Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 16

Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 Afmæliskveðja: Hulda Á. Stefánsdótt- ir fyrrum Frú Hulda Á. Stefánsdóttir fyrrum skólastjóri og húsfreyja á Þingeyrum varð 80 ára 1. jan. 1977 — fyrir rúmu ári. Þann dag komu saman á heimili hennar og fjölskyldu hennar mikið fjöl- menní. Þarna voru ættingjar og vinir, og í hópi þeirra síðarnefndu margir nemendur frú Huldu frá ýmsum árgöngum Kvennaskólans á Blönduósi og Húsmæðraskóla Reykjavíkur, þar sem hún hafði verið forstöðukona beggja þeirra skóla um árabil. Ég var í hópi þeirra, er voru nemendur i Kvennaskölanum á Blönduósi fyrir 42 árum. Við vor- um mættar þarna margar, en ekki allar, fimm eru nú látnar og aðrar búsettar á fjarlægum stöðum. Nú, ári síðar var ég aftur í hópi ætt- ingja hennar og vina á sama heim- ili á nýársdag. Ég og við öll glödd- umst yfir að sjá hana aftur glaða og veitandi eins og ávalt áður. Eg fann, að okkur nemendum henn- ar var ekki ofaukið í hópi þessa fólks; frá henni streymdi hlýja og umhyggja til okkar. Það er ætið vandi að þakka vin- arhug og gjafir svo vel sem vert er, en það er þó eins og ég sé ekki sátt við sjálfa mig, ef ég læt hjá líða að senda minni kæru vinkonu kveðju og einlægar þakkir fyrir allt þótt seint sé. Frú Hulda Á. Stefánsdóttir fæddist á nýársdag eins og fyrr getur, einkadóttir hjónanna Stef- áns Stefánssonar skólameistara og Steinunnar Frímannsdóttur. skólastjóri Því má segja, að gleðirik hefur þessi nýársgjöf verið, eins og sól- argeisli um hávetur; það er ekki að éfa, að lítil systir var kærkom- in fyrir bróðurinn, Valtý, enda urðu þau samrýnd ævilangt. Frú Huldu var ætlað stórt hlut- verk í lífinu og þvi hlutverki hef- ur hún sannarlega valdið. Hún óx inn í komandi birtu lengri daga og gróandi þjóðlífs. Hún naut ást- ríkra foreldra, er bæði voru mikil- hæf svo af bar. Móðir hennar var snillingur í öllu handbragði svo að orð fór af, og mun það hafa gengið í erfðir til dótturirtnar, því að enn I dag kennir Hulda lista- úrvinnslu úr íslenzku ullinni, sem mestri fullkomnun næst með hinni fornu aðferð, kömbunum og rokknum. Á þvi sviði sem og ann- ars staðar stendur hún vörð um menningu og verðmæti, er ekki mega hverfa og gleymast. Mörg spor mun Hulda hafa átt við hlið föður síns út um um- hverfi Möðruvalla, kynnst snemma gróðrinum í heimahag- anum og lært að þekkja nöfnin á sérhverju blómi og lyngi. Stefán skólameistari var öðrum fremri i fræðslu um gróðurríki lands síns. Enginn vafi er á því, að báðir þessir listrænu eiginleikar for- eldranna hafa verið mótandi á barnssálina og verið hin góða fyr- irmynd ævilangt. „Með víðari sjón yfir hauður og höf, sá horfir er blómin skilur". Ég hef verið svo gæfusöm að kynnast Huldu Stefánsdóttur vel og eignast vináttu hennar. Hún Þessi mynd af Huldu er gerð af Rfkarði Jónssyni og er hún gjöf frá nemendum á árinu 1932—37 til Kvennaskólans á Blönduósi í tilefni 60 ára afmælis hennar 1. janúar 1957. býr yfir miklum persónutöfrum, svo að hvarvetna er eftir henni tekið; hún tranar sér aldrei fram né hrósar sér yfir unnum verkum, en í hjarta sínu gleðst hún yfir öllu, sem áunnist hefur til heilla og blessunar, það veit ég af kynn- um mínum við hana. Við nemend- ur hennar vorum sammála um, að betri kennara væri ekki hægt að hugsa sér. Sérstaklega er mér minnisstætt er hún kenndi okkur reikning. Það var svo ljóst og auð- velt að skilja dæmið, þannig