Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 25 — Mótframboðið Framhald af bls. 40 samkvæmt íögum félagsins — að þvf er Guðmundur J. Guðmunds- son, varaformaður félagsins, tjáði Morgunblaðinu f gærkveldi. Að- standendur listans, sem dæmdur var ógildur, voru Sigurður Jón Ólafsson og Benedikt Kristjáns- son. Kjörstjórn úrskurðaði lista stjórnarinnar þvf s.iálfkjörinn. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar J. Guðmundssonar rann framboðsfrestur út á föstudag klukkan 17. Þá benti kjörstjórnin á að framboðslistinn og framboðið væri formgallað. Fengu þá að- standendur listans frest til kluklc- an 18 í gær, en kjörstjórninn taldi að framboðið væri þá enn ekki nægilega gott. I trúnaðarráð Dagsbrúnar skal skila 120 nöfnum. Á listanum, sem dæmdur var ógildur, upp- fylltu 28 nöfn ekki skilyrði lag- anna, vpru annað hvort í skuld við félagssjóð eða voru ekki í félag- inu. Meðmælendur áttu síðan að vera á bilinu 75 til 100. Aðstand- endur listans komu með 102 með- mælendur, en þar af voru 30, sem ekki uppfylltu skilyrði laga fé- lagsins. A föstudag kvað Guðmundur aðstandendur listans hafa undir- ritað það að listinn, sem þeir skiluðu á föstudag, væri ólöglegur en síðan, að fengju þeir frestinn, yrði listinn að vera að lögum. Þetta kvað Guðmundur þá ekki haf a uppfyllt. — Fiskverð Framhald af bls. 40 klukkustund og var lokið kl. 17.30. Samkvæmt þvf sem Morgun- blaðið hefur fregnað átti yfir- nefndin fastlega von á tillögum frá ríkisstjórninni í gær vegna fiskverðsákvörðunarinnar, en ekkert hafði borizt frá stjórnvöld- um þegar fundur nefndarinnar hófst. — Kohl Framhald af bls. 1 kom í dag mótmælum v-þýzku stjórnarinnar á framfæri við yfir- völd í A-Þýzkalandi. Embættismenn haf a lýst því yf- ir að þessar aðgerðir A-Þjóðverja séu freklegt brot á samningi land- anna, sem heimilar ferðir á milli landanna, og sáttmála stórveld- anna fjögurra Bandarlkjanna, Bretlands, Sovétríkjanna og Frakklands sem í sameiningu hafa æðsta vald með höndum yfir Vestur- og Austur-Berlín. Hin opinbera fréttastofa A- Þýzkalands ADN sagði i dag frá synjuninni og mótmælum V- Þjóðverja, en gaf enga skýringu á aðgerðunum gegn Kohl, sem hef- ur oft áður heimsótt A-Þýzkaland án þess að nokkuð hafi í skorist. Þessar aðgerðir gegn dr. Kohl koma til með að auka enn á spennuna sem upp kom á milli þjóðarhlutanna i síðustu viku er skrifstofu der Spiegel í A-Berlín var lokað. Embættismenn kristilega demó- krataflokksins telja að ákvörðun- in um að heimila Kohl ekki að ferðast til A-Berlinar hafi verið tekin vegna birtingar der Spiegel á pólitískri yfirlýsingu i síðasta mánuði, sem sagt var að hreyfing andófsmanna í A-Þýzkalandi hefði samið. En a-þýzk yfirvöld hafa sakað v-þýzku leynijónust- una um að hafa falsað skjalið. Einnig hefur það verið haft eft- ir embættismönnum í V- Þýzkalandi að eftirlit hafi mjög verið aukið við landamæri A- og V-Þýzkalands undanfarnar tvær vikur. - Yfirburðasigur Framhald af bls. 1 dræm eins og spáð hafði verið, en tölur lágu ekki £yrir,,un}. kjörsókn í kvöld. Fréttastofu- fregnir hermdu að það væri sérstaklega dræm kjörsókn meðal yngra fólksins sem ekki hefur áður tekið þátt i forseta- kosningum. Kekkonen hafði sjálfur lagt á það áherzlu í. kosningabaráttunni, að hann liti á lélega kjörsókn sem van- traust á sig og þá stefnu sem hann hefur fylgt, m.a. í utan- ríkismálum. Alls voru 3,5 milljónir á kjörskrá. Fjórir menn buðu sig fram á móti honum og var engum þeirra spáð neinu umtalsverðu at- kvæðamagni enda lýstu allir flokkar Finnlands opinberlega