Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978 5 Blaðamenn segja uppsamningum MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá Blaðamannafélagi tslands, þar sem m.a. er skýrt frá að félagið hafi sagt upp samningum við út- gefendur: Blaðamannafélag íslands sagði i dag upp samningum sínum við Félag blaðaútgefenda í Reykja- vík, Dagblaðið h.f. og Útgáfufélag Þjóðviljans, en heimild til upp- sagnar samningum var í sam- komulagi, sem félagið undirritaði við áðurnefnda viðsemjendur sina hinn 28. júlí 1977. Í því sam- komulagi var svo kveðið á, að samræma skyldi kjör félaga í Blaðamannafélaginu og frétta- manna Ríkisútvarpsins. Skyldi samræmingunni lokið fyrir 20. janúar, en næðist ekki samstaða um hana gæti hvor aðili um sig sagt upp samningunum. F’ulltrúar blaðaútgefenda, sem fjallað hafa um þessi mál við Blaðamannafélagið, fram- kvæmdastjórar dagblaðanna, komust nýlega að þeirri niður- stöðu, að þegar væri algjört sam- ræmi í kjörum blaðamanna og fréttamanna Ríkisútvarps. Þessi niðurstaða er fengin samkvæmt útreikningum þeirra sjálfra, sem framkvæmdastjórarnir hafa neit- að að sýna blaðamönnum. Enn- fremur hafa þeir hafnað þeirri tillögu Blaðamannafélags íslands, að hlutlaus nefnd, Kjararann- sóknanefnd reiknaði út þann mis- mun sem telja má víst að sé á kjörum blaðamanna og frétta- manna. Með hliðsjón af þessum tveimur synjunum lítur Blaða- mannafélagið svo á, að fram- kvæmdastjórar dagblaðanna hafi af ráðnum hug stefnt kjaramálum blaðamanna í tvísýnu með því að mynda ágreining við þá um sam- ræminguna, sem auðvitað getur ekki leitt til annars en Blaða- mannafélagið neyti þess réttar síns sem samkomulagið frá því í júlí veitir því. Sem dæmi um þann mismun, sem er á launakjörum frétta- manna Ríkisútvarpsins og blaða- manna, skal tekið fram, að byrjunarlaun blaðamanna eru nú 109.990 krónur, en byrjunarlaun fréttamanns há Ríkisútvarpinu eru 190.911 krónur. Laun blaða- manns þyrftu því að hækka um 73,6% til þess að jöfnuður næðist. Þá skal þess einnig getið að hæstu laun blaðamanns eftir 13 ára starf eru nú 192.427 krónur eða 1.516 krónum hærri en byrjendalaun fréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Auk þess, sem héner að framan talið, má geta þess, að laun blaða- manna hafa hækkað á bilinu frá 1. desember 1976 til 1. desember 1977 að meðaltali um 47,6%. Á þessum sama tíma hafa laun al- þingismanna sem kunnugt er hækkað um 78,3%, launþega inn- an ASI að meðaltali um 60% og launþega BSRB að meðaltali um 76,5%. Launahækkun frétta- manna Rikisútvarpsins á þessum sama tíma, en það eru þeir menn, sem vinna hin sömu störf og blaðamenn, hafa hækkað um 74,8%. Blaðamannafélag Islands harm- ar að framkvæmdastjórar dag- blaðanna i Reykjavík skyldu ekki standa við undirskrift sína við samkomulagið frá 28. júlí 1977. Blaðaútgefendur eru nýgengnir í Vinnuveitendasamband Islands. Það er lágmarkskrafa blaða- manna, að þeir viðurkenni grund- vallarreglur þess félagsskapar, sem þeir eru nýgengnir í, Vinnu- veitendasambands Islands, að greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu án tillits til þess hjá hverj- um hún sé unnin. Það er von Blaðamannafélags Islands, að leysa megi kjaramál félaga þess með friðsamlegum hætti, svo sem ávallt hefur verið utan einu sinni, að kom til verk- falls. Þrátt fyrir það verður að segjast, að afstaða framkvæmda- stjóra dagblaðanna gefi ekki til- efni til bjartsýni. Þeir