Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 Atvinnuöryggi AlþjóSleg efnahags kreppa, ! kjölfar stökk- breytinga á oliuverði. hef-' ur leitt stórfellt atvinnu- leysi yfir flestar þroaðar þjóSir. Á ráðstefnu OECD rikja.. sem haldin var i Paris i júni sl.. kom m.a. fram. að 7 milljónir ungra manna. undir 25 ára aldri. vóru atvinnulausar i aðildarrikjum OECD. Þessar 7 milljónir vóru þó aðeins 40% heildarat- vinnuleysis i þessum ríkj um. Hér á landi hefur teki/t að viðhalda atvinnuöryggi um gjörvallt landið, ef undan eru skilin örfá stað- bundin dæmi, sem naum- ast skekkja heildarmynd- ina. Þrátt fyrir verðbólgu, sem vissulega felur i sér margvislegar hættur, eru kaupráð almennings betri en nokkru sinni fyrr. Hér er um árangur að ræða, sem nágrannar okkar i Vestur-Evrópu gefa gaum að. og við megum ekki sjálf horfa fram hjá þegar við metum störf núver- andi ríkisstjórnar. Erlend veiðisókn úr sögunni . íslenzkir stjörnmála menn. embættismenn í utanrikisþjónustu og vis- indamenn á sviði fiskí fræði hafa mjög komið við sögu alþjóðlegra haf- réttarmála og fiskvemdar- mála á liðnum árum. Ekki er ofsagt. þó að fulfyrt sé. að þeir hafi itt verulegan hlut að alþjóðlegri þróun í þessum þýðingarmikla þætti i sambúð rikja og sambúð manna og þjóða við umhverfi sitt. Þessi þáttur islenzkrar forystu á alþjóðavettvangi er óom deilanlegur. Óslóarsamkomulagið, sem leiddi til þess að brezkir togarar sigldu út úr islenzkri fiskveiðiland- helgi, innsiglaði lokasigur okkar í löngum land- hélgisitökum. V-Þýzkir togarar fylgdu siðan í kjöl- far þeirra brezku fyrir liðin áramót. Jafnframt var viðskiptaaðstaða is- lenzkra sjávarafurða i EBE- og EFTA-markaði verulega bætt. Við sitjum nú einir, eða svo til, að veiðum í 200 mílna fisk- veiðilögsögu okkar. Óþarfi er að færa að því rök. hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fiskverndarmál okkar og framt!8arhags- muni. Núverandi ríkis- stjórn hefur skilað þess- um þýðingarmesta þætti samtíma sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar heilum i höfn. Nú þarf að fylgja honum eftir með hyggi legri veiðistjórnun og samræmingu veðia og vinnslu, eins og þegar hefur verið gert að hluta til. Þorskurinn — þungamiðja þjóðarköku Siðferðileg afstaða Óðaverðbólgan hefur efalitið leitt til brenglaðs mats á fjármunum og verðmætum. Lifsgæða- kapphlaup i skugga slikrar verðbólgu hefur og leitt margan manninn yfir mörk siðræns mats á réttu og röngu. Áhrif fjöl- miðla, bæði í framsetn- ingu frétta og svokallaðs afþreyingarefnis, brenna oft og einatt öfugsnúið framferði inn i vitund fólks. Allt þetta hefur sagt til sin i þeirri þjóðlifs- mynd. sem við blasir á nýju ári Neyzla fíkniefna hvers konar, sem í raun er flótti vegvilltra einstakl- inga frá veruleifcanum. er í fjölmörgum tilfellum upphafið á endalokum mannlegrar hamingju, ekki aðeins neytenda, heldur og ástvina þeirra. Eitthvað hefur brugðizt i siðrænu uppeldi: heimilin, skólamir. kirkjan, kerfið? LHsgæðakapphlaupið og vinnuálagið. sem því fylgir. hefir gjörbreytt heimilishattum og fjöl- skyldutengslum. Máske þarf að skapa fólki tíma og aðstæður til að vera FJÖLSKYLDA i raun og sannleika — með tilheyr- andi uppeldisáhrifum. Menntun er hverjum ein- staklingi nauðsyn. gæfa og máttur. Spuming er. hvort skólakerfið leggur nægilega rækt við hið góða, sem í hverjum ein- staklingi býr, að byggja hann upp sem ábyrgan þjóðfélagsþegn og já kvæða manneskju. Ber ekki of mikið á andþjóðfé- lagslegum viðhorfum á af- stöðu sums skólafólks i dag? Tvímælalaust væri það gæfuspor. að kirkjan fengi aukin áhrif á sið- ferðilegt uppeldi þjóð- félagsþegnanna. Þrátt fyrir velgengni, menntun og þroska þjóðarinnar skortir á hamingju og heill ein- staklinganna, ef þeir lifa ekki i sátt við sjálfa sig og samfélagið. Ef þeir finna ekki lifi sinu farveg i leit að fegurð, þekkingu og starfs- eða sköpunargleði. Til þess að skapa jarðveg fyrir „gróandi þjóðlif" þurfum við sennilega að gera hreint í hugum okkar og samfélagsháttum. ýtir þú ur vor i vor Þú getur lært siglingafræði í Bréfaskólanum og verið kominn með skip- stjórnarréttindi á skip allt að 30 tonnum að stærð, að vori. Einnig getur pú m.a. lært hjá okkur bókfærslu og vélritun. Og siglir pú úr landi reynir á tungumálakunnáttuna. í Bréfaskólanum getur pú lært ensku, dönsku, sænsku, pýsku, ítölsku, spænsku, frönsku, rússnesku og esperanto. Sumum pessara námsefna fylgja snældur (kassettur) sem kenna pér hið talaða mál. Hringdu í síma 81255 og láttu innrita pig strax. Bréfaskólínn Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir íhvert skírteini Svipmyndirsf. Hverfisgötu 18 ¦ Gegnt Þjóðleikhúsinu Er byrjuó með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrum. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðil/. Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur Hrauntungu 85, Kópavogi OPIÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD Bilastæði. Sími 40609. Skínandi pottar og pönnur með Brillo stalull með sápu Suóurlandsbraut 32, 105 Reykjavik. Simi 812 55. Morgunhlaðið óskar eftir blaðburðarfólki iOk VESTURBÆR Ægissíða, Skerjafjörður sunn- an flugvallar I og II AUSTURBÆR Sóleyjargata. Ingóljsstræti, Lindargata, Hverfisgata 4—62 Skipholt 54 —70. Hverfisqata 63— 1 25 Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.