Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 11
MÖRGÚNBLAÐIÐ. MIÐVIKÚDAGUR 25. JANÚAR 1978 11 annað hús væri að venda. „Við segjum fyrir okkur að krakkarnir hérna eru yfirleitt of ungir fyrir okkur. Við sem erum orðnir 17 ára höfum t.d. miklu meira gam- an af því að skemmta okkur með þeim sem eru eldri heldur en krökkum, sem eru fimmtán ára. Þetta er það eina sem við getum farið fyrir utan planið um helg- áfengisneyzlan færist æ neðar í aldursflokka. — En aðsókn að þessum opnu húsum hjá okkur hefur alltaf ver- ið góð og í janúar hafa t.d. verið 400—500 unglingar á föstudags- kvöldum, og aðeins færri á laugardagskvöldum. En við erum með tvo sali í kjallara og þeir hafa ekki nýtzt sem skyldi. Þessi sala Aldurstakmark í Tónabæ er 15 ár og hér eru dyraverðir að líta á nafnskírteini gesta. ar.“ Hvað er helzt um að vera á planinu? „Maður hittir kunningj- ana og svo er reynt að húkka stelpur." Bindindismaðurinn í hópnum sagðist koma hér um hverja helgi, enda fyndist sér staðurinn ágæt- ur. Honum bar sainan við hina strákana um að lítið annað væri hægt að fara. „Það eru skemmti- legir krakkar, sem kóina hér og þótt margir séu undir áhrifum áfengis þá held ég að meirihlut- inn sé það ekki. Ég hef verið í stúku lengi og segi fyrir mig að ég á erfitt með að skilja þá sem ekki telja sig geta fengið neina skemmtun út úr dansleikjum án þess að skvetta í sig á undan.“ Að lokum var Pjetur Þ. Maack spurður um álit hans á þeirri hug- mynd, er fram hefur komið, un> að selja Tónabæ: — Húsið hefur nýtzt mjög illa að undanförnu og það er alltaf taprekstur á svona starfsemi. Þessi nýting hefur minnkað, m.a. vegna þess að skólar eru mikið til hættír að fá salina leigða fyrir sin skólaböll, en félagslíf er að drag- ast kaman í skólum aó því er virð- ist. Má m.a. rekja það til aukinnar áfengisneyzlu unglinga og þess að hefur verið rædd í æskulýðsráði og hefur ráðið sent tillögu til borgarráðs en það hefur ekki tek- ið neina ákvörðun enn um hvað gera skal. En hvað kæmi hugsanlega í staðinn? — Það er þannig sem ungling- arnir spyrja: Hvað á að gera fyrir okkur í staðinn? Þau hafa sjálf ekki frumkvæði að neinum sér- stökum hugmyndum, en bíða eftir að fá að vita hvað eigi að gera. Hugmyndin er að fá annan stað og hentugri til svona reksturs og hefur einnig verið rætt um að mynda eins konar klúbb, sem yrði bundinn við Reykjavíkurungl- inga, en hingað koma alltaf svo og svo margir frá nágrannabæjun- um. Ef svona klúbbur yrði til myndum við líka ekki þurfa að greiða söluskatt, en á siðasta ári mun hann hafa numið um 6 milljónum króna. Að lokum sagði Pjetur Þ. Maack að hugmynd þessi hefði m.a. einn- ig komið fram vegna þess að fyrir liggur að endurnýja innréttingar hússins og væri síður æskilegt að leggja í kostnað við endurnýjun þeirra, ef síðan ætti að selja hús- ið. j/gp Dr. Karl Stefáns- son látinn vestra Dr. Karl Stefánsson, jarðfræð- ingur, sonur Sólveigar Jónsdóttur frá Múla og Jóns Stefánssonar (fillippseyjakappa) andaðist 20. des. s.l. í Prince Georg’s Hospital, Maryland, eftir langvarandi veik- Karl fæddist á Seyðisfirði 25. jan. 1914. Að loknu gafnfræða- prófi frá M.A. 1930 fluttist hann til foreldra sinna í Baltimore, Md. Þar útskjifaðist hann frá Baltimore Polytechnic Institute og hélt áfram námi við Johns Hopkins-háskólann þar sem hann fékk döktorsgráðu i jarðfræði, 1943, og við þá athöfn var honum veitt Presidential Commendation frá Roosevelt forseta fyrir jarð- fræðilegar rannsóknir fyrir U.S. Geological Survey. Hann bjóst við að vera kallaður 1 herinn, en var i staðinn sendur á vegum Geological Survey til Norður-Alaska þar sem hann í sex ár tók virkan þátt í rannsóknum og kortagerð af svæðinu, sem olí- an kemur frá. Árið 1949 fór Karl að vinna fyrir Continental Oil Co. og stjórnaði olíuleit á Utah-svæðinu. 1961 fór hann aftur til Geological Survey þar sem hann var við rannsóknir á Delmarva (Delaware-Maryland-Virginia) skaganum. Karl lætur eftir sig konu og f jórar dætur. Vladimír Vasíliéf og Ékatarfna Maximova f hlutvrrkum sfnum. Balletmyndin Spartacus MENNINGARTENGSL ís- lands og Ráðstjórnarrfkjanna gangast fyrir sýningu á kvik- myndinni Spartacus f Austur- bæjarbíói laugardaginn 28. janúar n.k. Þetta er litkvik- mynd sem gerð var árið 1975 eftir samnefndum ballet Arams Khatsatúrjans. Dansarinn Maris Liepa, sem dansaði hér í Þjóðleikhúsinu á s.l. ári, fer með eitt aðalhlut- verkið i myndinni. Aðgangur að sýningunni sem hefst klukkan 15.00 er öllum heimill og ókeypis. Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. I meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.