Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 2

Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1978 V erkamannabústaðirnir: Gengið tíl samninga við Breiðholt hf. STJÓRN verkamannabústaðanna í Reykjavik samþykkti á fundi í gær að ganga tíl samninga við Breiðholt hf. um byggingu 216 íbúða í Hólahverfi, Breiðholti III, með því skilyrði að tilskilin bankaábyrgð lægi fyrir af hálfu fyrirtækisins. Sex vérktakar gerðu tilboð í framkvæmdirnar og átti Breið- holt hf. lægsta tilboðið, 674.492.000 krónur, sem var tæp- um 63 milljónum lægra en kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 737.180.000 krónur. Endurlalning á atkvæd- um framsóknarmanna „VIÐ ætlum að endurskoða öll kosningagögnin, bæði varðandi prófkjörið vegna alþingiskosn- inganna og prófkjörið vegna horgarst jórnarkosninganna. Það hafa greinilega orðið einhver mistök við talninguna, en það hef- ur enginn beðið um endurtaln- ingu og okkur hefur ekki borizt nein kæra,“ sagði Jón Ahraham Olafsson, formaður kjörstjórnar vegna prófkjörs Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Jón sagði, að á mánudag hefðu aðeins verið talin upp atkvæði þeirra Þórarins Þórarinssonar, Kristjáns Friðrikssonar og Sverr- is Bergmann, en nú væri meining- in að ,,taka allt í gegn“. Framhald á bls. 46 / Björgunarstöðvar SVFI opnar almenningi í dag í DAG er.u liðin 50 ár frá stofnun Slysávarnafélags Islands og eins og kom fram í frétt Mbl. á fimmtudag er það ætlunin að halda upp á afmælið; ,,ekki með veizluhöldum heldur vinnu“, eins og Gunnar Friðriksson, forseti SVFÍ, orðaði það. i dag verða allar björgunarstöðvar SVFÍ opn- ar almenningi og tók RAX þessa mynd í gær í Gróuhúð, er félagar Björgunarsveitarinnar Ingólfs i Réykjavík voru að undirbúa allt fyrir gestakomuna. A bls. 23, 24, 25 og 26 i Mbl. í dag er efni um SVFÍ og sögu þess. Reykjavíkurskákmótið: Ágreiningur milli S.í. og íslenzku stórmeistaranna AGREININGUR er kominn upp milli stórmeistaranna Friðriks Olafssonar og Guð- mundar Sigurjónssonar og Skáksambands tslands um greiðslu „dagpeninga" eða „fæðispeninga" meðan á Reykjavíkurskákmótinu stend- ur. „Þessi ágreiningur er um dagpeninga," sagði Friðrik Olafsson, er Mbl. ræddi við hann. „Það er viðtekin venja á skákmótum erlendis, að at- vinnumönnum cr ekki mismun- að, hvað dagpeninga varðar, hvað sem búsetu þeirra líður. Við lítum á okkur sem atvinnu- menn og viljum sæta sömu kjörum og aðrir á þessu móti, hvað þetta atriði varðar. Guð- mundur Sigurjónsson kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um málið, en Einar S. Einars- son, forseti Skáksambands Is- lands, kvað hvorugan stór- meistarann hafa sett málið fram sem skilvrði fyrir þátt- töku. „Við greiðum þeim sömu þátttökuþóknun og erlendu stórmeisturunum," sagði Ein- ar, „en hins vegar teljum við að þeir geti ekki gert kröfu til þess að fá sömu upphæð í fæðis- peninga og erlendu stórmeist- ararnir, sem búa á hótcli allan mótstímann. Hins vegar erum við reiðubúnir til að greiða þeirn útlagðan kostnað vegna þátttökunnar í mótinu og það á við um alla íslenzku keppend- urna.“ „Við munum greiða íslenzku stórmeisturunum sömu þátt- tökuþóknun og erlendu stór- meisturunum og atvinnumönn- unum,“ sagði Einar. „Þessi þóknun er 200 dollarar á mann og er ætluð sem vasapeningar, en auk þess munum við svo greiða gistingu erlendu stór- meistaranna og fæði á hótelinu. Hins vegar teljum við, að stór- meistararnir íslenzku, sem báð- ir eru á launum hjá ríkinu og tefla í sínum heimabæ, géti ekki gert kröfu til þess að fá greitt fullt hótelfæði meðan á mótinu stendur, þar sem á þá verði í þessu tilfelli að lita sem aðra menn, er ganga til vinnu sinnar í Reykjavík. Skáksambandið er reiðubúið til að greiða útlagðan kostnað þeirra vegna þátttökunnar og þá greiða þær máltíðir, sem þeir verða mótsins vegna að snæða á hótelinu, og að sjálf- sögðu fá þeir veitingar sem aðr- ir meðan teflt er. Þetta gildir fyrir alla íslenzku þátttakend- urna og einnig erum við reiðu- búnir til að sjá þeim fyrir að- stöðu á hótelinu, þegar þeir til dæmis eiga biðskákir að kvöldi." Baráttuskemmtun áhugafólks um verndun gömlu húsanna austan Aðalstrætis hófst á Hallærisplaninu klukkan 14 í gær. Ljósm. Mbl. RAX. UPPLYFTIN Nútíma vörudreifing byggist á hraða, öryggi og sjálfvirkni. Með bílpallslyftunni frá HMF verður lestun og bsun leikur einn. Notkunar- og hreyfimöguleikar hennar eru margir sem stjórnast frá fœranlegri stjómstöð. • Lyftigeta 1000 kg. og lSOOkg. • Eigin þyngd 250 kg. og 390kg. • Hentar öllum vöru- flutningabílum. • Auðvelt í ásetningu. PALL' LYFTUR SALA-VIÐHALD • WÓNUSTA LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66. Sími: 76600. Skáksambandið: I lögbannsmál vegna nýja húsnæðisins „VIÐ fórum fram á lögbann á þeirri fyrirætlan að breyta inn- ganginum að okkar skrifstofum á þriðju hæðinni að Laugavegi 71,“ sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands lslands, í samtali við Mbl. í gær. „Úrskurður hefur ekki verið kveðinn upp, en eftir honum er nú beðið.“ Einar sagði, að innréttingar skrifstofa Skáksambandsins hefðu verið langt komnar, þegar hefjast átti handa um að færa til innganginn. Sagði Einar að vinnu lyki nú um helgina og ætlar Skák- sambandið að flytja inn á mánu- daginn. „Að sjálfsögðu skipulögðum við okkar húsnæði út frá inngangin- um, eins og hann var, þegar við keyptum hæðina, og þess vegna getum við ekki fallizt á það, að inngangurinn verði bara allt í einu færður til," sagði Einar S. Einarsson. Mbl. tókst í gær ekki að ná sambandi við aðila þann, sem byggði Laugaveg 71 og seldi S.Í. þriðju hæð hússins. © INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.