Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1978 7 Bréfið, sem Páll postuli reit kristnum mönnum i Róma- borg, geymir ekki aðeins þær flóknu guðfræðihugmyndir, sem nútímamönnum flestum þykja flóknar og sumar trá- leitar, heldur einnig sumar fegurstu og spaklegustu lífs- reglurnarsem N. testam. geymir. í 1 2. kapitula bréfs- insminnir hann á spádóms- gáfuna. eina af andagáfun- um, sem hann mat mikils og var sjálfur gæddur að eigin sögn. Þá talar hann um þjón- ustuna sem eina megin- dyggð kristinna manna, um bróðurkærleikann, um gleð- ina, þolinmæðina, vonina, gestrisnina, um samúðina með annarra manna kjörum, gleðina með þeim, sem glað- ir séu, og samhyggð með þeim, sem sorgir þjá, og loks segir hann: „Verið hver öðr- um fyrri til að veita hirtum virðingu." Mun ekki okkur báðum, mér og þér, þeirrar dyggðar þörf? „Hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu." Ævin- lega í einlægni glaður yfir velgengni annarra, aldrei öfundssamur þegar öðrum hlotnast það, sem maður hefði óskað sjálfum sér, ævinlega að taka velgengni annarra eins og maður hefði sjálfur hlotið happ Veitið hinum virðingu Við tölum um bræðralag og bróðurelsku, í kirkjunum er ekki um annað talað meira, en er okkur þá Ijóst, að þetta er einn sannasti prófsteinninn á það, hvort bróðurelskan er flærðarlaus: Getur þú glaðst yfir vel- gengni annarra eins og væri velgengni þín? „Grátið með grátendum" segir i þessum bréfkafla Á öld hinna miklu fréttamiðla berast daglega fregnir viðs- vegar að af hörmulegum sorgarefnum margra. Snerta af nokkurri alvöru þær sorgir hjarta þitt ef þeir, sem fyrir þeim örlögum verða eru þér ekki á nokkurn hátt vanda- bundnir? Og þó verður lik- lega flestum sjálfsagðara að hryggjast af hörmum annarra en að gleðjast fölskvalaust af velgengni þeirra. Verðurekki mér og þér erfitt að gleðjast af einlægni yfir því að aðrir menn njóti hamingju, sem okkur var neitað um? Til þess þarf þann sigur yfir sjálfsúð- inni, sem næsta fágætt er að menn vinni til fulls. Eg man göfugan mann, og af fáu varð mér Ijósari göfug- mennska hans en einu atviki. Að ósk meðeigenda sinna neyddist hann til að selja dýrmætt atvinnutæki. Styrjöldin síðasta skall á og fyrirtækið varð æ gróðavæn- legra í höndum nýju eigend- anna. En eins og hann væri eigandinn ennþá sjálfur hélt hann áfram að fylgjast með velgengni þess og gleðjast af hverjum sigri. Slíkt hugarfar er fágætara miklu en vera ætti. Öfundsemin er ein hin versta ódyggð Hversvegna gat ég ekki orðið fyrir þessu láni spyr sjálfselskan, þegar aðrir hreppa lán, sem við hefðum óskað sjálfum okkur. Hvað er það, sem við öfundum aðra menn af? Spyrjum um það, og þá kemur í Ijós að oftast öfund- um við náungann af því, sem ekki er raunverulegt efni öf- undar. Öfundum við aðra menn af því, að þeir eru dyggðugri en við? Öfundum við aðra af því að þeir eru fórnfúsari en við? Öfundum við aðra menn af því að þeir eru gjafmildari en við, dreng- lundaðri en við? Öfundum við nokkurn mann af því að hann er sannara Guðsbarn en við, og er þó nokkuð til, sem er dýrmætara en það? Nei, við öfundum náungann af haqsmunavelgengni hans og af því að hann kemst hærra i metorðastiga mann- félagsins. „Verið hveröðrum fyrri til að veita hinum virð- ingu," — þetta ererfið námsgrein en nayðsynleg til lærdóms. Ekki er þetta skemmtileg mynd, en óskiljanlegri og óskemmtilegri verður hún þegar þess er gætt, að ótrú- lega oft segir öfundin þannig til sín, að menn þola vel- gengni þeim, sem þeir telja standa fyrir neðan sig í mannfélagsstiganum, og geta einnig öfurndalítið eða öfundlaust horft á frama þeirra, sem þeir telja standa sér ofar eða miklu ofar i mannfélaginu. Eneftirþvi hef ég tekið, að mörgum verður erfiðara að gleðjast, þegar „jafningi" þeirra hlaut happ eða lán, sem þeir hefðu óskað sjálfum sér. Það er auðvitað ekkert vit i þessu, engin skynsamleg rök fyrir þessu, en óneitanlega er þetta oft eins og hér segir: Ef þú stendur jafnfætis ein- hverjum, áttu þá ekki erfið- ara með að þola gremjulaust að hann þokist upp, en hinir, sem „ofar" þér eða „neðar" standa? Oft hefi ég þótzt sannreyna þetta, oftsinnis þótzt sjá þetta, e.t.v. er reynsla þin af mönnunum í þessu efni önnur en min. Skaðlegastur verður þessi löstur, eins og raunar ýmsir fleiri lestir i þjóðfélagi, sem er svo fámennt, að þar þekkir hver annan, beint eða óbeint, eins og er hér í sam- félagi okkar Það er alveg vist, að hvergi er erfiðara en í svo litlu þjóðfélagi að vera „hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu" og gleðjast i einlægni af þvi að einhverj- um „hinum" gengur vel. í hug mér eru lærdómsrík dæmi og mikillar athygli verð. Þau rúmast ekki á þessu blaði. Eg verð að geyma mér þau. En öll skul- um við geyma lifsreynslu polstulans, hún er sigildur prófsteinn á bræðralag eða ekki-bræðralag, og þó ennþá fremur á veglyndi eða ekki- veglyndi. OWMPIA FYRIRFERÐALITIL EN FULLKOMIN Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar þótt hún sé bæöi minni og ódýrari. Fram og am aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn - s&E ingalyklar, hálft stafabil til .. B leiðréttinga o.m.fl. Rétt vél fyrir þann sem hefur lítið pláss en mikil verkefni. Leitiö nánari upplýsinga. Olympia Intemational (Ml^©(ftQ(y^ KJARAINI HF skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8. sími 24140 Svipmyndir á svipsfundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjóðleikhúsinu áTBmm..... ............ Vandaðar saumakörfur r >v BÚTASALA IJTSALA Okkar vinsæla bútasala og útsala hefst á morg- un, mánudag. Geysilegt úrval af bútum og efnum í metratali. Allt að 50% afsláttur. Ath. stendur aðeins í fjóra daga. Komið og gerið hagstæð kaup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.