Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1978 Enginn vafi er á því, að þegar uppgjðr aðila vinnumarkaðsins stendur fyrir dyrum og samning- ar um kaup og kjör f ara í hönd þá fylgist allur almenningur í land- inu náið með gangi þeirra mála. Þróunin við gerð kjarasamninga undanfarin ár hefur verið sú, að hin svokölluðu stóru samflot af hálfu verkalýðshreyfingarinnar haf a orðið of an á. Um það eru skiptar skoðanir innan verkalýðshreyfingarinnar, hvort samningsgerð með þessum hætti hafi þjónað þeim markmið- um, sem að hefur verið stefnt af hálfu hreyfingarinnar, en þau hafa verið fyrst og fremst hin svokallaða láglaunastefna, þ.e. að tryggja þeim lægstlaunuðu og verst settu sem mestar kjarabæt- ur, án þess að það þýddi hlutfals- lega launahækkun upp í gegnum allt launakerfið. Þetta hefur verið margundir- strikað á kjaramálaráðstefnum Alþýðusambandsins, Alþýðusam- bandsþingi og fleiri aðilum innan þjóðfélagsins. Miðstýring ísamningnum Margir eru þeir aðilar, sem telja að þessi tilhögun við samn- ingagerð sé ekki æskileg til lengd- ar, því með þessum vinnubrögð- um sé verið að færa gerð kjara- samninganna og þar með áhrifin á niðurstöður þeirra á alltof fáar hendur, og með því sé um of slitin tengslin milli hins almenna fé- laga í hreyfingunni og forustunn- ar. Enginn vafi er á þvi að þessi viðhorf eiga fullan rétt á sér og hafa við rök að styðjast, fyrir nú utan þann þátt, sem þessu fylgir, að hnýta alla samningsgerðina i einn lítt leysanlegan hnút í Reykjavík. Kraf a vinnu- veitendasambandsins Ekki hefur farið leynt sú krafa Vinnuveitendasambands fslands að færa beri samningsgerð verka- lýðshreyfingar og vinnuveitenda á sem fæstar hendur fárra út- valdra i Reykjavík og auka þann- ig miðstjórnarvaldið. Enda mun það svo innan Vinnuveitendasam- bands íslands að þar sé miðstjórn- arvaldið í algleymingi og allt vald í samningsgerð í höndum örfárra einstaklinga og sektarákvæði í lögum verði frá því vikið. Og krafa Vinnuveitendasambandsins er sams konar skipulag innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem betur fer hafa ekki komið fram í dagsljósið neinar raddir innan verkalýðshreyfingarinnar, sem tekið hafa undir þessa kröfu og vonandi eru þær engar til. Vestfirðingar taka af skarið I samningunum á s.l. sumri var enn farið af stað í heildarsamfloti eins og svo oft áður á undanförn- um árum, og virtist um það nokk- ur samstaða. Þó var það svo, að því er Al- þýðusamband Vestfjarða varðaðí þá hafði það lýst því yfir, að það mundi — væri þess nokkur kost- ur — taka upp samningaviðræður við Vinnuveitendafélag Vest- fjarða. Eftir að samningaumleit- anir höfðu staðið yfir svo mánuð- um skipti í Reykjavfk undir for- ystu sáttasemjara ríkisins og sáttanefndar, án þess að nein lausn væri sýnileg varðandi þann þátt deilunnar, sem snéri að sjálfu kaupgjaldinu, og yfirvof- andi voru harðvítug verkfalls- átök, sem að öllum líkindum hefðu frekar staðið í lengri tíma en skamman. Þegar það er haft í huga, að stjórnvöld og ýmsir áhrifamiklir aðilar innan Vinnu- veitendasambandsins höfðu síður en svo á móti því að verkalýðs- hreyfingin tæki með verkfallsað- gerðum