Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 Jón I>. Árnason Lífríki og lífshættir III: ,,/búar þessarar jarðar okkar munu upplifa gífurleg- ar breytingar á næstu áratugum — en bara ekki af því tagi, sem alls staðar hefir verið spáð síðustu áratugina. " Ekki er liðinn aldarfjórðung- ur siðan flestir spádómar um lif og lifnaðarhætti mannkynsins höfðu að meginmáli fyrirheit um unað og allsnægtir. Þeir hafa nánast mátt heita alls ráð- andi og að sama skapi vinsælir og áhrifamiklir. Enda þótt þeir hafi að drjúgum hluta verið hafnir á loft af mönnum, er bjuggu yfir víðtækri þekkingu og góðri greind, hefir rás at- burða rennt stoðum undir þann grun, að þeir hafi að verulegu leyti verið reistir á óskhyggju höfunda og áheyrenda þeirra eða lesenda. Þannig hafa árlega birzt þúsundir greina og rit- gerða í blöðum og timaritum og hundruð bóka, sem hafa útlist- að, hvernig veröldin ætti, hlyti, skyldi líta út í framtíðinni. Þar hefir sjaldan skort á fjölskrúð- ug lýsingarorð. STRAUMHVÖRF FYRIR20ARUM , Á siðastliðnum árum hefir þó til muna dregið úr þessari bók- menntaiðju, sem framleiddi hráefnið í drauma alþýðu. Jafn- framt tóku að kveða við raddir, sem hreinskilnisJega gerðu heyrinkunnugt, hvernig veröld- in i raun og veru var á vegi stödd, einkum (a) að jörð okkar væri tak- mörkuð og örlæti náttúrurfkis- ins ekki óþrjótandi, og (b) að matinkynið væri fangi f tíma og rúmi; „1 búri náttúru- lögmálanna" eins og dr. Isaac Asimov, lífeðlisfræðingur f Boston, nefndi hina þekktu rit- gerð sfna (í „Die Zeit", Ham- borg, nr. 31/1. ágúst 1969). í Evrópu verður straum- hvarfa eiginlega fyrst vart árið 1958, þegar GUnther Schwab birti bók sína, „Der Tanz mit dem Teufel". Þá var rumskað. Þegar síðan „Silent Spring" eft- ir Rachel Carson kom út í Bandaríkjunum árið 1963, þá var hlustað. Og þegar „The Club of Rome" gaf út bók Dennis L. Meadows og sam- starfsmanna hans, „The Limits to Growth", árið 1972 — þá varð uppnám, og við það hefir að mestu setið og staðið allt síðan, að öðru leyti en því, að málflutningur raunsýnismanna hefir svo að segja lagt umræðu og útgáfustarfsemi á sviði lff- ríkis- og lífsháttamála undir sig. Án þess að orðum haf i fylgt athafnir, án þess að verkin hafi talað, enda hægara sagt en gert, þar sem verkefnið er tröllaukn- ara en svo, að á nokkurs manns færi sé að skilja til fulls og benda á, hversu að skuli standa. En í upphafi er hugsun, og sá árangur, sem hingað til hefir náðst, er þrátt fyrir allt sá helztur, að skynibornari hluti almennings, en þó sérstaklega öfgalaust menntafólk, hefir komizt á snoðir um, að langt er frá að allt sé með felldu. Fram- tfðin virðist sýnilega ekki geta orðið jafn skínandi björt og hlakkað hafði verið til. Öðru nær. Við blasa heimssögulegt ástand 'og horfur, sem haf a ver- ið óþekkt frá því að sögur hóf- ust af manneskjunni á jörðinni. Af þeim sökum geymir mann- kynssagan ekki nein fordæmi, sem hægt er að draga lærdóma af varðandi haldbær úrræði. M.a. þess vegna er ekki seinna vænna — ef það er þá ekki þegar orðið um seinan — að hefjast handa um víðtækar rannsóknir á hinum ýmsu, bæði sérstæðu og samtvinnuðu or- sökum, sem leitt hafa fram á hengiflugið, og gera grein fyrir, hvern dilk þær kunni að draga á eftir sér í næstu framtíð — og ekki síður, hvernig viturlegast verði við brugðizt. ÓTVlRÆÐAR ORSAKIR í þeim efnum blæs allt annað en byrlega nú. Lífverndarsinn- ar virðast vera á einu máli um þrjár meginhindranir í vegi — Herb*,rf ^ruhl. hugsanlegra varnaraðgerða, nefnilega. 