Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 11 / MUSICA POETICA Uppruni tónlistar er tviþættur. Hann grundvallast annars vegar á rannsóknum mannsins á hljómg- un efnisins, sem eru varðandi hljóðfærasmíði nátengdar þróun smíðatækninnar, og hins vegar tónmyndunarmöguleikum manns- ins sjálfs, sem eru samofnir þró- un hljóðtákna er náð hafa að þró- ast í margvísleg og flókin hljóð- merkjakerfi. Eðlilega náði maður- inn fyrr valdi yfir söng sem list- grein en hljóðfæraleik, en hann er háður-keðjuverkandi áhrifum smíða og leiktækni. Talið er að söngur hafi mjög snemma klofn- að, öðlast tvenns konar merkingu, þ.e. klofnað í hljóð, sem urðu táknandi fyrir ýmis fyrirbæri (tungumál) og merkingarlausa hljóðmyndun, sem nátengd var tilfinningalegri upplifun (gald- ur). Samkvæmt því sem nú er vitað um viðhorf f ornra menning- arþjóða til tónlistar, þá var hljóð- ið talið gætt túlkandi eiginleik- um, galdri, sem ekki varð skil- greindur gagnstætt skilgreinandi merkingu orða. Þannig varð söng- ur máttug listgrein, þar sem skil- greinandi mérking orða var mögnuð tilfinningalegri túlkun, eins og nokkurs konar leikræn tjáning og hversdagslegum fyrir- bærum lyft á æðra stig. I formi sterkrar upplifunar. Með stofnun kristinnar kirkju verður markmið kirkjusöngsins smátt og smátt ópersónubundin hljóðtignun, þar sem leitast er við að likja eftir mikilleik og risavöxnu margfeldi Guðs með stórfenglegum hljóm- bálki og íburðarmiklu raddferli. Um aldamótin 1600 eru tónlistar- menn farnir að ræða um tiilkun og komast að þeirri niðurstöðu, að fjölröddunin hefti hana. Sú óper- sónulega lagmótun sem hófst með slétta söngnum, við stofnum krist- innar kirkju, og þróaðist upp í rismikinn hljómbálk fjölröddun- ar, hefur, eins og Vincenzo Galilei ritar (1581), náð því marki „að gleðja aðeins flytjandann og að eina ánægjan, sem hlustandi hef- ur af kontrapunktískri tónlist, er aö fylgjast með flóknu raddferii hennar, sem veitir aðeins vitræna ánægju, en tilfinning og boðskap- ur textans er algerlega sniðgeng- inn." Vegna hins flókna raddferils var ekki mögulegt að nota viða- mikinn texta og hafði notkun textans fram að þessum tima sí- fellt skipt minna máli og var oft ekki meira en nokkur orð. I bar- áttu sinni við þessa þróun beittu ítalskir tónlistarmenn rökum, sem sótt voru í gríska sögu. „Ahrif griskrar tónlistar á tilfinh- ingar voru mjög sterk og meðal annars var tónlist notuð til að temja dýr og framkalla margvis- leg og undursamleg geðhrif, sem ekki er hægt með kontrapunkt- isku tónlistinni i dag. Grísk tón- list var mónódísk og hlýtur það, m.a. að vera ástæðan fyrir ágæti hennar, þar sem skynsamleg sam- setning laglinu, hljóma og hryns stendur undir skýrum og túlkandi flutningi textans." (Galilei). Þannig standa málin um 1600. Sönglagið, sem hafði að mestu varðveist serri alþýðutónlist eða sem lífilfjörleg skemmtitónlist, var nú tekið til meðferðar og sam- hliða þessari vakningu verður einsöngurinn þýðingarmikill aðili og tími söngsnillinganna rennur upp. Trió sem nefnir sig Musica Poetica flutti í Austurbæjarbíói tónlist þá, sem um 1600 er á mörk- um alþýðu- og klassískrar söng- tónlistar og veraldleg tónlist Vest- urlanda er að miklu leyti grund- völluð á. Fyrstu verkefnin voru eftir ítalska söngvara og tónskáld. Fyrsta lagið er eftir Marchetto Cara, sem starfaði hjá hinni gáf- uðu greifynju Isabellá d'Este í Mantua. Um Cara var ritað að „söngur hans var mjög fagur, ekki síst vegna þess að hann gæddi orðin undursamlegum krafti og glæsileik." Cara er tal- inn eitt fyrsta söngtónskáld ítala og voru Frottolurnar hans and- svar gegn áhrifum fransk- flæmskra söngva. Annað lagið var eftir Caccini, sem með Galilei og Peri lagði grundvöllinn að verald- legri tónlist ítala. Amarilli er eitt frægasta lag Caccinis, en hann lærði söng í Napólí. Söngstíll Napólibúa var svo sérstæður að hann