Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 31 Boris Spassky: Hætti vegna óheiðarleika dómaranna — segir rétt skákmanna hafa verið fótum troðinn og lýsir ábyrgð á hendur forystu Alþjóðaskáksambandsins París, 15. janúar A.P. „MÉR VARÐ það Ijóst í 18. skákinni, að dómarar einvígisins voru óheiðariegir í minn garð og þess vegna ákvað ég að enda einvígið við upphaf biðskákar- innar," sagði Boris Spassky f samtali við frönsku sjðnvarpsstöðina AFP um helgina og hann bætti þvf við, að staða hans þá hefði engan veginn verið töpuð. „Dómarinn gætti ekki hlutleysis," sagði Spassky, „sér- staklega varð ég þess var f 17. skákinni, þegar hann beinlínis truflaði einbeitingu mfna meðan ég átti leik." Spassky sagði dómarann hafa boðið jafntefli fyrir hönd Kortsnojs, en til slíks hefði hann ekki haft neinn rétt. f þessu símtali við frönsku sjónvarpsstöðina fór Spassky hörðum orðum um dr. Max Euwe, forseta Alþjóðaskáksambandsins, og aðaldómara einvfgisins, Bozidar Kasic, sagði hann greinilega hafa verið hlynntan Kortsnoj. Hann sagði að eftir 10. skákina hefði Kortsnoj lagt kapp á að „eyðileggja frið minn" og sagði, að bæði Kortsnoj og Kasic hefðu truflað sig í umhugsunartfma sfnum. Um Kortsnoj sagði Spassky, að hann hefði „týnt siðferðishugsjónum sínum" í einvfginu og því væri „framtfð hans, siðferðilega og skáklega, Iftils virði". Spassky kvaðst mæst mundu tefla á skákmðti í Júgóslavfu, sem hefst 26. febrúar n.k. og kvaðst ætla að tefla tíðar opinberlega og hef ja nýjan skákferil. — 0 — „Spassky ætlar sér ekki að ræða þetta einvígi við f jölmiðla í bráð," sagði Marina Spassky, er Mbl. reyndi á föstudag að ná tali af manni hennar, en eins og komið hefur fram i blaðinu, svaraði Spassky óskum Mbl. um samtal á meðan á einvíginu stóð jafnan þannig að hann vildi ekki ræða við fjölmiðla. Spassky bað konu sfna hins veg- ar að benda Mbl. á opið bré'f, sem hann hefði skrifað skák- mönnum 2. janúar sl. Texti þessa bréfs fer hér á eftir: „Bréf til skákmanna. í þessu einvígi berst ég fyrir því að bæta taflmennsku mína og hindra það, að ég verði trufl- aður í umhugsunartíma mín- um. Þess vegna notfæri ég mér hvildarherbergið, þaðan sem ég get séð á sýningarborðið, ekki aðeins þegar andstæðingur minn á leik heldur einnig þegar ég á leik sjálfur. Hvað er í fljótu bragði rangt við þetta? Það er réttur skák- manna að fara svo með um- hugsunartíma sinn sem hann kýs, ef hann aðeins gætir þess að brjóta ekki reglur Alþjóða- skáksambandsins, gengur ekki í berhögg við það samkomulag, sem gert var um aðstæður og aðbúnað á einvigisstað 20. nóv- ember 1977, og hefur ekki af- skipti af andstæðingi sínum. En sú aðferð, sem ég hef kos- ið við að eyða umhugsunartíma mínum, hefur vakið öfgafulla óánægju herra Kortsnojs, sem hefur nefnt hana „bellibrögð" og sagt hana „ólöglega". Hann vill ekki að ég ráði minum um- hugsunartíma, heldur hann og hann vill, að ég megi ekki vera fjarri skákborðinu, þegar ég á leik. Og þar sem ég hef nú þegar notað þessa aðferð óátal- ið af dómarans hálfu, þá felst það i afstöðu Kortsnojs að það sé hann, en ekki dómarinn, sem eigi að haf a stjórn á mér i þessu einvigi. Og eins og sýndi sig i biðskákinni úr 10. umferð ein- vígisins, þá telur herra Korts- noj að hann hafi ekki aðeins rétt til að ráða mér heldur einn- ig til að hafa