Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 19 Spaðamenn BORÐTENNIS- og Bad- mintonfólk var í eldlín- unni um helgina, en þá voru fyrstu stórmót hald- in í þessum „spaðafþrótt- um". Ungu mennirnir Jóhann Kjartansson og Gunnar Einnbjörnsson voru sigursælir á þessum mótum, Gunnar vann í Arnarmótinu í borðtenn- is, en Jóhann í fyrsta opna meistaramóti TBR i badminton. Frá þessum mótum er greint f opnu blaðsins. „Búnir að afskrifa trtilinn en óttumst ekki fallið /# — VIÐ erum búnir að afskrifa meistaratitilinn og ætlum að eínbeita okkur a8 bikamum. Celtic liðið er svo sterkt að ég held að það sé engin ástæSa til að óttast fall þótt illa hafi gengið i sioustu leikjum, sagði Jóhannes Eðvaldsson þegar Mbl. ræddi við hann úti í Glasgow á sunnudaginn. Daginn áður hafði Celtic tapað fyrir Aberdeen á útivelli 2:1 og var þetta fjórði tapleikur Celtic i röð. — Það einkennilega er að við höfum verið betra liðið i öllum þessum fjórum leikj- um, sagði Jóhannes. En það vantar bara að skora mörkin Framlinumenn- irnir hafa verið i miklu óstuði og það lýsir líklega bezt ástandinu að ég er nú markhæsti maður liðsins með 1 0 mörk og hef ég þó sárasjaldan leikið i fram- línunni helduraðallega á miðjunni. Jóhannes sagði að allt hefði hjálpazt tiað til að gera Celticleikmönnunum lifið erfitt i vetur og í þvi sambandi hefðu meiðsli nokkurra lykilmanna. svo sem Danny McFrain og Pat Stanton, haft mest að segja. Þá hefur markvörðurinn, Peter Latchford, átt misjafna leiki upp á siðkastið og reynd- ar staðið sig herfilega i fjórum siðustu leikjunum að sögn Jóhannesar og hef- ur mátt skrifa þetta 1 —2 mörk á hans reikning i hverjum leik. í leiknum gegn Aberdeen hafði t.d Celtic sótt stanz- laust i byrjun og uppúr einni sóknarlot- unni var knettinum spyrnt langt fram völlinn í átt að marki Celtic Latchford hljóp út á móti boltanum og i stað þess að skjóta boltanum fram reyndi hann að plata framlínumann Aberdeen, Don Sullivan, en mistókst og Sullivan labb- aði rólega með boltann i mannlaust markið Sullivan skoraði bæði mórk Aberdeen en varnarmaðurinn Roddy McDonald skoraði fyrir Celtic 1 0 min- útum fyrir leikslok misnotaði Andy Lynch vitaspyrnu Jóhannes lék á miðj- unni en var færður fram á völlinn i s.h. Litlu munaði að honum tækist að skora eitt sinn en boltinn fór i stöngina. Jóhannes kvað mestar likur á þvi að Rangers yrði meistari, allt gengi þeim í haginn alveg eins og hjá Celtic i fyrra, heppnin fylgdi liðinu i leikjum og eng- in meiðsli hrjáðu leikmenn þess Jóhannes sagði að lokum að hann yrði væntanlega hjá Celtic fram til vors en þá yrði hann örugglega seldur Engir markaðir eru opnir núna nema i Englandi og kvaðst Jóhannes hugsa sig vel um áður en hann tæki tilboði frá ensku liði ef bærist —SS. Haukamaðurinn val- inn í stað Óla Ben. ÞORLÁKUR Kjartansson úr Haukum verður þriðji markvörður fslenzka landsliðsins f handknattleik f HM f Danmörku. Var endanlega tekin ákvörðun um þetta f gær, þar sem þá var loks Ijósl að Ólafur Benediktsson gæti ekki leikið f heimsmeistarakeppninni. Hefur Þorlákur verið varamarkvörður Hauka, en stðð sig mjög vel f leik landsliðs gegn „utlendingum" á dögunum. Hinir markverðir fslenzka liðsins eru Haukamaðurinn