lagði hún fram aðferðina, skýrt og án margra frávika, sem gátu verið villandi. En fjölhæfnin var slík að telja má til undrunar. Hún hafði yndi af að fræða, hvort heldur var í bóklegum fögum eða að leið- beina með handavinnuna. Hún átti oft leið á herbergin, þar sem við nemendurnir vorum að bjástra við verkefni og réðum ekki við fyrr en hún hafði komið okkur á sporið. Einnig kenndi hún á piano eða orgel, þeim er áhuga höfðu. Frú Hulda æfði kór i skólanum á hverjum vetri og lék sjálf undir á orgel eða piano eftir því sem við átti. Hvern morgun hóf hún kennslu og störf dagsins með því að safnast var saman i dagstofu skólans og sunginn sálmur. Þetta atriði er mér sífellt þakkarefni, því fátt er göfugra en að syngja saman, og ekkert sameinar jafn- vel og kallar fram góðvilja í hugs- un hvers og eins. Og það þarf að velja ljóð og lag, sem gott er að skilja og fegurð felst í. Auk sálm- anna var hún sérstaklega fundvis á einmitt þetta. Dótturina Guð- rúnu eignaðist frú Hulda 20. marz þennan vetur, sem ég var á skól- anum. Blessað barnið var okkur mjög kært og hefur verið ávalt síðan. Guðrún er arkitekt að menntun og orðin þjóðkunn í sínu starfi. Ég hefði viljað láta fyrr í ljós þakkir mínar til vinkonu minnar, frú Huldu. Hún hefur svo marg sinnis verið mér nálæg og góð. Sérstök fyrirmynd hefur verið mér og okkur öllum, nemendum sinum, með lífi sínu og starfi. Allt vex og dafnar, sem vel er gert. Með sínu frábæra lífsstarfi, trú á land sitt og þjóð, hefur frú Hulda Á. Stefánsdóttir, gefið fordæmi og veganesti, sem ógleymanlegt er og varðveitt mun til lærdóms um langa framtíð. Eg hef ekki ætlað mér með lín- um þessum að rekja æfiferil Huldu ýtarlega. Hún er fyrir löngu þjóðkunn og metin að sinni samtíð allt frá því, er hún stóð kornung sem kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Heyra má á þeim nemendum hennar þaðan, að hennar hafi verið sakn- að mjög, er hún hvarf úr þeirri stöðu og gekk í hjónaband. Hulda Á. Stefánsdóttir giftist árið 1923 Jóni S. Pálmasyni bónda á Þing- eyrum, hann lézt fyrir rúmu ári. Þau bjuggu um 20 ára skeið á Þingeyrum og mun þeim hjónum báðum hafa þótt sérstök ábyrgð fylgja búsetu á þessum merka stað, þar sem Þingeyraklaustur stóð til forna, en staðinn prýðir síðar hin veglegasta kirkja. Hulda var organisti kirkjunnar meðan hún átti heima á staðnum. Ég veit, að blessi’'* ; írkjan á Þingeyr- um var þeimv „áum það guðs- hús, sem sífellt þarf að vera vel um gengið og viðhaldið. Þar var að finna styrk í bænum í einrúmi og predikun prestsins á helgidög- um. Það er eitt af áhugamálum Huldu nú, að allt verði gert til þess, að kirkjan megi um aldir standa og þjóna sínu hlutverki á Þingeyrum eins og hún hefur gert fram á þennan dag. Kirkjan er nú rúmlega eitt hundrað ára og sér- stök og vönduð að allri gerð, hlað- in úr höggnu grjóti, svo haglega að um listaverk er að ræða. Margir hafa haft orð á þvi við mig, hve hátiðlegt hafi verið að koma til kirkju á Þingeyrum. Hjónin bæði svo gestrisin og höfð- ingleg í fasi og veitingum. Og eftir umræður um þjóðmál o.fl. héldu gestir heim með ný ihugun- unarefni og innsýn í verkefni, sem hvarvetna blöstu við. Það var svo margt, sem húsfreyjunni lá á hjarta og vildi koma í fram- kvæmd. Eiginmaður hennar þekkti hæfileika hennar, og þótt hennar mætti illa missa við frá heimili þeirra, þar sem hún stjórnaði af festu og mildi, þá vissi hann, að eftir henni var leit- að til annarra