afskipti af mér I mínum umhugsunartima, með- an mín klukka gengur. Slíkt er hreint brot á reglum Alþjóða- skáksambandsins. Af þessu leiðir að mismun- andi afstaða til þess, hvernig skákmanninum leyfist að nota sinn umhugsunartíma, er kjarni þeirrar deilu, sem hér er um að ræða. Hvernig var þessi deila leyst? Ég hef alltaf litið svo á, að eitt höfuðverkefni Alþjóðaskák- sambandsins sé að standa vörð um og tryggja rétt atvinnuskák- manna. Til þess heyrir einnig að tryggja þeim sem beztar keppnisaðstæður. Verði skák- maður fyrir truflun, hvað er þá eðlilegra en að hann leiti leiðar, sem gerir honum fært að ein- beita sér sem bezt að skákinni? Þar sem kjarninn i reglum Al- þjóðaskáksambandsins er að tryggja skákmanninum frið, þegar hann á leik, er það eitt meginhlutverk dómarans að framfylgja þeim. Hér var um það að ræða að einn skákmaður hefði frið, þeg- ar hann átti leik, en það olli áhyggjum andstæðings hans, þegar sá átti ekki leik. Stjórn Alþjóðaskáksambandsins og dómnefnd einvigisins ákváðu að „jafna metin" og breyta út af því samkomulagi, sem gert hafði verið, til að eyðileggja þann frið, sem mér hafði tekizt með harðfylgi að vinna mér. Alþjóðaskáksambandið gerði hér tilraun, — ekki til að vernda rétt keppenda, heldur til að niðast á honum til þess að koma til móts við réttlaus mót- mæli. Akvörðun dómara einvigis- ins, herra B(ozidar) Kazic, frá 31. desember 1977 tryggir mér ekki rétt minn til að hafa frið þegar ég á leik, og tryggir mér heldur ekki það, að andstæð- ingur minn trufli mig ekki. Það samkomulag, sem keppendur féllust á fyrir einvígið, hefur verð brotið. Klefarnir, sem áttu BÆÐI Kortsnoj og Spassky mættu til verðlauna- hófsins, sem haldið var að loknu einvígi þeirra í Belgrad á föstudagskvöld. Skákmennirnir sátu hvor við sitt borð og ræddust ekki við. Kortsnoj var formlega útnefndur sigurvegari einvígisins og áskorandi Karpovs í einviginu um heimsmeistara- titilinn og hlaut hann að verðlaunum 15.625 doll- ara, bifreið og málverk eftir júgóslavneska málar- ann Milic Od Macve. í hlut Spasskys komu 3/8 hlutur verðlaunasjóðsins; 9.375 dollarar og hann fékk sams konar bifreið og áskorandinn. Myndirnar sýna Milan Relin, forstjóra Duga- fyrirtækisins, og formann einvígisnefndarinnar, afhenda þeim Kortsnoj (efri mynd) og Spassky (neðri mynd) verðlaunin. — Símamynd: AP. að tryggja keppendum frið, voru opnaðir. Þar með hefur undirstöðum einvígis verið kippt í burtu og þess vegna verður þvi ekki stjórnað. Ein- vígið færist nú yfir á það stig, að vera vettvangur, þar sem „allt er Ieyfilegt" svo ég vitni til orða Dostoevskys. Enginn veit lengur, hver er réttur keppenda né heldur hverjar skyldur þeirra eru. Það er augljóst að með þessu hefur einvígið misst tilgang sinn. Mér er engin launung á þvi að spurningin um að neita því að berjast áfram undir þess- um kringumstæðum varð mér ofarlega i huga, þar sem ég tel §,(> réttindi skákmanna hafi ver- ið fótum troðin. En ég ákvað á tefla áfram af einni ástæðu: til að sýna skákheiminum i hvers konar ógöngur hægt er að setja einvigi sem þetta, þegar undir- stöðuskilyrði þess eru brotin, samþykktar aðstæður og réttur skákmanns til friðar, þegar hannáleik. Ég lýsi ábyrgðinni á hendur forystu Alþjóðaskáksambands- ins og persónulega á hendur forseta þess, herra M(ax) Euwe. Það er