Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978 25 félk f fréttum Það færist æ meira í vöxt með hverju ári að fólk flykkist til ísraels, og að ánni Jórdan og láti skira sig þar öðru sinni. Hópar frá Bandaríkjunum koma til landsins helga og prestar leiða fólkið út i fljótið og þar lætur það ,,þvo af sér allar þær syndir sem það hefur drýgt siðan það var skírt síðast" eins og einn bandarískur svert- ingi orðaði það á dögunum. A myndinni er Elias Johnson, prestur frá Ohio i Bandarikjun- um. að skira landa sinn i ánni Jórdan, þar sem áin rennur út í Galileuvatn. Eins og sjá má er hin nýskírða i verulegri geðs- hræringu. (Ljósm. Beate Hamizraehi) Hlaut eins og hálfs árs fangelsi + Við sögðum nýlega frá grænlenska drengnum Jaffet Edelfors sem þá beið döms i fangelsi i Ilróarskeldu, en Jaffet hafði ráðisl á leigubíl- stjóra og stungið hann með hnif. I)ómur er nú fallinn i máli Jaffets og hlaut hann eins og hálfs árs fangelsi, og segist nú biða þess með óþreyju að komast út og hyrja nýtt og betra lif. Verjandi Jaffetstalaði mikið um það við réttarhöldin hvers konar að- 's'tæður margir Grænlendingar I Danmiirku húa við og sagði að flestir Danir litu niður á Grænlendinga. Jaffet Edelfors væri gott da nii. Hann var að vísu svoóheppinn að fósturfor- eldrar hans skildu, en Jaffet var alltaf óhamingjusamur vegna þess að honum fannst hann hvorki vera I)ani né Gra-nlendingur. + Píanóleikarinn glysgjarni Liberace kom nýlega til London klæddur skósiðum hvítum minkapels og með sex demantshringa. Erindi hans til London að þessu sinni var að skipuleggja skemmti- dagskrá sem á að vera í Palladium I tvær vikur í april. + Þetta apakrfli sá dagsins Ijós i dýragarði í Leicestershire í Engiandi. Móðirin vildi ekkerl sinna honum, en kona sem er gæslumaður í dýragarðinum tók að sér að reyna að halda í honum Iífi. Hann fær mjólk úr pela á tveggja tíma fresti. Fjögurra daga gamall vó þessi Pinché Tamarin-api aðeins 70 grömm. Teiknimyndasamkeppni Umferðarráðs og mennta málaráðuneytisins TILLITSSEMI í umferð- inni er verkefni það, sem 9 ára skólabörn eiga að glíma vió í teiknimyndasam- keppni, sem Menntamála- ráðuneytið í samráði við Umferðarráð efnir nú til. Öll börn fædd 1968 hafa rétt til aó taka þátt í keppni þessari, sem er önnur í röð- inni, en fyrst var hún hald- in í febrúar 1976 og var þátttaka þá mjög góð, segir í frétt frá menntamála- ráðuneytinu. Tíu verðlaun verða veitt, m.a. myndavél, vasatölvur og íþróttabúningar. Að- ferðin við myndgerðina er frjáls, þ.e.a.s. teiknað, lit- að, málað, mótað o.s.frv. Þó er talið æskilegt að stærð myndarinnar sé 30 sinnum 40 sentimetrar. Tilgangurinn með þess- ari keppni er að vekja nem- endur til umhugsunar un umferðina og til þess at rifja upp þá fræðslu sen þeim hefur verið veitt. í dómnefnd sitja Mar grét Friðbergsdóttir fr; Félagi íslenzkra mynd listarkennara, Þórii Sigurðsson frá mennta málaráðuneytinu o§ Eymundur Runólfsson fr; Umferóarráði. Skilafrestui skólanna er til 25: febrúai og skal senda myndir til Guðmundar Þorsteinsson ar, námsstjóra í umferðar- fræðslu, Hverfisgötu 113 i Reykjavik. au<;i/ysin<;asíminn er: ^22480 JRflj-gimhlotiíh Til sölu Ford Caprí Sport '77 Uppl. í síma 44070 kl. 9—6^ ■ M ú rsprautur fyrirliggjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.