Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 15 Halldðr Jónsson um við ekki öll steinhætt að hugsa og látum kúskana keyra bílinn með okkur rýtandi á pallinum? Eða er kerfið hætt að gefa okkur möguleika á nokkru afgerandi vali. Það virðist sama hvað viö gerum við kjörborðið, kerfið mun halda áfram að vaxa og álögurnar því að aukast. Svo vara þeir okkur við úlfinum, sem þeir kalla lýð- skrumara, sbr. Morgunblaðið 8. janúar s.l., þó manni fyndist sú lýsing geta átt við fleiri en Aron- ista. Okkur f annst það sýna ljóslega, hversu lítið álit kúskarnir hafa í raun og veru á dómgreind fólks, þegar Morgunblaðið og hæstvirt- ur forsætisráðherra lýsa því yfir að um 80% af atkvæðum þeirra hafi ranga skoðun og þurfi endur- hæfingar við, sem þeir muni sjá um fyrir kosningar. Og svei mér þá ef þeim ætlar bara ekki að takast þetta. Bjarni heitinn Benediktsson sagði einhvern tíma, þegar ein- hverjir liðsmenn voru með múó- ur: „Þó við séum vondir, þá eru aðrir verri." Þetta er sú meistara- lógfk, sem haldið hefur mönnum í skrúf stykki síðan. " Við felldum talið og fórum hver sína leið. Ég hugsaði lengi um lífið og tilveruna og kerfið, þetta kerfi sem enginn virðist ráða við, en varð einskis vísari. Skyldi meistaralógikin duga enn einu sinni þegar til stykkisins kemur, þó við höfum verið að rýta þetta? 9.1. 1978. Halldór Jónsson verkfr. Hafnarstúdent sem frúin hefur þessar upplýs- ingar væntanlega í saumakörfu sinni, væri gagnlegt að fá þaer í næsta skrifi hennar.— 1 jólaboðskap frúarinnar stend- ur, að það sé „svívirðilegt og þjóð- hættulegt", að búvörur hækki „ef fólkio I landinu fær lagfæringu á kaupi". — Svo litilsvirðir þessi kona, þá sem í sveitunum búa, að hún telur þá ekki einu sinni með fólki. Sennilega finnst henni, að við séum einhver óæðri snikju- dýr, sem ætti að útrýma, sem fyrst af þjóðarlíkamanum. Um þessi orð er fátt eitt að segja, þau dæma sig og höfund sinn sjálf, en aldrei minnist ég þess, að hafa seð í blaðagrein orð, sem hafa borið vott um meiri and- úð og fyrirlitningu til heillar stéttar. — Ef tilgangur frúarinnar með þessum skrifum er, að upphefja sig á kostnað bændafólks í atigum verkamanna og sjómanna hér á Austurlandi, að stuðla að stéttarig og koma á kreik óvild og tor- tryggni, þá er ég þess fullviss, að þessi endemis skrif ná ekki til- gangi sínum og eru dæmd til þess að falla dauð og ómerk. Ég hef kynnst fjölda af verkamönnum og sjómönnum hér á Austurlandi, en hef ekki fyrirfundið einn einasta, sem hefur talið bændur ofhaldna af því, sem þeir fá fyrir afurðir sínar. Þeir vita, að vanda þessa þjóðfélags er annarsstaðar að leita, þó að þeir hafi ekki tíma og tækifæri til þess að skrifa um það i blöðin.