Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978 VtE? MORöJK/ KArtiNU ((] Kflir augnahlik hej rum við fyrrum heimsmristarann sejíja álil sill á keppninni! /37 K« <*r hra*ddur um ad þad sé síífkrampi. ina mina. • f Vm' • ’ í ft 1 ð ^ á f ; ] l 1 j | 3 n Illur fengur illa f orgengur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I keppnisbridse hér á landi er saKnharka oröin mun meir áber- andi en áður var. Sérstaklesa á þetta við um reyndari spilarana. Þessu fylgir aukið álag og spenna. Bæði sókn og vörn dansa linudans og allir vita, að ekkert má út af bera. Gjafari austur. austur og vestu á hættu. _ Norour S. G542 H. AGIO T. 108 L.10743 Vestur Auslur S. D87 S.A1093 H. 86 H K5 T. KDG43 T. A763 L-KDG Suður' L952 S. K6 H. D97432 T. 92 L. A86 Spil þetta kom fyrir í góðum hópi á dögunum. Og um leið og gamelykt fannst af spilunum var austur orðinn sagnhafi í fjórum spöðum, besta gameinu, eftir þéssar sagnir. Austur Suður Vestur Norður pass pass I T pass 1 S pass 2 S pass 4 S allir pass Suður spilaði út hjartaþristi, sem norður tók með ás og spilaði hjartagosa til baka. Austur var auðvitað feginn að hafa ekki lent i þrem gröndum en fjórir spaðar voru upplagðir tækist að sleppa með einn gjafaslag á tromp. Ekki varð komist hjá að gefa einn slag á lauf og best var að gera það strax. Hann spilaði því laufi. Suður tök á ásinn og grunaði strax hvað var á seyði. En hann gat frestað lokaákvörðun um framhald varn- arinnar með þvi að athuga tigul- inn. Suður spilaði tigulníu til að vita hvort hann yrði nokkurs vísari. Sagnhafi tók slaginn á kónginn í blindum en norður lét tíuna. Timabært var orðið að fara i trompið. Spaðadrottningunni var spilað frá blindum og suður fékk á kónginn. Hann hafði nú orðið nokkuð iirugga talningu á hendi sagnhafa og vissi að fjórði slagur- inn varð að fást á tromp. Eina ráðið til þess var að spila hjarta út i tvöfalda eyðu, sem hann gerði. og þar með var norður kominn. með öruggan trompslag. Læt ég lesendur um að sann- reyna þessa staðhæfingu. C05PER, •Jæja. vinurinn! — Er ekki heppilegra að splæsa á sjálfan sij „Nú um þessar mundir sitja margir við að ganga frá skatt- framtali sinu. Sumir eru vanir að gera það af mestu samvizkusemi, aðrir neyta allra bragða til þess að svíkja undan. Fæstir þeirra síðar- nefndu hugsa út í að þeir eru með framkomu sinni bæði að bregðast þjóðfélaginu og gera sjálfa sig að verri mönnum. , Skattsvik þau er upp hafa kom- ið að undanförnu ættu að vekja fólk, til umhugsunar. Þau sýna að enginn getur verið óhultur ef hann svíkur undan skatti. Svik undan skatti eru ekki betri en hver annar þjófnaður. Og hver vill — þegar hann skoðar hug sinn — teljast í hópi þjófa? Einnig má minnast hins forna spakmælis: Illur fengur illa for- gengur. Illa fengið fé getur ekki orðið til gæfu eða óblandinnar gieði. En þeir, sem vegna góðrar af- komu á nýliðnu ári þurfa að borga kannski eitthvað hærri skatta og útsvar nú en í fyrra, geta svo sannarlega glaðzt yfir því að skerfur þeirra til umbóta í þjóðfé- laginu, þ.á m. verklegra fram- kvæmda, aðhlynningar aldraðra o.s.frv., skuli verða meiri nú en áður. Þannig hugsa þjóðhollir og lög- hlýðnir borgarar, skila réttu skattframtali og eru lausir við þá ónotalegu tilfinningu að næst muni skattaeftiriitið knýja dyra hjá þeim. Takmarkið er ekki bara að afla aukinni tekna sjálfs sfn vegna heldur lfka að náunginn geti notið þeirra þegar vel árar. Snúum blaðinu við — hættum á skattsvikabrautinni — skrifum öll umdir drengskaparheit skatt- skýrslunnar með góðri samvizku. Austurba-ingur." Þessi ráðlegging Austurbæings á vel við nú þegar flestir eru að vinna að sínu skattframtali, eins og hann tók fram í upphafi bréfs síns, en frá