starfa vegna mennt- unar hennar og hæfileika. Hún hafði yndi af að fræða, svo að ekki var gott að standa í vegi fyrir því glæsilega viðfangsefni, er henni bauðst, að taka við skólastjórn Kvennaskólans á Blönduósi, og svo síðar Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Báðir þessir skólar nutu forsjár hennar um langan tíma, og saga þeirra mun geyma nafn Huldu henni til heiðurs um ókomna tima. Frú Hulda var ein af stofnend- um Kvenfélags Sveinstaðahrepps og var i stjórn þess. Formaður Sambands norðlenzkra kvenna var hún um langan tíma. Á því sézt, að málefni kvenna hafa átt ötulan málsvara, þar sem hún fór. Og ekki er mér grunlaust, að enn í dag sé til hennar leitað með fyrir- lestur á ráðstefnum kvenna, þeg- ar þörf er á ýtarlegu erindi um íslenzka menningu og kynningu á heimilis-listiðnaði. Meðan hún átti heimili í Háteigssókn i Reykjavik kom hugur hennar til kvenfélagsins brátt í ljós og áhugi fyrir starfi þess. Nú er Hulda flutt í Hallgrímssókn, og ekki efa ég, að hvar sem hún fer eða er, gróa blóm við götu hennar. Hún er alltaf kærkominn gestur á sam- komur Kvenfélags Háteigssóknar og hefur oft flutt þar ræður og ljóð, svo minnisstætt er. En mér eru efst í huga með þessari fátæklegu kveðju minni, þakkir okkar nemenda hennar frá Kvennaskólanum á Blönduósi vet- urinn 1934—35, og læt þvi hér fylgja kveðjuheillaóskir, er við sendum henni á áttræðisafmæl- inu: „Guð þig blessi, hans geislar bjartir ylji og lýsi þér æfikvöldið. Menntun alla af mildi veittir. Þökkum af alhug þjóönýt störfin". Á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, er Hulga hin góða móðir og amma, sem á svör við öllum áleitnum spurningum, á alltaf tiltæka sögu og ljóð og telur ekki eftir sér að spila á píanóið, langspil, gítar eða harmoniku, ef þau hljóðfæri eru rétt að henni og börnin biðja hana. Sama gildir fyrir okkur sem eldri erum. Alltaf er hún eftirsótt til að grípa í hljóðfærið á skemmtunum okkar. Þannig er Hulda enn í hinu stóra hlutverki lífs síns á ævikvöldinu, sem yljar og gieður í bjarmanum frá viðburðarfkri ævi. Á heimili hennar er kynslóóabilið ekki til. Öll fjölskyldan í sama húsi. „Gamla myndin góða“. Guð gefi góðri vinkonu gleðileg komandi ár og allar stundir ylrik- ar. Útsala — Útsala Barnafatnaður úlpur, buxur, peysur, skyrtur, blússur, bolir, prjónagarn, taubútar. Mikill afsláttur. Faldur, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Hlutabréf til sölu Stórkostlegt tækifæri ,í atvinnurekstri á Akur- eyri. Verulegur hluti hlutabréfa í einni stærstu verksmiðju norðurlands til sölu. Ársvelta ca. 1 00 milljónir króna. Trygg og vaxandi verkefni. Upplýsingar aðeins á skrifstofu minni. Bergur Guðnason hdl. Langholtsvegi 115, Reykjavik, sími 82023. ■rlandsl 23.-27. mars / þessari einstöku fimm daga páskaferð er enginn virkur dagur, því farið er á skírdag og komið aftur 2. páskadag. Flogið verður beint til Dublin og dvalist þar á tveimur eftirsóttum hótelum: Hótel South County Hótel Jurys TSamvinnu- ferðír Austurstræti 12 sími 27077 Dublin er dœmigerð írsk stórborg og þar eru þjónustustöðvar almennings opnar meira og minna alla páskahelgina. Fararstjóri okkar aðstoðar og skipuleggur skoðanaferðir. Leitið nánari upplýsinga tímanlega og látið skrá yður í þessa eftirsóttu ferð. LANDSYN SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SÍMI28899 Lára Böðvarsdóttir frá Laugarvatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.