— Við ritstjóra Morgunblaðsins vildi ég svo að lokum segja þetta: — þó að ég viti, að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi ekki blaðið,, þá hef ég talið, að það væri fylgjandi stefnu flokksins í höfuðatriðum og vildi veg hans, sem mestan. Flokkurinn hefur haft að kjör- orðum; „stétt með stétt" og „gjör rétt, þol ei órétt". Grein Herdísar er i algjörri mótsögn viðþessi orð, hún er flutt af fávizku, litilsvirð- ingu, rangfærslum og rógi, um eina af stéttum þessa lands, bændastéttina, og ef einhver tek- ur mark á henni, þá stuðlar hún að tortryggni, misskilningi og úlf- úð milli stétta og þjóðfélagshópa. Hún er framámaður i flokknum hér á Austurlándi, og geta því einhverjir haldið, að óreyndu, að hún skrifi fyrir hönd flokksfor- ystunnar hér. Þar af leiðandi veit ég, að þau eru ófá atkvæðin, sem hún er búin að reita af flokknum hér í kjördæminu, með skrifum sínum í þetta blað á undanförnum árum. Þvi finnst mér, þrátt fyrir frjálslyndi blaðsins við birtingu greina, eigi svona skrif og önnur viðlíka ekki heima þar, til munu samt blöð, sem tækju þeim fegins- hendi. — Með þökk fyrir birtinguna, Hvalnesi, á 13. dag jóla. Benedikt Stefánsson. Egill Egilsson: KARLMENN TVEGGJA TlMA. Skáldsaga. 209 bls. Helgafell. Rvfk. 1977. »LIFÐI ég í Höfn með gleði,« kvað Skúli fógeti er hann minnt- ist stúdentsáranna í borginni við Sundið. Svo hafa fleiri minnst verunnar þar. Hafnarstúdentinn hefur sin persönueinkenni i vit- und íslendinga. Skáldsaga Egils Egilssonar segir frá einum slík- um. Hann heitir Ingi, hefur alist upp við fjárrag og annars konar fábreytt sveitalíf heima á Fróni og kemur því til Hafnar svo til reynslulaus. Þar kynnist hann fyrst heimsins lystisemdum. Helsta læriföður sinn i þeim efn- um kallar hann Don Pedro, en sá er líka íslenskur Hafnarstúdent og kallaður svo vegna suðræns útlits. Partí eru titt haldin, til- burðir til kvennafars mjög hafðir í frammi, þjórað og duflað. Inga lærist að hann eigi að njóta þess- ara lystisemda án þess að láta nokkuð af sjálfum sér; sönn karl-* mennska sé fólgin í að láta ekkert raska jafnvægi sínu, allra síst kvenpersónur þær sem tældar eru til fylgilags. Þó eru þær sífellt umræðuefni þeirra félaganna, þeir hugsa vart né tala um annað, tala þó jafnan um þær í hálfkær- ingi — með orðalagi sem þótti ekki prenthæft fyrr en nýverið en þykir það vist nú orðið. Þegar fram Hða stundir kemur á daginn að Don Pedro er karl- menni á yfirborðinu aðeins, undir niðri reynist hann meyr og hug- laus. Gengur allt hans brambolt út á að sýnast. En það stoðar lítt til frambúðar, kjarkinn vantar og að lokum ræður hann sér bana, Ingi sendir lík hans heim í kistu en erfir um leið eftir hann þá stúlkuna sem helst hafði bundið við hann tryggðir. Þetta gerist á Kennedy-tímabilínu. Sv'o rennur upp vorið '68 með stúdentaupp- reisnum, breyttu gildismati ungs fólks og rauðsokkugangi um allar jarðir. Karlmennskuhugsjón sú, sem Ingi hafði tileinkað sér, geng- ur ekki lengur. Sambýliskonan, sem hú er orðin, fer sínu fram, stendur uppi i hárinu á Inga og hverfur loks frá honum — gengur til fylgilags við þann nýróttækl- inginn, islenskan, sem er í mest- um metum meðal sinna lika i Höfn. Sá er að skrifa bók sem á að heita: »Greining á íslenskum framleiðsluháttum, ábending um tilhögun baráttu.