Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978 29 ÍS 'A " JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI Tvær skemmtisögur næstum því. Það vill svo til að nú stendur líka yfir Reykjavikurmót í bridge en fer ekki heldur litið fyrir fréttum af því? Ég held að væri það kannað, þá kæmi í Ijós að miklu fleira fólk spilar bridge en nokkurn tíma þeir sem tefla. Ég ber fulla virð- ingu fyrir skák og okkar mjög svo sterku skákmönnum, en mætti ekki jafna bilið þarna á milli bæði í útvarpi og blöðum. Að lokum spyr dóttir mín 8 ára: Af hverju heitir fjölskyldusíð- an á sunnudögum Barna- og fjöl- skyldusíðan? Eru börn ekki talin til fjölskyldunnar? Með kveðju og þakklæti, Ingibjörg.“ Um bridge í Morgunblaðinu er það að-segja að um langt skeið hafa verið fastir bridge-þættir í blaðinu oft í viku, en kannski er skákin meiri að vöxtum. En um aðra fjölmiðla tjáir Vélvakandi sig ekki. Um nafn Barna- og fjöiskyldu- síðunnar má segja að það sé e.t.v. rétt að nefna hana aðeins fjöl- skyidusíðu, en með því að nefna hana Barna- og fjölskyldusíðu er lögð áherzla á að hún sé fyrst og fremst fyrir börnin þó svo að fjöl- skyldan öll eigi að fylgjast með henni. % Þáttur um töfralækni „Ég las í Morgunblaðinu frá 15. jan. 1977 að hópur Islendinga hefði í hyggju að fara til Filipps- eyja tii að hitta töfralækni. Mér datt því i hug að koma þvi á framfæri að sjónvarpsþáttur var hér í New York fyrir um það bil 2—3 mánuðum um ferðir Eng- lendinga til Filippseyja til töfra- læknis. Var þetta i þættinum „60 minutes" en þeir fluttu einnig þátt um Island s.l. vor sem þótti í flestu takast vel. Ég tel að það væri verulegur fengur að því fyrir Islendinga að fá að sjá þennan sjónvarpsþátt um töfralækningarnar áður en þeir ákveða að fara til Filipps- eyja. Ég sá þáttinn og er hann afar vel gerður. Ég legg þvi til að þessi möguleiki verði athugaður við islenzka sjónvarpið. Jóhannes Sölvason, New York.“ Velvakandi þakkar þessa ábendingu og vísar henni áleiðis til sjónvarpsins. Þessir hringdu . . M Meira um nafnbirtingar Saumaklúbbur í Rvfk: — Við erum hér nokkrar konur i Reykjavík — í sauma- klúbbi eins og þær á ísafirði — og við viljum gjarnan taka undir með þeim vestfirzku að gera verð- ur eitthvað róttækt i að fá birt nöfn manna er leita á börn. Það er satt að segja voðalegt til þess að hugsa að saklaus litil börn skuli geta átt það yfir höfði sér að lenda i svona mönnum. Hugsið ykkur hvílíkt tjón sálarlif barn- anna getur beðið fyrir svona atferli. Talað hefur verið um að einhverjir menn er framið hafa kynferðisleg afbrot á börnum gangi lausir. Hafa þeir tekið út sina refsingu? Á að bíða eftir að þeir brjóti af sér í annað sinn á sama hátt? Okkur í saumaklúbbnum hér sunnan heiða finnst sjálfsagt að leggja á það áherzlu að nöfn svona fólks verði birt. Það eru svo til alltaf birt nöfn fjársvikamanna um leið og eitthvað hefur sannast á þá. Þar er þó oftast nær hægt að bæta brot með að endurgreiða illa fengið fé. En brot sem eru framin á börnum, brot af þessu tagi, er ógerlegt að bæta fyrir og þvi verð- ur að taka á þeim á einhvern þann SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétrikjunum i fyrra kom þessi staða upp i skák þeirra Vladimirovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Agzamovs. hátt að menn fremji þau ekki fleiri raddir i sama dúr, raddir aftur. Viljum við gjarnan fá meiri sem eru fylgjandi þvi að nöfn umræður um þetta mál og helzt manna, er leita á börn, verði birt. HOGNI HREKKVÍSI 4 ú s'ZF3 SIG6A V/öGA í v/LVtRAW Sidney Sheldon: FRAM YFIR MIÐNÆTTI. 320 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri, 1977. Jack Higgins: GIMSTEINAR A GRÆNLANDSJÖKLI. 