1. að verkalýður og vinnu- veitendur haldi dauðahaldi f kjarabóta- og hagvaxtartrúar- brögð sfn; taki mark á skrum- urum og vellukjömmum f vin- sældaleit, sem troði upp með galdrastaf þeirrar náttúru að geta breytt grjóti f gull, þannig að unnt verði að halda áfram að nfðast á náttúrurfkinu hugsun- arlaust hér eftir sem hingað til, eða a.m.k. að fresta afleiðing- unum og milda með fyrir- greiðslukúnstum, þó að albert megi vera, að með slfku hátta- lagi versni vont svo að um muni, 2. að alltof margir tæknisér- fræðingar og vfsindamenn séu svo mjög heillaðir af sérgrein- um sfnum, að þeir hafi misst sjónar á samhengi þeirra við og áhrifum á aðra þætti þjóðlffs- ins, og 3. að stjórnvöld yfirleitt skorti ýmist skilning á eðli vandamálanna eða séu óafsak- anlega treg til þess að láta til sfn taka, þar sem þeim sé Ijóst, að ekki verði komizt hjá Iffs- kjaraskerðingu og óttist þvf að vekja andúð og mótþróa al- mennings, eða að þau séu undir áhrifavaldi vafasamra umsvifa- samtaka f hagsmunaheiminum. Spænskar sardfnur: Afli úr hafi, eitruðu af skolpi og olfusora. Fordæmalaust heimsástand Oskhyggjan er svikul Þrjár megin- hindranir Adeins stór- virki duga Vissulega mun heilmikið vera til í þessu. Annað mál er svo: veit nokkur með sannfær- andi líkum, hvað skal gera og hvernig? Tvennt er þó víst: i fyrsta lagi, það má ekki láta reka á reiðanum, og í öðru lagi, það mætti mörgu bjarga, þó að kosti fjármuni, fyrirhöfn og, fórnir á meðan yfir gengur, en myndi hins vegar forða niðjun- um f rá voða. Á hinn bóginn er á það að líta, að tilgangslaust yrði að ráðast í annað en stórvirki. Og vfða þola þau ekki bið. T.d. um slíkt stórvirki má nefna björg- un Miðjarðarhafsins, sem bein- línis snertir þær þjóðir, er við það búa, og óbeinlínis alla jarð- arbúa, af þeirri einföldu ástæðu fyrst og fremst, að vatnsforði jarðar er óskipt sam- eign alls mannkynsins. DÝRMÆTUR FORÐI Vatnsforði jarðarbúa nemur nálægt 1.335. 588.000 km3, og er stöðugur; hann hvorki eykst né þverr. Af þessu magni eru 97,2% f heimshöfunum, rösk 2% bundin f fs, einkum á Suð- urheimskautinu og Grænlandi, en afgangurinn, um 0,6—0,7% eru á og undir yfirborði megin- landa. Tæplega 1/1.000.000, þ.e. um 1.200 km3, rennur f ám og fljótum, en ti'u sinnum mmmmmmmmmm »n —imiw.......i nmi— tmmmmmmmmimmmmmmmmm— ^^.^¦^¦w Fiskimenn Miðjarðarhafslns, sem borða 2 kg af fiski á viku, eiga á hættu að eyðileggja taugakerfi sitt innan 7 ára. meira, 12.700 km.3, er f gufu- hvolfinu. Sólin er sá primus motor, sem stjórnar hringrás vatnsins. Fyr- ir áhrif sólarljóssins gufa ár- lega 453.000 km3 vatns úr höf- unum upp ( gufuhvolfið, eða rösklega 35falt vatnsinnihald þess. Af þvf má sjá, að viðstaða þess vatns, sem gufar upp úr heimshöfunum f gufuhvolfið, nemur um 1 viku, og ennfrem- ur, að það berst tiltölulega stutt úr höfunum yfir meginlöndin. Af því heildarmagni, sem gufar upp, falla um 412.000 km3 aft- ur