« Ingi tekur fyrst þátt í klíku- Egill Egilsson. fundum róttækra en er brátt vís- að á bug þar sem hann er hanníbalisti og hugsar talsvert um eigin hag sem er auðvitað stórvítavert! Sagan ski.lur við hann sem smáborgara heima í Reykjavik. Við lestur þessarar skáldsögu sýnist mér ris hennar hækka eftir þvi sem á söguna liður. Efnið er í sjálfu sér tilvalið. Líf Hafnarstú- denta hefur ekki mikið komist inn í skáldsögur hingað til, enda þótt ærin ástæða væri til. Breyti- leg lífsviðhorf ungs fólks á sjö- unda áratugnum eru líka merki- legt skáldskaparefni. Karl- mennskuhugsjón sú, sem Ingi til- einkar sér fyrst, má vera minnis- stæð öllum sem muna fyrstu ára- tugina eftir stríð. Fyrirgangurinn '68 og næstu ár á eftir, breytti öllu Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON í svip. Unga fólkið taldi sig vera að slíta af sér fjötra, sækja fram til frelsis. Raunar var það tiskan sem breyttist fyrst og fremst, ekki aðeins klæðnaður, tónlíst og fram- koma heldur líka skoðanirnar — ný viðhorf urðu tiskufyrirbæri og þeim varð að fylgja jafnskilyrðis- laust og karlmennskuhugsjón þeirri sem Ingi hafði áður tileink- að sér. Þau voru því nýjar viðjar. Allt eru þetta verðug söguefni. Niðurröðun þeirra í bókinni er lika með ágætum. En bókin hefur líka tvær veikar hliðar sem eru: persónusköpun og stíll. Persón- urnar eru umgjarðir um lífsvið- horf fremur en lifandi fólk. Don Pedro á að vera klofinn persónu- leiki, en hvernigsjúkleikahans er í raun og veru háttað og af hverju' geðklofningur hans stafar kemur þó hvergi skýrt i ljós. Það hjálpar ekki upp á sakirnar að Egill Egils- son umskrifar flest samtöl — til óbeinnar ræðu, leyfir persónuh- um aldrei að kynna sig alminlega. Um stilinn er það svo að segja að hann er bæði alkof langdreg- inn, og hreint ekki nógu skil- merkilegur. Langar mig að til- færa hér tvö dæmi sem eru að vísu ekki af betra taginu en þó engin einsdæmi i bókinni. Þessi málsgrein er t.d. tekin af bls. 21: »Fyrst að þvi loknu má taka til við það sem holdið stendur til, og ef svo vel er eftir allt sem á undan er gengið.« Eg verð að játa að ég skil ekki þessa málsgrein. Skiljan- legri er þessi þó knúsuð sé, lögð I munn ungri róttækri konu sem lætur dæluna ganga yfir karl- kyninu: »Að einn maður þurfi að bera að framendanum á hinum það sem fer inn um hann og verka frá afturendanum á honum það sem kemur út um hann og vera ofan á það ilát undir það sem kemur út um miðjuna á honum, og gera allt þetta til að haldá einhverju efnalegu öryggi og ein- hverri stöðu í samfélaginu sem það eru aðrir fyrst og fremst sem ætlast til að maður hafi, og af því að fylgir þvi einangrun og allt að því útskúfun að komast ekki í þennan sess.« Sannarlega er at- arna skrítin þula. En þrátt fyrir svona orðabang tel ég að höf und- ur sé gæddur talsverðum frásagn- arhæfileikum og nokkru skop- skyni. Gallinn er hversu djúpt er á því auk þess sem íslenskukunn- áttan má naumast minni vera. Málalengingarnar kaffæra mein- inguna. Sumt í þessari sögu minn- ir á Brekkukotsannái Laxness þó ólíku sé saman að jafna, t.d. er saga Don Pedros ekki alls ólík lífshlaupi Garðars Hólms. Báðir eru yfirborðsmenn (Don Pedro bregður jafnvel fyrir sig að syngja), báðir eru með svipuðum hætti flæktir i kvennamál, báðir eiga einstæða móður á lífi og báð- ir farga sér að lokum. Brekku- kotsannáll er ísmeygileg skáld- saga. Mér finnst sem Egill Egils- son hafi með svipuðum hætti ætl- að að skrifa ísmeygilega sögu, sögu sem