Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 27 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi óskast Húsnæði óskast 1. herb. með aðgangi að snyrtingu óskast til leigu. Uppl. isima 83752. óskast keypt Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla Frúarkápur i stærðum 36 — 50, til sölu. Sumt á útsöluverði. Frönsk ullarefni nýkomín. Sauma eftir máli, Kápusaumast. Diana, Miðtúni 78, simi 18481. Útsalan er hafin Stórkostleg verðlækkun. Dragtin, Klapparstig 37. Munið sérverzlunina með ódýran tatnað. Verðlistind.Laugarnesvegi .82. S. 31330. 1.0.0.F. Rb. 4 = 1271178VÍ —. I.O.O.F. 8= 1591 188 !6 = I.O.O.F. = 1591 178'/2 Ob. -E.l. 1P S> ? EDDA 59781 177—1 ? EDDA59781177 3 2. Fundur í Félagi einstærða foreldra að Hótel Esju. fimmtudag 19. jan. kl. 21. Steinunn Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi talar um hegðunarvandamál barna og unglinga og Helga Hannesdóttir barnageðlæknir um geðræn. einkenni barna og unglinga. Gerið skil fyrir jólakort og árgjöld. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. Filadelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Einar J. Gislason. Badminton Nokkrir badmintontimar laus- ir á sunnudögum, i íþrótta húsi Fellaskóla. Upplýsingar i simum 7 1 727 og 74084. íþróttafélagið Leiknir. Náttúrulækninga- félag Hafnarfjarðar Fundur verður haldinn að Austurgötu 10 A. miðviku- daginn 18. jan. kl. 20.30. Dagskrá: Sigurður Herlúfsson flytur er- indi. Önnur mál. Stjórnin. K.F.U.K. A.D. Fundur i kvöld kl. 8.30. að Amtmannsstig 2 B. ..Minn- ingar Taka af tala" Árni Sigurjónsson sér um fundar- efni. Allar konur hjartanlega velkomnar. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU A^l AK.LYSINGA SIMINN KR: 22480 raöauglýsingar raðauglýsingar raöauglýsingar ^álfstœðisftúkkmt^ Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna ; Reykjavík. Aðalfundur Aðalfundur Fulltrúaráðsins verður haldinn þriðjudaginn 1 7. janúar i Súlnasal, Hótel sögu. Fundurinn hefst kl. 20.30. DAGSKRÁ: fyrir • Skýrsla stjórnar sl. starfsár. Kjör formanns og sex an.i- arra fulltrúa i stjórn ráðsins. Kjör fulltrúa i flokks- ráð Sjálfstæðisflokksins. ¦jf Lögð fram drög af reglum um prófkjör. vegna framboðs Sjálfstæðis- flokksins við næstu borg- arstjórnarkosningar, til umræðu og samþykktar. DRÖG AF OFANGREINDUM REGLUM LIGGJA FRAMMI TIL AFHENDINGAR Á SKRIFSTOFU FULLTRÚARÁOSINS. ¦jt Lagabreytingar. if Birgir Isl. Gunnarsson. borgarstjóri. flytur ræðu um borgarmálefni. if Fulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að sýna Fulltrúaráðsskirteini 19 77 við innganginn. ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR — KL. 20:30 — SÚLNASAL. HÓTEL SÖGU. Stjórnin. Skaftfellingar Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins verður haldinn að Hótel Höfn föstudagskvöldið 20 þ.m. og hefst kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða alþingis- og sveitastjórnarkosningar til umræðu. Fjölmennum og tökum með okkur nýja félaga. Stjórnín. HvÖtr félag sjálfstæðiskvenna heldur almennan fund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðvikudag- inn 18. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Áfengisvandamálið. Frummælandi Hilmar Helgason, formaður SAÁ. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnin. þjónusta Rekstrarþjónusta Rekstrarþjónustan s.f. býður fyrirtækjum og einstaklingum eftirfarandi þjónustu: Bókhald, erlendar bréfaskriftir, rekstrar- uppgjör, launaútreikninga, Skattframtöl, tollskýrslur, áætlanagerð, verðútreikn- iriga. Rekstrarþjónustan s. f. Gunnar Þórarinsson, Pétur Björn Pétursson, Hafnarstræti 5, sími 2471 1. VANTAR ÞIG VINNU (n) VANTARÞIGFÓLK i t> Þl Al'GLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'tí- LYSIR 1 MORGUNBLAÐINL bátar — skip Til sölu Bátalónsbátur 8!