sannfæring min að það sé ófært að eyðileggja eina af meginundirstöðum Alþjóða- skáksambandsins, þar sem rétt- indi skákmanna eru. 2. janúar 1978 BorisSpassky." Jón Konráðsson, Selfossi: Hver heldur í tauminn? FORORÐ Þau hafa tvfmennt langa leið og laglega klofið strauminn. Biblfan að baki reið, en belíat hélt f tauminn. Þetta er gömul vísa. Ég hygg, að fáir vilji samþykkja hana skil- yrðislaust. Hún lýsir fullmikilli svartsýni. Það mun vera mála sannast, að ýmsir haldi um taum- ipn. Það kemur alltof oft fyrir, að rokið er upp með dóma um matar- tegundir, dóma, sem stangast á við reynsluna. Þar hefur mjólkin ekki orið útundan, mjólkin, sú f*ð« 0« Sá drykkur, scm haldið hefur lífi í íslensku þjóðinni frá því hún varð til. En um hveitið og sykurinn er minna skrifað til hnjóðs, þó ótrúlegt sé. Vilhjálmur Stefánsson mann- fræðingur og norðurfari sagði að hver þjóð ætti sem mest að lifa á þeim matvælum, er hennar land gæfi af sér eða sjórinn kringum strendurnar. Náttúrlega má fara þannig með alla fæðu í matreiðsl- unni að gera hana lélega eða jafn- vel hálfónýtan mat. Þar til kemur of mikil suða, sem alltof margir viðhafa. Skökk matreiðsla og of lítil neysia á gamla hefðbundna þjóöarmat num og innfluttar skao- ræðisvörur, eins og t.d. hveiti og sykur, eiga sinn stóra þátt i tann- skemmdum og heilsuleysi þjóðar- innar. Gróðurhúsahiti í íbúðum ásamt skökkum klæðnaði er skaðlegt og orsakar kvef og linku meðal ís- lendinga. Þetta kom berlega i ljós i kennarastarfi minu og eftirtekt á þeim fjölda manns, er ég hef kynnst á lífsleiðinni, en ég man tímana frá sfðustu aldamótum og þó ögn fyrr. Þeir sem höfðu nóg af íslenzk- um mat til forna og fram yfir siðustu aldamót, fengu aldrei tannpínu eða tannskemmdir. Og ullarfatnaðurinn tók til sin og leiddi burt frá líkamanum þá út- gufun, sem myndast meðan hjart- að slær og lífið varir. Þetta geng- ur örast hjá æskunni og hjá þeim, er líkamlegt starf inna af hendi. , Ullarfatnaður er slæmur hitaleið- ari og kemur oft i veg fyrir ofkæl- ingu og kvef. Næstur að gæðum er bómullarfatnaðurinm, en hann er gerður úr líf rænum efnum. Ja. ullarfötin kcnui ekki I veg Jón Konráðsson fyrir öndun og útgufun likamans eins og nælonfötin gera nú á tím- um. Ekki veit ég hvenær orðið nælonkvef kom í málið. Þar er nagHnnhittur4oöf«4W. K »-fV , . tt4« Orðið að hita mjólk tekur yfir margar hitagráður, einnig orðið að velgja mjólk, en þá er hitunin minni og engin hætta á bætiefna- tapi. I gamla daga var til orðasam- bandið að flóa mjólk. Þá var látin koma upp suða á mjólkinni áður en hennar var neytt. Stundum var hún rauðseydd, svona til tilbreyt- ingar. Ef fólk vildi neyta mikillar mjólkur, þá þótti hollara að flóa eitthvað af henni. Ef mjólkin er óvægilega flóuð, þá geta bætiefnin farið úr henni. Fólk þarf að kunna meðferð á mjólk til matar. Fólk verður að vita hvað átt er við þegar talað er um að velgja mjólk, hita mjólk eða flóa mjólk. Kunna allar þess- ar aðferðir með blessaða mjólk- ina. Lfta ekki týnast úr málinu orðið að flóa mjólk. Ég kynntist i gamla daga myndarheimili, sem hafði oft i kvöldmat súrt slátur og flóaða mjólk. Mjólkin og mjólkurmaturínn, Fra»taaMábU.2«.. M '*. '*» : *.- • . .;, r*>, • . ^^•-iii'/-'' * 'omU - ^ -«-* vv:-4fei.v ^ *- ?*&>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.