væri ekki öll þar sem hún er-séð, sögu sem leyndi á sér — og öllu sliku má raunar finna stað i Karlmönnum tveggja tíma. Framhald á bls. 26. þeir heimta að aðrir reisi við sið- gæðið i þjóðfélaginu á meðan þeim og þeirra flokkum líðst að rífa það niður. Framkvæmda- stofnunin er gott dæmi um eina af þessum stofnunum sem Sjálf- stæðisflokkurinn taldi mikilsum- vert að leggja niður á meðan hann var í stjórnarandstöðu, en þinglið hans flykktist inn í, þegar þeir tóku við stjórnartaumunum. Þingmönnum er ekki nóg að skerða sjálfsákvörðunarrétt ein- staklingsins og færa yfir á stofnanir kerfisins. Þeir vilja geta beitt þessu valdi og aukið þar með pólitiska aðstöðu sína. Það gera þeir með því að kjósa sjálfa sig í sem flestar stjórnir og ráð, og taka sér með því framkvæmdar- vald í þjóðfélaginu. Með þessum hætti er stuðlað að hrossakaupum, viðhaldið svokall- aðri samtryggingu flokkanna, sem jafnframt stuðlar að misbeit- ingu valds. Alþingismenn eru með þessum hætti orðnir ábyrgir fyrir og samdauna verðbólgu- braski og öðru þvi, sem þrífst í skjóli þessara stofnana. Hið sjálfsagða eftirlit sem al- þingi ætti að hafa með þessum stofnunum og stjórnendum þeirra er lagt af með setu þingmanna í stjórnum stofnana, og þeir gerðir að eftirlitsmönnum sjálfra sín. Siðgæði almennings mótast af því sem höfðingjarnir hafast að. Krafa Mbl. um siðferðislega end- urreisn sem ekki byrjar ofan frá er því markleysa, og málflutningi blaðsins stefnt að því að fordæma eina tegund spillingar en mæla annarri bót. Valdimar J. Ma.u Núverandi stjórnarflokkar geta ekki firrt sig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin I dag og þróast hefur undir stjórnarforystu Sjálf- stæðisflokksins þótt enganveginn sé lítið gert úr þeim arfi sem rikisstjórnin tók við eftir vinstri stjórnina. Efnahagsvandinn er óaðskiljanlegur þeirri skattfrekju sem núvarandi rikisstjórn hefur beitt samfara rangri fjárfestingu. I nýgerðum kjarasamningum bæði árin 1976 og 1977 var megin- krafa samtaka launþega sú að fá bætta rýrnun kaupmáttar, en þeir buðust til að meta að jöfnu beinar og óbeinar kjarabætur. Hefði n'k- isstjórnin þá haft vilja til að halda niðri víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags, þá hefði hún getað það með efnahagsráðstöfunum í formi lækkunar skatta og toIJa. I stað þess að framkvæma sjálf- sagðan niðurskurð opinberra framkvæmda, horfði hún upp á stórfelldar krónutöluhækkanir launa sem allir vissu að færu beint út í verðlagið og magnaði þá verðbólgu sem fyrir var. í reynd ber ríkisstjórn hverju sinni ábyrgð á verðbólguþróun. Hún ein ræður skattheimtu og efnahagsstjórnun og ákveður hvort og í hvaða mæli þjóðin lifir um efni fram. A meðan ekki er unnt að koma alþingismönnum í skilning um þessi sannindi, þá er ekki von á umbótum. Morgunblaðið viðurkennir að verðbólgan hafi verið fjármögnuð að hluta með erlendum lántökum. Hluti verðbólgunnar sé umfram- eyðsla sem verði að stöðva. Nú verði að horfast í augu við veru- leikann og axla þær byrðar sem því fylgja. Af framansögðu er ljóst, að lausn vandans hefur aðeins verið slegið á frest, og fyrr eða síðar hlaut að koma að skuldadögum. Nú