Gu'nnar Einarsson og Vfkingurinn Kristján Sigmundsson. Landsliðið hefur nú hægt ferðina og fram að því að farið verður utan á föstudaginn verða aðeins léttar æfingar, gufuböð og nudd. Eins og fram hefur komið leikur íslenzka lið- ið tvo leiki i Noregi um næstu helgi, en slikt var einnig gert á leiðinni til úrslita HM i A- Þýzkalandi 1974. Þá fengu flestir islenzku landsliðsmenn- irnir slæma inflúensu í Noregi og liðu fyrir það þegar kom til keppninnar sjálfrar. Nú skal slikt ekki endurtaka sig og fyrir helgina voru allir landsliðs- mennirnir bólusettir fyrir in- flúensu. í leik landsliðsins á fjáröflun- arkvöldi HSl á miðvikudaginn verður landsliðið valið úr 16 manna landsliðshópnum, sem fer til Danmerkur. Þeir leik- menn sem eiga við einhver minni háttar meiðsli að striða eða hafa ekki jafnað sig eftir bólusetninguna leika þó ekki á miðvikudaginn. —áij Gamlir jaxlar og efnilegir strákar á móti landsliöinu LANDSLIÐIÐ mætir úrvalsliði, að mestu skipuðu leikmönnum úr Fram og Val, á kveðjukvöldi landsliðsmannanna f Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Er þetta sfðasta tækifæri fyrir stuðntngsmenn landsliðsins að sjá landsliðsmenniná f leik áður en þeir halda á heimsmeistarakeppn- ina f Danmörku. Með þvf að mæta f Höllina á miðvikudaginn sýnir fólk stuðning sinn f verki. Það verður þó allt annað en létt fyrir landsliðið að vinna sigur í þessum leik, því í úrvals- liðinu, sem leikur gegn þvi, eru miklir baráttujaxlar, sem ekk- ert gefa eftir, og með þeim nokkrir bráðefnilegir leik- menn. Úrvalsliðið er skipað eft- irtöldum leikmönnum, lands- leikir í svigum: Jens Einarsson, IR (0), Brynjar Kvaran, Val, (0), Stefán Gunnarsson, Val (41), Jón Pétur Jónsson, Val (10), Gisli Blöndal, Val (33), Stein- dór Gunnarsson, Val (10), Gústaf Björnsson, Fram (0), Birgir Jóhannesson, Fram (9), Arnar Guðlaugsson, Fram (3), Pétur Jóhannesson, Fram (23), Sigurbergur Sigsteinsson, Fram (85), Páll Björgvinsson, Vikingi (23), Þorgeir Haralds- son, Haukum (0). Stjórnandi liðsins ' verður Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Fram, en lið hans hefur sýnt miklar framfarir og góða leiki að undanförnu. Stjómmálamenn leika við leikara ALBERT Guðmundsson hefur fengið til liðs við sig ýmsa af yngri stjórnmálamönnum þjóðarinnar f knattspyrnuleik á mðti gamanleikurum á kveðjukvöldi landsliðsins á miðvikudaginn. Með Alberti leika þeir Vilmundur Gylfason, Baldur Óskarsson. Friðrik Söphusson, Eirfkur Tómasson. Andstæðing- arnir verða m.a. Omar Ragnarsson, Halli og Laddi, Bessi Bjarnason, Jörundur og e.t.v. einhverjir fleiri. með knöttinn. Landslið brezkra þingmanna, eina þjóðkjörna landsliðið, þar i landi, lék um helgina á móti koliegum sinum frá V-Þýzkalandi. Sigruðu Bretarnir 3:1 og höfðu á orði að Er ekki að efa að gaman verður að fylgjast með þessum leik og vfst er að kapparnir eru allir fræknir á ýmsum sviðum og f ýmsum íþróttum. En það eru fleiri en íslenzkir stjórnmálamenn, sem leika sér nú hefðu þeir lagt sjálfa heims- meistarana að velli og það væri þvi ekki lengur spurning hvaða þjóð i heiminum væri sterkust i íþróttinni. A síðasta ári gerðu brezku þingmennirnir jafntefli við belgiska þingið. Úrslitaliðin frá HM 1974 