það ómak af ríkisstjórn- inni að þurfa að ákveða óvinsælar ráðstafanir til verndar þorsk- stofninum og málið allt var í algjörri sjálfheldu, tóku Alþýðu- samband Vestfjarða og Vinnu- veitendafélag Vestfjarða upp þráðinn að nýju að ósk A.S.V., en áður í deilunni höfðu þessir aðilar haldið með sér tvo fundi. Þessi þriðji fundur leiddi til þess, að samkomulag náðist þann 13. júní milli A.S.V. og V.V. um lausn á deilunni, og undirritað var á Isafirði samkomulag þess- ara aðila um kaup og kjör land- verkafólks á Vestfjörðum. Karvel Pálmason, alþm.: gang samningamála hér síðustu árin, að á aðeins röskum sólar- hring hafi staðan þróast frá al- gjöru strandi samninga til þess að full lausn hafi fundist og menn fallist í faðma af feginleik. Dæmi slíks eru ábyggilega vandfundin. Samkomulagið, sem gert var á Loftleiðahótelinu hefur af mörg- um verið talið hagstæðara en vest- firzka samkomulagið. Undirritað- ur er á annarri skoðun, en að þvi skal vikið síðar. Afstaða Vinnuveit- endasambandsins til Vestf jarða- samkomulagsins Það fór ekki fram hjá neinum sem á Loftleiðahótelinu var dag- ekkí eftirbátar þeirra höfðingj- anna syðra og borga nú sama og um hafði samist þar. Það verður ekki annað séð á þeim viðbrögðum, sem urðu við Vestfjarðasamningunum, að í andstöðunni við hann hafi hin ótrúlegustu öfl sameinast, allt frá harðsvíruðustu íhaldsöflum til hinná rótgrónustu einræðisafla, sameinast á þeim grunni, að allt sem gert er án íhlutunar mið- stjórnarvalds að sunnan beri að kæf a í fæðingunni. En líklega verður að virða Þjóð- viljaritsjóranum það til vorkunn- ar, að hann virðist hafa takmark- að vit á því, a.m.k. í þessu tilfelli hvað hann var að tala um, enda aldrei svo vitað sé komið nálægt þvi að berjast hinni raunverulegu kjarabaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. 663 pr. tfma eða 9.00 lægra pr. tíma en hjá A.S.V., sem svarar til 2,14% Frá 1. marz n.k. verður tíma- kaup hjá A.S.V. kr. 692 eða 45 kr. hærra en gamli samningurinn, eða 7%. A sama tíma verður kaup pr. tíma samkv. A.S.I. samningn- um kr. 663 eða 29 kr. lægra pr. tíma, sem þýðir 4,37%. Miðað við allt samningstímabil- ið þá verður timakaup samkv. hinum nýja samningi A.S.V. kr. 3.20 hærra pr. tíma að jafnaði en samkvæmt A.S.I. samkomulag- inu, og er þá eftir að taka inn í dæmið þann þátt samninganna, sem varðar kaupauka bónusfólks í fiskvinnu, sem gaf því fólki á Vestfjörðum, sem fékk greitt eft- ir gamla samningi A.S.V. 8—9% hærra kaup en A.S.I. samkomu- Iagið gerði, og þar til viðbótar þá Hvað hefði gerzt, ef Vest- firðingar hefðu ekki tekið forystuna um lausn kjara- deilunnar á s.l. sumri? Þar með var deilan leyst Þetta samkomulag á Vestfjörð- um leysti því þessa lausn, sem var farsæl fyrir verkalýðshreyfing- una og þjóðarheildina. Það er svo sér kapituli, að ýmsir höfðingj- anna syðra, sem aðild áttu að deil- unni umhverfðust gjörsamlega og höfðu allt á hornUm sér og reyndu eftir fremsta megni og með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að samkomulagið, sem náðst hafði á Vestfjörðum, yrði að veru- leika. Það sýnir best hver áhrif sam- komulagið á Vestfjörðum hafði, að það tilboð, sem samninganefnd A.S.