Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 1

Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 1
48 SIÐUR 24. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sló í bardaga S-Yemena og Saudi-Araba London 28. janúar. AP. MIKI.IR bardagar brutust út f vikunni milli hcrsveita Suður- Yemena og Saudi-Arabíu vid landamæri rfkjanna tveggja að því er segir í dag í arabiska blað- inu A1 Manar sem er gefið út í London. Segir þar að bardagar hafi staðið skammt frá eyðimerk- urbænum Wadiah. Engar tölur voru gefnar um mannfall en látið að því liggja að bardagarnir hefðu verið hinir heiftúðugustu. Blaðið sagði að þetta hefði leitt til þess að utanríkisráðherra Saudi-Arabíu hefði farið skyndi- lega til Kuwait til að leita eftir stuðningi ef á þyrfti að halda við þá fyrirætlun Saudi- Arabíumanna að fá Persa til að grípa til íhlutunar ef á þyrfti að halda. Heimildir í London hafa það fyrir satt að íranskeisari hafi hinar mestu áhyggjur af því hversu mikil hætta gæti stafað af því marxiska stjórnarfari sem rík- ir í Suður-Yemen og Eþíópíu einkum hvað varðar siglingar um Adenflóa og Rauða hafið. Ekki liggur ljóst fyrir hverjar lyktir málið fékk en af bardögum hefur ekki frétzt meira að sinni. LISSABON — Mario Soares forsætisráðherra Portúgals með hinum nýja utanrikisráðherra í stjórn hans, miðdemókratanum Vitor Sa Machado. Allhörð gagnrýni hefur komið fram á þá ákvörðun Sósíalistaflokksins að ganga til samstarfs við miðdemó- krata, og hafa einkum sósialdemókratar PSD haft sig í frammi með þá gagnrýni, en mjög djúpstæður pólitískur og persónulegur ágreiningur er á milli forystumanna sósialdemókrata og sósíal- ista. TENG HSIAO PING aðstoðarforsætisráðherra Kina (tv) sézt hér ásamt Ne Win forseta Burma (th.) Myndin tekin í forsetahöllinni í Rangoon á föstudag, en Teng er í opinberri heimsókn í Burma. Þá var tilkynnt í Katmandu á laugardagsmorgun að Teng myndi koma í opinbera heimsókn til Nepals dagana 3.—6. febrúar. Teng hefur litið verið á faraldsfæti siðan hann komst á ný í náð og valdastöðu i Kína, þar til nú að hann fór til Burma og mun síðan fara til Nepals nokkrum dögum eftir heimkomuna. Fárvidrið í Miðvesturríkjunum: Sextíu fórust - óttazt um 200 Simaniynd AP. Chicago, 28. jan. Reuter ÖTTAZT er um öryggi 200 manns, sem talið er að sitji fastir á vegum úti í einni mestu stór- hrið sem komið hefur í manna minnum í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna. Vitað er um að minnsta kosti 60 manns, sem hafa látið lífið af völdum þessa fár- viðris. Carter forseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Ohio, Indi- ana og Michigan, og ríkisstjórinn í Ohio segir að hér sé um að ræða verstu náttúruhamfarir í sögu fylkisins. Svo mikill er veðurofs- inn á þessum slóðum að þegar vindarnir koma yfir vötnin miklu til Kanada hafa rúður í háhýsUm í Toronto látið undan og brotnað. Ljóst er að þegar hefur orðið margra milljóna dala eignatjón af Sadat fer til Banda- ríkjanna á föstudag Washington, Kairó, Damaskus 28. janúar. AP. Reuter. BÚIZT var við opin- berri tilk.vnningu síðla laugardags þess efnis að Sadat Egyptalands- forseti myndi leggja af stað til Bandaríkjanna næstkomandi miðviku- dag. Fyrst fer hann til Marokko til viðræðna við Ilassan konung, sem hefur stutt hann dyggi- lega. Hann kemur til Bandaríkjanna á föstu- dag og mun ræða við Carter forseta í Camp David. A leið heim er álitið að hann mundi fara til London, París- ar, Bonn og Vinarborg- ar og ræða þar við ráða- menn. Heimildir hafa fyrir satt, að Sadat muui hlýða á skýrslu v. aforseta sins, Hosni IV jharak, áður en förin er hafin. Mubarak fór