Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1)378 13 Borgar- mál og félagsmálaráði, kom til um- ræðu á borgarstjórnarfundinum. En bæði ráðin höfðu mælt ein- dregið með tillögunni, sem gerir ráð fyrir því að maður í hálfu starfi verði ráðinn á fræðsluskrif- stofu til þessarar þjónustu við þá sem komnir eru upp fyrir grunn- skóla. Sagði Elín, er hún mælti fyrir fjárveitingu nú þegar I þessu skyni, að unglingar og full- orðnir væru oft ákaflega ráðvillt- ir, þegar þeir þyrftu af einhverj- um ástæðum að skipta um starf eða væru að koma út á vinnu- markaðinn aftur, eftir til dæmis að hafa sinnt heimili um skeið, og þyrftu þá aðstoð við að finna hvað hentar og hvernig á að fá nauð- synlega menntun og þjálfun, sem víða er fyrir hendi, en enginn til að leiðbeina um það völundarhús eftir að grunnskóla lýkur. Var tillagan samþykkt í lok fundarins í borgarstjórn. fyrir tímabilið 1970—1983, en eft- ir henni hefur Félagsmálastofnun unnið, hvað snertir röðun fram- kvæmda. I framkvæmdaáætlun þessari, sem nær til næstu fjög- urra ára, verði gerðar tillögur um staðsetningu dugvistarstofnana og framkvæmdaröð. Jafnframt verði gerð áætlun um skiptingu dagvistarrýma milli aldursflokka og milli heilsdags- og hálfsdagsrýma. Lögð er áherzla á að áætlana- gerð þessari verði lokið eigi sfðar en 1. október n.k.“ sóknir á taugarstarfsemr og sál- fræðipróf. # 3. Rannsókn á tíðni slit- og vöðvagigtar og bakveiki meðal erfiðisvinnufólks í ákvæðisvinnu með samanburðarrannsókn á fólki sem ekki vinnur slík störf. # 4. Rannsókn á kvikasilfurs- mengun meðal starfsfólks á efna- fræðirannsóknastofu. Til að sinna áðurnefndum rann- sóknum verður ráðinn læknir í fullt starf í 9—10 mánuði á árinu. í því skyni að sinna verkefnum þessum verður framlag til deild- arinnar hækkað um tæplega 300%. K jartan Flögstad gef ur bókmenntaverðlaunin EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hlýtur norski rithöfundurinn Kjartan Flögstad Bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs 1978. Verðlaunin nema 75 þúsund dönskum krónum (um 2.7 millj. ísl. kr.) og verða afhent á sér- stökum hátíðafundi Norö- urlandaráðs í Ósló sunnu- daginn 19. febrúar. Hefur Flögstad ákveðið aö láta verðlaunin renna til sam- takanna Noregs Mállag, sem vinna að útbreiðslu ný-norsku. Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs hefur verið úthlutað árlega frá 1962, og eru að jafnaði til- nefndir tveir rithöfundar eða skáld frá hverju Norð- urlandanna. I ár voru full- trúar þessir auk verðlauna- hafans: Frá íslandi þeir Thor Vilhjálmsson og Tryggvi Emilsson, frá Nor- egi ljóðskáldið Stein Mehr- en, frá Svíþjóð þær Sara Lidman og Elsa Greve, frá Danmörku Elsa Gress og Tage Skov-Hansen, og frá Finnlandi Ralf Nordgren og Pentti Saarikoski. Kjartan Flögstad er fæddur árið 1944 í bænum Sauda, sem er miðja vegu milli Bergen og Stavanger. Hann hóf háskólanám i húsagerðarlist við Tækniháskóla Noregs, NTH, en sneri svo við blaði og las bókmenntir og heim- speki við háskólann í Bergen, og lauk kandídatsprófi þaðan árið 1971. Fyrsta bók hans kom út árið 1968, en það er ljóðabókin ,,Val- fart.“ Árið eftir kom svo ljóðabók- in „Seremonier", en siðan hefar hann helgað sig skáldsögum og þýðingum, aðallega þýðingum spænskra verka. Árið 1972 birtist eftir hann þýðing á verkum spænska Nóbelsskáldsins Pablo Neruda.. Flögstad hefur lengi notið við- urkenningar gagnrýnenda í heimal.andi sínu, og árið 1970 var skáldsaga hans „Den Hemmelige Jubel" meðal þeirra bóka, sem bókmenntagagnrýnendur töldu beztu bækur ársins. Fimm árum síðar hlaut svo Kjartan Flögstad bókmenntaverðlaun Aschehaugs. í viðtali við norska útvarpið eft- ir að tilkynnt hafði verið um verð- launin, sagði Flögstad m.a. „Ég hef ákveðið að gefa Noregs Mállag verðlaunaupphæðina, og vona að hún verði notuð til vernd- ar nýnorska skólamálinu, en ný- norskan er forsenda þess að ég geti skrifað bækur." Verðlaunabókin „Dalen Port- land“ fjallar um áhrif þess á fólk að flytjast úr bændasamfélagi yf- Kjartan Flögstad ir í iðnaðarþjóðfélag, og er póli- tísk skáldsaga, að sögn höfundar. I fyrstu útgáfu, sem kom út i Noregi i fyrra, voru prentuð 22.500 eintök, sem er mjög mikið, og hlaut bókin afar góða dóma. Ekki voru dómarnir lakari þegar bókin kom út í Svíþjóð, þar sem Dagens Nyheter nefndi Flögstad til dæmis „Skáldjöfur framtiðar- innar í Noregi". Prótín til morgunverðar KEXVERKSMIÐJAN FRON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.