Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 17 erum við íslendingar síður en svo þeir einu, sem standa frammi fyrir vandamálum, og við þurfum augljóslega einnig að gera upp hug okkar um það, hvert við viljum stefna í framtí- inni. Nokkrar umræður hafa átt sér stað um þessi mál að und- anförnu í þjóðlífinu. Stjórnun- arfélagi íslands fannst því tima- bært að skapa tækifæri til þess að auðvelda skoðanaskipti og ákvörðunartöku i þeim efnum með því að efna til þessarar ráðstefnu. Okkur er Ijóst, að við erum ekki einir i heiminum og getum ekki upp á eindæmi ákveðið alfarið hvert stefnir í framtíðinni, en að sjálfsögðu viljum við vera með í því að móta stefnuna um það, hvaða valkosti við nýtum og hvaða leiðir við förum. Am leið og ég vonast til þess, að viðstaddir eigi auðveldara með að gera upp hug sinn eftir að hafa hlýtt á þau framsöguerindi og tekið þátt í þeim umræðum, sem hér munu eiga sér stað, segi ég ráðstefnu Stjórnunarfélags ís- lands, Þjóðhagsleg Markmið og Afkomu íslendinga, setta. Kínverjar neyðast til að flytja inn mikið korn frá Vesturlöndum VEGNA mjög slæmrar uppskeru á árinu 1977 neyðast Kfnverjar til að flytja inn að minnsta kosti 6—7 milljónir lesta af korni er- lendis frá á þessu ári til að geta fullnægt eftirspurn. Skýringar Kínverja eru þær, að óvenju kalt veður hafi einkum valdið þessum uppskerubresti, sem hafi verið mestur á hrfsgrjónum og hveiti. Þrátt fyrir þennan uppskerubrest er talið, að almennt hafi landbún- aður aukið framleiðslu sfna um 14%ás.l. ári. Klnversk iðnaðarfyrirtæki, aðallega f olfu-, stál- og kolaiðn- aði, voru með töluvert mikla aukningu á s.l. ári og búast við mjög gððri útkomu á þessu ári, jafnvel töluverðum útflutningi, sem hefur verið af skornum skammti til þessa. þessum áratug, hafi skaðað stórlega siðferði þjóðarinnar og það sé að hafa alvarleg áhrif í íslenzku efnahagslífi? Frá minu sjónarmiði verður þvi svarið við spurningu um, hver eigi að vera þjóðfélagsleg markmið Islendinga, að vera viðtækt. A hinn bóginn er mér ljóst, að svarið má ekki vera fólgið i almennri staðhæfingu t.d. um nauðsyn þess að keppa að hamingju og farsæld, að heilbrigðu og fögru mannlifi. En ég legg áherzlu á, að það má ekki heldur vera svo einfalt að segja, að það skulT fólgið i hag- vexti og hagsæld. Ef einhver tæki upp á því að spyrja mig, hvort ég væri efnis- hyggjumaður, þá mundi ég vilja fá að vita, hvað spyrj,andi ætti við með efnishyggju. Ef hann segðist eiga við það, að í riki náttúrunnar séu reglu- bundin lögmál að baki hinum fjölbreyttustu fyrirbærum, en ekki dulræn öfl eða góðir eða illir andar, svara ég já. Ef hann segði, að maðurinn, með þvi að hagnýta hæfi sitt til athugans og athafna, gæti öðlazt vit- neskju um þessi reglubundnu lögmál, — ef hann segði, að með ímyndunarafli og skyn- semi gæti maðurinn öðlazt auk- inn skilning á því, sem gerist I riki náttúrunnar, og sett fram prófanlegar tilgátur eða kenn- ingar um þessi lögmál, — ef hann segði, að hægt væri, að með gagnrýnu hugarfari, að sannreyna þessar tilgátur eða kenningar með tilraunum og Dr. Gylfi Þ. Gfslason komast að raun um, hvort þær væru réttar eða rangar, án þess þó að álita nokkurn tfma, að unnt sé að höndla algildan sannleika, heldur aðeins dýpri og viðtækari skilning, — ef hann segði, að hann'ætti við allt þetta með efnishyggju, þá myndi ég svara þvi játandi, að ég væri efnishyggjumaður. Að visu myndi ég fremur vilja taka þannig til orða, að ég aðhyllst viðhorf og vinnubrögð vfsinda. Ef hann segði hins vegar, að með efnishyggju ætti hann við það, að ekkert skipti máli i mannlffinu nema það, sem mælt yrði eða vegið með aðferð- um visinda, þá myndi ég svara neitandi. Manngildi verður ekki mælt eða vegið með neinni visindaaðferð. Enginn visinda- mælikvarði verður lagður á mikilvægi ástarinnar i inannlíf inu. Verðmæti trúarlifsins eru visindum óviðkomandi. Ðegar svara á jafnvfðtækri spurningu og þeirri, hver skuli verða þjóð- félagsleg markmið þjóðar, verður það þess vegna að tnínu viti ekki gert einvörðungu á grundvelli niðurstöðu, sem fengizt hefur með visindaað- ferðum, heldur verður einnig að grundvalla svarið á gildis- mati, sem er utan við svið vís- inda. Ég tel nauðsynlegt, að þjóðin setji sér markmið á sviði efna- hagsmála, varðandi stjórnar- hætti, á sviði öryggismála, á sviði menningar- og heilbrigðis- mála, og siðast