvarp, af hverju endilega
þurfi að láta innsigla tækin. Þvi
HOGNI HREKKVÍSI
. _ ©1*7B
Helgarnar geta stundum orðið mjög erfiðar. Lækn-
isráðið er þá oftast hið sama.
S\G6A V/öGA £ 'V/LVtkAW
mega menn ekki hafa fleiri en
eitt sjónvarp, rétt eins og má hafa
fleiri en eitt útvarp á hverju
heimili. Sjónvörp sem eru 12—14
ára gömul eru hvort eð er ónýt og
ekki nokkur sem vill kaupa þau
og ég skil því ekki hvers vegna
ekki má bara láta þau vera á
heimilunum áfram, það má nota
þau. annars staðar og heimilin
hafa meiri not fyrir þau i gangi
fremur en innsigluð einhvers
staðar í geymslu. Ég get ekki
heldur séð að það sé neinu að
tapa, afnotagjöldin eru hvort eð
er ekki greidd, ef tækin eru inn-
sigluð og þvi mætti vel hugsa sér
að leyft yrði að nota gömlu tækin
áfram, eins og ég nefndi áðan,
svipað og er með útvarpið.
Á Þorláksmessu var dregið í hinu árlega bílnúmera-
happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Vinningar í
happdrættinu voru 10 talsins, en heildarverðmæti rúm-
ar 14 milljónir.
Aðalvinningurinn, Plymouth Volare-bifreið, kom á miða
R 44921 og sýnir myndin, er Tómas Sturlaugsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, afhendir hinum nýja eiganda,
Jóhanni Gunnari Sigurðssyni, lyklana að hílnum. Enn
eru tveir vinningar í happdrættinu ósóttir, R 18115 og R
63142.
7
Utvegsbændur í Eyjum:
Mótmæla tíu daga
þorskveiðibaimi í net
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt einróma á fundi stjórn-
ar og trúnaðarmannaráðs Utvegs-
bændafélags Vestmannaeyja,
sem haldinn var hinn 30. des.
1977.
„Fundur, haldinn í stjórn og
trúnaðarmannaráði Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja 30.
des. 1977 mótmælir harðlega
þeirri fyrirætlun sjávarútvegs-
ráðuneytisins að setja á 10 daga
veiðibann með þorskfisk-netum á
miðri komandi vetrarvertfð. En
verði talið óhjákvæmilegt að beita
þvilíkum friðunaraðgerðum, vill
fundurinn benda á eftirfarandi,
sem verða mætti til úrlausnar svo
vandasömu verkefni:
1. Þorskanet verði tekin í land
20. til 30. april 1978.
2. Á sama tima og þorskanetin
eru tekin á land skal banna allar
þorskveiðar í botn- og flotvörpu
jafnlangan tíma, þannig að þorsk-
ur verði ekki meira en 10% af
heildarafla í hverri veiðiferð, því
ekki er hægt að sjá mismun á því i
hvaða veiðarfæri þorskur er
veiddur.
3. Leyfilegur þorskafli Færey-
inga i islenzkri landhelgi á árinu
1978 er ákveðinn jafnmikill og
þorskafli Vestmannaeyjabáta var
á vetrarvertiðinni 1977, veiddur í
þorskanet.
Nýgerðum veiðiheimildar-
samningi, við Færeyinga, er því
mótmælt eindregið, um leið og
bent er á, að ekki er hægt að
ætlast til, að islenzkir útgerðar- og
fiskimenn taki alvarlega jafn
harkalegar veiðitakmarkanir,
með þorskanetum, sem sjávarút-
vegsráðuneytið hefur i hyggju að
láta koma til framkvæmda nú á
komandi vertið meðan slíkur
veiðiheimildarsamningur er i
gildi.“
Útsala Útsala
Mikil verðlækkun.
Glugginn Laugavegi 49
Útsala Utsala
Terylenebuxur, Nylonúlpur,
Terylenefrakkar. Skyrtur.
Nærföt o.fl.
Andrés Skólavörðustíg 22.
Þessi staða kom upp I skák (
þeirra Gaidarovs og Batakovs á
meistaramóti lettnesku borgar-
innar Rigu í fyrra.
Gaidarov, sem hafði hvítt, náði
nú óstöðvandi sókn:
13. Rg5! — fxg5, (Eða 13.. . . fxe5,
14. Bxh7+ — Kh8, 15. Rxe6 —
De8, 16. Bc2)
14. Bxh7+ ! — Kxh7, 15. hxg5+ —
Kg8, 16. Hh8+ ! ! og svartur gafst
upp. Eftir 16. ... Kxh8, 17. Dh5+
— Kg8, 18. g6 er hann óverjandi
mát. Gaidarov varð skákmeistari
Rigu og af þessari skák að dæma
var hann vel að því kominn.