Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 23 Vinsældir Cart- ers minnka enn Washington, 15. jan. AP. ÁNÆGJA Bandaríkja- manna með frammistöðu Carters forseta í embætti fer minnkandi þrátt fyrir ferð hans yfir hafið, að þvi er niðurstöður skoðana- könnunar á vegum AP og NBC sjónvarpsstöðvarinn- ar gef a til kynna. Aðeins 41% þeirra sem létu álit sitt i ljós töldu hann hafa staðið sig mjög vel eða ágætlega. Um 57% töldu hann hafa staðið sig sæmilega eða illa, en 2% voru óákveðnir. Þetta hlutfall er það iægsta sem út hefur komið frá þvi að Carter tók við embætti fyrir einu ári. 1 síðustu könnun sem sömu aðilar stóðu að i nóvember s.l. voru 43% ánægðir með starf Carters i forsetastóli, en 54% óánægðir. Venjulega hafa ferðir forseta Bandarikjanna til annarra landa aukið mjög á vinsældir þeirra, og var búist við þvi að 9 daga ferð Carters um áramótin myndi auka álit fólksins á honum. T.d. eftir ferð Carters til Englands og Sviss i mai á siðasta ári, voru það 61 % i skoðanakönnun sem voru ánægð- ir með starf hans og aðeins 28% sem lýstu óánægju sinni með ann. t þessari nýju könnun voru u.þ.b. 39% þeirra sem spurðir voru fremur ánægðir með utan- ríkisstefnu Carters gegn 55% sem töldu hana slæma. Er það nokkuð betri útkoma en i nóvember s.l. Varðandi hlutverk Carters i samningaviðræðum um frið i Mið- Austurlöndum voru nokkuð fleiri ánægðir með frammistöðu hans en I nóvember s.l. m?f^: *" T™- ' wí JtJ-**~" ¦ í • í»i- 'f -X^." ^ Þessar mam mútstennur komu nýverið f Ijös er verið var ao vinna að framræslu votleiidis á samyrkjubúi á Kirov-svæðinu f Sovétrfkjunum. Tennurnar eru úr mammút, sem látist hefur 50 ára að aldri. Eru þær nú til synis á Feodocia-safninu. Forstöðumaður safnsins sést hér á fundarstaðnum. . _ . AP-mynd Mannræningi slapp — en sneri aftur Áhöfn Soyuzar 27. til jarðar í Soyuzi 26. Vfn 15. juiúar. Reuler. MAÐUR, grunaður um mannrán, slapp úr höndum lögreglunnar með þvf að hoppa út um glugga á annarri hæð lögreglustöðvarbygg- ingar f gærnótt, en hringdi stuttu seinna f lögregluna og bað hana að sækja sig, að sögn lögreglunn- ar. Talsmaður lögreglunnar sagði að Paul Francsics, 27 ára náms- maður hefði hlaupið talsverða íkveikja í nætur- klúbbi Barcelona, Spáni, 15. janúar. Reuter. AP. EINN stærsti næturklúbburinn á Spáni brann næstum til grunna f dag. Nokkrir menn hafa verið handteknir, en lögreglan telur að um fkveikju haf i verið að ræða. Einn maður lét Iffið og þriggja er saknað, en þeir voru attir starfsmenn næturklúbbsins sem var lokaður er eldurinn braust út. Vitni að brunanum I Scala- næturklúbbnum segir að nokkur ungmenni hafi verið völd að brunanum og m.a. hefði stúlka kastað eldsprengju inn um dyr, sem þau hefðu rifið upp. Lögregl- an telur að árásin á næturklúbb- inn geti verið liður í mótmælaað- gerðum félaga úr hópi Mao- sinnaðra kommúnista, en þeir köstuðu. eldsprengjum að lög- reglumðnnum og inn í verzlanir í miðborg Barcelona á sunnudags- kvöldið. Ríkisútvarpið hefur skýrt frá þvf, að þangað hafi hringt óþekkt- ur maður, sem lýst hafi öfgafull- an hóp vinstrisinna ábyrgan fyrir brunanum. vegalengd þrátt fyrir slæm bein- brot á fæti og hðndum, sem hann hlaut við stökkið úr 14 metra hæð út um gluggann. Innan klukkustundar hringdi hann i lögregluna og bað um hjálp, þar sem hann væri illa meiddur. Franciscs v.ar grunaður um að hafa rænt eiginkonu efnaðs kaupsýslumanns i siðasta mánuði. Hann skýrði frá þvi á sjúkrahúsinu að hann hygðist fremja sjálfsmorð fremur en að þola lengri vist i fangelsi. Hann var handtekinn ásamt öðrum manni á fimmtudag, en þeir hafa báðir viðurkennt á sig mannránið og nokkur bankarán á siðasta ári. Lausnargjaldið fyrir konuna hefur næstum allt komist tii skila. Moskvu, 16. janúar. AP. Reuter. SOVÉSKU geimfararnir f Soyuzi 27. lentu f dag heilu og höldnu eftir að hafa dvalið fimm daga um borð f Satyut- geimvfsindastöðinni ásamt tveim- ur öðrum Sovézkum geimförum. Lenti farkostur þeírra „mjúkri lendingu" á fyrirframákveðnum