í m >rgun frá Kairó í slyndiferð um átta A abalönd og mun ei inig koma við í Iran. ! fréttum frá Mið- austurlöndum segir í morgun, laugardag, að útlit sé nú betra en áður og af ýmsu megi ráða að viðræður Athertons að- stoðarutanríkisráðherra við ýmsa forystumenn Israela og Egypta hafi borið þann góða árang- ur að and. ú isloft sé nú annað en fyrir nokkru. Þýkir ráðherrann hafa sýnt lipurð og kænsku í viðræðum sinum. Talsmaður þings Frelsissamtaka Palestinu sagði i morg- un, að þær tilraunir sem nú stæðu yfir til að koma á samkomulagi með Israelum og Egypt- um myndu hafa það eitt að markmiði að lögfesta hernám israela. ,Hann sagði einnig, að hann vonaði að fundurinn sem hefst í Alsír í næstu viku með leiðtog- um þeirra Arabaríkja, sem harðast hafa gagn- rýnt Sadat Egyptalands- forseta, myndi ná víð- tækri samstöðu um að- gerðir sem gætu bundið enda á hið viðbjóðslega samsæri zíonistanna og heimsvaldasinnanna. völdum fárviðrisins en einnig hef- ur mikið tjón orðið vegna þess að skólar, verksmiðjur og önnur fyr- irtæki hafa orðið að loka. Um 4 þúsund björgunarmenn leita nú Manntjón í flóðum Jóhannesarborg, 28. jan. Reuter AÐ MINNSTA kosti tólf manns létust f miklum flóðum sem hafa orðið á stórum svæðum í Pretorfu sfðasta sólarhring og eru ekki í rénum. A sfðasta sólarhring var úrkoman þarna 240 millimetrar. Lýst hefur verið yfir neyðar- ástandi í ýmsum hverfum Jóhannesarborgar vegna þessa. Fjórir létu lífið og 20 slösuðust, margir alvarlega, þ.egar farþega- lest skolaðist út af járnbrautar- spori sínu. í Pretoríu sagði í út- varpsfréttum að fjögur lik hefðu fundizt á bökkum Apiesfljótsins sem hefur vaxið gríðarlega í rigningunum. Tveir drukknuðu í miðborginni þegar flóðbylgja færði bifreið þeirra i kaf og þeim tókst ekki að komast út og vitað er að kona og ungt barn hennar drukknuðu er bill sem þau voru i sópaðist út af vegi í vatnselgnum. Þá er fjöldi manns i nauðum staddur og hefst við í trjám og uppi á húsaþökum. Björgunar- sveitir og allt tiltækt lögreglulið hefur verið kallað út og er óttázt að margir fleiri séu látnir, enda ljóst að tuga manna er saknað og með öllu óvitað um afdrif þeirra. Ekki er það til að bæta ástandið að rafmagnslaust og simasam- bandslaust er á flóðasvæðunum. við mjög erfiðar aðstæður að 200 manns, sem talið er að sitji fastir í sköflum á vegum úti í Illinois og Pennslyvaniu. í Indiana varð árs- gamall drengur úti þegar móðir hans komst ekki með hann inn í hjólhýsi, sem var heimili þeirra. Niu jnanns fórust í Ontario, en þar man enginn eftir öðru eins veðrj. Flugvellir á þessum slóðum hafa allir verið lokaðir en eru nú að komast í.gagnið að nýju. Raf- magnsleysi hefur orðið víða, og í Ohio er talið að um 90 þúsund heimili séu rafmagnslaus. Fjöldi fólks hefur orðið að láta fyrir berast í neyðarbúðum, en margir eru nú að búast til heimferðar þar sem búið er að ryðja suma vegi. Telja yfirvöld í Ohio einsýnt að ekki verði búíð að koma vegakerf- inu í fylkinu í samt lag fyrr en síðari hluta næstu viku. 1 Ohio er ástandið einna verst, og er tjón bænda til dæmis metið á 48 millj- ónir dala. Spáð er áframhaldandi frosti á óveðurssvæðinu en það torveldar mjög björgunarstarf. Barsmíðar með bjúga Stokkhólmi 28. jan. Reuter ARGUR og uppstökkur vegfar- andi sem átti fótum sínum fjör að launa þegar minnstu mun- aði að bíll æki hann niður, hefndi sin grimmilega á öku- manninum. Þegar bilstjórinn nam staðar til að kanna hvort vegfarandinn hefði hlotið skrámur á flóttanum undan bílnum, sló vegfarandinn bíl- stjórann í rot með 40 sm löngu bjúga sem hann hélt á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.