'í auðvelda andstæðinqa IJRSLITALIDIN frá sfðustu heimsnieistarakeppni f knattspyrnu, V-Þýzkaland og Holland, ættu ekki að eiga f erfiðleikum með að komast a.m.k. f átta liða úrslitin f Argentfnu f júnf næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar fá trúlega samfylgd Pólverja f átta-liða úrslitin, en Pólverjar urðu f þriðja sæti f HM 1974. Hvorki Mexicó eða Túnis eru Hkleg til að blanda sér f baráttuna f þeim riðli. Hollendingar ættu hins vegar að fá samfylgd eína brezka liðsins f keppninni, Skota, f úrslitin, þar sem bæði Perú og Iran eru talin eiga mun lakari liðuin á að skipa. Staðan i skozku úrvalsdeildinni er nú þessi. Tvö lið falla og verður Celtic þvi að teljast i fallhættu sem stendur: Rangers 22 15 4 3 49 25 34 Aberdeen 23 13 5 5 38 21 31 Partick Thistle 21 10 3 8 30 32 23 Dundee United 21 8 6 7 24 17 22 Motherwell 23 9 4 10 30 29 22 Hibernian 21 8 4 9 20 20 20 Celtic 21 8 3 10 31 31 19 St. Mirren 22 7 4 1 1 32 36 18 Ayr United 22 7 4 1 1 24 41 18 Clydebank 20 3 3 14 12 38 9 Dregið var i riðla i úrslitum Heimsmeistarakeppninnar i Buenos Aires á laugardaginn og var mikilt viðbúnaður vegna dráttarins. Þurfti m.a. að loka göt- um i miðborginni vegna ótta við öngþveiti af völdum fólks, sem helzt vildi vera viðstatt dráttinn. Riðlaskiptingin varð sem hér seg- ir: Riðill 1: Argentina, Ungverja- land, Frakkland, Italia Riðill 2: Pólland, V-Þýzkaland, Túnis, Mexikó Riðill 3: Austurríki, Spánn, Svi- þjóð, Brasilía Riðill 4: HoIIand, Iran, Perú, Skotland. Fyrsti riðillinn er tvimælalaust jafnasti riðillinn } keppninni og erfitt að segja til um hver úrslitin verða þar, en ekki er óliklegt að lið Itala og Argentinsku gestgjaf- anna komist áfram. I þriðja riðli eru Brasiliumenn liklegastir til að bera sig úr býtum, en um ann- að sætið i riðlinum verður örugg- lega hart barizt og Spánverjar og Sviar virðast eiga j'afna mögu- leika. Keppnin hefst i Argentinu i byrjun júni og fara leikarnir fram STANDARD TAPAÐI Á HEIMAVELLI STANDARD LIEGE tapaði leik sinum á heimavelli gegn Anderlecht á laugardaginn 0:1 og náði Brugge þvi þriggja stiga forskoti ! belgisku 1. deildinni. Ásgeir Sigurvinsson lék með Standard og átti góðan leik að viðstöddum 40 þúsund áhorfendum. Beveren og Anderlecht eru i 3. og 4. sæti i deildinni með 26 stig hvort félag, Standard hefur 28 stig. Brugge 31 stig. á fjórum stöðum i landinu. I fréttaskeytum i gær var lýst við- brögðum fulltrúa hinna ýmsu landsliða og voru sjónarmið þjóð- anna eins mörg og þeir, sem rætt var við. Skotar voru mjög ánægðir með sinn riðil, sömu sögur er að segja um Hollendinga, Pólverja og Vestur-Þjóðverja. Jafnvel Sviar létu í ljós ánægju sina og telja sig eiga mikla möguleika á að komast áfram í keppninni. Fulltrúar liðanna í 1. riðli voru flestir mjög óhressir og sögðu Frakkar t.d. að þeir hefðu ekki getað fengið verri andstæðinga en liðin, sem leika með þeim i riðlin- um, enda leika öll liðin þar tiltölu- lega svipaða knattspyrnu. Það eina sem er ljóst á þessu stigi málsins eftir dráttinn á laugardaginn er að tveir riðlanna eru mjög jafnir, en i tveimur riðl- anna er hins vegar útlit fyrir létt- an róður beztu liðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.