yfir stuðningi við Kekkonen. Frambjóðendurnir fjórir eru Veikko Vennamo úr Bænda- flokknum, Ahti Salonen úr Stjórnarskrárflokknum, Raino Westerholm úr Kristilega bandalaginu og Eino Haikala úr Sameiningarflokknum. I siðustu kosningum var kosningaþátttaka 70,2%, en ekki var búizt við hún færi nú yfir 65%. Kekkonen var kos- inn árið 1956 í fyrsta skipti og hefur síðan verið endurkjör- inn á sex ára fresti án þess nokkur ógnaði honum að ráði. Sumir sérfræðingar töldu að andúð á Kekkonen ráði ekki úrslitum um kjörsókn, heldur mætti leita skýringa í efria- hagserfiðleikum landsins og svo almennu áhugaleysi um kosningarí landinu um þessar mundir. — Baader- Meinhof Framhald af bls. 1 ir um sjálfsmorð í öryggisálmu Stammheim-fangelsisins. Við ræddum sjálfsmorð okkar á milli eftir lát Ulrike Meinhof, en komumst þá að þeirri niður- stöðu að slíkt væri ekki i anda stefnumiða Rauða hersins. Möller, sem bar vitni fyrir nefndinni i 90 mínútur í dag, hélt því fram að öryggisleitir i fangelsinu gerðu Iögfræðingum með öllu ókleift að smygla skammbyssum og sprengjum inn í fangaklefana. Hún hélt fram að yfirvöld hefðu látið koma vopnum fyrir í klefum Baaders og Raspe eftir að þeir fundust látnir. — Portúgal Framhald af bls. 1 hluta í þinginu þar sem í stjórnar- andstöðu væru þá aðeins 47 þing- menn en Sósialistaflokkur Soares (jafnaðarmenn) hefur 102 þing- menn, PSD 73 og miðdemókratar 41. Aftur á móti veldur það Soar- es nokkrum áhyggjum að geta ekki unnið með ákveðnum stuðn- ingi kommúnista, þar sem þeir hafa meirihluta í 80% verkalýðs- félaga landsins þótt áhrif þeirra séu ekki mikil á þingi. Gæti það gert Soares erfitt fyrir í meira lagi. Soares hefur gagnrýnt kommúnista harðlega í stjórn- armyndunartilraunum sinum og segir að þeir hafi verið reiðubún- ir að undirrita samkomulag við flokk sinn þar til á föstudag að þeir hafi skyndilega snúið við blaðinu, og nú hafi þeir sýnilega snúizt enn einu sinni. Ekki er ljóst hvernig Soares bregst við því. Leiðtogi PSD, Sousa Franco, sagði i kvöld eftir fund með Ean- es forseta að með þvi að útiloka kommúnista frá þvi að hafa nokk- ur áhrif á stjórn landsins væri ef til vill rudd brautin til styrkari stjórnar í landinu. Chunhal leiðtogi kommúnista- flokksins átti einnig fund með Eanes síðdegis í dag. — ítalía Framhald af bls. 39 fallast á samvinnu þeirra til að móta stjórnarstefnu. Leone mun hefja viðræður við fulltrúa flokkanna á morgun til að heyra skoðanir þeirra. Andreotti mun gegna störfum unz ný stjórn hefur verið mynd- Uð.. . —. ••/........ - „. ...... . tVuw Frá hátfðarhöldunum f Löngulág. Þrettándagleði var að vanda haldin i Eyjum með miklum tilþrifum, en að vanda tók þorri Eyjaskeggja þátt i puðrinu. Knattspyrnufélagið Týr sá um gleðina, en Þórarar og Týrarar taka jöfnum höndum þátt i gleðskapnum og leggja saman hönd á plóginn. Hundruð álfa, huldufólks, skrfpitrölla, jóla- sveina með Grýlu og Leppalúða í broddi fylkingar auk púka og ýmissa sérstæðra gesta úr mannheimi, létu látum á gleð- inni sem fór fram á Iþróttavell- inum í Löngulág að lokinni skrúðgöngu og blysför um bæ- inn. Meðfylgjandi myndir tók Sigurgeir i Eyjum af þrettánda- gleðinni. Skrfpitröll settu mikinn svip á þrettándagleðina f Eyjum, en þeim hefur f jölgað þar ár frá ári. Þrettándagleðin í Eyjum Blysförin hófst af Hánni með glæsilegri flugelda- Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir létu ekki sinn sýningu. hlut eftir liggja. iluiJA :v.>i tlri.l l ¦ u; i'.ikllb.'l lílilll.'.HI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.