virðast því miður ekki hafa skilning á því, að dagblöðin verða að geta keppt við aðra vinnuveitendur um hæfan og vel menntaðan starfskraft. Útköll Slökkviliðs 1977: 42% aukning sérstak- lega kvaðninga án elds Sjúkraflutningar nánast jafnmargir milli ára UTKALLAFJÖLDI Slökkviliðs- ins ( Reykjavfk var á s.l. ári 502 útköll, þar af voru kvaðningar án elds f alls 109 og er þar um veru- lega aukningu að ræða. Við sam- anburð á útkallafjölda áranna 1976 og 1977 kemur í Ijós að þar hefur orðið umtalsverð aukning eða 150, sem'er um 42%. Stafar þessi fjölgun einkum af tvennu, þ.e. aukningu á útköllum án elds eins og áður sagði, en þar er aukn- ingin 25 útköll, svo og útköllum þar sem tjón var ekkert, en þar var aukningin alls 131 útkall, þannig að samtals gerir þetta 156 útköll, sem er 6 fleiri útköll held- ur en öll aukningin milli ára. Fjöldi sjúkraflutninga hefur aft- ur á möti haldist svo til alveg öhreyttur allt frá árinu 1973 eða um 10.000 útköll á ári. 1 yfirlitsskýrslu frá Slökkvilið- inu kemur einnig fram að lang- flest útköllin voru í febrúarmán- uði á síðasta ári eða 72 talsins en fæst aftur á móti í ágúst og októ- ber eða 27 talsins. En einnig kem- ur fram að langflest útköllin Aðalfundur mannfræði- félagsins AÐALFUNDUR íslenzka mann- fræðifélagsins verður haldinn 27. janúar n.k. f 7. kennslustofu aðal- byggingar Háskólans, uppi, kl. 6 sfðdegis. verða á bilinu 15.00—21.00 eða 236 útköll af alls 502. Nánast allar kvaðningar komu í gegnum sima eða 475 talsins en 27 sinnum var brunaboði notaður til að boða slökkviliðið út. I þeim 109 tilfellum þegar um kvaðningu án elds var að ræða, voru 80 þeirra aðeins grunur um eld, 21 sinni var Slökkviliðið gabbað i útkall, þar sem um engan eld var að ræða og 8 sinnum var um línusnertingu að ræða. I þeim 393 tilfellum þegar um eld var að ræða var 93 sinnum að ræða um eld i íbúðarhúsum, 40 sinnum í bifreiðum, 42 sinnum í bröggum, 7 sinnum í skipum, 5 sinnum í útihúsum, 14 sinnum í verkstæðum ýmiss konar. Orsakir þessara eldsvoða voru í flestum tilfellum íkveikjur eða 226 sinnum, 42 orsökuðu raf- magnstæki eldinn og 40 sinnum voru orsakirnar ókunnar. Aðeins i þremur tilfellanna var um mikið tjón að ræða, talsvert í 11 skipti, lítið tjón var 129 sinnum og ekk- ert tjón varð 250 sinnum. Alls 9961 ferð var á s.l. ári farin ýmist vegna sjúkra- eða slysa- flutninga, þar af var 1182 sinnum um slys að ræða. Af þessum tæp- lega 10.000 skiptum sem farið var voru 8299 þeirra farnar innan- bæjar. Þá kemur einnig fram að flest- ar ferðirnar eru farnar í desem- bermánuði, eða 973 ferðir, en fæstar í marz og október eða 772 ferðir. Sandgerdi: Söfnuðu 376.500 kr. til íþróttahússbyggingar ÞESSIR sex nemendur sjö- unda bekkjar grunnskól- ans í Sandgerði söfnuðu 376.500 krónum til styrktar íþróttahússbyggingu í Sandgerði. Fjársins öfluðu börnin með sölu jólasæl- gætis og einnig gáfu þau út auglýsingarblað. Börnin eru (f.v.): Jó- hanna Norðfjörð, Jón Gunnarsson, Fanney Frið- riksdóttir, Guðmundur Pálsson, Lúðvík Eggerts- son og Lilja Hafsteinsdóttir. Rétt spor í rétta átt, sporin íTorgið! 680. St. 40—46. Verð 11.800.- 246. St. 31—46. Verð 7.870.- Loðfóðraðir kuldaskór frá Iðunni Akureyri. Hannaðir með tilliti til íslenzkrar veðráttu. 136. St. 40—46. Verð 12.200,- 231. St. 40—46. Verð 9.675,- Póstsendum. Pöntunarsími 27309 sími: 27211 Austurstracti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.