beint f höfin og afganginum, 41.000 km3, rignir og snjóar niður á meginlöndin. Heildar- úrkoma á meginlöndin nemur 114.000 km3, þar sem mismun- urinn, 114.000 ¦*¦ 41.000 - 73.000 km3, hefir bætzt f gufuhvolfið vegna uppgufunar af landi, úr vótnum, fljótum o.s.frv., svo og úr gróðurrfkinu. Af úrkomunni á meginlöndin berast þvf árlega um 73.000 km3 sem úði eða gufa f andrúmsloftið, en 41.000 km3 renna aftur til sjávar (fljót, ár, neðanjarðarvatn). Ef Suöurheimskautslandið og Grænland eru ekki talin með byggilegum löndum, verða eftir um 39.000 km3 á ári f hringrás- arkerfi vatnsins. Vatnið í höf- unum og neðanjarðar, t.d. und- ir Sahara, er ekki tiltækt, og verða þá einvörðungu þessir nálega 40.000 km3 af öllum vatnsforða jarðar til ráðstöfun- ar. Vatnsforði mannkynsins er þvf takmarkaður og stöðugur eins og áður segir, og virðist feiknarlegur. Vatnsskortur hef- ir eigi að sfður vfða orðið og er tilfinnanlegur, bæði af land- fræðilegum ástæðum svo og vegna hirðuleysis manna um að hindra óhreinkun og spillingu þess í daglegri umgengni. Fyrir röskum 2000 árum, árið 25 f. Kr., gerði rómverski bygg- ingameistarinn og verkfræðing- urinn Vitruvius Pollio þá kröfu, að „vatn skal vera laust við Iffshættuleg og heilsuspill- andi efni; það skal vera kalt, tært, hreint og bragðgott". Astæðulaust er að ætla, að hann hafi gert kröfu sfna að tilefnislausu. Nú á dögum fer og f jarri því að drykkjarvatn sé f samræmi við kröfur Vitru- viusar. „Drykkjarvatn okkar er í hæsta máta svalt. Vatn er drukkið, við köstum þvl af okk- ur aftur, það er hreinsað og drukkið á ný. 1 mörgum þétt- býlum iðnaðarhéruðum fer sama vatnið fjórum til fimm sinnum í gegnum Hkamann," segir JUrgen Voigt (i* bók sinni, „Das grosse Gleichgewicht", Reinbek bei Hamburg 1969). Engum ætti að geta dulizt, að fullrar nærgætni í' umgengni og við meðferð vatns er ein meðal brýnustu lffsnauðsynja mann- kynsins. Þeirrar varúðar hefir hvergi nærri verið gætt. M.a.s. úthöfin eru tekin að stynja. Um það höfum við m.a. tvö ágæt vitni: Jacques-Yves Cousteau og Thor Heyerdahl. Og milljón- ir manna bera daglega vitni um dauðastunur innhafanna, t.d. Eystrasalts og Miðjarðarhafs. ÐAUÐASTRlÐ MIÐJARÐAR- HAFSINS I Miðjarðarhafið (3.000.000 kmw; 4.300.000 km3) berast hvfli'k feikn af skolpi og skarni að dýra- og gróðurrfki þess eru talin r btgðri hættu. Fiskur, sem þar veiðist, verður æ ólyst- ugri og hættulegri til neyzlu. Kvikasilfurseitrun ber þar einna hæst. 1 ál, sem rak á strendur Korslku srðastlíðið sumar, mældust 600 mgr kvika- silfurs f kg. Þegar í nóvember 1974 hafði rannsóknarnefnd, kjörin af þjóðþingum Miðjarð- arhafslanda til þess að fylgjast með saurgun hafsins, komizt að þeirri niðurstöðu, að f túnfiski, veiddum f Miðjarðarhafi, væri tvisvar sinnum meira kvikasilf- ur en f túnfiski Atlantshafsins. í blaðaviðtali við „Gesunde Medizin" lét prófessor Aubert, forstjóri Cerbom (Centre d'études et de reeherche de bio- logie et d'oceanographie) í Nizza, svo ummælt I fyrravor að fiskur, er veiddur væri f vestan- verðii Miðjarðarhafi, væri orð- inn svo mengaður kvikasilfri, að óðum nálgaðist ýtrustu Framhald á bls. 26. ' ¦¦¦- /.«¦. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.