þessu snúum við okk- ur að bridge og skák. 0 Fleiri bridge- en skákmenn? „Kæri Velvakandi. Mig langar að spyrja hvort bridgeiþróttinni sé ekki mismun- að í fjölmiðlum? Vikulegur skák- þáttur er bæði í útvarpi og sjón- varpi, en aldrei er minnzt á bridge. Það stendur yfir Reykja- víkurmót i skák og fréttirnar i Morgunblaðinu ná yfir heila siðu HÚS MÁLVERKANNA 53 yður nokkurrar frægðar með því að koma af slað umtali áður en nýja bókin yðar kemur á vettvang. Birgítte horfði á hann saman- kipruðum augum. — Það er alveg rétt að ég reiddist þegar ég nefndi þetta með lögregluna í Alaborg. Það var ósanngjarnt. Ég dreg ekki úr því að þér komuð þegar ég bað yður um ... — Og svo skrifa ég líka að þér séuð nýkomin á staðinn og enginn þekki yður ... — Það síðastnefnda er nú ekki alveg rétt. Birgitte var orðið órótt inn- anbrjósts. — Ég þekki að minnsta kosti HendbergfjölskyIduna, Emniu Dahlgren prófessor, Susie Al- bertsen, Björn Jacobsen og Morten Fris Uhristensen. — líann lét hlýantinn falla og horfði á hana. — Svei mér áiitlegur kunn- ingjahópur — og þér hafið ekki búið hér nema í tvær vikur. Mig minnir að þú hafir sagt að þú hafir komið hingað af því að þér þurftuð ró og næði til að skrifa þar sem enginn þekkti yður og vinir og kunningjar væru ekki sýnkt og heilagt aó ónáða yður. — Það er líka rétt en Hend- berghjónin buðu mér sem sagt til kvöldverðar. — Án þess að þekkja'yður neitt. — Já, mér finnst það líka einkenniiegt. — Hvers vegna er það ein- kennilegt? Hann lyfti brúnunt og horfði enn á hana. — Ég ... ég veit það ekki. Aftur þaut guli blýanturinn yfir pappírinn í minnisbókinni. — Ég verð víst að bæta því við líka. Ekki nóg með dauða ketti og dularfullar hótanir. 1 þokkabót finnst yður svo Jlend- bergshjónin einkennileg. Hann smjattaði á orðunuin. — Ef það vekur áhuga yðar þá hefur Uarl Hendberg búið hér svo að segja alla ævi og er virtur maður hér um slóðir. — Ég gefst upp. Ég segi ekki orð meira, fyrst öllu er snúið á hvolf. Til að storka honum hellti hún sér viskí í glas og kveikti sér í sfgaréttu. — Ég held Ifka að ég hafi samið skýrslu sem meira að segja lögreglan f Alaborg muni telja fullnægjandi. Egon Jensen reis upp. — Mér skilst sem sagt að þér tortryggíð einna helzt þessi tvö gamalmenni sem áður er vikið að — og Hendbergshjónin. — Ég hef ekkert meira að segja. Eg skal opna fyrir yður. — Ég skal keyra ofurhægt frá húsinu, svo að þér getið náð í mig ef þér uppgötvið einhver frekari sönnunargögn. Hún iokaði d.vrunum á eftir honum og gekk rakleitt ínn í svefnherbergið. Hún var þreytt og óskaði þess eins að komast f rúmið og og sofna. Þegar hún tók teppið frá sá hún að nokkur kattarhár lágu ofan á sænginni. Það var Ifka Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi kattarlykt af púðanum en nú var of seint að gera nokkuð í þvf. Herra lögregíumaður Egon Jensen myndi sjálfsagt hafa þá skýringu á takteínum að köttur hefði legið þarna — sprelllif- andi fyrr um daginn. Hún skipti á rúminu og smeygði sér upp i rúmið. Sængurfötin voru köld eins og allt annað í þessu óupphitaða svefnherbergi. Augljóst var að einhver hafði í frammi grátt gaman við hana og hún hafði gert þá skyssu að leita til lögreglunnar. Einnig hafði hún gert kórvillu með því að tala um lögregluna f Ala- borg og sfðdegishlöðin... en þetta skipti reyndar engu málí lengur, því að hún vonaðist til að þurfa ekki framar að berja herra lögregluþjón Egon Jensen augum. 21. kafli Emma sneri sér einu sinni enn við í rúminu og gafst upp víð að telja kindur. Þvf ekki að viðurkenna það. Hún gat ekki sofnað og það tjóaði ekkert að liggja og láta það fara í taug- arnar á sér. Hvf ekkí að fara að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.