var kallaður „alla Napól- itana" og er liklegt að Falamero, höfundur þriðja lagsins, hafi ver- ið söngvari frá Napóli. Næstu við- fangsefnin voru frá Spáni, en þar í landi var löng hefð i flutningi söng og lútutónlistar, sem talin er að uppruna frá Márum. Luis Milan og Alonso Mundarra sömdu mikið fyrir lútu og Vihuela. Diego Ortiz var „maestro de capilla" hjá hertoganum af Alba, meðan hann var sendiherra í Napólí og síðar á Spáni. Hann samdi margvislega tónlist og auk þess ritgerð um „listina að semja tilbrigði á hljóð- færi". Tónllsl eftir JON ÁSGEIRSSON Juan Vasquez starfaði i Anda- lúsíu og samdi aðallega verald- lega tónlist. Þriðji flokkur tón- leikanna var tónlist frá Frakk- landi, en þar höfðu trúbadorarnir lagt grunninn að túlkun orðsins I söng. Adrian Le Roy var fyrst og fremst útgefandi, en gerði mikið af þvi að útsetja söngtónlist fyrir lútu og ritaði bók um það, hvernig best er að umrita kórtónlist fyrir einsöng með lútuundirleik. Það gagnar ef til vill litið að halda þessari upptalningu áfram, en þvi er þessi formáli um sögu tónlistar og höfunda orðinn svo langur, að það kom undirrituðum á óvart hversu hljómleikagestir virtust vera slegnir út af laginu. Það er varla nema von að fólki fallist hendur, svona fyrst til að byrja með, þegar flutt er tónlist sem tilheyrir löngu liðnum menning- artímabilum, sem auk þess eru án allrar menningarlegrar samsvör- unar í islenskri sögu. Það þarf nauðsynlega að undirbúa slika tónleika og veita meiri upplýsing- ar um tónlist og höfunda, svo fólk geti notið flutningsins að gagni. Michael Schopper er ágætur söngvari og flutti söngvana með nærfærni en stundum of mikilli. Dieter Kirsch lútuleikari og Laurenzius Strehl gambaleikari aðstoðuðu af smekkvisi. Besti hluti tónleikanna voru ensku lög- in, sérstaklega eftir John Dowland. Hann var víðfrægur og dáður en dó f fátækt, umkomu- laus og bitur. Söngtónlist eftir Dowland er talin með þeirri bestu sem rituð var á þessari gullöld söngsins. Philipp Rosetter var einnig frægur lútuleikari og eftir hann fluttu félagarnir þrjú lög, þar á meðal hið fræga What then is love but mourning, sem Schopper söng frábærlega vel. Fynr undirritaðan var þessi söngskemmtun einhver sú besta, um langan tíma, fyrst og fremst vegna tónlistarinnar, sem býr yfir þeim töfrum, sem ekki verða skil- greindir i orðum. Jón Asgeirsson Stolnar stundir H jörtur Pálsson Hjörtur Pálsson: FIMMSTRENGJALJÓÐ Helgafell 1977. LJÖÐ Hjartar Pálssonar sverja sig I ætt við skáldskap einkenn- andi fyrir islenska fræðimenn sem yrkja í tómstundum sínum. Oftast eru þessi ljóð hefðbundin að formi, en með ýmsum tilbrigð- um þó. Eftir formbyltinguna hafa sumir þessara fræðimanna ort jöfnum höndum rímað og órimað. En það breytir ekki svo miklu. Hugsunin er yfirleitt i föstum skorðum, ekki er hætt sér of langt til móts við það sem nýstárlegt gæti kallast. Ætli ljóð eins og til dæmis Leit í Fimmstrengjaljóð- um Hjartar Pálssonar segi ekki eitthvað um þetta: Eins og f inna opna perluskel óvænt: að finna til á n.fjan hátt og ætia að binda alla reynslu slna f orð á samri stund ... Og leita þeirra lengi,. uns liún er týnd f löðrið hvftt sem flæðir yfirsandinn. Þetta er vel ort eins og svo mörg ljóð i Fimmstrengjaljóðum. Ann- að ljóð, Að sitja, þykir mér einnig lýsa skáldinu prýðilega: Að sitja yfir þessum stóru bðkum með klukku sem gengur hægt nei betri eru stolnar stundir og ðskrifaðar bækur. Þetta brot úr Að sitja eru orð lifsnautnamanns með "niðurstöð- inni „ekkert er betra en annað". Viss togstreita i skáldskap Hjart- ar Pálssonar milli skyldu og frelsiskenndar sem heimtar að fá að njóta sín gæðir sum ljóðin spennu og gerir þau skemmtileg aflestrar. Hjörtur kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur, reynir ekki að leynast bak við hátíðlegt líkinga- og myndmál þótt því bregði að vísu fyrir. Per- sónulegustu