stað, 310 kflómetra vestur af borg- inni Tselinograd í Kazakhstan. Geimfararnir Dzhanibekov og Makarov sem héldu i fyrri viku út i geiminn i Soyus 27. sneru til jarðar i Soyusi 26. A Soyusi 26. héldu þeir Romanenko og Grechko út i geim- inn fyrir um 5 vikum en þeir dvelja áfram í Salyut. Er fyrst- nefndu geimfararnir tengdu far sitt Salyut voru þrjú geimför i fyrsta sinn tengd saman í geimn- um. Sovétmenn hafa lítið látið uppi um ferð þcssa, en álitið er að hún sé eitt mikilvægasta skrefið sem þeir hafa stigið. I þeirri áætlun sinni að starfrækja mannaða geimrannsóknastöð i geimnum. Hugmynd þeirra er að hafa að jafnaði mannaða visindastöð starfandi i háloftunum og verður mannskap „skotið" á milli jarðar og stöðvar eftir þvl sem henta þykir. D zindzihash vili vann í Hastings ISRAELSKI stórmeistarinn Roman Dzindzihashvili fór með sigur af hólmi á skákmótinu í Hastings, sem lauk á laugardag. Hann tefldi í sfðustu viku við Vlastimil Hort og sömdu þeir fljótlega um jafntefli, en ung- verski stórmeistarinn Sax gafst upp fyrir Nunn eftir 58 leiki, og varð Sax þvi jafn Petrosjan að vinningum, en Petrosjan gerði jafntefli við Shamkovich i 15 leikja skák. Dzindzihashvili hiaut Nikóíí núðun í stað vindlinga Washinglon, 1S. janúai. Al'. TILRAUNIR með að láta reyk- ingamenn anda að sér nikótfni úr úðunarbrúsum, benda til þess, að með þeim hætti megi venja þá af sigarettureyking- um, samkvæmt upplýsingum frá bandarfsku krabbameins- rannsóknastofnuninni. Þó að rannsóknirnar séu enn á frumstigi, eru vísindamenn vongóðir um að níkótinúðun reynist skaðlausara en síga- rettureykingar, sem auk níkó- tins innihalda mjðg skaðlegt carbon-monoxíð, tjöru og aðrar skaðvænlegar gastegundir. Fyrstu niðurstöðurnar í þess- um tilraunum benda til þess að nfkótínþörf viðkomandi geti með öllu horfið með þessari að- ferð. Að sögn dr. Giobatta Gori, yfirmanns þeirrar deildar stofnunarinnar sem rannsakar orsakir krabbameins og varnir gegn þvi, lof a próf anirnar mjög góðu. Ætiunin sé ekki sú að beina ávana reykingamanna frá sígarettum að neyzlu hreins nfkótins, en þó væri það álit visindamanna að sigaretturnar væru öllu skaðlegri. Stefnt væri að þvi að venja menn af sígarettureykingum og síðan af neyzlu nikótíns. Gori sagði jafnframt að af öllum tilraunum i þá átt að finna lyf til hjálpar fólki til að venja sig af reykingum hafi nikótínúðun reynst árangurs- ríkust. Fyrsta tilraunin hafi verið gerð fyrir 7 mánuðum, er 20 menn buðu sig fram til þátt- töku. Meirihluti þeirra hefðu að þremur vikum liðnum hætt reykingum að fullu. Niðurstöð- ur sýndu að árangurinn væri meiri en þau 20% sem væri mesti árangur sem fengist hefði úr tilraunum sem gerðar hafa verið til varnar gegn reyk- ingum. 10V4 vinning á mótinu, Petrosjan og Sax 9H og Hort varð fjórði með 9 vinninga. Jonathan Mestel náði árangri sem dugir til stórmeist- aratitils og er hann fjórði stór- meistarinn, sem Bretar eignast, og landi hans Jonathan Speelman náði alþjóðlegum meistaratitli. Þeir tveir tefldu saman i síðustu umferð og þurfti hvor um sig hálfan vinning til síns titils. Þeir sömdu um jafntefli eftir 11 leiki. Næstur Hort að uinningum kom Mestel með 8\é vinning, Tarjan hlaut 8 vinninga, Sveshnikov 7W, Speelman 7, Nunn og Shamkovich 6H, Fedrowicz og Webb 5V4, Tid- sall 4H og Botterill og Kagan ráku lestina með 3V4 vinning hvor. Önnur úrslit í síðustu umferð- inn: T:rjan og Fedorowicz gerðu jafntefli, Webb vann Tisdall, Kagan vann Sveshnikov i 75 leikj- um, Botterill sat hjá. Fótbrotnaði í leit að ótrúrri Mílanó, 16. jan. AP. AFBRVÐISSAMUR eiginmað- ur fótbrotnaði er hann reyndi að siga i bandi niður húsvegg íbúðablokkar hér i borg. Hann ætlaði að standa ótrúa eigin- konu sina að verki, en bandið brast og maðurinn féll niður á svalir og brotnaði á öðrum fæti. Ibúar sem urðu hans var- ir töldu þjóf vera á ferð og kölluðu á lögreglu. Við eftir- grennslan kom i ljós að eigin- kona hans var ekki í trúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.