Í. gerði sfðast varðandi k'aup- ið, áður en fulltrúar A.S.V. fóru til þessa lokafundar á Isafirði, var af fulltrúum og samninganefnd Vinnuveitendasambands Islands talið algjörlega út í hött, og svo langt út i himinblámanum, að engu tali tæki. Aðeins röskum sólarhring síðar höfðu málin á Loftleiðahótelinu snúist þannig frá þvf að vera í algjörri sjálf- heldu og strandi og ekkert sem benti til lausnar tii þess að fullt samkomulag hafði tekist um kaupið, allt fallið i ljúfa löð og aðilar brostu blítt hvor til annars. Ætli nokkurt dæmi sé finnanlegt annað um það að svo skjótt hafi veður skipast í lofti varðandi Kjartan Ólafsson — „réri fyrir þá vinnuveitenda- sambandsmenn á bak- borða". inn eftir að samið var á Isafirði, hversu gífurlegri andstöðu það samkomulag mætti af hálfu þeirra Vinnuveitendasambands- manna, sem alltof hagstætt launa- fólkí og þessír herrar létu einskis ófreistað til að fallið yrði frá þessu samkomulagi og beittu þvingunum og hótunum um fjár- sektir á sína menn vestra ef þeir leyfðu sér að taka sig út úr deil- unni með þessum hætti, og semja á þessum grundvelli. Sem betur fór höfðu þessar hót- anir og mannalæti þeirra Garða- strætismanna engin áhrif á Vest- firðinga og héldu þeir sínu striki og leystu þar með deiluna. En þessi afstaða þeirra Vinnuveit- endasambandsmanna, sem hér hefur verið vitnað til skýtur mjög svo skökku við það sem á eftir kom, því þeir sjáifir telja sig hafa samið um hærra kaup samkvæmt Loftleiðasamkomulaginu en Isa- fjarðarsamkomulagið gerði ráð fyrir. Þeir hömuðust gegn Isa- fjarðarsamkomulaginu sem alltof háu, en sömdu síðan að eigin áliti sjálfir um hærra en það, sem þeir börðust á móti. Slík var nú sam- kvæmnin hjá þeim blessuðum., En menn spyrja eðlilega: Hvernig stendur á að þetta gerð- ist? Og margir hafa svarað þvf til, að þeir höfðingjarnir syðra hafi orðið að gera þetta til að höfuð- stöðvarnar héldu andlitinu. Ég læt hvern og einn um að dæma í þessu tilviki. Þjóðviljaritstjóri í skipsrúmi hjá Vinnu- veitendasambandinu Það voru fleiri en Vinnuveit- endasambandsmenn sem hömuð- ust gegn Vestfjarðasamkomulag- inu því til liðs við sig höfðu þeir fengið ekki lakari liðsmann en einn af ritstjórum Þjóðviljans, núverandi varaformann Alþýðu- andalagsins, Kjartan Olafsson, til að leggja í púkkið, og finnst sum- um það að vonum broslegt. Kjart- an réri fyrir þá Vinnuveitenda- sámbandsmenn á bakborða og hafði allt á hornum sér, í andstöð- unni við Vestfjarðasamkomulag- ið, og hét á vestfirska vinnuveit- endur að duga nti vel, og vera Hver er munurinn á samkomulagi A.S.V.ogA.S.f.? Samkvæmt samanburði, sem gerður var af hlutlausum aðila á vestfirska samkomulaginu og því sem gert var syðra, þá var þar um að ræða mun, sem nam 2.6 til 2.7% allt samningstímabilið, og var þá ekki tekið tillit til þess þáttar vestfirska samkomulags- ins, sem varðar kaupauka fólks- ins, sem vinnur bónusvinnu í frystihúsum. En einnig var af hlutlausum aðila gerður samanburður á þeim þætti samninganna, og kom í ljós, að vestfirska samkomulagið gaf þvi fólki 8—9% hærra kaup, en samkomulagið syðra gerði ráð fyr- ir. Þá er við þetta