Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF. Umsjón: Sighvatur Blöndal. Ráðstefna Stjórnunarfélags Islands: hveitibrauð, sem er 1 kg að þyngd, þá kemur út sem svarar Vi kg af olíu úr dæminu? Nú eru 5.000 kílókalóríur í V2 kg af olíu, en ekki nema 700 kílókalóríur í 1 kg af hveiti- brauði, svo að þetta er bersýni- lega mjög óhagstæður orkubú- skapur. Hvað er til ráða til að spara orku í þessu sambandi? Eígum við að hætta að rækta hveiti og baka brauð, eða eig- um við að drekka olíuna? Frástörfum ráðstefnunnar í Munaðarnesi Thermal Units (BTU) eða 2,5 X 1014 kílóalóríur. Þetta er nú kannski erfitt að skilja, enda geta menn betur áttdað sig á því, að 1 quad samsvarar 36 milljón tonnum af kolum eða „Þjóðhagsleg markmið og afkoma íslendinga" „Þjóðhagsleg markmið og afkoma íslendinga" var efni ráðstefnu þeirrar er Stjórnunar- félag ísland hélt í Munaðarnesi dagana 12. —14. janúar s.l. Markmið ráðstefnunnar var að fjalla um afkomu íslendinga og gera þátttakendum grein fyrir sambandinu milli lífskjara og þjóðfélagslegra markmiða, ennfremur áhrifa stjórnar efna- hagsmála og stjórnunar fyrir- tækja á afkomu þjóðarinnar. Til ráðstefnunnar mættu alls milli 40—50 manns víðs vegar að úr hinum ýmsu stéttum þjóðfé- lagsins. Ragnar Halldórsson formað- ur Stjórnunarfélagsins setti ráð- stefnuna og bauð gesti vel- koma Þá kynnti hann þá frum- mælendur en aðalræðumenn voru þeir Gylfi Þ. Gíslason pró- fessor, Jónas Haralz banka- stjóri og Guðmundur K Magnússon prófessor. Þá töl- uðu einnig þeir Ásmundur Stefánsson hagfræðingur, Da- víð Scheving Thorsteinsson for- stjóri, Björn Friðfinnsson fjár- málastjóri, Geir Vilhjálmsson sálfræðingur, Magnús Gústafs- son forstjóri og Þröstur Ólafs- son framkvæmdastjóri. í lok ráðstefnunnar voru svo hring- borðsumræður, þar sem miklar og fjörugar umræður urðu. í ávarpi sínu við setningu ráðstefnunnar sagði Ragnar Halldórsson m.a.: „Vissuð þið, að þegar það dæmi er gert upp, hversu mikla orku þarf til þess að framleiða Carter Bandaríkjaforseti hef- ur á undanförnum mánuðum reynt að sannfæra landsmenn sina um það, að nauðsynlegt sé að breyta um lifnaðarhætti til að spara orku. Árangurinn virðist, að minnsta kosti að svo komnu máli, vera óviss og of- angreint dæmí sýnir, að hér er ekki um einfalt mál að ræða. „QUAD" er eining fyrir orku og er sama sem 1015 British Flugvélaframleiðsla: Brasilíumenn hefja inn- reið sína í Evrópu HIÐ ríkisrekna flugvélafram- leiðslufyrirtæki Embraer, sem til þessa hefur verið langstærsti flugvélaframleiðandi f Latnesku- Amerfku, hefur nú hafið innreið sfna f Evrðpu. Þeir hafa nýverið gert geysistóran samning um sölu á EMB-110 þotum sfnum til brezka flugfélagsins Air Wales og franska flugfélagsins Air Littoral. Þá eru raddir uppi um að við- ræður séu í gangi við aðila í Bandaríkjunum, Astralíu, Grikk- landi og Súdan. Embraer sem hef- ur selt fyrir meira en 40 milljónir dollara á s.I. ári, hefur nú komizt í hóp tiu stærstu flugvélaframleið- enda i heiminum. 