ljóðin þykja mér at- hyglisverðust. í þeim kynnumst við skáldi sem vill ekki sýnast, er hreinskilinn og umfram allt mannlegur. Eg held að iðkun ljóðagerðar af sliku tagi eigi einna best við skáldskapargáfu Hjartar. I þeim kemur fram glerni sem Hirti er eiginleg og á lika rétt á sér í ljóði, ekki síður en alvara. Tilbúið undir tréverk tiJ sölu 3ja herb. íbúð við Spóahóla tilbúin undir tréverk. íbúðin er á 3. hæð í 3ja hæða stigahúsi og verður tilbúin undir tréverk 1. nóv. n.k. Jörfabakki 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Jörvabakka. íbúðin er um 100 fm. Þvottaherbergi inn af eldhúsi. íbúðin getur verið laus fljótlega. Uppl. í símum 73732 — 86854. Til sölu Fasteignin Bolholt 6 í°DDCC£ DDODDDU íOOOOöCCDC CDDOOOffliDHCD ¦ PS l' n ! 'iiil BIIHU miimiim ¦ ........H I ! !......i iii'iiiiiIi Vorum að fá til sölumeðferðar fasteignina nr. 6 við Bolholt. Samanlagður gólfflöíur hússins er ca. 4000 fm. Hugsanlegt er að selja eignina í einu lagi eða minni einingum. Teikningar og allar frekari upplýsingar á skrif- stofunni. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT58-60 SÍMAR -35300 & 35301 Agnar Ólafsson. Arnar Sigurðsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Því skal ekki leynt að sum ljóð þessarar bókar kann ég ekki að meta. Ég felli mig til dæmis ekki við Sveig á aðventu, en býst við að mörgum muni þykja þessi hispurslausi ljóðaflokkur um fæð- ingu Krists forvitnilegur. I Hverfisgötu, fjórða kafla bókar- innar, eru hásk ljóð sem hitta i mark, til dæmis Frjálslyndi þar sem vikið er að afskiptasemi þeirra sem vilja hafa vit fyrir öðrum. Nokkur ástaljóð bókarinnar eru Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON frumleg til að mynda 1 orðastað ófrjós Aþenings og Varnarleysi. önnur eru átakalitil, bergmál frá öðrum skáldum: Isöld og Þér ann ég þó eru meðal þeirra. Fimmstrengjaljóð er að mörgu leyti ójöfn bók, en ber þess vitni að skáldið stefnir að listrænu landnámi tilfinninga og vits- muna. Bókin er að minum dómi ekki það framhald Dynfaravisna (1972) sem vænta mátti. En þetta er fjölbreytt ljóðasafn og um vis- bending merkilega þróun íslenskrar ljóðlistar. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ^^k AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 82744 NYLENDUGATA 70 FM 3ja herbergia ibúð i þribýlishúsi. Góðar innréttingar. Verð 5.5—6 millj. Útb. 4 millj. RAUÐARAR- STÍGUR CA. 75 FM Góð 3ja herbergja ibúð á jarð- hæð I fjölbýlishúsi. Laus fljót- lega. Útb. 4.4 millj. HÓFGEROI 85 FM 3ja herbergja sérhæð i tvibýlis- húsi. Sér inngangur, sér hiti, falleg lóð. Bilskúrsréttur. Verð 9 millj. Útb. 6 millj. FRAMNES- VEGUR 115FM 4ra—5 herbergja hæð + ris i tvibýlishúsi. Hugguleg ibúð með sér hita og sér inngangi. Verð 8.5 millj. Útb. 6 millj. HRAUNPRÝÐI 120FM Neðri hæð i tvibýlishúsi. Húsið er forskalað timbur og er 5 her- bergi. Sér hiti, sér inngangur. Verð 10 millj. Útb. 7 millj. SELTJARNARNES Skemmtilegt parhús á tveim hæðum. Á efri hæð eru 5 svefn- herbergi. og stórt fjölskylduher- bergi. Á neðri hæð: Stofa, eld- hús, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Bilskúrsréttur. Útb. 1 5 millj. EINBÝLI GARÐABÆ l.itið einbýlishús i fallegu rólegu umhverfi. Verð 8.7 milli. SELFOSS EINBÝLI 1 20 fm. viðlagasjóðsrius á einni hæð. Eignin er i góðu ástandi. Verð 8.5—9 millj. Útb. 5.5 millj. VOGAR VATNSLEYSUSTRÖND 1 20 fm. einbýlishús á einni hæð er skiptist i 4 svefnherbergi, 30 fm. stofu, eldhús. bað og þvotta- herbergi. Bilskúr. HVERAGERÐI Til sölu nokkrar raðhúsa- og einbýlishúsalóðir. Öll gjöld greidd, teikningar fylgja. LAUFÁS GRENSÁSVEGI22-24 (LITAVERSHÚSINU 3.HÆO) SÍMI 82744 KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA GUNNAR ÞORSTEINSSON 18710 ÖRN HELGASON 81560 BENECHKT ÓLAFSSOI LOGFR ¦<¦¦¦*¦'¦ • ¦ "• w S&v ¦""'' ¦••.'£¦•": f*r* ttftðfc:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.