því að bæta að inn i vestfirska samkomulaginu var ákvæði sem gaf rétt til upp- sagnar kaupliða samningsins, ef aðrir f jölmennir hópar launafólks semdu um verulega hærri laun en það gerði ráð fyrir. Þetta var ein af grundvallarkröfum samninga- nefndar A.S.I. en var þó ekki inn í samkomuiaginu, sem gert var á Loftleiðahótelinu. Eftir að B.S.R.B. hafði undirrit- að samninga á g.1. hausti var Ijóst, að það hafði að mati hlutlausra aðila samið um rösklega 9% meiri kauphækkun að meðaltali en vest- firska samkomulagið gerði ráð fyrir. Kaupliðum samninga á Vest- fjörðum sagt upp á grundvelli þessa. A grundvelli þessa ákvæðis vestfirska samningsins var kaup- liðum hans sagt. upp og krafa aðildarfélaga A.S.V., sem hlut áttu að máli sú, að þetta bil yrði brúað. Samkomulag tókst milli aðila þann 4. janúar s.l. og er sam- kvæmt þvi um að ræða 5,5% hækkun á Vestfjarðarsamkomu- laginu frái júní. Þá verður tímakaup hjá A.S.V. frá 1. jan. samkv. 3. taxta eftir 4 ára starf kr. 672 pr. tfma í stað kr. 647 samkv. gamla samkomulag- inu. Það er kr. 25 hærra pr. tíma, en gamli samningurinn, eða 3,68%. A sama tfma verður kaup samkv. A.S.I. samningunum kr. hækkun, sem nýja A.S.V. sam- komulagið færir því fólki, sem mun vera um kr. 25.60 pr. tíma á grunnbónus eða a.m.k. 4% frá 1. jan. 1978 og auk þess þá nækkun, sem kemur þann 1. marz 1978. Samkvæmt hinu nýja samkomu- lagi A.S.V. Það að Vestfirðingar tóku frumkvæðið að lausn varð farsælt öllum aðilum. Hér að framan hafa verið raktir meginþættir þess, sem gerðist á s.l. sumri, varðandi samningamál- in og áþreif anlegt er. Eftir stendur þá sá þáttur, sem ekkert er hægt að fullyrða um, hvaða afleiðingar hefði haft, ekki bara fyrir verkafólk, heldur einn- ig þjóðarheildina, ef Vestfirðing- ar hefðu ekki tekið forystuna um lausn deildunnar og komið hefði til harðvftugri verkfalla. ¦ Eins og mál stóðu, þegar Vest- fjarðasamkomulagið var gert, þá benti allt til þess, að ekki yrði komist hjá verkföllum. Hefði það gerst getur enginn sagt um það hver sigri hefði hrósað að þvi loknu, eða hvort verkalýðshreyf- ingin og þjóðarheildin hefði að þvf loknu staðið uppi með farsæili lausn og hagstæðari en þá, sem Vestfirðingar tóku frumkvæðið í að skapa. Þetta ættu þeir að hafa í huga, sem gagnrýndu hvað mest og gagnrýna enn Vestf jarðasamning- ana. Þeir hinir sömu ættu einnig að haf a í huga, að með gagnrýni á það að Vestfirðingar skyldu taka sig út úr er verið að lýsa blessun á það meingallaða fyrirkomulag sem ráðið hefur rikjum f samningsgerð undanfarin ár. Það er hin svokölluðu stóru samflot, sem alltof oft hafa orðið til þess að hnýta allt f einn lítt leysanlegan hnút í Reykjavík. Niðurstaðan er því óvéfengjan- lega sú, að sú lausn, sem Vestfirð- ingar fundu, vár frá öllum sjónar- miðum séð hin farsælasta. Ég læt svo öðrum það til um- hugsunar hver ástæða sé fyrir því að engu er likara en allsherjar- samkomulag velflestra fjölmiðla og áhrifaaðila í landinu hafi verið gert um það, að segja sem minnst eða jafnvel þegja f hel þátt Vest- firðinga i þessu máli. Bolungarvik, fjanúar 1978. Karvel Pálmason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.