25 milljón tonnum af olíu. Iðn- þróuð borg með milljón íbúa notar um 1 quad af orku á þremur árum. Heildarorkunotkun Banda- rikjanna árið 1975 var 73 quad. Ef ekki tekst að draga verulega úr orkunotkun eins og Carter stefnir að, munu Banda- rikjamenn þurfa um 200 quad árið 2000. Takist hins vegar að spara orku verulega, yrði orku- notkunin um 105 quad. Sér- fræðingum ber saman um að til þess að fullnægja viðbótarorku- þörfinni ~séu ekki nema tvö til- tækileg ráð: annað hvort að byggja 350 1000 megawatta kjarnorkuver eða opna 700 risanámur. Að sjálfsögðu má fara báðar þessar leiðir að nokkru, en þriðji möguleikinn er ekki fyrir hendi, þ.e.a.s. ef menn ekki vilja aftur snúa til lifskjara og menningar, sem ríktu fyrir nokkrum hundruðum ára og gefa gjörsamlega upp á bátinn núverandi lifnaðarhætti. Fyrir aðeins örfáum árum var litið til Svíþjóðar sem fyrir- myndarríki í hinum vestræna heimi, þar sem ríkisforsjá sæi fyrir því, að menn gætu lifað áhyggjulausu lifi frá vöggu til grafar. í dag eru margir þeirrar skoðunar, að Svíþjóð rambi á barmi efnahagslegs gjaldþrots, og víst er um það, að erfiðleik- ar á því að samina sívaxandi þarfir velferðarríkisins við raun- hæfa möguleika efnahagslífs- ins, eru nú að verða öllum Ijósír Erfiðleikar Svia stafa af þvi, að þeir hafa hækkað kaupið hjá sér of mikið, bætt lífskjör meir en atvinnuvegirnir standa und- ir, og nú siðustu misserin bein- línis greitt atvinnufyrirtækjum fyrir að halda áfram fram- leiðslu. sem þó hefur farið á lager vegna þess að hún er ekki samkeppnisfær. íslending- um virðist því sjálfsagt, að Svíar haldi áfram að fella geng- ið, en þegar við stöndum frammi fyrir sams konar vanda- máli, þ.e. að sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir 60% launahækkunum á einu ári, virðist sú skoðun útbreidd, að gengislækkun komi ekki til greina. Eins og þessi dæmi sýna. Dr. Gylfi Þ. Gíslason: Ekki hægt að einangra ef nahagsmál frá öðrum viðfangsefnum þ jóðf élagsmála DB. Gylfi Þ. Gíslason var einn frummælenda á ráðstefnu Stjórnunarfélagsins f Munaðar- nesi f s.l. viku og m.a. sem fram kom f ræðu hans var eftirfar- andi: Efni þess, sem ég hefi að segja, verður þriþætt. I fyrsta lagi tel ég nauðsynlegt að vekja athygli á, að fslenzkt þjóðfélag er ekki einangrað fyrirbæri í Evrópu eða heiminum, þótt það sé samfélag litillar þjóðar, sem býr í landi við yztu nöf. Sam- félag okkar er mótað af svipuð- um hugmyndum og svipaðri þróun og mótað hefur nálæg ríki, vestan hafs og austan. Til þess að skilja íslenzkt þjóðfélag og geta myndað sér skynsam- lega skoðun á þvi, hver skuli vera þjóðfélgsleg markmið Is- lendinga, er þess vegna nauð- synlegt að gera sér grein fyrir þeim megin hugmyndum, sem mótað hafa þann heimshluta, sem við búum í, og jafnvel heiminn i heild. I öðru lagi ætla ég að ræða þróun islenzkra þjóðmála á þessari öld. An túlkunar á þvi, sem hér hefur verið að gerast, er ekki hægt að hafa rökstudda skoðun á þvi, hver vera skuli þjóðfélagsleg markmið íslend- inga 1 þriðja og siðasta lagi mun ég síðan gera grein fyrir þeim þjóðfélgslegu markmiðum, sem ég tel, að stefna beri að. Þrátt fyrir allt hefur Islend- ingum yfirleitt tekizt að bægja frá dyruni sínum alvarlegasta böli nútímans, en það hlýtur mikið atvinnuleysi að teljast. Ef víxlsporin, sem stigin hafa verið, væru skýring þess, að tekizt hefur lengst af að halda fullri atvinnu á íslandi, væru þau vissulega afsakanleg að verulegu leyti. Auðvitað hefur ekki alla öldina tekizt að af- stýra atvinnuleysi að fullu. Komið hafa atvinnuleysistima- bil. En þau ár hafa þó verið miklu fleiri, sem hægt er að kenna við skort á vinnuafli eða umframeftirspurn eftir vinnu- afli, en hin, þegar atvinnuleysi hefur rikt. Það hefur m.