191 bls. Leiftur h.f. Rvík, 1977. HVAÐ las fólk um hátiðarnar? Vafalaust margt. Ég geri mér i hugarlund að minnsta kosti ti- undi hver lesandi hafi lesið skemmtisögu og^er þá vitanlega um óvísindalega ágiskun að ræða. Fyrir nokkrum áratugum hefði það hlutfall verið hærra, það er að segja fyrir daga sjónvarps með meira. Utgáfa Iéttra, þýddra skemmtisagna sýnir fram á að enn er þörf fyrir þess konar bæk- ur. Gjafamarkaðurinn leggur þessar bækur upp í hendur fólks, en það finnur svo stundir til að lesa þær, einhvers staðar milli vinnutíma, sjónvarpsdagskrár og nætursvefns. Alla jafna eru þess- ar bækur eins i útliti og aðrar »jólabækur«, brotið hið sama, bandið sömuleiðis. Erlendis er þetta gefið út sem kiljur og selt i .geysistórum upplögum. Hér er ekki grundvöllur fyrir slíkum út- gáfum; orsakir: fámennið. Þess vegna verður að fara hina leiðina, klæða bækurnar í venjulean gjafabúning. Bókaforlag Odds Björnssonar hefur lagt metnað sinn í að gefa út vandaðar skemmtisögur. Undanfarin ár hafa þeir verið með Arthur Hailey og fleiri slika. Sidney Sheldon jafnast tæplega við Hailey. Bækur Haileys eru afar hugvitlega upp byggðar, spennandi en þó samdar af raun- sæi og hófsemi. Ég skipa Fram yfir miðnætti i flokk kynlifs- sagna, þó fleira efni sé þar á dagskrá, t.d. afbrota- og sakamál. Kynlifssenurnar eru margar en þvi miður of einhæfar. of likar hver annarri til að vekja forvitni oftar en einu sinni (ef þær gera það þá svo oft). Þar að auki held ég Sheldon hafi ekki innsæi i mannlegt sálarlif á við t.d. Arthur Hailey. Eigi að síður er þetta spennandi saga, einkum þegar fram í sækir og fleiri þættir mannlegs lifs en kynlífið eitt taka að hafa áhrif á gang sögunnar. Aðalsöguhetjur eru konur tvær önnur frönsk, hin bandarísk. Sagt er frá þeim til skiptis. Ferill beggja er sérstæður, þó hvorrar með sínum hætti. Karlpersóna, sem verið hefur á báðum stöðum, tengir þær saman. Hitt á þessi saga svo sammerkt með mörgum öðrum skemmtisögum að hún er ýkt. Sögurnar sem í gamla daga byggðust upp á orðunum »ég elska þig« voru líka ýktar þó með öðrum hætti væri. Þær sögðu frá huglægri ást sem endaði með kossi. Fram yfir miðnætti og sög- ur af þvi taginu eru fyrst og siðast liffræðilegar og byrja með kossi. Þar má segja að allir fari í bólið með öllum, allt gengur út á það sem Eirikur frá Brúnum sagði að gleðikonurnar í Kaupmannahöfn kölluðu tveggja manna alkort. Mæti karlmaður kvenmanni á förnum vegi má ganga að þvi sem gefnu að mök eru hafin svo sem fjórum fimm blaðsíðum siðar. Sheldon leitast við að gera sögu sina spennandi með þvi að láta sumar persónur sinar likjast frægðarpersónum heimsfrétt- anna. Þarna er t.d. skipakóngur sem mjög minnir á Onassis meðan hann var og hét. Þess konar eftir- I líkingar höfða meir til lesenda erlendis en hér á Fröni. AUt um það er Fram yfir miðnætti vissu- lega til þess fallin að drepa tím- ann hvar sem er. Þess má geta að landsins afkastamesti þýðandi, Hersteinn Pálsson, sneri henni til íslensks máls. Gimsteinar á Grænlandsjökli er annars konar saga, byggist mest upp á samtölum, er raunar tilval- ið kvikmyndaefni, gæti ég trúað, kannski lika samin með hliðsjón af að auðvelt sé að umskrifa hana til þess brúks. Sagan er að þvi leyti sér á parti að hún gerist á Grænlandi. Persóna nokkur, sem talsvert kemur við sögu, er meira að segja islendingur. En ekki Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON finnur lesandinn svo mjög fyrir Grænlands grund sem ætla mætti af nafninu. Söguhetjurnar eru mikið inni, sitja við barinn og rabba um persónuleg málefni eða bregða sér i flugferð og skoða landslagið út um glugga. Væri þvi auðvelt — með nokkrum orða- lagsbreytingum — að færa sög- una til á hnettinum. Svona sam- talssögur höfða sterkt til sumra lesenda. Undirritaður er ekki i þeim hópi. Þýðandi Gimsteina á Grænlandsjökli er tilgreindur Gisli Ásmundsson. Ég get1 hér um þessar tvær bæk- ur fyrir þá sök að mér virðist þær geta verið nokkuð dæmigerðar fyrir þann fjölda þýddra skemmtisagna sem hér eru gefnar út árlega. Þess konar bækur eiga sér sinn visa lesendahóp. Og þó þetta séu engar úrvalsbókmenntir er sjálfsagt að til þeirra séu gerð- ar nokkrar kröfur. Erlendur Jönsson. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \l <;iA si\<. \ SÍMIW KK: 22480 29. Re6! (Stórsnjall leikur. Hvít- ur hötar nú 30. Bxf7. Svartur sér sig knúinn til þess að gripa til örþrifaráða, því að hann verður mát eftir 29. . . . fxe6, 30. Bg6+ — Kh8, 31. Hxh6 +) Hxe6, 30. fxe6 — Dxe6, 31. Bg4 — Dd6, 32. Bf5 — Dd6, 33. IIg6!! og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.