Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 7
MOP.GUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978 7 Þeir eiga ekkert val Þjóðviljinn leggur i gær nánast alla forsiðu sina undir frásagnir af próf- kjöri framsóknarmanna i Reykjavík. Astæð- an er augljóslega sú, að þeir Alþýðubandalags- menn gera sér vonir um að geta fiskað í gruggugu vatni. Þeir vita sem er, að Þórarinn Þórarinsson hef- ur um árabil lagt sig mjög eftir fylgi vinstri sinnaðs fólks og verið einn helzti keppinautur kommúnista um það atkvæði. Nú, þeg- ar fyrirsjáanlegt er, að Þórarinn verður a.m.k. ekki i öruggu sæti á fram- boðslista Framsóknar ger- ir Þjóðviljinn sér vonir um vinning. En þessi Þjóð- viljaforsiða verður þó fyrst og fremst til þess að minna menn á það, að kjósendur Alþýðubanda- lagsins eiga ekkert val. Nú er mikið talað um margs konar óánægju i sambandi við væntanlegt framboð Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik. En ákvörðun um það verður ekki tekin af kjósendum Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Þeir munu ekkert val eiga. Þeir hafa ekkert um það að segja hverjir verða i framboði fyrir Alþýðubandalagið i höfuðborginni. Það er „flokksvélin" sem ákveð- ur það. Sovézkur áróðurs- fjölmiðill Sovézkur áróðursfjöl- miðill á vegum Novosti. Fréttir frá Sovétrikjunum, hefur hafið göngu sina hér á landi undir ritstjórn og ábyrgð islenzks ríkis- borgara, Maríu Þorsteins- dóttur. Á því var vakin athygli i lesendabréfi til Mbl. að hér sé um að ræða konu, sem lengi hef- ur verið formaður í „Menningar- og friðar- samtökum kvenna", sem þótt hafa vilhöll undir austræna útþenslustefnu. Nægir í þvi sambandi að minna á sovézka vald- níðslu i Ungverjalandi og innrás í Tékkóslóvakiu. Lengi var vitað að ein- hvers konar „skoðana- leg" og „hugsjónaleg" tengsl voru hér á milli hins „kvenlega friðar" á ströndu hins yzta hafs og vopnaðrar valdbeitingar og mannréttingaskerðing- ar i „fyrirmyndarrikjun- um". Nú eru tengslin aug- Ijós. „Þjóðvilja- brot” Novosti er nafn, sem i augum venjulegra manna er nokkurs konar vöru- merki á hvers konar sovézkum áróðri. Evrópskir kommúnista- flokkar nota hvert tæki- færi til að afneita tengsl- um við þessa áróðurs- stofnun, a.m.k. i seinni tið, þó að framleiðsla hennar seitli inn á siður málgagna þeirra eftir duldum leiðum. í umræðu um þennan sovézk/íslenzka fjölmiðil varð einu dagblaði það á að nefna það, að hann væri prentaður i Þjóðvilja- broti. Þjóðviljinn hefur ekki í annan tima tekið sneggra viðbragð til að bera af sér samlikinguna. Viðbrögð Þjóðviljans til að sverja af sér öll tengsl við Novosti og þennan nýja áróðursfjölmiðil eru glöggt vitni um, hvers konar „heimildarit" hann er. Hitt er svo annað mál, að enn er i fullu gildi gamla máltækið „að sannleikanum verði hver sárreiðastur". En eru þess nokkur dæmi að annað erlent stórveldi hafa haldið úti, með þessum hætti, reglu- bundinni útgáfu áróðurs- rits fyrir islenzka lesend- ur? Vandi fyrir höndum Vaxandi verðbólga og fyrirsjáanlegur rekstrar- halli helztu atvinnugreina þjóðarbúsins getur stefnt i þá átt, ef ekki verður réttilega við brugðið, að verulegur samdráttur segi til sin i atvinnurekstrin- um. Samdráttur i atvinnu- rekstri þýddi hvort- tveggja, að atvinnuöryggi, sem hér hefur rikt um ára- bil, væri úr sögunni, og að sú verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, sem bera á uppi lifskjör þjóðar- innar, skryppi saman. Sá vandi, sem nú er fyrir höndum, er þvi sameigin- legur vandi þjóðfélags- stéttanna. Þennan vanda ber því að leysa með sam- eiginlegu átaki þjóðarinn- ar. Og þjóðin i heild er betur i stakk búin til að takast á við erfiðleika en nokkru sinni fyrr i sögu sinni. Vilji og samstaða er allt sem þarf. Verðbólgunefndin, sem skipuð er fulltrúum allra þingflokka og aðila vinnu- markaðar, mun sennilega leggja fram úrlausnir sinar í næsta mánuði. Fróðlegt verður að sjá hvaða meginlínur verða þar lagð- ar, bæði varðandi skamm- tima og langtima aðgerð- ir. ÆNÝ ÞJÓNUSTA Reykjavlk - Akureyri Á tímum óvissu í skattamálum eru menn í vafa um réttarstöðu sína. Hvernig vaeri að vera ávallt viss í sinni sök? Við bjóðum einstaklingum og fyrirtækjum nýja þjónustu. ------------ Tryggingin felur í sér: 1. Skattframtal 1 978 2. Skattalega ráðgjöf alltárið 1 978 3. Allt annað sem viðkemur skatti yðar á árinu 1 978. Langholtsvegi 115, Reykjavík, sími 82023. Bergur Guðnason hdl. 5katfaþjónustan sf. cwbú Einilundi 2 C, Akureyri, sími 96-19977. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞL ALGLÝSIR LM ALLT LAND ÞEGAR ÞL Al'G- LÝSIR I MORGLNBLAÐINL EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Auói oooo Audi 100 Avant Audi 80 Audi 100 Opið frá kl. 8—6. HEKLA hf. SMURSTÖÐ L.iugjvcgi 172 • Sim <r -212*0 ■ 212J6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.