/2 tonn. Vél og bátur í góðu standi. Eitthvað af veiðarfærum get- ur fylgt. Sala og Samningar, skipa og fasteignasala, Tjarnarstíg 2, Seltjarnarn. símar 23636 — 14654. húsnæöi öskast Lítið fyrirtæki óskar eftir að taka á leigu snyrtilegt 80—100 fm. húsnæði, með einu stóru herbergi 40 — 50 fm. og tveim smærri. Einbýlis- hús, eða íbúð kemur einnig til greina. Upplýsingar í síma 16662, milli kl. 1—5 á daginn, kvöldsími 33326. til sölu Prjónastofa Af sérstökum ástæðum ertil sölu prjóna- stofa í fullum rekstri, sem framleiðir fyrir erlendan markað. Mjög hentugt tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu til sjálfstæðs atvinnureksturs. Fyrirtækið má flytja hvert á land sem er. Seljandi getur verið kaupanda til aðstoðar. Tilboð sendist augl.d. Mbl. fyrir 25. janú- ar merkt: „Prjónastofa — 1 946". Magnús Lárusson: Lítið bréf til Jóns Asgeirssonar gagn- rýnanda og tónskálds Mosfellssveit, 17. des. 1977. Kæri Jón. Miðvikudaginn 14. des. sl. las ég í Morgunblaðinu einhverja þá ómerkilegustu „gagnrýni" um tónlist sem sést hefur á prenti. Þar er þú ert að „gagnrýna" Kirkjukór Akraness. Þú byrjar á því að segja að þú hafir ekki getað verið á tónleikunum til enda vegna tónleika Kammersveitar Reykjavíkur. Það er náttúrulega þftt að meta hvora tónleikana þú ferð á. En þú verður að gera þér grein fyrir því að það er ekki auðvelt fyrir utanbæjarkór að breyta sínum auglýsta tíma. Þér finnst samsetning efnis- skrárinnar furðuleg. Heldur þú að öll efnisskráin verði sungin á jólanótt í Betleham? Veist þú ekki að kórinn ætlar að halda að minnsta kosti ferna tónleika i ferðinni og ennfremur að syngja messu á Italíu? Þú hlýtur að gera þér grein fyrir þvi að það verða ekki sungin „dægurlög" eða þjóð- lög I „sing a long" stíl á jólanótt. Annars þætti mér gaman að vita hvað það er sem þú kallar „dægurlög." Er það kannski lagið hans Sigfúsar Halldórssonar „Við tvö og blómið", sem er búið að vera á „toppnum" f 35—40 ár? Eða „Hvert örstutta spor", eftir Jón Nordal? Þjóðlög í amerfskum „sing a long" eða „sjoppu" stíl, hvað er það? Er það íslenska þjóð- lagið við „Fífilbrekka gróin grund" i raddsetningu Jóns G. Ásgeirssonar „gagnrýnanda", eða ísraelsku þjóðlögin tvö i raddsetn- ingu Magnúsar Ingimarssonar? Fleiri þjóðlög voru ekki á efnis- skránni. Nú kem ég að því sem virðist hafa algjörlega farið fram hjá þér. Það var söngstjóri með kór- inn, það var undirleikari og það voru fimm einsöngvarar. Af göml- um og góðum kynnum við þig, frá því að við vorum báðir i Æsku- lýðsfylkingunni, hélt ég að þú ættir ekki til þann dónaskap sem þú sýnir þessu fólki og kórnum með þvi að nefna það ekki á nafn. Það er slæmt að þú skulir eldast svona illa. Til þess að þetta fari ekki algjörlega fram hjá lesend- um Morgunblaðsins ætla ég að segja þeim, hver þau eru sem nú ¦nefnir ekki, hvort sem þér lfkar betur eða verr. Stjórnandi kórsins er Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Þar sem það er erfitt fyrir mig eða þig, Jón, að segja hver er bestur, þá skulum við láta það liggja milli hluta. En Haukur er örugglega einn sá al- besti söngstjóri sem til er á land- inu. Sá árangur sem Kirkjukór Akraness hefur náð, sannar mitt mál. Þér finnst kórinn ekki syngja nógu sterkt. Er það ekki aðal- atriði góðs söngstjóra að vita hvað , hann er með í höndunum? I ein- umkór geta verið mjög'misjafnar raddir. Þar af leiðir, ef kórinn er látinn syngja sterkt, þá má alltaf búast við að þeir raddsterkustu skeri sig úr. Ég tel að Haukur sé að forðast það, með þvf að láta kórinn ekki syngja fullum hálsi. Undirleikari kórsins, á pianó, er Friða Lárusdóttir, sem i 25 ár lék undir hjá Karlakórnum Svön- um á Akranesi, með góðum árangri. Að minum dómi gefur hún ekki öðrum undirleikurum eftir. Eini einsöngvarinn sem þú nefnir er Agústa Ágústsdóttir. En fyrir utan hana eru fjórir aðrir. Agúst Guðmundsson, sópran, hann er eins og Agústa, Skaga- maður; Guðrún Tómasdóttir, sópran, Friðbjörn G. Jónsson, ten- or og Halldór Vilhelmsson, bassi. Jón, þú getur verið öruggur um það, að allt þetta fólk, sem er búið að leggja á sig mikið erfiði við æfingar, verður landi okkar til sóma úti í hinum stóra heimi, þar sem verður litið á það sem Islend- inga, fyrst og fremst, en ekki Skagamenn. Þú þarft ekkert að vera hræddur um að Haukur rugli saman sálmum og „sing a long" tónlist. Að svo mæltu óska ég Hauki, Friðu, einsöngvurum og kórnum i heild góðrar ferðar og góðs árang- urs, og það veit ég að þú gerir lika Jón. Svo vona ég að þú látir þetta ^ bréf þér að kenningu verða og sýnir utanbæjarfólki kurteisi hér eftir. Svo hef ég þetta ekki lengra. Vertu sæll, Magnús Lárusson, Markholti 24, Mosfellssveit. \\ (.I.YSIMi ASIMINN KR: >=Fk 2248D kj> Blorijmililníiiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.