Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1978 Kambodia/Víetnam: Fréttir um bar- daga stangast á Peking. Bankok. 16. jsui. Reuler. AP. DAGBLAD Alþýðunnar, hið opinbera málgagn kfnversku Höfuð- djásni stolið Sulmona. iialiu 16. jan. AP. BISKUPSMÍTUR, frá fimmt- ándu öld, alsett eðlum steinum var stolið úr dómkirkju i Sul- mona á Mið-Italíu í nótt. Þjóf- arnir sem földu sig í kirkjunni á sunnudagskvöldið tóku höf- uðfat silfurstyttunnar af heil- ögum Panfilio, verndardýrl- ingi Sulmona. Við verknaðinn skemmdu þjófarnir styttuna nokkuð. Lögregluyfirvöld telja ógerning að áætla verðmæti mítursins, en sóknarprestur- inn, sem uppgötvaði þjófnað- inn á mánudagsmorgun sagði mítrið væri söfnuðinum ómet- anlegt. stjórnarinnar lauk í dag lofsorði á her Kambódíu fyrir að „vernda og styðja föðurlandið" f grein sem rituð er f tilefni 10 ára af- mælis byltingarhers Kambódfu sem er á morgun. Kína hefur harmað bardagana milli Kambódíu og Víetnams og hefur reynt að forðast að taka beina afstöðu, en þó fer enginn í grafgötur um að stuðningurinn er Kambódiumanna megin, enda eru Sovétríkin stuðningsaðili Viet- nams. Fregnir um bardaga voru ekki miklar í dag, mánudag, en um helgina sagði í fréttum frá Bang- kok að Kambódískar hersveitir sem notið hefðu stuðnings fall- byssusveita hefðu ruðzt yfir landamæri rikjanna, en verið hraktar á braut. Hafi þyngst at- laga verið gerð að stöðvum Víet- nama á miðhálendi landsins og i áttina suður á bóginn til Mekongóshólmanna. Fréttum helgarinnar ber þó ekki saman frekar en venjulega og í öðrum er sagt að Víetnamar hafi enn á sínu valdi mjög mikil- vægar landamærastöðvar og séu ek~Rf~á þeim buxunum að hverfa þaðan. S-Líbanon: Átökin fær- ast í aukana Sidon, Libanon, 16. jan. AP. AÐFARANOTT mánudags og fram eftir degi stóð yfir mjög harður bardagi milli P:lestfnu- skæruliða og hægrisinnadra krist- inna herfiokka Llbana f Suður- Llbanon. Sjónarvottar segja að eldflaugum hafi verið skotið frá stöðvum skæruliða á hrjá og ein- angruð þorp Llbana og hafi all- margir óbreyttir borgarar látið llfið. Atök á þessu svæðí hafa magnast mjög stðustu daga, en þar hafði verið kyrrt frá þvf slðla nóvembermánaðar. Israelar settu herlið i við- bragðsstöðu við landamærin eftir að Palestinuskæruliðar færðu bækistöðvar sínar suður á bóginn eftir að borgarastyrjöldin í land- inu endaði, að minnsta kosti að nafninu til. I Beirut varð sprenging i skóla í Batroun, sem er vestur af Beirut og létust tveir nemendur og mikl- ar skemmdir urðu á skólanum og næsta nágrenni. I fréttum segir ennfremur að rán og gripdeildir I verzlunum i höfuðborgihni og út- hverfum hennar hafi farið vax- andi síðustu daga. Tyrkland: Fjórir létu lífið og margir særðust Istanbul. 16. jan.. AP FJORIR létu lífið og tugir manns særðust f skotárásum, átökum og sprengjuárásum víðs vegar f Tyrklandi um helgina. Fjöldi lát- inna I óeirðunum I landinu er þar með kominn yfir 30 frá áramót- um og yfir 200 manns hafa særst á sama tíma. Pólitískur órói hefur rikt I Tyrklandi í fjögur ár. Nú eru að koma i ljós merki þess að stjórn Bulents Ecevits forsætisráðherra sé að takast að draga úr óeirðun- um. I þvi sambandi er bent á að lögreglu hafi tekist að koma i veg fyrir átök og óeirðir í sambandi við mótmælagöngu öfgasinna um helgina, en mótmæli á sama stað í fyrra leiddu til átaka og mann- falls. Þingmenn í handalögmálum Ankara, 16. janúar Reuter. TIL átaka og barsmíða kom milli þingmanna í þingi Tyrklands um helgina í ofsafengnum umræðum um friðar- og sameiningaráætlun Ecevits forsætisráðherra. Tókust þingmenn fangbrögðum og létu einnig hendur skipta er Ecevit varði frumvarp sitt, en það varð tilefni vantraustsyfirlýsingar og verða atkvæði greidd um hana á morgun. Embættismenn í þinginu sögðu að engin alvarleg meiðsl herfðu hlotist i handalögmálunum. Reiknað er með að Ecevit standi af sér vantrauststillöguna og fest- ist í sessi sem forsætisráðherra, en hann gegnir því embætti nú í þriðja sinn. Kista Humprheys fyrrum varaforseta Bandaríkjanna á viðhafnarbörum í þinghús- inu i Washington. Fjöldamargir vottuðu hinum látna virðingu sina áður en lík Humphreys var síðan flutt til greftrunar í Minnesota. Innrás í Sómalíu í undirbúningi? Nairóbí, 16. janúar. Reuter AP. SOMALIUMENN halda þvf fram að varnarmálaráðherrar Sovét- ríkjanna og