en ekki sízt, að hún setji sér siðgæðismarkmið. A sviði efnahagsmála tel ég mikilvægustu markmiðin eiga að vera hagvöxt og farsæld. Forsenda hagvaxtar er hag- kvæm framleiðsla, framleiðni, að arðsemissjónarmið móti ákvarðanir. Markaðskerfi tryggir bezt hagkvæma fram- leiðslu og þá um leið hagvöxt. Ef markaðskerfið er frjálst, leiðir það til þess, að þær afurð- ir, sem óskað er eftir, eru fram- leiddar þar, sem það er mögu- legt, þannig að framleiðsluöfl eru flutt þaðan, sem verðmæti markaafurðarinnar er inirma, þangað, þar sem það er meira, þar til verðmæti takmarkaaf- urða sérhvers framleiðsluþátt- ar er hið sama við alla hugsan- lega hagnýtingu. Þá er frekari aukning verðmætis framleiðsl- Framhald á bls. 26. Sveinn Valfells, verkfræðingur: Auðlinda- skattur í Morgunblaðinu 11. janúar sl. er grein eftir Ólaf Gunnarsson framkvæmdastjóra. Undirritaður, sem starfar við iðnrekstur, vill leiðrétta algengan misskilning, er kemur fram í þessari grein. Stjórn efnahagsmála á fslandi undanfarna áratugi þekkja allir Islendingar og er óþarfi að lýsa henni. A síðustu árum hafa æ fleiri raddir heyrst um að ekki dugi lengur að höggva í sama kné- runn. Eitt stjórntæki, sem rætt hefur verið um, er beiting auðlinda- skatts. Höfuðmisskilningur Ölafs Gunnarssonar er sá, að auðlinda- skattur- er ekki hugsaður sem tæki til að styrkja einn eða annan, heldur ein af mörgum breyting- um i stýrikerfi þjóðarbúsins, sem æskilegar eru til að koma á jafn- vægi í íslenskum þjóðarbúskap. Eins og allir skattar er hann til þess að afla ríkissjóði tekna fyrst og fremst. Þegar verulegur meiri- hluti gjaldeyrirstekna þjóðarinn- ar kom frá fiskútflutningi, má segja að tolltekjur ríkissjóðs hafi verið óbeinn auðlindaskattur, þ.e. tekinn af gjaldeyriseyðslunni i stað af gjaldeyrisöfluninni. Nú hafa þær breytingar átt sér stað, að tollar á iðnvörum frá EFTA og EBE eru að falla niður og væri hér því um að ræða flutning á skattheimtu frá gjaldeyriseyðslu til gjaldeyrisöflunar. En hvers vegna er æskilegt að skattleggja útgerð á þennan hátt? Það er vegna þess að um veiði er að ræða á það auðugum fiskstofn- um að ef ekkert er að gert getur það verið arðbært fyrir fólk að stunda veiðar þótt sóknin sé kom- in yfir æskilegt hámark. Dæmi um fullnýtta stofna eru þorskur og síld. Því fjölgar fleytum á sjó þar til veiðimennskan gefur ekk- ert betur en önnur störf í landi. Þannig geta staðbundnir hags- munir hvers og eins stangast á við sameinginlega hagsmuni heildar- innar. Með því að skattleggjá fisk- veiðarnar en ekki fiskiðnaðinn, má stýra arðbæri veiðanna með tilliti til heppilegraar sóknar. Það er misskilningur að auðlinda- skattur þurfi að koma fram í verð- lagi. Hér er ruglað saman skatt- aðferðum og heildarsköttum. Auðvitað má lækka söluskatt, tolla og vörugjald til jafns við tekjuauka af auðlindaskatti. Það eru ekki aðeins hagsmunir útgerðarinnar að of margt fólk stundi ekki veiðar, heldur einnig fiskiðnaðarins, sem fengi þá fleira fólk í vinnu og þyrfti ekki að flytja inn Nýsjálendinga. Einnig myndi samkeppnisað- Sveinn Valfells staða fiskiðnaðarins stórbatna og yrði kannski hægt að flytja út kavíar i dósum en ekki hrogn í tunnum, sem nú er gert. Sveinn Valfells, verkfræðingur. , (ramkvæmaa*l!5l!; ^^rumatvinnugreinum ......¦¦¦"-¦ ', ,,„„>.¦>«""'• .,,.....•*>•>¦' i-"-"" ",«•¦¦................-,¦>>>••¦¦ ^^^m ^ y^H ;;::;H-1-'"'•'"¦"'"' !rJ;'.-:,::.....- ;:»Æ"r* ¦BJL/lj* Ljósavél bilar í Hofsjökli og tefur vesturferð MM—— SKIP Jokla h.f. Hofsjökull þurfti að snúa til hafnar I Reykjavlk um helgina, sökum þess að aðalljósa- vél skipsins bilaði, en Hofsjökull var þá nýlagður af stað til Banda- rfkjanna með freðf isk. Við athug- un kom I Ijós, að stimpilhringir f Ijösavélinni höfðu brotnað, en samt ekki valdið skemmdum út frá sér, og var gert ráð fyrir að viðgerð lyki f gærkvöldi eða nótt. ¦ Þetta-erekkr f fyrsta sinn, senr Hofsjökull verður fyrir vélarbil- un frá þvi að skipið kom til lands- ins, reyndar hafa bilanirnar ekki verið þær sömu i hvert sinn, t.d. biluðu kælivélar fyrir lestar skipsins I eitt skiptið. Gísli Ólafs- son forstjóri Jökla h.f. sagði i gær, að skipið væri i ábyrgð seljenda, en ekki væri það alltaf, sem bilan- ir féllu undir ábyrgð seljenda, þau mál væru skoðuð i hvert •skiptr,senrbHnnyrði.* ¦--------•-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.