stöndum við andspænis tveimur vandamálum. Verðbólg- an er enn sami vandi og hún var fyrir 3 árum siðan, en auk þess höfum við búið til nýtt vandamál sem er afleiðing geigvænlegrar skuldasöfnunar og felst í því að atvinnufyrirtækin eru i dag verr í stakk búin til að mæta þeim sam- drætti sem var og er óhjákvæmi- legur, ef hverfa á af þessari braut. Erlendar skuldir eru ekki orsök þeirra vandamáia er við okkur blasa í dag, heldur afleiðing þeirr- ar óráðsíu sem hefur fengið að þróast í skjóli rangrar efnahags- stjórnunar. Það er ekkert slæmt við innlenda eða erlenda skulda- söfnun, ef forsendur lántöku eru réttar. Gildir þar einu hvort um einstakling, fjölskyldu eða þjóð- arbúið er að ræða. Frumforsenda fyrir lántökum eru þær, að hið lánaða fé sé notað til arðbærra fjárfestinga sem staðið geti undir afborgunum og kostnaði. Þetta höfum við ekki gert, heldur notað lánin til eyðslu eins og Mbl. hefur réttilega upplýst okkur um. En með þvi fæ ég ekki betur séð en að Morgunblaðið taki fullum hálsi undir gagnrýni „Strigapokabassa- pólitfkusa". Þetta er sá efnahags- vandi og sú f jármálastjórnun sem við búum við í dag. Skömmu fyrir jól urðum við vitni að einu efnahagsundri rikis- stjórnarinnar, þegar fjárlög voru samþykkt. Þá gekk maður undir mannshönd að sannfæra þjóðina um að hallalaus fjárlög væru grundvallaratriði. Jafnframt var fullyrt að þessi fjárlög væru ekki verðbólgufjárlög þar sem þau héldust í hendur við verðlagsþró- unina i landinu. Niðurstöðutölur fjárlaga hækkuðu þó um 50—60% milli ára. Hvað boðar slíkt? Enn einu sinni hefur gleymst að grundvallaratriðið er að gjaldahlið fjárlaga sé haldið niðri. Stjórnarþingmenn benda gjarn- an á það við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni, að erfitt sé að skera niður útgjöld, þar sem stór hluti þeirra sé lögbundin. Er ekki ráð að staldra við, og aðgæta hvort ekki sé þörf á ein- hverjum breytingúm á þessum lagabálkum, eða til hvers halda þeir að þeir séu þarna, þessir góðu menn. Að lokum er ástæða til að vitna i leiðara Mbl. frá 8. janúar s.l., en þar segir: „Öðaverðbólgan hér hefur skapað jarðveg fyrir lýð- skrumara og þeir eru og hafa ver- ið um skeið hávaðasamir i okkar landi. Fólk þarf að gæta sín á þessum kraftaverkamönnum. Þeim þarf að vísa á bug. Aukin áhrif þeirra i islensku þjóðfélagi mundu hafa slæmar afleiðingar." Ofangreindan frasa og aðra í líkum dúr má lesa í öllum flokks- pólitísku blöðunum þessa dagana, og er helst að sjá að flokkunum standi meiri ógn af frjálsum skoð- anaskiptum, heldur en innbyrðis ágreiningi sin á milli. Það fólk sem hefur tjáð sig um landsmál og það sem miður fer í þjóðfélag- inu fær nafngiftir eins og lýð- skrumarar, Glistrupar, striga- pokakjaftar eða stuttbuxnapóli- tikusar, allt eftir því hvaða blöð eru skoðuð hverju sinni. Þegar Mbl. tekur undir sömu gagnrýni á tæpitungu sinni, telur það sig fjalla um málin á ábyrgan hátt og með jákvæðu hugarfari. Máltækið segir að sannleikanum sé hver sárreiðastur, og þvi er Mbl. um- hugað um að kveða slikar raddir niður, og til þess megi nota Göbbels-aðferðina með orðskrúði Þjóðviljans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.