Kúbu, Dmity Ustinov marskálkur og Raul Castro aðmlr- áll, séu nú á laun I Eþfópíu til að aðstoða undirmenn sfna þar við gerð innrásaráætlunar í Sómalfu. I frétt frá hinni opinberu fréttastofu Sómalíu, Sonna, sagði að ljóst væri að brátt hæfist loft-, land- og sjóárásir á Sómalíu. Það verða Rússar, Eþíópíumenn og bandamenn þeirra sem munu framkvæma þessar aðgerðir í þeim tilgangi að ná á sitt vald hernaðarlega mikilvægum svæð- um í Sómalíu, sagði fréttastofan. „Innrásaráætlunin er undirbú- in af hernaðarráði Eþíópiu sem í eru átta háttsettir rússneskir her- foringjar, fjórir Eþíópiumenn og þrír Kúbanir, en þeim til aðstoðar eru varnarmálaráðherrar Sovét- ríkjanna og Kúbu," sagði Sonna í frétt sínni. Upplýsingamálaráðherra Sóma- líu, Abdulkasim Salad Hassan, sagði í yfirlýsingu sem Sonna greindi frá, að Sómalíustjórn væri tilbúin að vinna að friði í Ogaden-striðinu á Afríkuhominu. Neitaði ráðherrann beinni þátt- töku Sómalíustjórnar f stríðinu, Eþíópiumenn væru að berjast við sómalísk hryðjuverkasamtök sem lytu ekki stjórnun Sómalíustjórn- ar. I yfirlýsingu sinni kallaði ráð- herrann á friðelskandi þjóðir heims til að styðja Sómalíu í sátta- tillögum sinum og tilraunum landssins til að koma i veg fyrir yfirvofandi innrás. Jarðsk j álf tarnir í rénun í Japan Tókíó, 16. jan. AP. vitað að 21 maður hefði SÍDEGIS á mánudag var beðið bana í jarðskjálftun- Þettageröist 17. janúar 1977 •— Morðinginn Gary Gil- more var llflátinn í Utah, en þá hafði dauðarefsingu ekki verið fullnægt í Bandarfkjunum í 10 ár. 1976 — Richard Nixon, fyrrver- andi fórseti Bandarikjanna, skýrði frá því fyrir dómi, að hann sjálfur hefði aldrei tekið ákvörðun um hverja FBI skyldi hlera f þeim tilgangi að finna hvaðan upplýsingar um leyni- leg málefni stjórnarinnar lækju ut. 1975 — Indverjar neituðu Isra- elum og S-Afrfkubúum að táka þátt í tenniskeppni í Kalkútta, 1974 — ísraelsmenn og Egypt- ar komust að samkomulagi um að skilja að heri landanna við Suez-skurðinn. 1971 •— Skærulíðahreyfing í Jórdanfu hótaðí að beita vopn- um gegn vínstrisinnuðum hópi Palestlnumanna sem hvatti til þess að Hussein konungur yrðí settur f rá völdum. 1987 — Utanríkisráðherra Indónesíu, Adam Malik, ráð- lagði Sukarno forseta að segja af sér embætti, þar sem honum að öðrum kosti yrði bolað frá völdum með vansæmd. 1954 — Milovan Djilas rekinn úr júgðslavneska kommúnista- flokknum. 1951 — Kfnvérjar höfnuðu frið- artillðgum samninganefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi Austurlönd fJær. 1945 — Rússneskar hersveitir og pólskir fððurlandsvinir frelsuðu Varsjá frá nazfstum, sem þá höfðu haft borgina á valdi sfnu i meira en fimm ár. 1920 — Paul Descanel tók við embætti Frakklandsforseta. 1917 — B :ndaríkin kaupa Jóm- frúareyjar af DÖnum fyrir 26 milljónir dollara. 1893 — Hawaii var yfirlýst lýð- veldi. 1656 — Konigsbergsamningur- inn milli Svfþjóðar og Branden- burgar. __.______. 1595 — Henrik IV Frakklands- konungur lýsti yfir stríði við Spán. Afmæli: Leonhard Fuchs, þýzk- ur læknir, (1501 — 1566), Pfus páfi V (Michel Ghislieri) (1504 — 1572), Pedro Caldreon de la Barca spánskt skáld (1600 — 1681), Benjamin Franklin bandarfskur stjórnspekingur (1706 — 1790), Anton Chek- hov, rdssneskur rithöfundur (1860 — 1904). Setning dagsins: „Þú getur ekki klifið stiga velgengninnar kaldur á fótum af ótta," hðf- undur óþekktur. um sem urðu í Japan um helgina. Björgunarsveitir leita að f jórum sem enn er saknað á Ixuskaganum, sem er um það bil 160 km suðvestur af Tókíó. Tvær ár menguðust mjög er úr- gangur úr efnaverksmiðj- um komst í þær vegna hamfaranna. Jarð- skjálftunum hefur ekki linnt enn og þrettán kippir komu i dag frá 1—7 stig á jarpanskan kvarða. Fjöru- tíu kippir mældust á sunnudag og virðist því sem hrinan sé í rénum. Óttast er að allur fiskur í ánum tveimur Mochikoshi og Kano hdyilagzt geiskeldisstöðvar við Surugaflóa við mynni Kanofljóts mun hafa orðið fyrir skemmdum. Lögreglumenn segja að 111 manns hafi slasast og um þrjú þúsund hús skemmzt meira eða minna. Sérfræðingar segja að enda þótt jarðskjálftakippunum sé að fækka megi gera ráð fyrir að þeir geti komið öðru hverju næsta mánuð og sumir kynnu að vera um 6 stig á Richterkvarða. Þeir telja þó ekki að neinn meiriháttar jarðskjálfti komi á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.