ö.o. ekki verið um að ræða jafna þróun á sviði atvinnustigsins. Það er skoðun min, að unnt hefði verið að haida jafnháu atvinnustigi og átt hefur sér stað, án þess að búa við hafta- búskap i 30 ár, við verðbólgu í nær fjóra áratugi og án þess að hafa fylgt rangri stefnu á sviði landbúnaðarmála um mjög langt skeið og efnt til offjár- festingar á sviði sjávarútvegs og orkumála nú upp á siðkastið. Ef þjóðarbúskapur tslendinga hefði alla öldina grundvallazt á heilbrigðum markaðsbúskap, með hæfilegum ríkisafskiptum, sem tryggðu framgang vel- ferðarsjónarmiða og eðlilega jöfnun byggðar i landinu, álit ég, að hagvöxtur hefði getað orðið bæði jafnari og meiri en hann hefur verið áöldinni. Þá kem ég að þriðja hluta og meginefni þessa erindis. A grundvelli þess, sem ég hef þegar sagt um þær meginhug- myndir, sem mótað hafa þjoðfé- lagsþróun umheimsins, og hins, sem ég tel hafa einkennt þjóð- félagsþróun á Islandi á þessari öld, mun ég nú reyna að gera grein fyrir, hver ég tel eigi að vera þjóðfélagsleg markmið Is- lendinga á komandi árum. Eg tel rétt að taka fram, að ég ræði um þjóðfélagsleg markmið i mjög viðri merkingu. Ég tel ekki unnt né rétt að ræða þjóð- félagsmál eingöngu sem efna- hagsmál. Það er ekki hægt að einangra efnahagsmál frá öðr- um viðfangsefnum þjóðfélags- mála. Til dæmis ættu tengsl efnahagsmála við menntamál að vera augljós. Það er auðvitað ekki út i bláinn, að sagt hefur verið, að menntun sé arðbær- asta fjárfestingin. Maðurinn sjáldur, hinn menntaði maður, er og hefur alltaf verið mikil- vægasta framleiðsluaflið I iðn- ríkjum nútimans. Skilyrði til aukinnar framleiðni eru háðari aukinni þekkingu en nokkru öðru. Það er fyrst og fremst þekking, ásamt fæðu og heil- brigði, sem vanþróaðar þjóðir skortir en ekki hráefni eða orkulindir. Þetta ætti okkur Is- lendingum í raun og veru að vera ljósara öðrum þjóðum. Vm aldamótin siðustu voru Islend- ingar án efa bláfátækust þjóða í Vestur-Evrópu, en erum nú komnir i hóp þeirra, þar sem velmegun er mest. Þá lifskjara- byltingu, sem orðið hefur á þessari öld, eiga Islendingar fyrst og fremst þvf að þakka, að hér hafði várðveitzt alþýðu- menntun frá fornu fari, þrátt fyrir fátækt og örbirgð, að hér var um aldamótin menntað fólk, sem gat stigið í einu skrefi úr miðaldaþjoðfélagi inn í nú- timaiðnríki. Ekki er heldur unnt að slita i sundur efnahags- mál og heilbrigðismál. Heil- brigði og heilsugæsla verður að haldast í hendur við framfarir i efnahagsmálum. Og enn síður er hægt að loka augunum fyrir tengslunum milli efnahagsþró- unar og siðgæðisvitundar. Það var brestur i siðgæðisvitund þjóðarinnar, sem átti verulegan þátt i bankahruninu og krepp- unni eftir fyrri heimsstyrjöld. Þrjátiu ára haftakerfi hafði skaðleg áhrif á siðgæðismat og truflað siðgæðismat síðan á hinn bóginn á þróun efnahags- mála. Blandast nokkrum hugur um, að í kjölfar stríðsgroðans og dvalar hins fjölmenna er- lenda herliðs hér á landi á tim- um seinni heimsstyrjaldarinn- ar hafi siðgæðisvitund þjóðar- innar lamazt og það sagt til sin í efnahagskerfinu? Og hver dregur i raun og veru i efa, að ein alvarlegasta afleiðing verð- bólgunnar á undanförnum ára- tugum, einkum og sér í lagi á ^bw—rniwmwTTT'WWfFw iiuiiiumui'ui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.